Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1982, Blaðsíða 44
44
DV. FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER1982.
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
Laufabrauð
Baldur
Hermannsson
Jó/in voru dýrdardagar i lifi rikra og snauðra og þá var við hæfi að k/æðast
sinu skásta. Myndin sýnir pruðbúna rikiskonu á 18. ö/d ásamt dóttur sinni.
r
„Jólin á Brekku voru í samræmi við
allt annað þar. Þau voru í garnla stíln-
um. Þaö voru kjötjól og kertajól,
laufabrauösjól, magálajól, bringu-
kollajól og brennivínsjól.” Þannig far-
ast skáldinu Jóni Trausta orð er hann
lýsir íslenskum jólum að gömlum og
góöum sið. „Bryddir skór” heitir sag-
an og þótt hún sé afar látlaus í sniðum
þá býr hún yfir mörgu ef að er hugað —
þar er fátæktin, vinnuharkan og um-
komuleysiö, stéttahrokinn, öfund og
beiskja en einnig ást og hlýja, fórnfýsi
og andblær nýrrar menntunar og
menningar.
Jólin voru hér áður fyrr eins konar
volgur reitur í köldum hjörtum Islend-
inga. Þessi klæðlitla, vannærða af
Dönum barða þjóð smaug um stund
inn í vonarhýran töfraheim, þar sem
alúð og nærgætni umléku menn og
skepnur. Jólasiðirnir voru ótal margir
og hver kynslóð rækti þá með um-
hyggju. Vmiskonar hnossgæti var á
boröum, þar á meðal laufabrauðiö.
Gómsætt og f agurlega útskorið bar þaö
yfirbragð auðs og allsnægta og það
fylgdi því einhver keimur fyrri alda,
þegar þjóðin var ennþá frjáls og bjó
við sæmileg efni.
„Eitt sauðarrif og hálfur magáll var
látið á hvern disk handa fullorðnum
karlmönnum, ásamt vænni hangikets-
hnútu og álitlegum pottbrauðsbita og
smjörkleggja. Utan með voru lögð tvö
digur tólgarkerti. Ofan á þetta allt
saman var staflaö heilum kökum af
faguriega útskornu laufabrauði, tólf
handa vinnumanni, átta handa vinnu-
konu. Það þurfti ekki lítið lag til að
koma þessu öllu fyrir á einum diski, og
ennþá meira vandaverk var þó að bera
diskinn með öllu saman framan úr búri
og inn í baðstofu, svo að sælgætið
hryndi ekki niður og færi í hundana.
Vinnukonurnar báru tvo diska í einu og
létu hverja hurö standa opna fyrir sér,
svo að ekkert hindraði þær. Laufa-
brauðsstaflarnir tóku þeim upp fyrir
höfuð.”
Því miður stóðu sæludagar jólanna
alltof stutt við. Veruleikinn ruddi þeim
önugur til hliðar og nýárið kom með
hungur og kulda, rætni og harðýðgi
kúgaörar þjóöar.
Þegar að því rak aö íslendingar end-
urheimtu manndóm sinn úr höndum
kúgaranna og efldust að veraldargæð-
um þá týndu þeir innileika jólahalds-
ins. Hann barst á braut með flaumi
gjafa og glingurs. En lengi lifir í göml-
um glæöum og nú sýnir það sig að hin
fomu minni lifa enn í brjósti þ jóðarinn-
ar því að laufabrauðið er á leiðinni til
okkar aftur — tæplega 600 manns, böm
og foreldrar og kennarar, komu saman
í Breiðholtsskóla um síðustu helgi til
þessaðskera útogbakalaufabrauö!
,,Mér finnst þetta sniðug
skemmtun, " sagði Svavar Sigurðs-
son, 7 ára gamaii og bráðum 8, sem
sat þarna igóðu yfiriætiásamt syst-
ur sinni Ernu og móður sinni
Guðrúnu. „Ég er búinn að borða 3
kökur og þær voru aiiar góðar, sér-
stak/ega sú fyrsta. En /aufabrauðið
hennar ömmu — Það er svo gott að
ég get borðað 10 stykki eins og ekk-
ert sé."
