Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1982, Blaðsíða 6
6
DV. MIÐVIKUDAGUR1. DESEMBER1982.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Ólafía Ólafsdóttir, afgreiðslumaður í ÚtiHfi, tók sór i hönd svigskíði fyrir okkur.
Skíðin sem hún heldur á kosta 3.225. Bindingarnar eru á 998. Gallinn sem hún er i
kostar2.700 og húfan 320. Skórnir kosta 1.240 og stafirnir 171 krónu.
Vanda skal til vals á skíðum:
Skíðin þurfa
að henta skíða
manninum
Sala á skíðabúnaði hvers konar
margfaldast á hverju hausti þegar
fyrstu snjókornin falla. Þá taka þeir
sem eiga búnaö hann fram og sjá að
sitthvaö þarf að endurnýja. Þeir sem
aldrei hafa eignast skíði fyllast hins
vegar löngun til að prófa. Góður
skíðabúnaður er dýr. I augu við það
verður aö horfast. Því er áríðandi að
vanda val sitt. Hér á eftir fara nokkrar
leiðbeiningar um það sem ber að hafa í
huga.
Mikilvægasta atriöið er að skíðin
henti þeim sem þau ætlar að nota.
Nýgræðingur hefur ekkert að gera við
fínustu keppnisskíði. Og það sem
meira er, það getur verið hættulegt að
kaupa slíka gripi án þess aö kunna á
þá.
I stórum dráttum má flokka skíöi í
þrennt. Keppnisskíði, skíði fyrir börn
og aðra byrjendur, og skíði sem
sameina þetta hvort tveggja. Skíöin
sem fást hér í búöum eru flest öll í
þessum þriöja flokki.
Keppnisskíðin eru þannig úr garöi
gerð aö þau fvlgja vel eftir hverri
hreyfingu líkama skíðamannsins. Því
er hægt að stýra þeim mjög ná-
k væmlega kunni maður á annað borð á
þau.
Skíði fyrir byrjendur og skíði sem
henta öllum eiga það sameiginlegt að
vera ekki eins nákvæm í viðbrögðum
við hreyfingu skíöamannsins.
Munurinn á milli þessara tveggja
flokka er hins vegar sá að á skíðum
fyrir byrjendur er oftast léttara að
beygja. En þau henta ekki eins vel á
miklum hraða og skíði sem ætluð eru
öllum hópum manna.
Hægt að spara sumt
— ekki allt
Þegar skíði eru valin er ljóst að
hægt er að velja um þau á mjög
mismunandi verði. En í sumum
tilfellum borgar sig ekki að spara. I
öðrum gerir þaö. Skíðin veröa aö vera
þannig úr garði gerð að þau þoli
fremur hrjúfa meðferð og geymslu á
sumrin. Þau veröa að þola raka og
hnjask þegar þeim er potað inn í bíl
eða upp á bílþak. Þeir sem vilja spara í
skíðakaupum ættu helst aö reyna að
gera það með því að kaupa skíöi að
vor- eöa haustlagi. Þá eru oft til
gamlar birgöir á gömlu verði. Oft eru
jafnvel haldnar útsölur á vorin og þá
verðið enn lækkaö.
Keppnisskíöi eru mun sterkari og
endingarbetri en skíði fyrir byrjendur.
Áríðandi er þegar skíöi eru keypt að
kaupa þau ekki of stutt. Sérlega á þetta
við þegar keypt eru skíöi á bömin.
Fullorðnir karlmenn þurfa yfirleitt
skíði sem eru 15—25 sentímetrum
lengri en þeir sjálfir. Konur og böm
þurfa skíði sem eru 10—20
sentímetrum lengri en þau. Fyrir mjög
litil böm, 5—6 ára, ættu skíðin að vera
ámóta löng og þau s jálf.
