Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1982, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1982, Blaðsíða 19
DV. MIÐVDCUDAGUR1. DESEMBER1982. 19 Menning Menning Menning LÁTIU MÖMMU MÍNA VERA! Mömmustrákur: Guðni Kolbeinsson. Teikningar: Ragnar Lár. Vaka, Reykjavik, 1982 Guöna Kolbeinsson þarf ekki að kynna fyrir íslenskum lesendum, hann er aö góöu kunnur bæði úr út- varpi og sjónvarpi sem íslenskumað- ur, þýöandi og upplesari. Fyrir skömmu haslaöi hann sér völl meöal rithöfunda og sendi frá sér sína fyrstu bók, Mömmustrák, sem hann ætlar undum lesendum. Mömmustrákur fjallar um lítinn lausaleiksdreng, Helga, og hefst sag- an að sumarlagi þar sem hann dvel- ur í sveit ásamt mömmu sinni, Huldu. Meirihluti sögunnar gerist svo veturinn eftir í Keflavík en þar dvelja mæðginin lengst af hjá afa og ömmu Helga eða allt þar til þáttaskil veröa í lifi þeirra vegna þess aö Hulda giftir sig og stofnar eigiö heimili. Samband mæðginanna er mjög náið og greinilegt er aö móðirin hefur veriö syni sínum eftirlát. Þaö veröa því mikil viöbrigöi fyrir drenginn þegar hann situr ekki lengur einn aö henni og ég tala nú ekki um þegar nýtt bam kemur til sögunnar. Heigi, sem hingaö til hefur deilt rúmi með móöur sinni og haft athygli hennar og umhyggju óskipta, er nú settur til hliðar og verður að sofa einn í her- bergi. Lýsing höfundar á því þegar drengurinn vaknar í fyrsta skipti einn segir töluvert mikið: „Þaö var ennþá myrkur þegar ég vaknaöi. Ég þreifaöi eftir mömmu en fann hana ekki. öörum megin var veggurinn, en hinummegin ekkert.” (97) Frásagnartækni og rauðir þræðir Frásagnartækni Guöna einkennist af frekar knöppum lýsingum enda er sjónarhorniö hjá drengnum og sagan öll fyrstupersónufrásögn hans. Helgi er miðpunktur sem lífið snýst um, kominn nýrpabbi ognýr litli bróðir. Teikning: RagnarLár. við fáum sjóndeildarhring hans lán- aðan og verðum samferöa honum annaö slagiö um það bil eitt ár. Því eru kringumstæður aldrei skil- Bókmenntir Hildur Hermóðsdóttir greindar eða útskýrðar meira en at- buröirnir séöir meö barnsaugum gefa tilefni til og er þaö vel. Rauðir þræðir í sögunni eru eigin- lega tveir. Annar er barátta Helga um yfirráðarétt yfir móðurinni, sú barátta er hörö og er ekki séð fyrir endann á henni í sögulok en viö vit- um að hann á hana aldrei framar einn. Hinn er svo pabbaleysiö. Drengurinn hefur aldrei séö fööur- sinn og þráir hann ákaft. Hann veit aö hann býr í Reykjavík og þegar mæðginin dvelja þar skimar hann á óliklegustu stööum eftir hugsanleg- um fööur (líkt og Ásgeir Hansen gerir í trílógíu Stefáns Jónssonar). Vandamál Helga ráöa samt ekki ríkjum í sögunni heldur er mikilvæg- ust frásögnin af daglegu lífi sem ýmist vekur gleði eöa sorg eins og hjá öllum krökkum. Mesta gleði Helga er aö eignast bil og stærsta áfallið einn daginn er að detta i vatn en annan daginn að missa einkarétt- inn á mömmu. I sögulok eru horfur á því aö drengurinn hafi eignast ágætis pabba sem geti komið í staöinn fyrir þann sem á heima í Reykjavík svo þaö veröur líklega uppbót á aö eiga mömmu ekki lengur aleinn. Frásögnin er mjög einlæg og hlý. Mál er einfalt og eölilegt eins og vera ber því frásögnin er barnsins, þó er þaö fallegt en hispurslaust og laust viö alla tilgerð. „Ætlarðu að drepa hana mömmu mína, helvítið þitt.” (11) Blærinn á sögunni er léttur og gamansamur og persónur hennar líf- legar, sérstaklega HelgL Umfram allt er þetta rammislensk saga, bæöi