Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1982, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1982, Blaðsíða 5
DV. MIÐVIKUDAGUR1. DESEMBER1982. 5 Hildur Finnsdóttir. DV-myndir GVA. Makalausúrslit — segir Hildur Finnsdóttir „Mérfinnstþetta alveg makalaus úrslit. Veiki flokkinn .. . ? Já, mér sýnist þaö liggja í augum uppi aö þetta veikir flokkinn,” sagöi Hildur Finnsdóttir prófarkalesari. Teldurðu aö formaöurinn ætti aö segjaafsér? „Já, þaö myndi ég gera í hans sporum meö þaö í huga að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur nú ekki nema sex þingmenn í Reykjavík. Geir er náttúrlega inni eftir sem áöur en þaö er vafasamt hversu gaman þaö er fyrir hann aö komast inn sem uppbótarþingmaöur.” -ÓEF. Ágúst Geirsson. Ekki vantraust áformanninn — segirÁgúst Geirsson ,,Ég varö fyrir vonbrigöum meö úrslitin vegna þess aö formaðurinn fékk ekki betri útkomu en raun varö á,” sagöi Ágúst Geirsson síma- maður. Álítur þú þetta vera vantraust á formanninn? „Nei, ég er ekki viss um það. Hann var einn af þeim fáu sem ekki notaði auglýsingatæknina og hann haföi sig lítið í frammi. Ég tel aö al- mennir flokksmenn hafi taliö hann öruggan og því ekki eytt á hann at- kvæöi en kosið frekar minni spá- menn.” -ÖEF. Brynjólf ur Mogensen varði doktorsritgerð — í læknisfræði við háskólann í Lundi Brynjólfur H. Mogensen læknir varði nýlega doktorsritgerö við há- skólann í Lundi í Svíþjóö. Nefnist rit- geröin: Árangur mjaömaaðgeröa á ungum liöagigtarsjúklingum. Rit- geröin fjallar um árangur 150 aö- geröa á 73 sjúklingum á árunum 1970—1979 við háskólasjúkrahúsiö i Lundi. Andmælandi viö doktorsvömina var Anders Wigren, dósent við Upp- salaháskóla. Brynjólfur H. Mogensen er fæddur áriö 1947. Hann lauk prófi frá lækna- deild Háskóla tslands áriö 1975. Sama ár hóf hann störf við bæklunar- lækningar á aðalsjúkrahúsinu í Vest- erás en frá árinu 1979 starfaöi hann og stundaði rannsóknir við bæklun- ardeild háskólasjúkrahússins í Lundi. Brynjólfur tók nýlega við starfi á slysadeild Borgarspítalans. Hann er kvæntur Önnu Skúladóttur meinatækni og eiga þau þrjá syni. ás. Brynjólfur Mogensen læknir. Diabetfc Uif»nr iMUÍll<' FYRIR SYKURS JUKLINGA Vörurnar frá svissneska fyrirtækinu STELLA eru að mati Náttúrulækningabúðarinnar hágæðavara, sem ber af öðrum vörum ætluðum sykursjúkum, bæði hvað varðar bragð og gæði ISTELLA VÖRUNUM ER EFTIRFARANDIVÖRUURVAL: 8 tegundir af súkkuladi 2 stœrdir af konfekt-kössum 3 bragdtegundir af brjóstsgkri 5 tegundir af kexi 3 tegundir af saft 2 tegundir af búdingsdufti 2 tegundir af ísdufti Morgundrgkkur Súpuduft Hunang (gervi-) Ávaxta-sulla Sendum í póstkröfu hvert á land sem er. Náttúrlækningabúðin Laugavegi 25, símar 10262 og 10263 og við Óðinstorg, sími 10228. hdbeíic SR ^iel ertiticiel Kunjsfhonie MAGNASONIC ÖGRUN I VERÐI OG UTBUNAÐI Það er video-uppskrift Magnasonic til að tryggja fullkomna yfir- sýn. Eitt augnatillit á stjórnborðið sannar það: Þar hefur hver takki sitt hlutverk (aðeins þarf að þrýsta létt á þá) og gerir þaö notkun MVR 8200/8210 að sannri og jafnframt óskeikulli ánægju. Tölurnar lýsa ekki aðeins til gamans heldur til gagns: Við hliðina á klukkunni sérð þú þær tímasetningar sem þú hefur matað tækið með fyrir næstu upptöku, þ.e.a.s. dagsetningu, hvenær tækið á aö hef ja upptöku og hvenær henni á að ljúka. Og það besta er að þú færð nýja Magnasonic-tækiö á stórkostlega hagstæðu verði þrátt fyrir allar nýjungarnar. Góða skemmtun! Kynningarafsláttur er 10% miðað við staðgreiðslu. Verð: 25.950, staðgr. 23.355. 1. Örtölvustjórnun. 2. Myndleitari í báðar áttir. 3. Hægmynd. 4. Hraðmynd. 5. Rafeindateljari á spólulengd. 6. Rafeinaklukka. 7. 7dagaminni. 8. Rafeinda VHF/UHF móttakari með 12 rásum. 9. Dempuðspólulyfta. 4C/y Einnig fylgir: • Tengill fyrir video-myndavél • Sjálfvirk tilbakaspólun við lok spólu • Sjálfvirk umtenging video/sjónvarp Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Sími 9135200 Fjarstýring með 10 stjórnunarmöguleikum Hagkvæm kapalstýring með eftir- farandihlutverk: Spilun — Stöðvun — Hægmynd — Hraðmynd — Myndleit fram á við og aftur á bak — Hraðspil fram á við — Spilar aftur á bak — Upptaka — Hlé — Stöðumynd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.