Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1982, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1982, Blaðsíða 21
DV. ÞRIÐJUDAGUR 23. NOVEMBER1982. DV. ÞRIÐJUDAGUR 23. NOVEMBER1982. íþróttir íþróttir íþrótt Elin Eva Grímsdóttir sparkar hátt snúningsspark að andliti Agnesar Þoriáksdóttur í haustmóti karatefélaganna á sunnudaginn. DV-mynd S. MORG SPORK OG MIKILFENGLEG —sáust á haustmóti karatefélaganna Mikið fjör var á áhorfendapöllum og á góifinu í íþróttahúsi Kennaraháskólans á sunnudaginn þegar haustmót Shotokan karatef élaganna fór þar fram. Ahorf endur vorn hátt i tvö hundruð og voru þeir vel með á nótunum og létu óspart í sér heyra. Einna mest gekk á í sveitakeppninni í Kumite karla. Þar urðu sveitimar frá Þórshamri í Reykjavík í þrem fyrstu sæt- unum. A-sveitin varð í fyrsta sæti enda eru þeir sem hana skipa komnir lengst í íþrótt- inni. Þó kom það mikið á óvart þegar Ámi G. Vigfússon í C-sveitinni sigraði Karl Sigur- jónsson úr A-sveitinni með miklu snúningssparki að andliti. Karl kom aftur á móti fram hefndum þegar hann tók „tröllið” Svein Grimsson í gegn seinna í keppninni. Sveinn er þekktur fyrir miklar og harðar sóknir en beið þó þama lægri hlut fyrir mun léttari keppanda. Kvenfólkið gaf karlmönnunum litið eftir í mótinu, í þaö minnsta gekk mikið á hjá þeim í Kumite, sem er frjáls bardagi. Nokkuð var um að þær gæfu bæði þung högg og mikil en slíkt er með öllu bannað í iþróttinni. Fengu margar þeirra dæmd minusstig vegna þess og nokkrir karl- mannanna fengu slík refsistig fyrir högg sem hittu. Urslit í einstökum greinum á þessu haustmóti urðu þessi: Kata-karla: 1. Karl Sigurjónsson, Þórshamri 2. ÞórðurAntonsson.Þórshamri 3. Ævar Þorsteinsson, Þórshamri Kata-kvenna: 1. Hjördis Haröardóttir, Þórshamri 2. Guðný Atladóttir, Þórshamri 3. Inga H. Jónsdóttir, Þórshamri Kata-unglinga: 1. Omar öm Tryggvason, Þórshamri 2. Böðvar Ö. Kristinsson, Þórshamri 3. Maris Johannsson, Þórshamri t hópkata sigruðu þeir Karl Sigur- jónsson, Gísli Klemensson og Þórður Antonsson, allir frá Þórshamri. I öðru sæti komu Hreiðar Gunnlaugsson, Ami G. Vig- fússon og Omar Tryggvason en þeir eru líka frá Þórshamri. I þriöja sæti komu svo Selfyssingamir Gunnar I. Gunnarsson, Þorsteinn Másson og Guðmundur Helga- son. í sveitakeppni i Kumite karla uröu sveit- imar frá Þórshamri í þrem efstu sætunum eins og fyrr segir. A-sveitin sigraði en hana skipuðu þeir Gísli Klemensson, Karl Sigurjónsson og Þórður Antonsson. Kumite kvenna — eða frjáls bardagi kvenna — er ný keppnisgrein. Þar sigraði Elín Eva Grímsdóttir. Önnur varð Guðný Atladóttir og þriðja Sigrún Guðmunds- dóttir. Allar þessar stúlkur em úr Þórs- hamri. KGH/-klp- Það var ekkert gefið eftir hjá kvenfólkinu i „Kumite”, eða frjálsum bardaga kvenna í karate, á sunnudaginn. Hér berjast þcr í orðsins fyllstu merkingu Kristin Hafþórsdóttir og Inga H. Jóns- dóttir og er ekki annað að sjá en að þama hafi högg eitt mikið lent á andliti annarrar. -DV-mynd S. Kóreumaðurinn mót- mæltimeð þvíað tuska dómarana til AUt tir i háaloft i gœr i fimleikakeppni karla í Asiuleikunum i Nýju Delhi sem hófust nú um helgina. Noröur-Kóreumenn mótmæltu þá harðiega einkunnargjöfinni í einni keppnisgreininni og er þaö nægði ekki réðst einn fararstjóri þeirra á dómara- skarann og gaf þeim hressUega ráðningu meðhandafU. Mótmælln voru ekki tekin tU greina og Norður-Kóreumaðnrinn — það er að segja keppandinn — varð að gera sér bronsverðlaunin í fimleikum karla að góðu. GuUverðlaunin hlaut heims- meistarinn frá Kina, U Ning, og landi hans Tong Fei hreppti silfrið. Kinverjar, sem fyrst tóku þátt í Asíuleikunum 1974, æUa sér stóra hluti á þessum Ieikum. Þeir eru