Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1982, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1982, Blaðsíða 30
30 DV. ÞRIÐJUDAGUR 23. NOVEMBER1982. Elka Jónsdóttlr lést 14. nóvember. Hún var fædd í Neðri-Hrepp í Skorradal í Borgarfirði 10. apríl 1888. Elka lauk námi í Ljósmæðraskólanum í Reykjavík og lærði einnig karlmanna- fatasaum. Árið 1916 giftist hún Runólfi Jónssyni en hann lést árið 1932. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið. Utför Elku veröur gerð frá Fossvogs- kirkju í dag kl. 13.30. Einar Gislason, Vorsabæ Skeiðum, andaðist í Landspitaianum aðfaranótt laugardagsins 20. nóvember. Guðbjörg Eiríksdóttir, Brávallagötu 46, lést í Landspítalanum aö morgni laugardags 20. nóvember. Rósa Guðmundsdóttir Ottesen, Barmahliö 5, lést 11. þ.m. Otförin hefur farið fram í kyrrþey samkvæmt ósk hinnar látnu. Björn Björnsson, Vandon Court London, lést af slysförum 20. nóvember. Steinunn Guðmundsdóttir frá Núpi, Fljótshlið, Álfheimum 13 Reykjavík, andaðist í Landspítalanum 22. nóvem- ber. Katrin Stefánsdóttir, Syöri-Vík Land- broti, andaöist i Landspítalanum sunnudaginn 21. nóvember. Sigriður Guðbjartsdóttir, Hátúni lOb, áður Gróðrarstöðinni Garðshomi, lést laugardaginn 20. þ.m. Karl Guðmundsson frá Valshamri, Svalbarði 12 Hafnarfirði, verður jarð- sunginn frá kirkju Fíladelfíusafnað- arins miðvikudaginn 24. nóvember kl. 13.30. Þórunn Lilja Kristjánsdóttir, Stapa- síðu 20 Akureyri, lést af slysförum laugardaginn 20. nóvember. Rudolf Theil Hansen klæöskerameist- ari, Garðaflöt 7 Garðabæ, andaðist sunnudaginn 21. þ.m. í St. Jósepsspit- ala í Hafnarfiröi. Sigmar Bjömsson prentari, Hátúni lOb Reykjavík, andaðist á sjúkra- deildinni að Hátúni lOb laugardaginn 20. nóvember Tilkynningar T ónlistarkennara- félag íslands Aðalfundur Tónmenntarkenuarafélags Islands var haldinn í Austurbæjarskólanum 16. októ- ber ’82. Akveðið var á fundinum aö ítreka ályktun frá síðasta aðalfundi en hún var á bessaleið: .Aðalfundur Tónmenntarkennarafélags Is- lands haldinn í Vogaskóla 3. okt. ’81 skorar á Kennarasamband Islands að vinna að þvi í komandi samningum að kórstjórn og kór- þjálfun verði viðurkennd sem kennsla, og að gert verði ráð fyrir kórstarfi í áætíun um rekstrarkostnað fyrir grunnskóla. ’ ’ Tónmenntarkennarar hafa lengi barist fyrir þvi að kórþjálfun verði viðurkennd sem kennsla en mætt litlum skilningi. Hefur verið vísað til félagsmálakvóta skólanna og greiðsl- ur miðast við störf sem krefjast miklum mun minni undirbúnings og sérfræðiþekkingar en kórstjórn gerir. Undirbúningur fyrir kór- stjóm byggist m.a. á samantekt og öflun námsefnis þar sem sáralítið hefur komið út af sliku efni fyrir islenska skólakóra. Með kór- starfinu er í flestum tilvikum stefnt að því að kórinn komi fram opihberlega í nafni skólans, t.d. á hátíöum, skólaskemmtunum, tónleikum og kóramótum en slíkt starf kostar ótrúlega mikinn undirbúning af hendi kórstjórans til að sá listræni árangur náist sem stefnt er að. Auk þess þurfa söngstjóri og kórfélagar oft að koma fram á stórhátíðum þegar aðrir kennar- ar og nemendur eru í fríi. Að lokum má benda á að fjöldi þátttakenda í kórstarfi er meiri en nemendafjöldi í venjulegri bekkjardeild, oft- ast um 40—50 nemendur eða fleiri, t.d. í fjöl- mennum skólum þar sem fleiri skólakórar en einnerustarfandi. Af ofanskráðu sést að kórþjálfun er talsvert viöameira starf en almenn félagsstörf í skól- um, jafnvel meira krefjandi en venjuleg tón- menntarkennsla og telja tónmenntarkennarar því að einungis séu gerðar lágmarkskröfur þegar farið er fram á að þetta starf verði viðurkennt sem