Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1982, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1982, Blaðsíða 35
DV. MIÐVKUDAGUR1. DESEMBER1982. 35 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Eftir verðlaunaafhendinguna varstiginn dans. Nýjung: Ný samtök tfsku- sýning- arfólks Ný samtök sem sérhæfa sig í tísku- og danssýningum hafa veriö stofnuö. Samtökin kalla sig „Nýjung” og er aðaluppistaöan í samtökunum fólk á aldrinum sextán til tuttugu og tveggja ára. Mikil hreyfing mun verða á módelunum því samtökin eru því fylgjandi aö ný andlit birtist reglu- lega og vilja ekki aö módel geti veriö 8—10 ár í starfi eins og dæmi eru tiL Samtök þessi hafa því þá sérstööu að um leið og módelin ná tuttugu og tveggja ára aldri ganga þausjálfkrafa úrsamtökunum. „Nýjung” sýndi í fyrsta skipti fatnaö í Villta, tryllta Villa á dögunum. Var þar um aö ræöa fatnað frá Tískuversluninni Blondie. Stjómandi samtakanna er Kolbrún Aöalsteinsdóttir. íþróttasamband lamaðraogfatlaðra: Veitt viður kenning —fyrirsigurínorrænni trimmkeppni Siguröur Magnússon, formaöur Iþróttasambands lamaðra og fatlaöra, tók við verðlaunum fyrir Islands hönd um helgina fyrir sigur í norrænni trimmkeppni sem fram fór í maí- mánuðil981. Keppnin fór þannig fram að þátttak- endur áttu að stunda einhver ja íþrótta- grein, t.d. göngu, hlaup, sund, boccia og svo framvegis, í hálftíma og fengu stig fyrir. Alls tóku eitt þúsund þrjátíu og einn aðili alls staðar af landinu þátt í keppninni. Islendingar sigruðu sem fyrr segir og tók Sigurður Magnússon við verðlaununum úr hendi Arve Mangset ritara Iþróttasamtaka lamaöra og fatlaöra á Norðurlöndum. Markús Einarsson, framkvæmda- stjóri Iþróttasambands lamaðra og fatlaöra, sagöi í samtali við DV að ráð- gert væri að halda sams konar keppni á næsta ári. Kvaðst hann vonast til að af því yrði því að það væri mikil hvatn- ing fyrir lamaöa og fatlaða að hafa svona keppni. Þeir hefðu mjög gaman af að taka þátt, enda skemmtilegt formáþessu. ás. Sigurður Magnússon tekur við verðlaunum fyrir norrænu trimmkeppnina úr hendiritara iþróttasambands lamaðra og fatlaðra á Norðuríöndum. DV-myndir: Bj.Bj. Gagnrýn- endur auglýsa Smekkur franskra kvikmynda- gagnrýnenda og áhorfenda þar í landi virðist ekki fara vel saman. Fyrir mánuði var nýjasta mynd Jean-Paul Belmondo frumsýnd. Hver gagnrýnandinn af öðrum tætti myndina sundur en áhorf- endur flykktust á myndina. Önnur mynd sem frumsýnd var á sama tíma og fékk mjög góða dóma, „Herbergi í borg”, hefur fengiö litla sem enga aðsókn. Gagn- rýnendum fannst myndin svo góð að 76 þeirra borguðu heilsíöu- auglýsingu í Le Monde til að hvetja áhorfendur til að fara á myndina. Belmondo hefur brugðist hinn versti við og telur auglýsinguna setta mynd sinni til höfuðs. Ræðst hann harkalega að gagnrýnendun- um í grein sem hann hefur skrifað og segir að myndin fái hól vegna þess að framleiðandi hennar sé mágkona Mitterrands f orseta. MEINVIUJNGAR OG STRADOS HALDA áFRAMHBH —í Músíktilraunum'82 Músíktilraunir ’82 standa nú yfir. Þetta er einskonar hljómsveitakeppni sem SATT—Samtök alþýöutónlistar- manna og tónskálda og Tónabær standafyrir. Keppninni hefur verið mjög vel tekið og hafa færri hljómsveitir komist að en hafa viljað. Á þessum tónleikum er eingöngu leikin frumsamin tón- list og flytur hver hljómsveit fjögur frumsamin lög. Áhorfendur gefa stig fyrir leikið lag og tvær stigahæstu hljómsveitirnar taka þátt í lokatónleik- um sunnudaginn 12. desember, en þrjár stigahætu hljómsveitirnar á lokatónleikunum fá í verðlaun 20 tíma í hljóðveri. Fyrirhuguð er útgáfa á því efni sem upp verður tekiö og mun SATTannasthana. Siðastliöiö fimmtudagskvöld fóru fram aðrir tónleikamir í Músíktilraun- unum. Hlutskarpastar á þeim tónleik- um urðu sveitirnar Meinvillingarnir og Strados, en hljómsveitin Lotus frá Sel- fossi var ekki langt undan. Sú sveit hafði aðeins tvö frumsamin lög í fórum sínum og gat því ekki fengið fullt hús þrátt fyrir að Selfyssingar fjölmenntu á tónleikana. Á tónleikum í sambandi við Músiktilraunir SATT er ætíð einni „þungavigtarsveit” boðið að leika sem heiðursgesti og síðast var það hljóm- sveitin Start sem það gerði. Stefán Jón Hafstein var kynnir. Næstu tónleikar í Músíktilraunum ’82 veröa næstkomandi fimmtudags- kvöld, 2. desember. Þá keppa um hylli áhorfenda eftirtaldar hljómsveitir: Centour, Dron, Medium, Signaltus, Trúðurinn, Utrás. Heiðursgestir eru hljómsveitin Þeyr. Kynnir veröur Ásgeir Tómasson og fara tónleikarnir fram í Tónabæ. ás. Hljómsveitin Lotus fré Selfossi varð að lóta i minnipokann fyrir Strados og Meinvillingunum þrátt fyrirað Selfyssingar fjölmenntu. DV-mynd: Ehtar Ólason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.