Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1982, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1982, Blaðsíða 11
DV. MIÐVIKUDAGUR1. DESEMBER1982. 11 A marflug stend- ur á tfmamótum ” 77 — segir Agnar Friðriksson, nýráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækisins Agnar Friöriksson, framkvæmda-v stjóri fjármálasviðs Heklu hf., var ný- lega ráöinn framkvæmdastjóri Arnar- flugs. Tekur hann viö starfinu 1. janúar 1983. DV sló á þráðinn til Agnars og ræddi viö hann um nýja starfiö. „Mér líst mjög vel á þetta nýja starf,” sagöi Agnar, „framkvæmda- stjórastaöan felur vissulega í sér aö leiða fyrirtækið og vera yfirmaöur þess. Fyrirtækiö fæst viö áætlunar- og leiguflug innanlands og utan. Störf framkvæmdastjórans hljóta aö mótast afþví.” — Hefur þú eitthvaö fengist við f lug- máláður? , Jíei, ekkert. Eg hef aldrei unniö hjá flugfélagi áöur. — Er ekki erfitt fyrir mann ókunnugan flugmálum aö taka við framkvæmdastjórastarfi flugfélags? ,,Ég tel ekki aö þaö skipti neinu höfuömáli. Þaö er spuming um hversu gott fólk vinnur meö framkvæmda- stjóranum. Hjá Amarflugi er mjög góöur mannskapur. Þaö sést best á uppgangi félagsins á liðnum ámm. Og yfirmenn ná ekki góöum árangri nema aö hafa gott fólk meö sér. Rekst- ur flugfélags er aö flestu leyti eins og rekstur annarra fyrirtækja og því Patreksfjörður: Lúðrasveit í burðarliðnum Norskur tónlistarkennari var ráöinn aö Tónlistarskóla Patreksfjaröar í haust. Hann heitir övind Solbakk. Hann hefur hleypt miklu lífi í tónlistar- mál staöarins. övind hefur nú í hyggju aö stofna lúðrasveit innan skólans. Það er kostnaðarsamt og því stendur yfir fjáröflun fyrir lúörasveitina. Hljóöfæri eru til fyrir átta nemendur en fimmtíu og fimm stunda nám viö skólann. Þaö nýmæli hefur veriö tekiö upp aö kennt er á blokkflautu í grunnskólan- um. Mælist þaö vel fyrir og nú þarf ekki lengur aö byrja kennslu í blokk- flautuleik ítónlistarskólanum. Hljóöfæri vantar fyrir um 150 þúsund krónur. Fyrirtækjum á Patreksfirði hefur því veriö skrifaö og þau beðin um aöstoö. Menn hafa bmgöist vel við og til gamans má geta þess að nýja skipið Nýjar bækur 14M JAMES FLEMIIMG BOND Patrekur gaf einn róöur til málefnisins eöa alls um sex tonn af fiski. -EO Patreksfirði. skiptir ekki öllu máli hvort fram- kvæmdastjórinn hefur reynslu af flug- málum eöa ekki áöur en inn í starfið er komiö.” Eg hef alltaf áhuga á því sem ég er aö f ást við hverju sinni. Eg haföi engan sérstakan áhuga á flugi áður en ég byrjaöi hjá Amarflugi og kann til dæmis ekki aö fljúga. En ég hafði heldur ekki sérstakan áhuga á bílum eöa rafmagni er ég byrjaði hjá Heklu og Landsvirkjun. En eins og ég segi byggist gott starf fyrirtækis upp á því að fólkið sé jákvætt og duglegt í sinni vinnu, annars tekst enginn rekstur. ” — Hvemig er staða Amarflugs nú þegarþútekurviö? „Amarflug er nú á tímamótum. Fé- lagiö fékk á síöasta ári leyfi til áætlunarflugs til útlanda og er nú aö hasla sér völl á þeim vettvangi. Eg hef að vísu ekki nema viðunandi rekstrar- afkomu ársins ’81 til aö byggja á og margt hefur breyst á árinu ’82. En ég tel að staða fyrirtækisins sé tiltölulega góö. Ég tel ótvírætt aö áætlunarflugiö sem tekið var upp á þessu ári takist vel eins og önnur verk hjá fyrirtækinu á undanförnum árum.” Agnar Friöriksson er eins og áöur segir fjármálastjóri Heklu hf. og tekur viö hjá Amarflugi um áramótin. Agn- ar er fæddur árið 1945, tók stúdents- próf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1965 en því næst lá leiðin í Háskóla Is- Agnar Fríðriksson tekur við starfi framkvæmdastjóra Arnarflugs um næstu áramót af Gunnari Þorvaldssyni. D V-mynd:GVA lands þar sem hann nam viðskipta- fræði. Hann lauk prófi í þeirri grein áriö 1970. Þá réöst hann til Lands- virkjunar og var skrifstofustjóri fyrir- tækisins 1973—1977. Áriö 1977 réðst hann til Heklu hf. og ári síðar varö hann framkvæmdastjóri fjármála- sviös þess fyrirtækis. Hefur hann gegnt þeirri stöðusíöan. Agnar er kvæntur Ingunni Hjalta- dóttur meinatækni og eiga þau tvö börn. | ás. OGAFTUR 007 & . Sb fcr'W ROYALE SPILAVÍTIÐ Royale spilavítið eftir lan Fleming Fyrir nokkmm árum gaf Bókaútgáf- an Hildur út bækur Ian Flemings um njósnarann James Bond, 007. James Bond hefir undanfama áratugi orðið táknmynd hetjunjósnarans og hafa sem kunnugt er veriö gerðar nokkrar kvikmyndir um hetjuna. Vinsældir Bonds voru slíkar, aö eftir að Ian Fleming dó, gerðu margir höfundar tilraunir, aö eigin fmmkvæöi eða út- gefenda, til aö endurskapa Bond. Engum slíkum „eftiröpunum” hefir þó tekist aö ná neinum vinsældum. BékaúÞ gáfan Hildur getur nú aftur út fyrstu bókina um Bond — Royale spilavítiö, en hún er af mörgum talin besta bókin umBond. Jólabingó fyrir alla fjölskylduna! fimmtudaginn 2. desember í Sigtúni kl. 20:30 SPILAÐAR VERÐA 18 UMFERÐIR - EFNT VERÐUR TIL HAPPDRÆTTIS EF EIN- HVERJIR VINNINGAR GANGA EKKI ÚT! Enainn VINNINGAR M.A.: FERÐAVINNINGAR INNANLANDS OG UTANLANDS GLÆSILEGIR VINNINGAR í FATAÚTTEKT FULLKOMIÐ MYNDSEGULBAND MATARKÖRFUR FYRIR JÓLIN HUGGULEGIR SKARTGRIPIR MYNDBÖND í TUGATALI VEGLEG HEIMILISTÆKI O.FL. O.FL. aðaanqseyrir! (húsið verður opnað kl: 19:30) JÓLABINGÓ í SIGTÚNI FIMMTUDAG 2. DES. KL. 20:30 FRAMSÓKNARFÉLAG REYKJAVfKUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.