Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1982, Blaðsíða 4
4 DV. MIÐVIKUDAGUR1. DESEMBER1982. Flokksformaðurinn ber skarðan hlut frá borði Niðurstaðan í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík kom flestum á óvart, ekki sist að for- maðurinn skyldi lenda í sjöunda sæti og þar með fallinn út af Alþingi ef miðað væri við núverandi þing- mannafjölda flokksins í Reykjavík. í leiðara DV í gær segir að sjöunda sætið sé engan veginn frambærileg útkoma fyrir formann flokksins og leiðtoga stjórnarandstöðunnar þótt Agúst F/ygenring. Útkoma formanns- insveikirflokkinn — segirÁgúst Flygenring „Þaö er mitt álit að sú útkoma sem formaður flokksins fékk í þessu prófkjöri veiki flokkinn,” sagöi Agúst Flygenring fram- kvæmdastjóri. ,,Ég segi ekki að þetta sé per- sónulegur ósigur fyrir formanninn sem slíkan. En menn verða aö fara aö hugsa betur um þaö sem liðið er — aö fortíð skal hyggja er framtíö skal byggja.” -ÓEF. ósigur hans sé ekki alger. Davíð Oddsson skorar á sjálfstæðismenn í Morgunblaðinu á laugardag að fylkja sér um formanninn. Segir hann að viðleitnin til að koma saman frambærilegum lista sé unnin fyrir gýg ef formaðurinn beri skarðan hlut frá borði í prófkjörinu. Þá verði kosningabaráttan framundan flokknum erfið. Það er ljóst að for- maðurinn hefur borið skarðan hlut frá borði og nú er eftir að sjá hvernig Þóra Eiriksdóttir. Hissa á útkomu formannsins — segirÞóra Eiríksdóttir „Ég er nú svo lítið inni í pólitíkinni en ég varð alveg hissa á útkomunni sem formaðurinn fékk. Ég átti von á að hann yröi mun ofar á lista,” sagði Þóra Eiríksdóttir húsmóðir. Heldurðu að útkoma hans í próf- kjörinu veiki Sjálfstæðisflokkinn? „Þaðhef égekkihugmynd um.” -ÓEF. þessi úrslit koma flokknum í næstu kosningum. Víða erlendis heföu þessi úrslit verið talin næg ástæða fyrir flokks- formann til að segja af sér. Þetta hefði verið talin yfirlýsing um vantraust frá kjósendum, sér- staklega þegar um er að ræða jafnstóran hóp manna og nú tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Hér ríkir að visu annar skilningur á Va/dimar Ö. Va/dimarsson. Kemurvelút fyrirflokkinn — segirValdimarÖ. Jónsson ,,Já, ég átti alveg eins von á því að formaöurinn fengi svona lítiö. Ég var búinn aö heyra um það hjá svo mörgum áður aö fólk myndi ekki kjósa hann í prófkjörinu,” sagði Valdimar Örn Jónsson verkamaður. Heldurðu að þessi útkoma í próf- kjörinu veiki f lokkinn. „Ég get nú ekki svaraö því meö vissu, en ég býst nú frekar við að þetta komi vel út fyrir hann. Ég vona bara að Albert vinni meira á. ” -ÓEF. þessum efnum, en menn velta því nú fyrir sér hver verði viðbrögð for- mannsins. Lítur hann á þetta sem vantraust? Segir hann af sér? Hver verða viðbrögð valdastofnana Sjálf- stæðisflokksins? En hvað segir fólkið á götunni? Við hittum nokkra vegfarendur og spurðum þá hvernig þeir mætu stöðuna í Sjálfstæöisflokknum og stöðu formannsins eftir prófkjörið. -ÓEF. A meðan Geir Hallgrimsson formaður Sjálfstæðisflokksins sat á fundi úti i bæ og ræddi stöðuna eftir úrslitin i prófkjörinu, sat sigurvegari kosninganna, Albert Guðmundsson, hinn rólegasti ikaffistofu Alþingis og ræddi við kjósendur sina. D V-mynd G VA. Flokkurinn vill losna við Geir — segir Guðmundur Guðmundsson Guðmundur Guðmundsson. DV-myndir: GVA. „Ég met stööuna eftir þetta próf- kjör þannig að flokkurinn vilji losna við Geir, að öðru leyti tel ég stöðuna eðlilega,” sagði Guömundur Guð- mundsson. Áttirðu von á að formaöurinn fengisvolítiðfylgi? „Já, ég átti von á því og ég reiknaði með að Albert yrði í efsta sæti.” Heldurðu að þessi útkoma veiki flokkinn? „Nei, það gerir hún ekki. Ég hef trú á að hún styrki hann. For- maðurinn-fari frá .. . ? Það er nú dá- lítið of seint núna fyrir kosningar. Annars álít ég að Gunnar Thorodd- sen sé besti stjórnmálamaður sem viöhöfumátt íáratugi.” -ÓEF. