Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1982, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1982, Blaðsíða 40
VELDU ÞAÐ RÉTTA — FÁÐUÞÉR CLOETTA Verslunarmannafélag Suðurnesja kærir til ríkissaksóknara: Hundruð manna án atvinnuleyfa á Vellinum Verslunarmannafélag Suöurnesja hefur fariö fram á það viö ríkissak- sóknara aö fram fari opinber rann- sókn á því að hve miklu leyti erlendir menn annist borgaraleg þjónustu- störf á Keflavikurflugvelii, án at- vinnuleyfa. Aö mati Verslunarmannafélagsins eru hundruö manna í störfum hjá bandaríkjaher sem ekki teljast hem- aöarlegs eölis, svo sem í verslunum, veitingahúsum og skrifstofum. í flestum tilfellum er hér um aö ræöa undirboð á fslenskum vinnumarkaði, telur VS maka hermanna, en einnig eru dæmi um aö foreldrar og börn þeirra séu þar í þjónustustörfum án atvinnu- leyfa. Flest er þetta fólk af banda- risku þjóðemi, en aö mati VS er einn- ig mikiö um að Japanir, Kóreumenn, Víetnamar, Þjóðverjar, Spánverjar, Italir og Bretar gegni þar þjónustu- störfum. Verslunarmannafélagiö bendir á aö umrætt fólk er utan allra stéttar- félaga og því í rauninni réttlaust. Enda sé það svo að því er skammtaö kaup og kjör og í flestum tilvikum er þaö á lægra kaupi en Islendingar, einkum þar sem launatengd gjöld því samfara em engin. VS álítur því aö hér sé um undirboö á íslenskum vinnumarkaöi að ræöa. I bréfi Verslunarmannafélagsins til lögmanns þess segir ennfremur: „Vegna þess hve auövelt er fyrir er- lendu þegnana aö fá störf á varnar- stöðinni á Kéflavíkurflugvelli hefur ásókn hermannafjölskyldna í að komast til Islands stóraukist. Fram- boö á erlendu vinnuafli innan stöðv- arinnar hefur því aukist meö hverju ári og á eftir aö aukast, því búiö er aö' tilkynna þeim bandarísku þegnum sem búa innan vallar en vinna ekki hemaðarleg störf, eins og kennslu viö barna- og gagnfræðaskóla, að þeir eigi að útvega sér húsnæöi utan vallar fyrir 1. júní. (síöastliöinn). Herinn þurfi á öllu sínu húsnæði aö halda.” I kæm lögmannsins til ríkissak- sóknara er sagt aö kæran sé lögö fram til aö fá úr því skoriö hvort er- lendir þegnar í þjónustustörfum þurfi ekki atvinnuleyfi eins og aörir útlendingar. Ríkissaksóknari sendi mál þetta til umsagnar og álits vamarmáladeild- ar utanríkisráðuneytisins fyrir mán- uöi en svar hefur ekki borist. Sagði Þóröur Björnsson ríkissaksóknari aö engin ákvöröun heföi veriö tekin um hvort opinber rannsókn yröi fram- kvæmd. ÖEF s í s Mikil þátttaka Prófkjöri Sjálfstæöisflokksins i Noröurlandskjördæmi vestra vegna komandi alþingiskosninga lauk í gær. Aö sögn Stefáns A. Jónssonar, formanns kjördæmisráös, greiddu á aö giska 1900 manns atkvæöi í próf- kjörinu. Kvaö hann þaö vera mjög mikla þátttöku. Kjörnefnd hittist klukkan 3 í dag til aö telja atkvæöin, en hugsanlega gæti þaö frestast vegna ófæröar. Ef allt gengur eölilega fyrir sig veröa úrslit Ijós seint í kvöld eöa i nótt. -ás Mál Sjónvarpsins gegn Videoson: Málflutningur hafinn Hommar og lesbfur í Noregi og Svíþjóð: Mótmæla við íslensku sendiráðin Málflutningur í máli Sjónvarpsins gegn Videoson er nú aö hefjast. Máliö var dómtekiö í Borgardómi Reykja- víkur í morgun klukkan hálf tíu. Eins og kunnugt er kæröi Sjónvarpiö Video- son fyrir innflutning þess og dreifingu á myndböndum meö leikjum frá heimsmeistarakeppninni í knatt- spyrnu, sem f ram f ór á Spáni í sumar. -ÖEF. Stúdentar viö Háskólann eru nú oröið þeir einu sem halda fullveldis- daginn hátíðlegan meö einhverri reisn. I dag efna þeir til hátíöahalda meö ræöuhöldum og tónlist og veröur umræðuefniö Vísindi og kreppa. Meðal ræðumanna veröa Brynjólfur Bjarnason, fyrrverandi ráöherra, og Páll Skúlason