Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1982, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1982, Blaðsíða 2
2 DV. MIÐVKUDAGUR1. DESEMBER1982. Cargolux: íslenskir f lugliðar láta af störfum Fimm íslenskir flugliðar eru um þessar mundir að láta af störfum hjá ( argolux sökum samdiáttar í rekstri flugfélagsins. Tveir flugstjórar hættu störfum 15. nóvember síðast- liðinn og 15. desember næstkomandi munu þrír flugliðar til viðbótar missa vinnuna, tveir aðstoðarflug- menn og einn flugvélstjóri. Islensku flugliðamir fengu upp- sagnarbréf sín afhent 15. ágúst síðastliðinn. Þá var alls tíu flugliðum Cargolux sagt upp, þar af sex Islendingum. Þeir eru á mismunandi löngum uppsagnarfresti, sá sem á lengstan frestinn missir vinnuna í febrúar á næsta ári fáist ekki aukin verkefni. -KMU. < Gl* m - Í' W' V- _ . n W E ■ ll ,1« JH höldum við afmœli Jón Sigurður Loftsson, heildsala: 60 ára Jón Loftsson, hlutafélag:. JL-húsið, húsbúnaður: JL-matvörumarkaður, matvara: 40 ára 10 ára 2ja ára Bjóðum alla velkomna ATHUGIÐ! Munið 10% afmælisafsláttinn til 4. desember. JL-PORTIÐ • NÝR INNGANGUR fjöldi nyrra bílastœða íJL-portinu \' ? STÆRRI MATVÖRUMARKAÐUR ------------------------K* JL-HÚSIÐ 10 ára afmælisafsláttur. Gefum 10% aukaafslátt 26. nóv. til 4. des. af húsgögnum, rafljósum og reiöhjólum. Notið tœkifærið og verslið þar sem úrvalið er mest og kjörin best JSiis Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 Tveir piltar handteknir Lögreglan í Reykjavík handtók tvo pilta fimmtán og sextan ára á veitinga- staðnum Góðborgaranum Hagamel 67, um klukkan hálf þr jú í f yrrinótt. Tilkynning barst til lögreglunnar um aö piltarnir væru að brjótast inn og brá lögreglan skjótt við og náði þeim á staðnum. Þeir voru með peninga í vösum og viðurkenndu við yfirheyrslur að hafa brotist inn í bensínafgreiðslu- stöðina á Eiðstorgi fyrr um nóttina. Þar stálu þeir peningakassa sem þeir fóru með niður í f jöru og sprengdu upp. Hirtu þeir peninga úr honum og hentu honumsíðanútísjó. Báðir piltamir eru nú í geymslu lög- reglunnaríReykjavík. -JGH Póstburðar- gjöld hækka Gjaldskrá póstþjónustunnar hækkar frá og með 1. desember. Samkvæmt henni veröur burðargjald bréfa í fyrsta þyngdarflokki (20 grömm) innanlands og til Norðurlanda 4,00 krónur, til annarra landa 4,50 krónur og flugburðargjald til landa utan Evrópu 8,00krónur. Burðargjald fyrir póstkort og prent verður 3,50 nema flugburðargjald til landa utan Evrópu sem verður kr. 4,00. Gjald fjrrir gíróþjónustu verður 5,50, fyrir almennar póstávísanir 9,50, símapóstávísanir 42,50 og póstkröfur 17,50. ÖEF. SÁUM— nýsamtök Stofnuö hafa verið ný samtök, SÁUM — samtök áhugafólks um uppeldis- og menntamál. Formlegur stofnfundur samtakanna var haldinn að Hótel Heklu 6. nóvember og vom stofnfélag- ar um 150 manns. Fyrsti formaöur stjómar samtakanna er Olafur Proppé. Markmið SÁUM er að virkja sem flesta sem áhuga hafa á uppeldis- og menntamálum í því skyni að berjast fyrir betri skilyrðum til náms og þroska, bæði innan uppeldis- og menntastofnana og utan þeirra. Samtökin hyggjast ná þessu mark- miði m.a. með því að standa fyrir gagnrýnni umræðu um uppeldis- og menntamál, t.d. með almennum félagsfundum, starfshópum, leshring- um, ráðstefnum og útgáfustarfsemi. Samtökin eru opin öllum serti áhuga hafa á uppeldis- og menntamálum. Fyrsti almenni félagsfundur SÁUM verður haldinn í Sjómannaskólanum laugardaginn 11. desember nk. kl. 14 . Fékk net í skrúfuna Vélbáturinn Heimir KE 77 frá Kefla- vík fékk net í skrúfuna um fimmtíu sjómílur undan Garðskaga um þrjú- leytið á sunnudag. Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 kom Heimi strax til aðstoöar og tók hann í tog. Þegar bátarnir voru staddir í Reykjanesröstinni slitnaði taugin á milli þeirra. Björgunarskipið Goðinn var þá komið á vettvang og hóf að draga Heimi til Njarðvíkurhafnar og komu skipin þangað um klukkan tíu í gærmorgun. Heimir er um hundrað og fimmtiu tonna bátur. -JGH Gefóu tónlistar- éjöf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.