kennsla. Kjarvalskort Offsetprentsmiðjan Litbrá hefur gefið út kort eftir þremur málverkum Kjarvals og einni kgrítarmynd, sem er sjálfsmynd, f rá 1920. Málverkin eru Snjór og gjá máluð 1954, Bieikdalsá máluð 1967 og Fyrstu snjóar mál- uð 1953. Kortin eru litgreind af Prentmyndastof- unni, eftir Utljósmyndum sem Rafn Hafnfjörð tók af málverkunum og prentuð af offset- prentsmiöjunni Litbrá. Verða þetta án efa kærkomm kort fyrir Ust- unnendur nú um jóUn, enda vel til þeirra vandað. Kortm fást í bóka-, gjafa- og ritfanga- verslunum. Stjórn Kennara- félags Vestmannaeyja hefur sent frá sér ályktun þar sem hún lýsir áhyggjum sínum vegna tafa á afgreiðslu námsgagna frá Námsgagnastofnun. Skortur á námsgögnum eykur vmnuálag kennara og ýtir undir öryggisleysi nemenda. Einnig harmar stjórn K.V. ábyrgðarlaus ummæli menntamálaráðherra á Alþingi 8. nóvember sl. Þar sem hann virðist telja það eðUlegt að dráttur verði á afhendingu náms- gagna og að hann hafi ekki fengið kvartanir um aö skortur á námsgögnum hafi háð skóla- haldi. Stjórn K.V. skorar á menntamálaráðherra að þrýsta betur á fjárveitingar til Náms- gagnastofnunar framvegis, þannig að unnt veröi að framfylgja grunnskólalögunum. Kvenfélagið Framtfflin gefur út jólamerki Að venju gefur kvenféiagiö Framtíðm á Akur- eyri út jólamerki sem nú er komið á markað- inn. Jólamerkið er gert af Ola G. Jóhannssyni myndUstarmanni og prentað í Prentverki Odds Björnssonar. Merkm eru til sölu í Frí- merkjamiðstöðinni, Frímerkjahúsinu i Reykjavík og póststofunni á Akureyri. Allur ágóði af sölu merkisins rennur í elliheimilis- sjóð félagsins. Músíktilraunir '82 á vegum SATT og Tónabæjar í Tónabæ Fimmtudaginn 25. nóv. nk. verður framhald á Músíktilraunum ’82 á vegum SATT og Tóna- bæjar í Tónabæ. MikUl áhugi er ríkjandi fyrir þessari ný- breytni og fjöldi hljómsveita hefur þegar tU- kynnt þátttöku. A þessu kvöldi nr. 2 koma fram eftirtaldar hljómsveitir. Te fyrir tvo (Kópavogi), Strados (Stykkishólmi), Lótus (Selfossi), MemvUUngamU- (Rvík.) Heiðurgestur kvöldsms verður hljómsveitm Start sem hefur leik stundvislega kl. 20, og verður atkvæðaseðlum dreift á meðan eða tU kL 9 en ekki efUr þann tíma. Þeir áhorfendur sem vilja láta skoðun sína í Ijós verða þvf að mæta stundvíslega. Stefán Jón Hafstein rokk- þingsmaður verður væntanlega kynnir á kvöldinu. Alliance Francaise í Reykjavík sýnir miðvikudaginn 24. nóv. kl. 20.30, í Tónabæ, SkaftahUð 24, Lokaðar dyr eftir Jean-Paul Sartre flutt af Claude Beauelair hópnum frá París. Aðgangseyrir: kr. 80,00. Félagar í Alliance francaise og nemar: kr. 60.00. Unnt er að kaupa miða í húsnæði A.F., Laufásvegi 12, alla virka daga milU kl. 17 og 19. Einnig eru miðar seldir viö innganginn. Þar sem húsrými er takmarkað er fólki bent á að tryggja sér miða hið fyrsta. Utdráttur úr leikritmu á íslensku verður fenginn hverjum þeim sem þess æskir. Foreldra- og vinafélag Kópavogshælis Félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 23. nóvember nk. kl. 20.30 í matsal Kópavogs- hæUs. Aríöandi umræður um sundlaug hæUs- ins, vetrarstarfið o.fl. Blakmót fyrir yngri flokka AfmæUsmót Blaksambands Islands fyrir yngri flokka verður háð 1. desember næst- komandi. Keppt verður í 2., 3. og 4. atdurs- flokki pUta og stúlkna ef næg þátttaka fæst. Þátttaka tilkynnist tU skrifstofu Blak- sambandsins, súni 86895, mUli klukkan 15 og 18 mánudaga til f östudaga. Belia Þú segir ekki, ert þú Jesper? Ég hélt að það væri Verner sem væri búinn að láta sér vaxa skegg. Badmintonmót í Haf narfirði Badmintonfélag Hafnarfjarðar gengst fyrir opnu A og B flokksmóti í badminton sunnu- daginn 5. des. ’82 og hefst það stundvíslega kl. lOf.h. Keppt verður í ernUða- og tvUiðaleik karla og kvenna, einnig í tvenndarleUt ef næg þátttaka fæst. Keppt verður með f jaðraboltum. Þátttaka tilkynnist tU: Gylfaísþna 50634 Asbjöms í síma 50852 Haröar í síma 51898 fyrir mánudaginn 29. nóvember. Þátttökugjöld 120 kr. fyrú einUðaleik, 80 kr.fyrir tvUiðaleik og tvenndarleik. Þafl ertþú I sumar kom út nótnabókUi Það ert þú. Höfundur laga og útgefandi er Búgú Helga- son kennari á Akureyri. 