efni, umhverfi og aöstæö- ur allar. Því getum viö auöveldlega sett okkur í spor Helga eins og til er ætlast með þessu frásagnarformL En þó aö ég sé vel sátt viö Helga litla þá er ég ekki alveg sátt viö sum- ar teikningarnar af honum, þær heföu þurft aö vera líflegri. HH Gott að vita af ídu Svona er hún ída: Maud Reuterswárd Þýðing: Jóhanna Sveinsdóttir Teikningar: Tord Nygren Viöbrögð fullorðna fólksins þegar Ida litla fæöist eru misjöfn, hjá pabb- anum vekur litli kroppurinn ljúfa endurminningu um ljósrauða sápu, ömmu finnst hún líkjast gómsætu konfekti en afa minnir hún á ljúffengan líkjör. Þaö eru bara við- brögð mömmunar sem eru öðruvísi: „Litli ánamaökurinn minn,” segir hún, „ ertu nú skriöinn fram í dags- 1 jósiö? ” En hægt er að hugga sig meö því að fljótlega verður Ida bara hún Ida og þegar líður á bókina höfum viö komist að raun um aö hún er skemmtilega skringileg stelpa. Saga Idu hefst annars í rauninni ekki fýrr en hún er um það bil sex ára og farin aö glíma viö vandamál tilverunnar. Þau eru margvísleg, viðfangsefnin sem hún velur sér, enda kynnist maöur best heiminum af eigin reynslu. Meöal þess sem hún reynir er aö þegja heilan dag, hjúkra sjúklingi, læra að blístra, dansa bailett og hún gerir líka tilraun til aö upplifa ástina þó ung sé. Ida er alls órög við að brjóta málin til mergjar og þaö er fátt sem henni dettur ekki i hug aö prófa. Ekki tekst þó allt jafnvel hjá Idu og hún kemst aö því aö lífið er ekki eintómur dans á rósum, því er sagan sönn og eðiileg þó að engin stórvandamál verði á veginum sem betur fer. Góður kostur við bókina er aö í til- veru Idu er strikaö yfir þaö sem kallað er kynslóðabil og bestu félagar hennar eru afi og fóstri á leikskólanum. Ida á ekki við nein vandamál aö stríöa gagnvart jafn- öldrum sínum, þaö er ekki þess vegna sem karlamir eru góðir félagar, tilvera barna og fullorðinna fellur einfaldlega saman á eðli- legan hátt. Maud Reuterswárd er kunnur bamabókarhöfundur í Svíþjóð sem viö kynnumst í fyrsta sinn hér á landi. Þó aö bók hennar, Svona er hún Ida, segi engan nýjan sannleik þá er f rásögnin hlý og skemmtileg og Ida er kostuleg persóna. Hún er stjómsöm hress og afar hugmynda- rík stelpa og ýmist hláturmild eða ólundarleg, góð eða ósanngjörn, þögul eöa masgefin, allt eftir því hvernig stendur á, alveg eins og viö sjálf og þess vegna er gott að kynn- ast henni. Þetta er góð bók til aö lesa upp- hátt fyrir unga krakka og ágtett letur á henni fyrir krakka sem eru nýlega oröin læs. Þýðing bókarinnar er lipur og hana prýöa nokkrar ágætar teikn- ingar. HH SOPHIA klassísk fegurdnýtt ilmvatn frá DALFELL HEILDVESUJN IjVUGAVEGI 116 SlMl 23099 SÖGUM fyrir gluggum og hurðum gegnum járnbenta steinsteypu Hagkvæmasta lausnin er að fá okkur til þess að saga fyrir gluggum og hurðum gegnum járnbenta steinsteypu. Við vinnum með fullkomnustu tækjum og bjóðum því lægra verð. Við gerum tilboð yður að kostnaðarlausu. Tökum að okkur verk um allt land. Ryklaust — Hagkvæmt — Fljótvirkt. DEMANTSÖGUN stom byggingaþjónusta simi 83499 Ólafur Kr. Sigurðsson hf., Suðurlandsbraut 6. Nú fer hver að verða síðastur Auglýsendur! Hin sívinsæia og myndarlega JÓLAGJAFAHANDBÓK kemur út í byrjun desember. Þeir auglýsendur sem áhuga hafa á ad aug- lýsa í Jólagjafahandbókinni vinsamlegast hafi samband við auglýsingadeild DV Síðumúla 33, Reykjavík, eða í símum 82260 eða 27022 milli kl. 9 og 17.30 virka daga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.