Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1982, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1982, Blaðsíða 33
Sandkorn Sandkorn Sandkorn Vimmi kominn á bók Við í vesturbænum heitir nýútkomin bók og á titilsíðu er bún sögö skáldsaga. En það má vist deila um það, hvort um sé að ræða skáld- sögu, því persónurnar sem vlð sögu koma eru jafnraun- verulegar og ég og þú. Sag- an gerist einkum i háskóla- bverfínu svokallaða og segir frá strákum á aldrinum 6 til 12 ára. Sagan er 1. persónu frásögn og sá sem segir frá heitir Vimmi. Hann er sex ára, þegar sagan hefst og á bræður tvo, Þorstein, 12 ára og Þorra 3 ára. Leikfélagar Vimma eru allir nafngreind- ir og líka þeir eru réttnefnd- ir. Félagarnir setja á stofn fótboltafélagið Rimmugýgi en það var rekið með mikl- um blóma í mýrinni fyrir rúmum tuttugu árum. í bók- inni eru svo birtar ýmis kon- ar blaöaúrklippur frá þess- um árum og greinarhöfund- ar eru meðal annarra Vil- mundur Gylfason, ögmund- ur Jónassou og Magdalena Schram en Vimmi var mjög ötuU í blaðaútgáfu á þessum árum. Höfundur bókarinnar er Kristján P. Magnússon og er það dulnefni en isafold gefur út og þar með Leó Löve. Hefur verið getum að þvi leitt að höfundurinn sé eitt- hvað skyldur fyrrnefndum Leó, jafnvei náskyldur, en Leó var einn leikfélaga Vimma. Menn ráða þvi svo, hvort þeir taka trúanleg þessi orð á titUsíðunni: „Telji einhver sig þekkja persónu, staði eða atburði er það misskilningur eða alger tílviljun!” Að minnsta kosti var Vimmi sjálfur beðinn að lesa bókina áður en hún komst á þrykk og hann fékk sérstaklega sent eintak númer eitt. Fjaðrafok vegna breytinga á farvegi Bóndinn á KirkjubóU í Engidal við Skutulsfjörð lét fyrir nokkru gera breytingar á farvegi Kirkjubólsár. Breytingarnar hafa valdið nokkru fjaðrafoki en áin rennur nú á kafla í beinum skurði i stað þess að bugðast um eyrar. Bóndinn breytti ánni þar sem hann óttaöist að hún myndi annars valda spjöUum á nýrækt. Þeir sem hafa gagnrýnt breytingarnar segja meðal annars að með þeim hafi áin verið eyðUögð sem veiðiá. Vestfirska fréttablaðið spuröi bóndann hvort honum hefði ekki þótt rétt að sækja um leyfi jarðareiganda, sem er tsafjarðarbær, áður en farið var út í framkvæmdir. Bóndi svaraði: „Það hefði kannski verið rétt en það hefði tekið þann óratíma að fá það leyfi aö það var ómögulegt að standa í þvi.” FuUtrúi veiðimálastjóra telur, eftir þeim upplýsing- um sem hann hefur fengið, að gróft brot hafi þarna verið framið á vatnalögun- um. * Afhent gullmerki fyrir farsæl störf - svo uppvís að fjárdrætti Fyrr á þessu ári gerðist það að starfsmaður stór- fyrirtækis eins í Reykjavik varð uppvís að því að draga að sér mikla fjármuni. Skömmu áður en fjölmiðlar sögðu frá máU þessu barst tíl þeirra fréttabréf sama stórfyrirtækis. ' Þar var greint frá afhendingu guU- merkja fyrirtækisins fyrir farsæl störf í aldarfjórðung. Meðal þeirra sem guUmerki fengu var sá starfsmaöur sem skömmu síðar varð upp- vís að fjárdrættinum. Framkvæmda- stofnun sendir nefnd til Banda- ríkjanna til að kanna markað fyrir vatn Blaðið Feykir, sem gefið er út á Norðurlandi vestra, segb- frá því, 19. nóvember síðastUðinn, að í ráði muni vera að þriggja manna sendinefnd fari tU Banda- ríkjanna á vegum Fram- kvæmdastofnunar tU að ganga úr skugga um hvort þar sé markaður fyrir vatn frá Sauðárkróki. Segir