Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1982, Blaðsíða 37
DV. MIÐVIKUDAGUR1. DESEMBER1982.
DÆGRADVÖL
37
DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL
„Eg get ekki talist til
þessara kerfismanna”
—segir Trausti Jónsson
„Ég tippa alltaf sömu rööina,”
segir Trausti Jónsson veðurfræö-
ingur. „Ég kaupi 10-vikna miða og
læt þaö ganga. Þá þarf ég ekki aö
útfylla nema svona þrisvar á ári til
að ná flestum vikunum. En ég er
ekkert aö ganga úr skugga um hvort
ég vinn eöa ekki. Ef það kemur vinn-
ingur á hana, þá er miðinn sæmilega
merktur. Ég get nú ekki talist til
þessara kerfismanna, ég veit ekki
einu sinni hvernig þau virk'a þessi
kerfi. Ég lít bara á þetta eins og
hvert annað happdrætti.”
En nú eru 10 raöir á hverjum
miöa!
„Já, en ég fylli bara út sömu
röðina 10 sinnum og læt þaö duga.”
„Þetta hlýtur aö vera hroðalega
öflug röð?
„Já mikil ósköp. Hún er svo
ólíkindaleg, sko. Ég kann betur viö
að sigta upp á sæmilegan vinning ef
hann skyldi koma. Hún er í svo vit-
lausum hlutföllum — hún er með 9
heimasigra, 2 jafntefli og 1 útisigur.
Ég hugsa þaö verði nú ekki margir
meö hana ef hún skyldi koma fram.
En þaö er svo merkilegt aö hún'
kemur sjaldan hörmulega út. Hún
gefur yfirleitt 6—7 rétta. Það er
vegna þess hve marga heimasigra
húnermeð.”
— Hefuröu nokkrun tíma unniö á
hana?
„Nei, nei, ég hef hæst komist upp í
9 rétta. En stundum skýt ég inn
aukaröðum, annaö hvort meö ten-
ingi en aðallega bara út í bláinn.
Stundum nota ég líka speglaöa röð,
þaö er aö segja 9 útisigra, 1 heima-
sigur en jafnteflin haldast.”
— Hefuröu nokkurn tíma notað
imbaspjaldiö?
„Já, þaö geröi ég nýlega. Þaö er aö
segja sá sem selur mér miðana sá
um þaö fyrir mig. Hann er vanur að
pikka í mig þegar 10-vikna miðinn er
runnin út og fylgist meö þessu fyrir
mig.”
— Og hvemig reyndist imba-
spjaldiö?
„Ég veit þaö nú bara ekki, hef ekki
gáöaöþví.”
— Viltu nokkuö gefa okkur upp
þessa forláta röð þína?
,,Ekkert frekar. En hins vegar
mega hlutföllin alvegkoma fram.”
— Þú kannski lætur okkur vita ef
þú vinnur á hana.
„Það er nú ekki mikil hætta á því.
En forstjóri knattspymugetraun-
anna í Noregi var einmitt með eina
röö sem hann hafði óbilandi trú á.
Hann lét læsa hana inni í peninga-
skáp og arfleiddi niöja sína aö henni,
því aö hann var alveg viss um aö hún
myndi hreppa þann stóra, þótt það
yröi ekki fyrr en eftir óratíma,
kannskilOOár.”
— Og kom svo vinningur á hana?
„Nei, nei, ekki held ég þaö,” sagöi
Trausti.
Trausti Jónsson, veðurfræóingurinn kankvisi, notar einfaidasta kerfi sem hægt er að hugsa sér
tippar alltaf sömu röðina.
— hann
„Ég er ekki
mikill
fjárhættu-
spilari að
eðlisfari”
—segir kerfismaðurínn Lúðvík S.
Georgsson x
Lúðvik S. Georgsson er verkfræðingur hjá Orkustofnun
en í hjáverkum setur hann saman úthugsuð kerfi fyrir
Getraunatíðindi sem Knattspyrnudeild KR gefur út
mánaðarlega. En notar Lúðvík sjálfur kerfi?
