Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1982, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1982, Blaðsíða 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR 23. NOVEMBER1982. 15 samninga vinnustaöafélaga af Vilmundargerö og samstöðu launa- manna. Ef til vill muna fáir nú orðið aö stéttarfélögin sömdu sjálf fram á sjöunda áratuginn. Eftir það urðu samflotin algengari og nú er allt annað sagt „tilræði” við samstöð- una. En sannleikurinn er sá að kalki- pappírsuppgjörin virka sem ólýðræöislegt baktjaldamakk sem lagt er að lokum fyrir skyndifundi í félögunum. Og árangurinn er í engu samræmi við mismunandi kröfur mismunandi félaga, mismunandi baráttustöðu og mismunandi arð- semi fyrirtækja. Enn færri muna að vinnustaöasamningar voru algengir á kreppuárunum fyrir 1930. Svo má auövitað spyrja af hverju vinnu- staðasamningar eða sérsamningar stéttarfélaga geta gengiö t.d. í Nor- egi, en ekki hér? Þar hefur meiri- hluti Alþýöusambandsfélaga hafnað samflotum og „klúbbar” (vinnu- staðafélög) keppast um að ná sem hæstu krónutilleggi á tímakaupiö. Vissulega þyrfti að samræma kjarasamningstimabil stéttar- og vinnustaðafélaga og eins gætu sum kjaramála verið afgreidd sameigin- lega. Aöalatriðið er að með vinnu- staðafélögunum má ef til vill færa kjarasamningana nær launamönn- um sjálfum og ná stærri hluta af arðránsgróða eigendanna, en af verðmætaaukningu vinnunnar eru jú launin tekin. 1 kaptíalismanum er vinnuaflið vara og allt tal um að vinnustaðafélög verði ofurseld lög- málum markaðarins er tómt mál — þvi þaö eru launamenn nú þegar og verða ávallt í rikjandi efnahags- skipulagi. Hvað minni samstöðu og innbyrðis átök varðar má segja að röng stefna verkalýðshreyfingarinnar hefur nú þegar nær drepiö samhjálpina niður. Samflotin rústa margar sérkröfur starfshópa og þvinga fram gervi- fylgni sambanda og féiaga hvert við annað. Osannindin um launakökuna sem er til skiptanna (viðmiðunin við greiðslugetu arðræningjans) fær menn til að bítast á. Þessi „deildu og drottnaðu”-stefna atvinnurekenda er orðin ær og kýr verkalýðsforingja og yfirlýstra sósíalista. Það er því mun líklegra að breytt skipulag og annars konar samningagerð geti aukið sam- stöðuna og kennt fólki þau einföldu sannindi að laun eru tekin af rekstrar- og lífeyri kapitalistans og að ekkert er rangt við það þótt laun í einni grein sem „gerir það gott”, eitt árið, séu hærri en laun í annarri. Samstaöan felst í því að allir launa- menn styðji hver annan til að ná sem hæstu hlutfalli af verðmætaaukningu sem áf vinnunni hlýst og skerða þar með kjör kapítalistanna. Þegar efnt er, meö frumvarps- gerð, til umræðu um eitt stærsta mál verkalýöshreyfingarinnar er það skylda hennar að skipuleggja al- mennilega umræðu. Hafi forystan þar ekki frumkvæði sannast að hún er hópur sérhagsmunasinna. Ari Trausti Guðmundsson kennari. A' „Skylt verði að efna til þjóðaratkvæða- w greiðslu um mál ef 25% atkvæðisbærra manna krefjast þess.” Kjallarinn 4. Sett verðiskýrákvæðiþess efnis, að lög geti ekki verkað aftur fyrir sig. 5. Akvæði um bráðabirgöalög verði endurskoðuð. Oheimilt verði að gefa út bráðabirgðalög nema ógerlegt sé að kalla þing saman innanviku. 