Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1982, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1982, Blaðsíða 3
DV. MJÐVIKUDAGUR1. DESEMBER1982. 3 Ekkert vatn í heita læknum Heiti lækurinn vinsæli í Nauthólsvík hefur veriö vatnslaus undanfarna daga. Stafar þaö af tengingum sem unnið er aö við geymana í Öskjuhlíö. Aö sögn Jóns Eggertssonar, yfirvél- stjóra hjá Hitaveitu Reykjavíkur, standa vonir til aö heitt vatn fari aftur aö flæða um lækinn jafnvel í dag eða á morgun. -KMU. Höfn: Eldri borgar- ar skemmtu séríSindrabæ Kvenfélagiö Tíbrá bauö Hafnarbú- um 60 ára og eldri til kaffidrykkju í Sindrabæ á dögunum. Margs konar góögæti var meö kaffinu og meðan því voru gerö góö skil var ýmislegt til skemmtunar. Ingunn Jensdóttir söng gamanvísur, Laufey Sigursveinsdóttir flutti frumort ljóð, Gísli Arason las sögu og kirkjukórinn söng. Á eftir var dansaö til kl. 24 og voru þaö hjónin Berta og Kalh sem sáu um hressilega dansmúsík. Hann meö nikk- una og hún við píanóið. Ragnar Bjöms- son Sindrabæjarforstjóri haföi orð á að þetta væri ansi rólegt, engir dyraverð- ir eöa útkastarar. J.I./Höfn í Hornafirði. Fyrsti f und- ur nef ndar — sem fjalla á um fiskveiðarí Norðaustur Atlantshafi Fyrsti fundur nýrrar nefndar um fiskveiðar í Norðaustur-Atlantshafi (Neafc) var haldinn í London dagana 22.-25. nóvember síðastliöinn. Nefnd- in var sett á stofn með samningi sem lengi haföi veriö í undirbúningi. Samningurinn var undirritaður af Islands hálfu 18. nóvember 1980, en samningurinn tók gildi 17. mars síöast- liðinn. Nærri öll ríki Noröaustur- Atlantshafs eiga aöild aö nefndinni. Er nefndinni ætlaö aö stuöla aö vernd og hagkvæmri nýtingu fiskstofna á svæö- inu innan þess ramma sem yfirráö ein- stakra ríkja yfir efnahagslögsögu setja valdsviði hennar og efla alþjóö- legt samráð og samvinnu um þessar auðlindir. Af Islands hálfu sóttu fundinn Jón L. Amalds ráðuneytisstjóri, Már Elísson fiskimálastjóri og Halla Bergs sendi- ráðunautur. Jón L. Arnalds var kjör- inn forseti nefndarinnar til þriggja ára. Á næstunni munu þær friöunar- og vemdaraðgeröir sem í gildi eru hjá einstökum aöildarríkjum á svæöinu veröa til umfjöllunar en margir fiski- stofnar flakka um milli svæöa sem em ílögsögufleiriríkja. ás. Sýningoguppá- komuríDjúpinu — allan desembermánuð á vegum Upp og ofan Upp og ofan hópurinn mun standa fyrir sýningu á myndverkum félags- manna í Djúpinu viö Hafnarstræti út allan desembermánuö. Jafnframt er stefnt aö því aö félags- menn og gestir þeirra troði upp með efni af ýmsu tagi á hverju kvöldi þennan mánuö. 1. desember hefst starfsemi Upp og ofan í Djúpinu. Þá munu myndverk félaga verða til sýnis, og veitingar veröa á boöstólum á vægu veröi. Guölaugur Ottarsson, betur þekktur sem gitarleikari Þeys, mun halda fyrirlestur um kenningar Wil- helm Reich meö hjálp góöra manna. DV hefur hleraö aö sá fyrirlestur sé all-óvenjulegur. Medúsahópurinn mun kynna kver sem kemur út á næstu dögum og heitir Fánalögin. Og að síöustu mun Anton Helgi Jónsson rithöfundur lesa úr eigin verkum. ás. ALLS EKKI. VÖRUR OG ÞJÓNUSTA KOSTA ÞIG EKKI MEIRA EN AÐRA ÞÓTT ÞÚ NOTIR EUROCARD KREDITKORT. ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ VERA VIÐSKIPTAMAÐUR NEINS SÉRSTAKS BANKA TIL AÐ FÁ OG NOTA EUROCARD KREDITKORTIÐ, OG ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ EIGA FÉ INNI Á REIKNINGI ÞÓTT ÞÚ NOTIR EUROCARD KREDITKORT. ÁRLEGUR KOSTNAÐUR ÞINN AF NOTKUN KORTSINS ER EKKI NEMA KR. 300,- ____________SVO ERU ÞAÐ KOSTIRNIR:____________ ÚTTEKT VÖRU OG ÞJÓNUSTU í MÖRG HUNDRUÐ FYRIRTÆKJUM MÁNUÐINN ÚT OG” GREIÐSLA í EINU LAGI í BYRJUN ÞESS NÆSTA. OG VIÐSKIPTATRAUSTIÐ: EUROCARD KREDITKORTIÐ ER TÁKN UM STAÐFEST VIÐSKIPTATRAUST ÞVÍ ÁTTU ALLS EKKIAÐ DRAGA ÞAÐ LENGUR AÐ SÆKJA ____________UM EUROCARD KREDITKORT._____________ ALLIR AFGREIÐSLUSTAÐIR NEÐANGREINDRA AÐILA VEITA ÚPPLÝSINGAR OG TAKA VIÐ UMSÓKNUM. ÚTVECSBANKINN V/ERZIUNRRÐRNKINN GYLMIR ♦ G&H 27.4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.