— Býr ekki mamma þin tii iaufa-
brauð?
,,Jú sko, við förum alltaf til henn-
ar ömmu fyrirjólin og hjálpumst ÖH
að nema pabbi. Hann býr bara ti/
súkkulaðibita og smákökur en ég
geri allt skrautið á kökurnar. "
— Hvað heitir hún amma þin?
„Hún heitir Erna og sem betur fer
á hún heima i Reykjavik eins og
ég."
— Geturðu hugsað þér jól án
laufabrauðs?
,, fílei!"
Tólf laufabrauðskökur handa vinnumanni, átta handa vinnukonu var
skammturinn af þessum jólaglaðningi á Brekku, eftir lýsingu Jóns
Trausta. Vinnukonurnar báru tvo diska i einu og staflarnir tóku þeim upp
fyrir höfuð, en Kristín litla Guðmundsdóttir er hæstánægð með þessar
fimm kökur sem hún er búin að skera út og steikja. Hún er 10 ára gömul.
Þvi miður gátu pabbi og mamma ekki komið með i laufabrauðsfagnaðinn i
Breiðholtsskóla þvi þau voru upptekin og þess vegna ætlar Kristin aðeins
að borða eina kökuna sjálf, hinar eiga þau að fá um kvöldið!
„Já, mér finnst þetta góð skemmtun" segir Kristin, „en alltaf fyrir
jólin erum við vön að fara til hennar ömmu minnar og baka fullt af laufa-
brauði, það er á annað hundrað kökur. Við erum að frá hádegi fram að
kvöldmat. Hún amma min á heima i vesturbænum og heitir Valgerður. Jól
án laufabrauðs? Já, kannski, en þá vantar samt eitthvað, " sagði Kristin og
labbaði burt með laufabrauðsstaflann sinn.
■ r ■ ■ r
jolm i
Breið-
holtinu
Breiðholtið tilheyrir Reykjavíkur- hlýjum bjarma yfir dagana og
borg og hlítir forsjá sömu yfirvalda kannski verður ekki betur komið
en í rauninni er það sérstakur bær, 0rðum að máUnu en hún Kristín litla
sá nasst stærsti á landinu með nærri Guðmundsdóttir gerir annars staðar
25.000 íbúa. I Breiðholti vora fyrstu f opnunni: það er svo sem hægt að
myndbandakerfin sett á laggimar í halda jól án laufabrauðs, en þá vant-
trássi viö úreltar reglur og lagasetn- ar samt eitthvað.
ingar og þó að bæjarhverfin séu mis-
jöfn að gerð og þokka þá eiga þau Foreldrafélaj Breiöholtsskóla
sammerkt aö þar byggja að mestum beitti sér fyrir veglegum laufa-
hluta ungar fjölskyldur, þróttmikið brauösfagnaði um síðustu helgi og
vinnusamt fólk sem tileinkar sér í þátttakan var með hreinum ólíkind-
ríkum mæli þær nýjungar sem tækni um. Á sjötta hundrað karla, kvenna
og verslun bjóða þeim upp á. En og barna komu þar aövifandi og bök-
tækni og velmegun er víst manninum uðu laufabrauð allt hvað af tók. Litlu
ekki allskostar nóg eins og við höfum andlitin ljómuöu af glaðværð og
margsinnis fengið að heyra. Þó að þakklæti því fátt er það sem hrærir
glysvarningur nútimans sé góður og litlu hjörtun eins innilega og einmitt
fæstir vildu án vera þá eru gömlu það að fá að eignast hlut í arfleifö
góðu siðvenjurnar okkur einnig forfeðranna og rækja gamla siði með
mikils virði. Þær stafa eins konar foreldrumsínum.