6. Þingrofsákvæðum stjómarskrár- innar verði breytt þannig, að um- boð þingmanna falli ekki niður fýrr en nýtt þing hefur verið kosið. 7. Stofnað verði embætti umboðsmanns (ármanns) Alþingis, sem hafi eftirlit með starfsemi stjómvalda til að tryggja að réttindi borgaranna séuhöfðíheiðri. Jón Magnússon valdastofnun þjóðfélagsins, Alþingi. I dag er staðreyndin hins vegar sú, að 40% kjósenda velja 60% þing- manna, en meirihlutinn, 60% þjóðarinnar velur einungis 40% þing- manna. Slíkt er óþolandi og ekki sæmandi lýðræðisþjóðfélagi. Nú þeg- ar verður að breyta kosningafyrir- komulaginu þannig að allir hafi sama rétt. Þetta á að gera án þess aö fjölga þingmönnum. Aðkallandi breytingar En fleiru þarf að breyta. Ýmsar breytingar eru aðkallandi og leyfi ég mér aö nefna þessar helst: 1. Skipting Alþingis í deildir verði afnumin. 2. Skylt verði að efna til þjóðarat- kvæðagreiðslu um mál ef 25% at- kvæðisbærra manna krefjast þess. 3. Framvarp um stjómarskrár- breytingu, sem samþykkt er á Alþingi, skuli borið undir dóm þjóðarinnar og verði að lögum ef meirihlutinn samþykkir. Eg nefni þessi atriði en ýmis fleiri mætti nefna. Vissuleg hljóta að koma til skoðunar þau ákvæði, sem gilda um embætti forseta lýðveldisins. Það er mikilvægt að þau ákvæði séu afdráttarlaus og geri grein fyrir valdi forseta annars veg- ar og ríkisstjómar og Alþingis hins vegar. I því sambandi má m.a. skoöa hvort þaö getur talist eðlilegt, að lög öðlist gildi þó aö forseti synji staðfestingar þeirra eins og nú er. Mér finnst slíkt óeðlilegt. Réttara væri að slík lög ööluðust ekki gildi nema að meirihluti kjósenda staðfesti þau í þjóðaratkvæða- greiðslu. Eg hef bent á nokkur atriði sem skipta miklu máli ef við viljum gera íslenskt stjómkerfi lýðræðislegra en það er í dag. Ef gera á stjórnarskrár- breytingar á annaö borð er eðlilegt að taka tillit til breytts tiðaranda og viðhorfa en forðast að taka það sem gefið, að sú skipun sem var ákveðin þegnum konungsríkisins Islands sé eðUleg fyrir borgara lýðveldisins fslands. Jón Magnússon, f y rrverandi f ormaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Menning Menning Menning AF RUVÍS Útvarp: LÍKRÆÐA eftlr EHertd Jónsson Loikstjóri: Klomens Jónsson Það er vert að óska ríkisútvarpinu (Rúvis eins og það líkasttil vill kalla sig) til hamingju með nýjan leiklist- arstjóra. Enn meiri ástæða er þó til að árna hinum nýja embætissmanni allra heilla á starfsferlinum fram- undan. Jón Viðar Jónsson hefur ver- ið okkar aðsópsmesti leikhúsgagn- rýnandi nokkur undanfarin ár og! hvergi hlífst við í því starfi. Þauð tíðk- Auðvitað fullur! Á sunnudaginn, á þessum skrýtna nýja leikritatima, þegar enginn nennir að hlusta, var flutt nýtt leikrit eftir Erlend Jónsson, sem áður hefur ort í útvarpið. Ég held að það sé besta leikrit höfundarins sem ég hef heyrt. Aað visu var þaö mikilstil of langt; fráfarandi lefldistarstjóri, Klemens Jónsson, sem stjómaði flutningi, hefði betur stytt það um svo sem tuttugu mínútur af þeim fjöratíu sem leikurinn tók. En hug- myndin í leikritinu var ansi góð, þó verkum prests og syrgjandi ekkju, tveggja svolítilla þorpara, hvernig þeim tókst að skaffa úr setningum Erlends alveg spánlifandi fólk. Lík- ræða Steindórs