Feyk- ir að niðurstöður sendinefnd- arinnar muni verða ráðandi um frekari afskipti Fram- kvæmdastofnunar af vatns- pökkunarverksmiðju. Hnífar eru á sumum þyrhim í Sandkomi á mánudag var því skotið að, svona i gríni, að réttast væri að dusta rykiö af gömlu tog- virakUppum Landhelgisgæsl- unnar og koma þeim fyrir á þyriunum. Nú hefur fróður maður sagt okkur að útbún- aöur, svipaður togvirakUpp- unum, sé einmitt hafður á þyrlum víða eriendis. Hnifur er hafður framan á þyrlum til að kUppa sundur loftlinur sem hugsanlega yrðu í veg- inum. Þykir þetta mikið ör- yggi því það mun vera al- gengt aö þyrlur fljúgi á lín- ur. Umsjón: Kristján Már Unnarsson Menning Menning Menning „FRAMSÓKN” Tónleikar Kammormúsikklúbbsins ó Kjarvals- stöðum 25. nóvember. Flytjendur: Árni Krístjánsson, Laufey Sigurðar- dóttir og Gunnar Kvaran. Efnisskrá: Johannes Brahms: Tríó fyrír pianó, fiðlu og selló f c-moll, op. 101; Pjotr Tschai- kowsky: Tríó fyrír pianó, fiðlu og selló í a-moll op. 50. Fyrstu eiginlegu tónleikar Kammermúsikklúbbsins á þessum vetri voru haldnir, loksins, eftir aö óveðrið haföi séð fyrir frestun á fimmtudagskvöld í Vestursal Kjar- valsstaöa. Oftast reynist frestun tU ills meö tilliti til aðsóknar en hér virt- ist hún engin áhrif hafa því þétt var setinn bekkurinn á Kjarvalsstööum þetta kvöldið. Trióið, skipað Arna Kristjánssyni, Laufeyju Sigurðardóttur og Gunnari Kvaran, lék fyrst saman í fyrra. Og nú komu þau aftur saman til að leika Brahms og Tschaikowsky. Brahmstríóið er afar vandmeð- Tónlist Eyjólfur Melsted farið með öllum sínum samhljóma línum fiðlu og sellós. Minnsti styrkleikamunur á milli strengjanna innbyrðis magnast upp í hrópandi misvægi. Og í sal með hljómgæði Vestursalarins er erfitt að rata rétta braut í svo viðkvæmum flutningi. Að hika er sama og tapa, stendur ein- hvers staðar og það átti við nú. Fiðluleikurinn var langt því frá nógu afgerandi og flutningurinn tætings- legur fyrir vikið. Aðstæðum kenni ég að nokkru um því ég ímynda mér að erfitt sé aö slá neistann af tinnunni í þessu strigaklædda kramarhúsi þétt- setnu áheyrendum. Losað um höftin En heldur tók nú betra við eftir hlé. Þá losnaði um þau samleikshöft sem einkenndu leikinn í Brahmstríóinu. Þótt töluvert sé um „unison” leik fiölu og sellós í Tschakowsky líka, gekk hann stórum betur upp. Sá músíkant teldist víst líka heftur í tónlistarþroska sínum sem ekki tví- efldist við að hafa annan eins pían- ista og Ama Kristjánsson á bak við sig. Það fór enda svo að Tscha- kowskytríóið gekk betur með hverjum nýjum kafla þannig að tón- leikagestir fengu að hlýða á kammersamspil eins og því er ætlað að vera samkvæmt ritúalinu. Sem sé, ánægjuleg framsókn í seinni hlutanum. EM erámorgun Gjörið svo vel — komið og smakkið Kjörbúð Hraunbæjar Hraunbæ 102 — Sími 75800 FISKKYNNING perlukubbar, bV99lðsja Ufiö er leikur / Hallveigarstig 1. Simi26010. TEPPAHÖLLIN ÁRMÚLA 22. - SÍMl 32501. Ódýr og vönduð gœðateppi. B/aðburðarbörn NÚ ER VERIÐ AÐ RÁÐA FYRIR VETURINN Látið skrifa ykkur á biðlista BLAÐBERAR ÓSKAST í EFTIRTÁUN HVERFISTRAX • Tjarnargata, Bjarkargata, Suðurgata, Tjarnargata Hverfisgata, frá 2 til 64 Smiðjustígur, Vatnsstígur Víðimelur 19—69 Aðalstræti • Kvisthagi AFGREIÐSLAN ÞVERHOLT111 SÍMI 27022 |3gj3|3^||dj3jidjd|3gg|3p|3[Élj3|3g[3PI3PI313|aj3|g@@@|

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.