Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1982, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1982, Blaðsíða 7
DV. FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER1982. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Bakararnir Jón Víglundsson, Einar Einarsson og Guömundur Hlynur Guömundsson virða fyrir sér nýju sultuna sem framleidd er í Sultu- og efnagerö bakara. Fremstá myndinni eru sultur i neytendaumbúðum (500 g) semseldar eru í bakaríum. ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA: Sultur úr nýjum fersk- um ávöxtum Sultu- og efnagerö bakara sf. hefur veriö starfrækt síöan áriö 1939. Frá upphafi hefur framleiösla fyrirtækisins verið eingöngu ýmis hjálparefni fyrir bakara. 1 síöustu viku var boöaö til blaða- mannafundar í húsakynnum efna- gerðarinnar og þar kynnt ný fram- leiösla sem er sulta bæöi fyrir bakara og neytendur. Sultugerö hefur frá upphafi verið stór þáttur framleiðslunnar og elstu menn í bakarastéttinni muna er rabar- barasulta var fyrst soöin í þvotta- potti í litlu húsnæði viö Grettisgötu. Margt hefur breyst síöan. Líklega er stærsta breytingin í sultufram- leiöslu sú er gerö var siðastliöið sumar. Bakarar keyptu nýjar vél- ar til framleiöslunnar og horfið var frá því aö framleiða sultu úr ávaxtavökva og hafin þess í staö framleiðsla úr ferskum ávöxtum. Sem fyrr er hér verið aö hugsa um hagsmuni bakara, aö þeir fái vörur úr besta fáanlega hráefni. En einn- ig hefur sú nýbreytni veriö tekin upp aö selja sultu í neytendaum- búöum í bakaríum. Aðeins tvær sultutegundir eru komnar á markaöinn fyrir neytendur en það eru sólberja- og jaröarberjasultur. Plastaskjan (500 grömm) kostar nitján krónur af sólberjasultu og tuttugu og sjö krónur af jaröar- berjasultu með heilum jaröarberj- um. Þetta er aöeins byrjunin, og sögöu forráðamenn Sultu- og efna- gerðar bakara á blaöamannafund- inum aö vonir stæöu til aö flestar tegundir sultu, sem þeir framleiöa, fari síðar á markaö í neytenda- umbúðum. Þær tvær tegundir sem nú eru seldar í bakarium eru í plastöskj- um og á lokmiða er getið um inni- hald og geymslutíma vörunnar, en hann er sagður vera eitt og hálft ár. Þó vantar þar pökkunardag — en þaö mun standa til að bæta úr því. I fyrirtækinu eru framleiddar margar sultutegundir ætlaðar fyrir bakara, hótel, í heimabakstur og sem viöbit meö steikinni. Og sultumar frá bökumnum standast bragðlaukapróf — og samanburö viö sambærilega erlenda ^öruteg- und. Sultumar nota bakararnir í sparibaksturinn. I kökunum og vinarbrauðunum á bakkanum til vinstri á myndinni er svokölliið „bakföst” sulta sem rennur ekki til í bakstri eða verður seig. DV-myndir: GVA. IIT SJÓNVÖRP GÓÐ? BETRI? BEST? EIGENDUR ITT SJÓNVARPSTÆKJA ERU EKKI í VAFA. VIÐ ERUM ÞAD EKKI HELDUR. VILT PÖ SANN- FÆRAST? iiost? SJÓNVARPSDEILD SKEPHOLTI 7 - SÍMAfi 20080 & 26800 Nú geturðu virkilega látið verða af því að fá þér skemmtilega stereo-samstæðu á hagstæöu veröi og fínum kjörum. Þessi glæsilega samstæöa kostar aðeins 11.950.- án hátalara. Meö Dantax WHT 60 40 watta hátölurum kostar hún kr. 13.035.-. — Athugið aö skápurinn fylgir með. Viö bjóðum þér fín kjör til jóla. Útborgun kr. 4.000.- og eftirstöðar til 5—6 mánaöa. Viö eigum geysilegt úrval samstæða frá kr. 9.755.-- 45.200,- á úrvalskjörum. — Lítiö viö þaö borgar sig. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Bergstaöastræti 10 A Sími 16995 Jólaglaðningur -ÞG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.