prófessor. Hátíöinni lýkur síðan auövitaö meö dansleik og var þessi mynd tekin þegar verið var aö útbúa auglýsingu til aö minna stúdenta á aö láta nú skrallið ekki framhjásérfara. DV-myndGVA. LOKI Nú er hinn eini sanni „þrýstihópur" að myndast og mótmælir ákaflega í dag. Hús keypt strax fyr- ir „þjóðarátakið”? Krabbameinsfélaginu býðst hús, tilbúið undir tréverk „Þetta er alveg nýtilkomiö og nú á að máta viö hvort innréttingar, sem búið var aö ráögera í nýju húsi, geta fallið aö þessu húsi,” sagöi Hjörtur Hjartarson forstjóri, gjaldkeri Krabbameinsfélags Islands, í sam- tali viö DV. Félaginu stendur til boöa hús skammt sunnan við Miklatorg, tilbúiö undir tréverk um næstu ára- mót. Forsetinn, forsætisráðherra og biskup Islands skipuöu heiðursráð þess landsráös sem stóö fyrir átak- inu. Krabbameinsfélag Islands á nú vísa lóö í nýja miðbænum í höfuðborginni, við Hvassaleiti. Stefnt hefur veriö að útboöi vegna byrjunarframkvæmda um áramót. Á föstudaginn afhenti Vigdís Finn- bogadóttir, forseti Islands, Krabba- meinsfélaginu rúmlega 13 milljóna króna aféakstur „þjóöarátaks gegn krabbameini” frá 30. október í haust. Nú hefur verktakafyrirtækið Istak hf. hins vegar boöið félaginu til kaups nýja stórbyggingu sína við Reykjanesbraut gömlu, næst viö hús Sölufélags garöyrkjumanna þar sem eru borgarfógetaembættið og Ferða- skrifstofa ríkisms. Húsiö var skoöaö á föstudaginn. „Ef þétta hús hentar tel ég þaö betri kost,” sagöi Hjörtur Hjartar- son, „þaö er mjög nauösynlegt aö nýta peningana fljótt og vel á þessum undarlegu tímum. Og félag- inu er þaö kappsmál aö færa út kvi- amar sem skjótast eftir að sannast hefur hve krabbameinsleitin skilar ótrúlegum árangri.” Krabbameinsfélag Islands á von á meiri fjárframlögum á næstunni, einkum frá fyrirtækjum. Þaö mun og selja eignir sínar á Suðurgötu 22—24. HERB Frá Jóni Einari Guðjönssyni, fréttarit- araDVíOsló: Norskir hommar og lesbíur mót- mæla fyrir utan íslenska sendiráöiö í Osló í dag milli klukkan 13.30 og 14. Markmiöið er aö sýna samstööu meö baráttu homosexualisks fólks á Is- landi. Það eru tvenn samtök norskra homo- sexualista, Forbundet ’48 og AHF, sem standa í mótmælaaögerðum þessum. Norðmennirnir segja aö barátta homo- sexualisks fólks á Islandi sé skammt á veg komin enda fordómar gagnvart fólki annarrar kynhneigöar en þeirrar „venjulegu” meö eindæmum á Islandi. Þeir nefna sem dæmi aö hommar og lesbíur á Islandi fái ekki aö auglýsa fundi sína og samkomur með sama hætti og eðlilegt er í flestum nálægum ríkjum. Þeir halda því fram aö íslensk löggjöf brjóti í bága viö lög Evrópu- ráösins og mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóöanna. Sams konar mótmæli veröa einnig í dag viö íslenska sendiráðiö í Stokk- hólmi. Þá munu Samtökin 78, íslensk samtök homosexualista, mótmæla viö Alþingishúsiö klukkan 13.45 og tJt- varpshúsiö viö Skúlagötu klukkan 14.45. -KMU Sjálfstæðismenn á Akranesi: Skora á Fríðjón Sjálfstæöismenn á Akranesi skora á Friöjón Þórðarson dómsmálaráðherra aö fara úr ríkisstjórninni. Tillöguna flutti Guöjón Kristjánsson, formaður Þórs, félags ungra sjálfstæðismanna á Akranesi. > I samþykktinni segir: „Almennur fundur haldinn á vegum stjómar full- trúaráösins á Akranesi mánudaginn 29. nóvember 1982 í Sjálfstæöishúsinu, Heiöargeröi 20 Akranesi, skorar á Friöjón Þórðarson dómsmálaráðherra aö ganga sem fyrst, og eigi síöar en fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi 15. og 16. janúar 1983, úr þessari ríkisstjóm, sem nú er viö völd, til þess aö samstaða megi takast um framboðslista Sjálfstæðisflokksins héríVesturiandskjördæmi.” —JBH 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.