Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1982, Blaðsíða 7
DV.MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER1982.
7
Misjafnt verð á skíðabúnaði:
Hægt að fá búnað
f rá 300 krónum
upp f 10 þúsund
— eftir aldri og þeim kröfum sem gerðar eru
Við litum inn í þrjár verslanir sem
selja meðal annars skíðaútbúnaö. All-
ar eru þær í Reykjavík. Kom í ljós eins
og okkur grunaði fyrir að verðiö er
mjög misjafnt.
Útilrf í Glæsibæ
Ef byrjað er á skíðagöllum (vita-
skuld er hægt að vera í hver ju sem er á
skíðum ef það er nógu hlýtt og um leið
lipurt) þá kemur í ljós að á konur eru
nú mest keyptir samfestingar. Þeir
kosta 2700 krónur. Á karlmenn eru hins
vegar keyptir tvískiptir gallar. Þeir
kosta um 3900 krónur. Á bömin er hægt
að fá annað hvort stretsbuxur á tæpar
800 krónur og úlpu á tæpar 700 krónur
eða heila galla á rúmar 600 krónur.
Einnig fást tvískiptir gallar á 995 krón-
ur. Verðið á þessum fatnaöi er ögn
breytilegt eftir stærðum.
Skíði eru til á börnin með áföstum
bindingum. Þau eru úr plasti og kosta
frá 300 og upp í 575 krónur. Fyrir þau
sem eru farin að eldast fást síðan skíði
úr fíber á 795 og eru þau þá án bind-
inga. Fyrir enn stærri börn, þetta 9—10
ára, kosta skíðin orðið 1398. Fullorðins-
skíði kosta frá 2285 og upp í 4405.
Bindingar á skíðin fyrir börnin kosta
frá 385 og upp í 590. Fyrir hina full-
orðnu kosta þær frá 670 og upp í 1930.
Skíðaskór á börn kosta frá 478 og upp
í 605 krónur. Skór á fullorðna eru á
verðbilinu765 til 2356.
Stafir við skíðin eru á veröbilinu 79
til218krónur.
Allar þessar tölur eru miðaðar við
svigskíðaútbúnað. En ef hins vegar er
athugaður búnaður fyrir gönguskíða-
menn fáum við mun lægra verð. Þá
kosta skíðin sjálf frá 526 upp í 2368.
Bindingar kosta 92 krónur. Skómir eru
á verðbilinu 480 og upp í 3928. Fyrir
börn em þeir þó allt niður i 298 krónur.
Svipaö verð er á göngustöfum og
öðrum stöfum.
Fálkinn
I Fálkanum er verð á skíðum fyrir
börn á verðbilinu 720 og upp í 1600
krónur. Fyrir fullorðna kosta skíðin
frá 1150 og upp í 4800. Bindingar kosta
frá668 oguppíl949.
Skór fyrir böm kosta frá 566 og upp í
900. Fyrir fullorðna kosta þeir frá 900
og upp í 3960 krónur.
Stafir kosta frá 150 og upp í 200 krón-
ur.
Skíðafatnaður var til á margs konar
verði. Buxur á fullorðna kostuðu 1800
krónur. Ulpur kostuðu frá 1600 og upp í
2500. Heilir gallar kostuðu2400krónur.
Gönguskíðabúnaður er eins og í Uti-
lífi mun ódýrari en svigskíðaútbúnað-
ur. Þannig kosta skíðin frá 995 og upp í
3045. Bindingamar 200krónur. Skórnir
kosta frá 525 og upp í 717. Stafir kosta
lOOkrónur.
Franz Gunnarsson var að kaupa sér ný skiði i Sportvali þeg-
ar við báðum hann að máta þennan útbúnað fyrir okkur.
Fötin kosta 695krónur. Skórnir eru á 793. Skiðin kosta 1.260
með bindingum. Stafirnir eru á 175. Húfan kostar 360, gler-
augun 65 og vettlingarnir í vasa hans 35 krónur.
Sportval
I Sportvali voru ekki til nein mjög
ódýr skíði. Þau ódýrustu fyrir full-
orðna kosta 2050. Enda em þau mjög
vönduö með 2 málmplötum. Þau dýr-
ustukosta4900.
Skór á fullorðna kosta frá 900 og upp
í 3300. Bindingar eru á veröbilinu 450
og upp í 1911. Stafir eru frá 145 og upp í
310.
Fyrir börnin era til sérstök sett af
skíöum, bindingum og stöfum. Kosta
þau545krónur.
Gö'nguskíðin em á verði frá 855 krón-
um. Fullkominn gönguskíðabúnaður
kostar frá 1750 krónum og upp í 2200
krónur.
Skíðafatnaöur á börnin kostar tæpar
700 krónur. Jakki og buxur á fullorðna
kostarhinsvegar2400krónur. DS
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
BILALEIGA
Mesta úrvalið.
Besta þjónustan.
Skeifan 9. 108 Reykjavik s. 91-86915
Tryggvabraut 14, 600 Akureyri
s. 96-23515
Cinhell
vandaöar vörur
Smemlar
Margargerðir. v“'
Afar hagstætt verð.
Skeljungsbúðin
SíÖumúla33
símar 81722 og 38125
Góð tíðindi fyrir Garðbæinga:
IðnaðaiteiíkiDii
Nýtt bankaútibú ertekiö til starfa í hjarta
Caröabæjar - á mótum Bæjarbrautar
og Vífilstaðavegar. Meö viöskiptum við
IÐNAÐARBANKANN geta Garðbæingar
nú stytt sér leið í banka, - sparaö sér
þannig fé og fvrirhöfn. Viðskipti viö
IÐNAÐARBANKANN treysta líka undir-
stööur atvinnulífsins í kaupstaðnum.
Öll almenn bankaþjónusta - án þess aö
þurfa aö bíða: Ávöxtun sparifjár og
ráögjöf um bestu kostina. Ávísana- og
hlaupareikningar, útlán, innheimturog
IB-lánin vinsælu sem viö aðlögum sífellt
kröfum tímans. /
Garðbæingar - velkomnirívkkarbanka.
Otibúiö er opið alla virka daga frá v/ 5- . . A”
9.15-16.00 og auk þess á f? ^ $
fimmtudögum kl. 17.00-18.00 ^cp> ?'/■ ^ •Flataskóli •Bensínstöö
Iðnaðariiankinn
Garðabæ, sími: 46800 cj-