þegar komnir með 11 guUverðiaun, Japan er næst með 8 og Norður-Kórea hefur hlotið 4 guU- verðlaun tU þessa. Kfnverjar ætla sér nú að gera enn betur en Japanir sem hafa verið yfir- burðaþjóð á öUum Asíuleikum hingað tU. Sendu Kínverjamir 445 keppendur á leik- ana að þessu sinni og taka þátt f öUum greinum þar nema hnefaleikum og golf i. -klp- Dönsku strákarnir fánógaögera Danska unglingalandsUðið f hand- knattleik, sem sigraði á Norðurlanda- mótinu hér i Laugardalshöllinni á dögunum, hefur fengið boð um að taka þátt f tveim stórum mótum nú á næst- unni. Verður annað þeirra í Sviþjóð en hitti Luxemborg. Með leikjunum hér á Islandi hefur liðið leikið 22 leiki án taps og eru Danir mjög stoltir af þessu Uði sinu. Arangur þess á NM á Islandi vakti mikla athygU, og þá sérstaklega vegna þess aö i Uðið vantaði besta mann þess, Claus Munkedal frá Holte. Skrópaði hann á síðustu æfingamar ftrrir Islandsferðina — fór í ferðaiag með kunningjum sinum — og var honum hegnt fyrir það með þvi að setja hann út úr hópnum sem fér öl Islands. -klp- íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Hvað varð um j Wolfgang Schmidt? j Frægt íþróttafólk á Vesturlöndum hefur óskað aðstoðar J Amnesty International við að upplýsa hvað orðið hefur um | heimsmethafann í kringlukasti í Austur-Þýskalandi Margt af fremsta íþróttafólki heims á Vesturlöndum hefur tekið höndum saman um að krefjast rann- sóknar á því hvað orðiö hefur af einum fremsta kringlukastara heims, Austur-Þjóöverjanum Wolf- gang Schmidt. Til þessa þekkta íþróttamanns, sem m.a. var Evrópumeistari og átti um tíma heimsmetið í kringlukasti, 71,16 metra, hefur hvorki heyrst né séstímeiraenár. Vitað er að hann var mjög and- vígur stefnu stjórnvalda í Austur- Þýskalandi og var ófeiminn að gagn- rýna hana í kunningjahópi. Þá var einnig um það talað að hann hefði hug á að láta sig „hverfa” vestur fyrir járntjald en síðan sú saga komst á kreik hefur hann hvergi sést. Er nú komið meira en ár síðan kunningjar hans í íþróttaheiminum f réttu síðast af honum. hefur orðið af honum? Loðinsvör fráAustur- Þýskalandi Svörin sem þeir hafa fengið frá íþróttafólki og forustumönnum frá Austur-Þýskalandi, hafa verið loðin og þar jafnvél gefið í skyn að ekki sé allt með felldu um þetta hvarf hans. Einn háttsettur Þjóðverji sagði að í fórum Schmidts hefði fundist byssa og hann verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að vera meö ólöglegt vopn. Austur-þýskur íþróttamaður hefur þó viðurkennt að eitthvað sé bogið við þetta. Allir hafi vitað að Wolf- gang Schmidt hafi safnað alls konar byssum og vopnum á ferðum sínum. Frægu íþróttafólki hafi verið fyrir- gefnar stærri syndir en að vera með vopn í fórum sínum í Austur-Þýska- landi og þama búi því eitthvað annað á bak við. Hafa beðið um aðstoð Amnesty International Þaö er norski kringiukastarinn Knut Hjeltnes sem stendur fyrir rannsókn á hvarfi þessa kunningja sins í Austur-Þýskalandi. Hef ur hann fengið marga þekkta kringlukastara í lið með sér og má þar m.á. nefna Jay Silvester, John Powell og Mac Wilkins en þeir voru einnig miklir vinir Wolfgang Schmidt. Þeir hafa krafist opinberrar skýringar á hvarfi hans og hvernig standi á því að bréfum til hans er ekki svarað. Hafa þeir haft samband við Amnesty Intemational og ýmsa aðra aðila og óskaö eftir aðstoö við að finna þennan félaga sinn og fá að vita hvort hann sé lífs eða liðinn.