Skíðin þurfa að vera hæfilega
strf
Þegar skíði til svigs em lögð saman,
botn á móti botni á spennan á milli
þeirra að vera 2—2,5 sentímetrar fyrir
fullorðna. Fyrir börn á hún aö vera
minnst 1,5 sentímetri. Því meiri sem
þungi skíðamannsins er því meiri
spennu þarf í skíðin. Ef skíðamaöurinn
getur spennt skíðin saman í greip sinni
meö því að beita ýtrastu kröftum eru
líkur á því að skíðin séu passlega stíf.
Ef viður er í skíðunum er áríöandi að
gæta að því aö hann liggi allur eins og
það rétt eftir skíðunum. Ef svo er ekki
verða skíðin óstöðug í notkun. Spennan
verður líka aö vera jöfn alla leið.
Þegar búið er að fjárfesta í dýram og
fínum búnaði er áríðandi að halda
honum vel við. Pússa verður skíðin og
bera vax vel á botn þeirra. Áður en
skíðin eru smurð þarf að hreinsa vel af
þeim alla feiti og óhreinindi. Bind-
ingarnar verður að passa sérlega vel
upp á. Þær á að taka af skíðunum ár-
lega og hreinsa og smyrja. Best er að
fá einhvem í þaö verk sem reynslu
hefur því engu má skeika að allt sé rétt
gert. Aldrei á að stíga á skíðin án þess
aöathuga fyrst hvort bindingarnar séu
í lagi. Góöar bindingar era nefnilega
mikilvægari en góð skíði. Ef þið flytjið
skiðin á bílþaki þá verjiö bindingarnar
að minnsta kosti með góðum
plastpoka. Ef þær fyllast af skít getur
það hindraö þær í því að vinna sem
skyldi.
Skóna þarf að hreinsa vel og gæta
þeirra. Gangið aldrei á skíðaskóm. Þá
á ekki að setja á sig fyrr en um leið og
skíðin. Notiö passlega skó og fáiö þá
helst ekki lánaða. Lánið heldur ekki
ykkar skó, það fer mjög illa með þá.
Dýrt fyrir hverja?
Þeir sem við ræddum við í verslun-
um hér voru sammála um að yfirleitt
væri dýrasti útbúnaðurinn og sá vand-
aðasti keyptur handa föðumum á heim-
ilinu. Móðirin kæmi næst í röðinni með
miölungsútbúnaö. Þar á eftir fylgdu
börnin, oft með eitthvert drasl. Þetta
ætti hins vegar að vera alveg öfugt.
Bömin þurfa vandaðan og góðan út-
búnað ef þau eiga að ná valdi á kúnst-
inni. Það gerir minna til þótt hinir full-
orðnu sem kunna á skíðum séu á ein-
hverju sem ekki er eins vandað. Þeir
kunna fremur að bregðast rétt við en
börnin sem eru að byrja að læra.
DS/Stuðst að nokkru við grein
i norska Neytendablaöinu.
Raddir neytenda
Ljósaperur
til eyðing-
arámöl
Vigdís Stefánsdóttir hringdi:
I gamla daga fengust ljósaperur
með holum í sem í var sett efni sem
drap möl. Þessar perur voru settar
í venjuleg ljósastæði. Vinir mínir í
Englandi eiga við mikiö malar-
vandamál aö glima og langaöi mig
aö senda þeim svona perur ef þær
fengjust enn. Veit nokkur um þaö
hvar þær fást eða fengust?
Þeir sem luma kunna á ein-
hverjum upplýsingum geta haft
samband við okkur á Neytendasíð-
unni. Við höfum aldrei heyrt fyrr
talaö um svona perur svo að allar
upplýsingar væra vel þegnar.
DS
Steinunn Sigfúsdóttir, simamær i Fálkanum, var alveg tH i
það að bregða sór á gönguskíði. Skíðin kosta 3.045 og eru
eiginlega ætluð vönustu atvinnumönnum. Bindingarnar
kosta 134 og skórnir 525. Stafirnir eru á 96 krónur. Húfan
sem hún er með á höfðinu kostar 86 krónur, buxurnar eru á
430, vestið kostar 1.843 fþað er dúnfóðrað), peysan kostar
997og hanskarnir242. D V-m yndir Einar Ólason.