...
„Ég er vist ekki mikill fjárhættuspilari i eðii minu," segir Lúðvik S. Georgsson og kannski er það einmitt
þess vegna að hann græðirá getraununum.
„Jú, hvort ég geri,” svarar
Lúövík. „Viö erum 10 saman á Orku-
stofnun um 400 raða kerfi og fengum
á þaö hálfan pottinn einu sinni í
fýrra, 65.000-kall. Þaö var nóg til
þess aö borga allt kerfiö í 5 1/2 ár.
Svo höfum viö rakað saman ellefum
og eram í bullandi gróða eins og þú
getur rétt ímyndað þér. Viö emm
ekki búnir aö vera með þetta kerfi
lengur en eitt og hálft ár. Viö fórum
hægt af staö en jukum svo viö okkur
og þetta er þaö eina sem mér finnst
vit í, það er aö spila með kerfi. ”
— En er aldrei ágreiningur um
hvernigskaltippa?
„Nei, viö höfum sérstaka aðferð til
aö komast hjá því. I byrjun reyndum
viö aö taka einskonar meöaltal af
öllum tillögum en þaö gafst ekki vel.
Nú höfum viö þann háttinn aö allir
sem vilja skila inn tillögum í vikunni,
en sá sem síðast átti bestu röðina,
hann fær aö ráöa. Þetta hefur gefiö
mjög góöa raun. En einu sinni
lágum viö í því. Þaö kom inn tillaga
sem hefði fært okkur pottinn eins og
hann lagði sig, maður, en því miður
gilti ekki sú tillaga í þaö skiptiö. Þaö
var súrtíbrotið.”
— Geturðu útskýrt fyrir okkur á
einfaldan hátt hvernig kerfiö ykkar
er saman sett?
„Þaö er svolítiö erfitt aö útskýra
svona kerfi fyrir þeim sem ekki hafa
grúskað neitt í þessu, en í stuttu máli
sagt erum viö með 7 leiki þrítryggöa
og ef viö hittum á 3—4 rétta, sem við
ættum nú aö gera ef viö tökum ekki
óþarfa áhættu, þá eigum við 20%
líkur á 12 réttum, annars lágmark 11.
Þetta er svonefnt U-kerfi, þaö er aö
segja bæöi tvítryggðir og þrítryggðir
leikir em viktaöir sem kallaö er.
Fyrir þessa helgi hefur verið gert
ráö fyrir því aö Watford sigri
Arsenal á útivelli, sem mér finnst nú
heldur glannaleg tilgáta, og þá
kemur merkiö 2 jafnoft fyrir og 1 og
x til samans. R-kerfin eru einfaldari
aö því leyti að merkin em ekki viktuð
fyrir tryggöa leiki. En okkar kerfi er
svo sem ekki sérlega stórt. Ég á
kunningja sem er þátttakandi í 5000
raða kerfi og þaö skilar honum
vænum ágóða eftir hvern vetur.”
— Finnst mönnum aldrei sárt aö
deila vinningnum, ég tala nú ekki um
ef maöur hefur sjálfur átt réttu til-
gátuna?
„Nei, maöur þekkir forsendurnar
og sættir sig viö afleiðingarnar. En
margir em meö einkaseðla
meðfram. Venjulega skila ég inn 24
rööum aukalega ef fjárhagurinn er
ekki þeim mun bágbornari. En ég
hætti aldrei miklu. Ég er sennilega
ekki mikill fjárhættuspilari aö eðlis-
fari,” segir Lúövík S. Georgsson.
Það má aö lokum geta þess aö
tveir félagar úr kerfishópnum fengu
12 rétta um síðustu helgi á alveg
samskonar kerfi sem þeir fylltu út
samkvæmt öðrum ágiskunum.