-klp- I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frétta- manniDVíSvíþjóð: * Sænsku landsliðsmennirnir, sem léku Iandsleikina við Noreg í hand- knattleiknum í síðustu viku, áttu í miklum erfiðleikum með að sætta sig við einn mann á skiptimannabekknum hjá Norðmönnum. Hafðl sá hátt og skipaði þeim norsku fyrir með harðri hendi og heimtaði að þeir tækju almennilega á Svíunum. Það sem fór mest í taugara- ar á sænsku strákunum var að við- komandi rödd hrópaði á sænsku og þeir þekktu allir röddina mjög vel. Þarna var nefnilega kominn fyrr- verandi þjálfari sænska landsliösins, Bertil Andersen, sem var þjálfari landsliðsins frá 1974 til 1981. Hefur hann nú tekið við norska landsliðinu á- samt Per Otto Furuset og er stefnan hjá þeim tekin á B-heimsmeistara- keppnina sem verður haldin í Noregi 1985. Bertil hafði stjórnað sænska liðinu í 13 landsleikjum gegn Noregi og átti að baki sigur í þeim öllum. Fyrri leiknum lauk með sigri Svía, 23—22, en í þeim síðari varð jafntefli, 27—27. Þar var Bertil og Norömennirnir hans betri að- ilinn og mun nær sigri. Voru þeir tveim mörkum yfir þegar tvær mínútur voru til leiksloka en Svíum tókst að jafna í lokin. Voru Norðmenn ánægöir með það en sex ár eru síöan þeir hafa náö stigi af Svíum i landsleik i handknatt- leik. Svíar léku í síðustu viku fjóra lands- leiki á fjórum dögum. Voru það tveir sigrar gegn Dönum og sigur og jafn- tefli gegn Norðmönnum. Virkaði sænska liðið sterkt, en bestu menn þess í leikjunum fjórum voru þeir Claes Hellgren markvörður og Cleas Ribendahl. Hann er nú orðinn þrítugur og segist sjálfur aldrei hafa verið betri ennúna. -GAJ/-klp- Bertil Andersen stjóraaði Norðmönnum þegar þeir gerðu jafntefli við Svia í fyrstasinnisexár. Ætla að láta Pétur snila! — og Flosi Sigurðsson verður kallaður til hjálpar íPolar Cup „Það er alveg öraggt að við ætlum að láta Pétur Guðmundsson spila alla landsleiki fyrir íslands hönd i körfu- boltanum sem framundan eru,” sagði Steinn Sveinsson i landsliðsnefnd KKÍ í samtali við DV í gærkvöldi. Mikið hefur verið rætt um það hvort Flosi Sigurðsson. Pétur sé löglegur með islenska lands- liðinu eða ekki og i Morgunblaðinu ekki alls fyrir löngu var frétt þess efnis að Pétur myndi ekki ieika með ís- lenska landsliðinu framar. í sömu frétt í MbL lýsti formaður KKÍ því yfir að hann áliti það reiðarslag fyrir íslenskan körfuknattleik að Pétur myndi ekki leika f ramar með landslið- inu. En nú er sem sagt komið í ljós að landsliðsnefndin er ekki á sama máli og hyggst hún nota Pétur hvað sem tautar og raular. „Það liggur fyrir viðurkenning frá FIBA þess efnis að Pétur sé áhuga- maður í körfuknattleik með IR og við getum ekki séð hvernig hann getur á sama tíma verið álitinn atvinnumaöur með landsliðinu,” sagöi Steinn enn- fremur. Næsta verkefni íslenska landsliðs- ins í körfuknattleik eru þrír leikir gegn Dönum og fara þeir fram hér á landi 6. 7. og 8. janúar nk. Er það mikið ánægjuefni að Pétur skuli leika þá Lokað hjá Leeds! Enska knattspyrausambandið dæmdi i gær 2. deildarliðið Leeds til að leika tvo næstu heimaleiki sína í 2. deildinni fyrir luktum dyrum. Dómur þessi var kveðinn upp vegna mikilla óláta sem bratust út á heimaleik Leeds gegn Newcastle á dögunum. Höguðu aðdáendur liðsins sér þá óvenju illa og er þeim nú hegnt fyrir það með þvi að meina þeim inngöngu á næstu tvo heima- leiki liðsins. -klp- Pétur Guðmundsson. leiki og ekki þarf að fjölyrða um það hér hversu mikill styrkur hann er landsliðinu. Þar næsta verkefni lands- liðsins er síðan Norðurlandamótið í vor. ,, Það er rétt að við höfum haft sam- band við Flosa Sigurðsson í Banda- ríkjunum og það virðast vera góðar líkur á því að hann geti leikið með okkur á Norðuriandamótinu. Hann myndi þá taka þátt í undirbúningi landsliðsins og æfa með liðinu fyrir keppnina,' ’ sa gði Steinn S veinsson. —SK. Skautamenn á Akureyrí komnir í mikinn ham! Skautamenn á Akureyri eru komnir á fulla ferð og farnir að undirbúa