Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1982, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1982, Blaðsíða 33
DV. ÞRIÐJUDAGUR 23. NOVEMBER1982. 33 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Valur kunni betur til verka Ein b6ka á jólamarkaði er um Val Gíslason ieikara. Jóhannes Helgi, rithöfundur og bökaútgefandi eigin bóka, ræddi við Val og færði í letur ævisögu hans. Haft er eftir Jóhannesi Helga að það skemmtilegasta við samstarf þeirra tveggja hafi verið hversu kyrfilega Valur sá til þess að hvergi voru í handriti tvö orð þar sem komast mátti af raeð eitt. „Ég hélt mig nú kunna til verka í þessum efnum,” sagði rithöfundur- inn, „enda mitt fag. En Valur kunni betur og þá skildi ég fyrst til hlítar þá ögun sem er að baki túikun hans á fjöl- mörgum hlutverkum.” Frambjóðandi selur kosninga- bæklinga Jón Baldvin Hannibalsson er ekki með neina niður- greiðslupólitik í kosninga- áróðri, hvorki í eiginlegri né óeiginlegri merkingu. Hann hefur haldið um tuttugu vinnustaðafundi, þótt lítið hafi farið fyrir þeim og þar selur hann sinn eigin kosningaáróður dýrum dómum. Kosningabæklingur sem bann hefur gefið út kostar tíu krónur fyrir lág- launafólk og síðan væntan- lega stighækkandi eftb- tekjum. Á einum vinnustaðafundin- um sagði hann við forstjóra og skrifstofustjóra Skeljungs að þeir yrðu að greiða tifalt verð fyrir bæklinginn ef þeir vildu vita meira um stjórn- málahugmyndir Jóns Baldvins Hannibalssonar. Þeim fannst það þess virði og reiddu fram 100 kall. Jón Baidvin gæti orðið rikur á þessu þótt hann tapaði i próf- kjörinu, — Veist þú hver var dánar- orsök Hitlers? - Nei. — Hann varð fyrir losti þegar hann sá gasreikning- inn...... Reykjavík skildi eftir mikla skuldasúpu, sumir segja 700 þúsund krónur. Til að bjarga peningamálunum keypti Friðrik nýlega filmulager mikinn, sem sjónvarpið mun hefa pantað, en ekki leyst út. Sendi Friðrik síöan forráða- mönnum fyrirtækja bréf þar sem hann bauð auglýsinga- myndir fyrir sjónvarp á verði ! sem var 50 prósent lægra en bjá öðrum. Árangurinn? Núna streyma auglýsinga- ! myndir Friðriks inn á auglýsingadeildina meðan aðrar stofur hafa iítið að gera. Og nú geta banka- stjórar, sem lánuðu í rokkið, farið aðsofabetur. ingarnar bjarga rokkinu Haltu áfram — Pabbi, pabbi! Hvað er Friðrik Þór Friðriksson að vera líkræningi? kvikmyndagerðarmaður gefst — Þegiðu, strákur! Og ógjarnan upp. Rokk í haltu áfram að moka. Plötusnúðar og tæknimenn á Broadway segja upp Ailir plötusnúðar veitinga- staðarins Broadway, nema einn, hafa sagt upp störfum ásamt tæknimanni og ljósa- meistara. Aðalástæðan er sögð vera óánægja með hvernig staðið var að því að skipa nýjan yfirplötusnúð. Nýi yfirplötusnúðurinn, GísU Sveinn Loftsson, var sá eini snúðanna sem ekki sagði upp. a Umsjón: • KristjánMár Unnarssón. jfciflkmyndir j____________: Kvikmyndir Bíóhöllin—Snákurínn: GÓÐ BLANDA AF HROLL- VEKJU OG SAKAMÁLAMYND Heiti: Snákurinn (Venom). Leikstjóri: Piers Haggard. Handrit: Robert Carrington, eftir skáldsögu Alan Scholefieid. Kvikmyndun: Gilbert Taylor. Tónlist: Michael Kamen. Aðalhlutverk: Klaus Kinski, Oliver Reed, Nicol Williamson, Sarah Miles, Sterling Hayden, Susan George og Lance Holcomb. Þaö hlut að koma að því að kvik- mynd væri gerð þar sem hættuleg- asti snókur veraldar, svarta mamb- an, væri í aðalhlutverki og verð ég að segja eins og er að það fór hrollur um mig í hvert skipti sem þessi ógeð- fellda stjarna kvikmyndarinnar birt- ist