í leikslokin var eitt- hvert besta skrípó sem ég hef heyrt í útvarpi, — næst útvarpsmessum sjálfum. Eiginlega er það mikfll skaði að hætt skuli vera við útvarps- jarðarfarir, sem gengu á öðru hverju kaffihúsi í mínu ungdæmi. Ef manni á annaö borð er annt um leiklist í út- varpinu. Eftir þriðja þáttinn í myndaflokki Hrafn Gunnlaugsson: Þættimir um félags- helmillð hættir að geta valdlð vonbrígðum. ■ Erlendur Jónsson: Góð hugmynd, ef til vill besta leikrit hans til þessa. ast nú hin breiðu spjótin, kvað Atli forðum. Eitthvað þvilfkt hygg ég að forstöðumönnum leikhúsanna hafi orðið að orði þegar Jón Viðar kvaddi sér dyra sem gagnrýnandi. Einhver mundi segja að kæmi vel á slíkan mann að eiga nú að veita forstöðu stærstu leikstofnun í landinu. Þeim mun meiri ástæða aö óska honum gæfu og gengis í starfi sínu. Ekki mun af veita góðum hug ef tak- ast á það sem mestu skiptir, að semja nothæfa stefnu fyrir það „leik- hús þjóðarinnar” sem á sér stað í út- varpinu. Til hvers era útvarpsleikir, handa hverjum eru þeir fluttir, hverjum geta þeir sagt hvað? Á kannski aö setja jarðýtu á útvarpið ef ekki tekst aö svara spurningum eins og þessum? Það er verk hins nýja leiklistarstjóra að semja leik- hússtefnu handa útvarpinu sem hæf- ir okkar tíð, okkar fjölmiðlun og leik- listarlífi ætlar því verk að vinna sem máli skiptir og gerir gagn. Guð hjálpi honum! Leiklist r OlafurJónsson hún sé svo sem ekki ný; útför manns veitir tilefni til að endurmeta alla hans ævi. Það sýnir sig aö presturinn og ekkjan era bæöi hórsek við hinn sáluga og hvort við annað. Lífið í svona litlu þorpi er allt einn hór. Hugmyndin var smellin, er Er- lendi hélst einhvemegin ekki á henni þó hann byrjaði vel, hvort sem hon- um fannst hún svona sniðug hjá sér eöa hann vildi segja eitthvað annað en hann í rauninni meinti. En þaö sem ánægju veitti á sunnudag klukk- an 14, það voru þau Margrét Olafs- dóttir og Steindór Hjörleifsson i hlut- sjónvarpsins um félagsheimili, allan þann hálfvitahátt um nýlistamann- inn á dögunum get ég ekki ímyndað mér að neinn hafi lengur átt neins von úr þeirri átt. Nema þá ills. Þegar af þeirri ástæðu gat f jórði þátturinn, á laugardagskvöld, hvorki valdið manni vonbrigðum né komið á óvart. Enda gerðist ekkert slikt. Það var í raun og sann ekkert um að vera. Með ýtrastu velvild má ímynda sér að höfundur þáttarins, öm Bjarna- son og Hrafn Gunnlaugsson, hafi ætl- að sér að miðla einhverslags drauga- stemmningu úr myrkri og birtu. Ekki gerðist það á minum svarthvíta skjá hvað sem annarsstaðar reynd- ist. Það sem þeir að öðru leyti höfðu fram að færa var einn aöalbrandari: maður villist og þegar hann kemur til byggða (auðvitað fullur!) heldur fólk að hann sé draugur. Þetta var ekki mikið. Og meira þó en gerðist um daginn í þættinum um Rósa þegar ekki var nokkur vegur að brosa. Hvemig sem maöur reyndi. Auglýsendur! Hin sívinsæla og myndarlega JÓLAGJAFAHANDBÓK kemur út í byrjun desember. Þeir auglýsendur sem áhuga hafa á að aug- lýsa í Jólagjafahandbókinni vinsamlegast hafi samband við auglýsingadeild DV Síðumúla 33, Reykjavík, eða í símum 82260 27022 milli kl. 9 og 17.30 virka daga, sem

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.