sig fyrir veturinn. Verið er að leggja nýja klæðningu á skautavöllinn á Krókseyri og mun gjörbreytast öll aðstaða á vell- Sprenging í norska körfuboltanum Mikill hávaði og læti hafa verið hjá norska körfuknattleikssambandinu að undanförau út af brottrekstri Bernie Dignan úr stöðu landsliðsþjálfara, en henni hefur hann gengt sl. tvö ár. Dignan þessi þótti erfiður í um- gengni og eftir að hann var rekihn frá landsliðinu var honum einnig sagt upp þjálfarastöðunni hjá Sandvíka Basket- ballklubb. Hann svaraði með því að krefjast skaöabóta fyrir skerta atvinnu- möguleika og síðan með því að kæra forráðamenn norska körfuknattleiks- sambandsins fyrir Iþróttasambandi Noregs. Er það hið versta mál, því hann kærir m.a. tvo þeirra fýrir dónalega framkomu og fýllirí þegar kvenna- landslið Noregs fór til Finnlands í keppnisferðalag. Hefur þetta og ýmis- legt annað sem hann hefur sagt opinberlega valdiö mikilli sprengingu -klp- Egilsstaðaliðið sterkt Fyrri umferðin í 2. deildarkeppninni í körfuknattleik — Austurlandsriðill,- fór fram á Höfn í Homafirði um helg- ina. Lið Menntaskólans á Egilsstöðum vann sigur í báðum sínum leikjum, en úrsliturðuþessi: IME-Sindri 73—52 Sindri-SE 75—56 IME-SE 84-44 Seinni umferðin fer fram á Reyðar- firðiíjanúar. inum viðþað. Þegar þessi nýja klæðning verður komin, þarf ekki að fara nema f jórar yfirferðir á völlinn til að gera hann hæfan en áður þurfti að fara allt að tuttugu sinnum yfir hann til að gera hann góðan. Guðmundur Pétursson, formaður Skautafélags Akureyrar, og Hallgrím- ur Indriðason fóru í haust til Noregs og skoðuðu þar m.a. vél sem nú er að finna í öllum skautahöllum og skauta- svæðum um allan heim. Vél þessi sópar svellið og sprautar það um leið, þannig að á því er alltaf sléttur og fínn klaki. Skautafélagið hefur nú óskað eftir því við bæjaryfirvöld á Akureyri að svona vél yrði keypt þangaö. Var tekið mjög vel í það, enda skautafélag- ið ekki verið kröfuhart á bæjarkontórn- umtilþessa. Þeir félagar tóku í leiðinni dómara- próf í íshockey og stóðust það með sóma. Ekki þurfa þeir þó mikið að nota þaö hér því litiö er um leiki í íþróttinni. | I Islandsmótinu fara fram tveir leikir — á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Er stefnt að þvi að fyrri leikurinn fari fram í Reykjavík fyrir áramót og eru Akureyringamir þegar byrjaðir að undirbúa sig fyrir hann. GSv Akureyri/ -klp- Enn fjölgar tennis- st jörnunum hjá Svíum Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frétta- manni DV í Svíþjóð: — Sviar era ekki á flæðiskeri staddir með tennisstjömur og framtíðin hjá þeim i þeirri íþróttagrein virðist björt. Um helgina sigraði 21 árs gamall Svii, Andres Jarryd, í Grand Prix tennismóti í Ancona á Italíu. Sigraði hann Bandaríkjamanninn Mike Depal- mer í úrslitaleiknum 6—3 og 6—2. Fyrir þennan sigur á Italiu fékk Jarryd 15 þúsund Bandaríkjadollara aö launum. Sigur hans gegn Depalmer var öruggur en mesta mótspyrnu í keppn- inni fékk hann í undanúrslitunum þegar hann mætti landa sínum Hasse Simonson. Þama eru tveir sænskir tenniskappar komnir fram í sviðsljósið sem mikiö eiga eftir að láta að sér kveða. Fyrir eiga Svíar menn eins og Björn Borg og Mats Wilander sem eru taldir í hópi átta bestu tennisleikara heims. GAJ/-klp- Ishockey-menn á höfuðborgarsvæðinu hafa löngum kvartað nnrian aðstöðu sinni þar og borið hana saman við aðstöðu félaga sinna á Akureyrf. Það er kannski ekki að undra þvi ekki þurfa þeir að skriða inn á vöUinn hjá sér til að.skemma ekki skerpinguna á skautunum sínum og annað í þeim dúr og nú er verið að bæta aðstöðuna hjá þeim enn frekar. DV-mynd Friðþjófur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.