á tjaldinu, enda var vel hugsað til þess að gera þau atriði sem mest ógnvekjandi, öll hljóð mögnuð og kvikmyndavélin lótin fylgja augum slöngunnar, í átt að fómarlambinu, gleiðlinsur notaðar til að gera atriðin sem áhrifamest og það tekst mjög veL Venom segir frá Philip Hopkins (Lance Holcomb) 10 ára dreng, sem er mikill dýraáhugamaður og á heima hjá sér vísi að smá dýragarði. Afi hans, sem er fyrrverandi leiðangursstjóri í Afríku, ætlar sér að útvega honum meinlausan snák en þegar Philip sækir snákinn sinn í dýrabúð fær hann afhentan rangan kassa, í þessum umbúðum sem hann heldur um á heimleið er hin hættu- lega slanga, svarta mamban. En á meðal Philip er að sækja slönguna er í undirbúningi að ræna honum að undirlagi hjúa sem vinna á heimili hans og eru leikin af Oliver Reed og Susan George. Hafa þau fengið til liðs við sig alþjóðlegan glæpamann Jacmel (Klaus Kinski). Nú, það þarf ekki að spyrja að því að þegar snákurinn sleppur úr kassanum verður allt vitlaust í her- búðum mannræningjanna og allar áætlanir fara úrskorðum. A meðan hafa mistökin með slöngumar uppgötvast og læknir (Sarah Miles) sem átti að fá svörtu mömbuna í tilraunaskyni hringir í lögregluna og lætur vita um mistökin og verður það til þess að mann- ræningjarnir verða lögregluþjóni að bana þegar hann kemur á heimili Philips til að athuga hvort hann sé meðslönguna. Eftir það er eini kosturinn fyrir mannræningjana að halda Philip og afa hans í húsinu og heimta lausnar- gjald af lögreglunni, sem hefur um- kringt húsið, og er lögreglan undir stjóm Bullock (Nicol Williamson), ' sem er harðjaxl mikiU. Taka hlutim- ir óvænta stefnu eftir það fyrir mannræningjana og endar með sigri lögreglunnar með aðstoð aðalstjömu myndarinnar, svörtu mömbunnar. Þetta er ein af þeim myndum þar sem skiptir meira máli tæknivinna, dýraþjálfun og klipping og hafa þessi atriði tekist mjög vel, myndin er spennandi frá upphafi til enda, fá- ir dauðir punktar í henni og ágæt blanda af sakamálamynd og hroll- vekju. Þó er það eins og oft viU verða um þessa gerð myndar að smáatriö- in vilja verða til þess að rýra gildi myndarinnar. I þessu tilfelU er það þegar lögreglunni er tilkynnt um svörtu mömbuna og að verið geti að 10 ára drengur hafi hana undir höndum. Er ég hræddur um að al- vöm varðstjóri hefði ekki hagað sér eins og sá í myndinni gerir. Að fara einn upp í Cortínuna sína og banka upp á á heimUi drengsins, vitandi það að mannskæð slanga er innan dyra. Það er mikið um stórleikara í myndinni og skUa þeir aUir sínu átakalaust, en sérstaka ánægju hafði ég af að fylgjast með Klaus Kinski og Nicol WiUiamson, það em leikarar semkunnasittfag. Venom er spennumynd sem óhætt er að mæla með, og hlýtur sá maður að vera alveg taugalaus sem ekki fær f iðring er hann horf ir i augu aðal- stjörnu myndarinnar, svörtu mömbunnar. HUmar Karlsson. Svarta mamban — hin ógeðfeUda stjama myndarinnar. Kvikmyndir Kvikmyndir FAM RYKSUGUR Haukur og Ólafur Ármúla 32- Sími 37700. ~ SPRUNGIÐ Á LYFTARANUM ? Höfum allar venjulegar stærðir af lyftara- dekkjum. Afgreiðum pantanir fljótt og vel. Hringið og kynnið ykkur verð og þjónustu. Sérpöntum einnig massív dekk. /4USTURBAKKI HF Borgartúni 20 — Sími 28411 Prófkjör sjálfstæðismanna 28. og 29. nóvember. Ragnhildur Helgadóttir Skrifstofa studnings- manna er í Skipholti 19, 3. hœð (horni Nóatúns og Skipholts). Opið daglegakl. 16—22. Símar 19011 og 19055. Stuðningsmenn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.