Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1982, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1982, Blaðsíða 36
36 DV. ÞRIÐJUDAGUR 23. NOVEMBER1982. DÆGRADVÖL DÆGRADVOL DÆGRADVÖL ,, Guðsorðabækurnar eru yfirleitt ódýrar," segir Bragi Kristjónsson, en bókin sem hann gluggar i þarna kostar einar litlar 30.000 krónur. Þetta er útgáfa Peringskiölds af Heimskringlu frá 17. öld. MyndBH. „Feikileg virðingarstaða að selja gamlar bækur" Bækur Baldur Hermannsson —segír Bragi Kristjónsson bókakaupmaður Bœkurnar breytast og mennirnir með. „Menn eru aö furða sig á því hvaö það eru margar fornbókaverslanir í Reykjavík en það er ekkert skritið. Þaö eru svona 3—5.000 titlar til sölu hjá forlögum landsins til samans. En á þessari öld einni hafa verið gefnar út á Islandi milli 50.000 og 100.000 bækur og mikið af því efhi er enn í gildi þótt það sé uppselt," segir Bragi Kristjónsson i BókavörðunnL —Hvers konar fólk er það sem sæk iir þessar verslanir helst? „Það er nú viss kjarni sem alltaf er á ferðinni og fylgist grannt með því sem kemur inn. Safnararnir láta okkur vita af hlutum sem þá vanhagar um og eru aö leita að en mest er þetta fólk sem ætlar að kaupa ódýrar bækur til lestrar ogafþreyingar." ' — Af hverju ákvarðast verðlagið aðallega? „Akiurinn skiptir miklu en það er ekki bara hann. Guðsorðabækur frá fyrri öldum eru til dæmis yfirleitt ódýrar og þær sem eru frá síðustu öld eru oftast nær einskis virði. Það stafar af því að í nærf ellt 250 ár voru gefhar út 5—6 bækur á ári, næstum einvörðungu giiðsorðabækur nema örfáar um nátt- úrufræði. Sjaldgæfar bækur eru alltaf dýrari, svo og þær sem eru vel með farnar." — Vildirðu selja nýjar bækur? „Æ nei, það held ég ekki. Ef ég kemst yfir bók í sellófan þá er ég snöggur að rifa það utan af henni, ég vil ekki sjá þetta bölvað drasl. Það eru svo míkil samskipti kringum gamlar bækur, menn eru látlaust að hring ja og spyrjast fyrir, stundum utan úr heimi. Erlendis er þetta feikileg virðingar- staða að selja gamlar bækur, í Sviss og Þýskalandi eru þeir með doktor á doktor ofan. Þetta er líka afar virðu- legur bransi í Ameríku og Englandi og ríkar tradísjónir í honum." — Finnst þér Islendingar ekki sýna starfinu tilhlýðilega virðingu? „Það er nú kannski út af þessari and- styggilegu nafngift. Fornbókasali — þetta minnir strax á skransala eða brotajárnsala. Fólk fær einhverja dul- vitaða óbeit á stéttinni út af þessu klaufalega nafni. Ég vil kalla okkur bókakaupmenn." Og í þeim svifum kom ung kona stormandi inn og bað hann blessaðan að hafa uppi áBólu-Hjálmari fyrir sig. Þá ætti hún allan f lokkinn.... Miðdrymbis á Hverf isgötu... Miðdrymbis á Hverfisgötunni stendur Bókavarðan, víðfeðmur sal- ur og bjartur með tugþúsundir gam- alla bóka og nýrra á hillum og gólfL Henni á aðra hönd er nýtísku kvik- myndahus með ótal sali og æsispenn- andi sýningar fram á nætur. Þar næst kemur vegleg myndbandaleiga, fjörmikið dekurbarn nútímans, og skammt undan er önnur mynd- bandaleiga. Bókavarðan stendur þarna álengdar eins og varðturn virðu- legrar menningar sem þverskallast við að hörfa, umkringd víghreiðrum tískufjölmiðlanna og berst við þá vægðarlausri baráttu um sálirnar í brjóstum vegfarenda og krónurnar ívösumþeirra. „En hörðust er þó samkeppnin frá vinsölunni þarna hinumegin," segir Bragi Kristjónsson bókakaupmaður. „Oft eru menn að velkj a þ ví f yrir sér hvort þeir eigi nú að eyða krónunum hér eöa þar og oft er þetta ansi mikið sálarstríð. Þeir sem koma hingað til mín fara nú sjaldnast þangað á eftir." Hvers konar töfrar eru það sem draga mennina á vit hinna fornu bóka af þvílíkum krafti að sjálfur Bakkus konungur lýtur í lægra haldi? Er það þráin eftir varan- iegum verðmætum — þrá þeirra manna sem notið hafa froðunnar af sýndarmenningu nútímans og þarfn- ast nú bóka eins og ungur svallari þarfnast fjörefna eftir annasama helgi? Auglýsingaskrum bókaforlaganna nær ekki inn í þennan varðturn til þess að villa um og blekkja. Hér eru allar bækur laugaðar sinu rétta ljósi, góðar bækur eru góðar.vondar bækur vondar, timinn hefur skilið hismið frá kjarnanum. Hérna ræður lögmál hins f rjálsa markaðar: S jald- gæfar bækur kosta mikið, algengar bækur er hægt að fá fyrir litið, gott lesefnL góöir höfundar og gott ásig- komulag er einnig metið að verð- leikum. Fornbókasalan er varðturn bók- menntanna en hún er einnig bólvirki hins f rjálsa markaðar og tollheimtu- menn hins opinbera fá hér engu ráðið um verðlag, tap og hagnað. Forn- bókasalan er af skekktur heimur þótt honum sé fyrir komið við eina höf uð- götu borgarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.