1 bókinni eru 12 sönglög fyrú einsöng, tví- söngogkóra. Aðalsteinn Vestmann Ustmálari mynd- skreytti bókUia. Þetta er önnur bók höfundar en 1973 kom út hjá Bókaforlagi Odds Björnssonar nótnabókm Vorið kom, 10 sönglög i léttri píanóútsetnmgu. Bókrn Það ert þú fæst i bókabúöum víða um land en í Reykjavík í Islenskri tónverkamið- stöð og Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Málverkasýning Nýlega opnaði Karl Theódór Sæmundsson málverkasýnUigu í Ásmundarsal við Freyju- götu 41. A sýnmgunni eru 43 myndú, málaðar í oUu, með vatnsUtum og oUupastel. Þetta er þriðja emkasýnUig Karls. Hann hefur áður sýnt í Bogasal ÞjóðmUijasafnsins 1974 og 1977. Sýningin stendur frá 20. nóv. til 28. nóv. og er opin daglega frá kl. 14—22. Vantrauststillaga sem þingmenn Alþýðuflokksins hafa lagt fram verður tekin til umræðu á alþingi í kvöld. Umræðum um vantraustið verður sjónvarpað og útvarpað beint. Hver þingflokkur hefur hálfa klukkustund til umráða og sjálfstæðismenn í ríkis- stjórn einnig hálfa klukkustund. Bandalag jafnaöarmanna hefur stundarfjórðung. Gunnar Thoroddsen, Friðjón Þórðarson og Pálmi Jónsson tala fyrir sjálfstæðismenn í ríkisstjórn. Stofnfundur minningarsjóðs Jóns Júliusar Þorstemssonar kennara frá Olafsfúði, síðast starfandi við Bamaskóla Akureyrar, verður haldrnn að Hótel Varðborg, Akureyri sunnudagmn 28. nóvember kl. 15.00. Hægt er að gerast stofnfé- lagi á fundinum. Allt stuðningsfólk hjartanlega velkomið. Undúbúningsnefndin. Félagsvist verður spiluð í kvöld (þriðjudagskvöld) kl. 20.30. ÁgóðUin rennur í kúkjubyggmgasjóð. Minningarspjöld Minningarspjöld Langholtskirkju MUinUigarspjöld Langholtskúkju fást á eftú- töldum stöðum: Versl. HoltablómUiu Lang- holtsvegi 126, sUni 36711, Versl. S. Kárason, Njálsgötu, sími 34095. Safnaðarheimili Lang- holtskirkju og hjá Ragnheiði FUinsdóttur Alfheimum 12, sbni 32646. Afmæli 80 ára er í dag, 23. nóvember, Sigríður Hjaltadóttir, Hlégerði 1 Hnífsdal. Hún tekur á móti afmælisgestunum á heimili systurdóttur sinnar aö Hjalla- braut 41 í Hafnarfirði eftir kl. 20 í kvöld. LEIÐRÉTTING I frétt af flokksráðsfundi Alþýðu- bandalagsins í DV í gær var rangt farið með svar Hjörleifs Guttormssonar. Þar sem talað er um meðlagsgreiðsluT' tQ Álversins átti með réttu aö standa með- lagsgreiðslur til Jámblendiverksmiðj- unnar á Grundartanga. Það sem á eftir kemur í svarinu á því við afurðir Jám- blendiverksmiðjunnar fram að því er segú að hún sé rekin með 70% afköstum Beðist er velvúðingar á þessum mistiStum. ÖEF Fyrú Alþýðuflokk tala Kjartan Jóhannsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvat- ur Björgvinsson. Fyrú Framsóknar- flokk tala Ingvar Gíslason, Alexander Stefánsson og Steingrímur Hermanns- son. Fyrir Alþýðubandalagið tala Svavar Gestsson, Hjörieifur Guttorms- son og Ragnar Amalds. Fyrú Banda- lag jafnaöarmanna talar Vilmundur Gylfason. Umræður um vantrausts- tiUöguna hefjast klukkan tuttugu þrjátíu. ás Vikan 22. nóv.—27. nóv. Útdregnar tölur í dag 4,55 Upplýsingasími (91)28010 Vantraustið í beinni útsendingu — umræður hefjast kl. 20.30

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.