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Vilji landsfundar í sjöunda sæti Stærsti stjórnmálaflokkur landsins hefur í innanflokksprófkjöri í Reykjavík skipað formanni sinum í sjöunda sæti á væntanlegum fram- boðslista til Alþingiskosninga. Þetta þykir eðlilega mikium tiðindum sæta, og verður vandséð hvernig kjörnir formenn flokka geta við slíkt unað, fari þetta að verða almenn regla. Kjósendur í prófkjöri virðast með þessum hætti láta lönd og leið viija æðstu stofnana flokksins við kjör á mönnum í trúnaðarstöður, þannig að áliti landsfunda getur hæg- lega verið hrundið í prófkjöri. Fyrir utan að þetta sýnir litla samkvæmni í stjórnmálum, veikir þetta mjög aUt starf flokka, vegna þess að formenn vita ekki stundinni lengur hvort þeir geta tekið gUdan þátt í ákvarðana- tökum fyrir flokkinn, eins og þeir hafa verið kjörnir til, eða hvort þeir eru ótindir fallkandídatar. Ljóst er að Sjálfstæöisflokkurinn á nú í meiri stjórnunarerfiðleikum en menn hefðu trúað að óreyndu. Hafa ræst til fuUnustu aUar helstu óskir andstæðinga hans fyrir tilverknað flokksmanna sjálfra, sem innan prófkjörsformsins hafa eiginlega sótt fram úr sjálfum sér og fuUgUt það niðurrifsstarf, sem hófst með at- rennu Framsóknar og Alþýðubanda- lags til klofnings í Sjálfstæðisflokkn- um við myndun ríkisstjórnar dr. Gunnars Thoroddsen. Einn lands- fundur hefur verið haldinn síðan og hefði þá væntanlega átt aö ýta Geir HaUgrímssyni til hliðar, samkvæmt óbeinum fyrirmælum Framsóknar og kommúnista. Það var ekki gert. Menn virtust mjög sammála um Geir HaUgrímsson sem formann flokksins. Hins vegar er tækifærið gripið, þegar ríkisstjórn dr. Gunnars er komin að fótum fram við mUda óreiðu í efnahagsmálum, stórar skuldir og brjálaða verðbólgu, og formaður flokksins kosinn í sjöunda sæti, þannig að seta hans á þingi er aUs ekki tryggð framvegis. Enginn skUur pólitik almennings og allra síst „impulsive” tiltektir hans í kosningum. Ljóst er að að- gerðir dr. Gunnars og gegndarlaus áróður gegn Geir HaUgrimssyni í málgögnum pólitískra andstæðinga hafa farið vaxandi framundir þenn- an dag. Nú vita aUir sem tU þekkja að Geir HaUgrímsson er glöggur og yfirvegaður stjómmálamaöur og . ætti því þess vegna að njóta al- mennrar viöurkenningar meðal s jálf- stæðismanna í Reykjavík og um aUt land sem góður f orustumaður í flokki sinum. En það er kannski ekki aöal- málið, úr því sem komið er. Sem for- maöur fiokksins er hann tákn hans og það tákn verður ekki feUt nema á landsfundi. Nú hafa kjósendur, aUt niður í sextán ára aldur, snúist gegn þeirri persónu flokksins sem skapar honum manna mest andUt út á við, og þess vegna unnið flokknum ógagn með fljótræðislegum hætti. Engir fagna þessu fljótræði meira en póUtískir andstæðingar. Þeir vita að Sjálfstæöisflokkurinn er fyrst nú í miklum vanda staddur. Að vísu hafa ágætir fuUtrúar flokksins náö um- talsverðum árangri í prófkjörinu, en sýnt er að þar hefur verið sótt meira af kappi er forsjá. Hvað ætla sjálf- stæðismenn aö gera á næsta lands- fundi? Varla er að búast við að þeir fái frið með formenn sína fyrir áróð- ursvélum andstæðinga, fyrst þeir voru svo vakrir á rásinni í prófkjör- inu að uppfyUa þar heitustu óskir þeirra. Það eru nú þegar bókaðar samskonar aðgerðir gegn næstu for- mönnum flokksins, fyrst aðförin í þetta sinn heppnaðist. Kannski þurfti sjöunda sætið að blasa við sjálfstæðismönnum til að þeir sæju hve langt er búið að teyma þá að vUja pólitiskra andstæðinga. í prófkjörinu taka kjósendur sér í rauninni vald, sem hafið er yfir sjón- armið landsfundar. Vel má vera að þetta vald þyki æskUegra en regla og skipulag en þá er eins gott að hafa enga formenn, heldur einskonar meðvitaða skipulagsnefnd. I raun- inni værí mannlegast af sjálfstæðis- mönnum að bjóða formanni sínum fyrsta sæti í einhverju kjördæmi utan Reykjavíkur úr því sem komið er. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.