Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1982, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1982, Blaðsíða 26
26 DV. FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER1982. LAUSSTAÐA Hafnamálastofnun ríkisins óskar aö ráða viöskiptafræöing. Verkefni: bókhald, endur- skoöun og kostnaöareftirlit. Umsóknarfrestur til 10. des. Hafnamálastofnun ríkisins, Seljavegi 32, sími 27733. í safnadar/ieiniili Búslcidakirkju í kcöld, finimludaginn 9. des., kl. 20.30. Geslur fundarins: Sr. Árni Pálsson. Kctffi og med því — bögglauppbod og g/nislegl f leira lil skeninilunar. Eigum fyrírliggjandiá COLTbíla: Krómaðar toppgrindur fyrir skíöi og þ.h. Mottusett. Merktar aurhlífar, aftan og framan. Spoiler, svartan aftan á kistulok. Spoiler, svartan undir framstuðara. Sendum ípóstkröfu. fssó; NESTI TRYGGVABRAUT 14 Pantanasími 96-21365 og 96-25075. Akureyri. Adeins 316,00.- Er þetta ekki rétta jóla- gjöfin? ^l. Pálmason hf. ÁRMÚLA 36, S. 82466 Hljómsveit Þorsteins Magnússonar var ein þeirra sveita sem fram kom á maraþontónieikunum i Tónabæ sem hófust um helgina. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Jakob S. Magnússon, bróðir Þorsteins, Þorsteinn og Pétur Hjaltested. Músíktilraunir ’82 í Tónábæ: LIFANDI 1 ENNING Þaö virðist ekkert lát vera á tónlist- arsprengingunni sem fór af staö meðal ungs fólks hér á landi um og upp úr 1980. Hvarvetna eru menn í bílskúrum og skólum og spila og spila. Aö undan- förnu hefur afrakstur allrar þessarar spilamennsku komið fram á músík- tilraunum SATT í Tónabæ. Þar hafa komið fram og munu koma fram hvorki meira né minna en 22 nýjar hljómsveitir, allar með frumsamið efni og flestar skipaöar fólki á aldrinum 14—20 ára. Tónleikarnir 2. desember voru fjörugustu tónleikarnir til þessa. Þar komu fram 6 hljómsveitir sem eru góður þverskurður af því sem er aö gerast í tónlistarmálum unga fólksins í dag. Fyrstir voru Medium frá Sauðár- króki. Sú hljómsveit er nýstofnuð, aðeins tveggja mánaða gömul en hefur þegar náö langt. Þeir spila þétt popp- rokk og gefa jafnöldum sínum á höfuðborgarsvæðinu ekkert eftir. Þeir sögðust vera komnir til að bera sig saman við aðrar hljómsveitir. Hið eina sem þeir hefðu á Sauðárkróki væri hljómsveit Geirmundar Valtýssonar. Á eftir þeim spilaöi Trúöurinn sem er úr Hagaskóla og er skipuö 15 ára drengjum. Þeh- spila pönk af þyngrí gerðinni, eiginlega þróað pönk af ógnarlegum krafti og fjöri. Mér fannst þessi hljómsveit vera sú næstbesta á kvöldinu og er illa svikinn ef ekki á eftir aö hey rast meira f rá henni í f ram- tíðinni. Þriðja hljómxveitin hét Utrás. Hún er úr Kópavogi að mestu og spilar þungarokk sem enn virðist njóta mikilla vinsælda hér á landi eftir 12 ár. Þeir Utrásarmenn þurfa að bæta sig og æfa meira til aö ná tökum á því sem þeir eru að gera. Hljóðfæraleikararnir viröast hver fyrir sig vera sæmilegir, en þeir þurfa að ná betur saman. Garöabæjarhljómsveitin Signaltus var næst á dagskrá. Sú hljómsveit rekur áhrif sín til eldri hljómsveita en flestar hinna. Þeir félagar eru góöir hljóðfæraleikarar og hafa nokkuð sér- stakan stíl. Þeir eru ekki beinlínis fjörug hljómsveit og lög þeirra voru sum nokkuð langdregin. Þó veröur aö telja að þeir geti átt framtíöina fyrir sér ef þeir halda sig við efnið. Síðustu tvær hljómsveitirnar vöktu mesta eftirtekt þetta kvöld. Dans- hljómsveit Reykjavíkur og nágrennis, DRON, spilar geysiskemmtilegt dans- rokk. Þeir hafa lag á að koma fólki í gott skap og ósjálfrátt fara fætur manns af staö. Hljómsveitin er frá Kópavogi, en þar hefur verið fjörugt tónlistarlíf í kjölfar vinsælda Fræbblanna. Greinilegt er að meðlimir DRON eru farnir að kunna ýmislegt fyrir sér og þeir voru besta sveit kvöldsins að mínum dómi og annarra. Á eftir þeim lék Centaur. Þaö er þungarokkshljómsveit sem hefur náð góöum tökum á þeirri tónlistarstefnu. Söngvarinn er mjög góður. Centaur ætti aö geta náð vinsældum, kannski þegar búin að ná vinsældum, en tónlistin sem þeir spila er oröin einum of gömul fyrir minn smekk. Áhorfendur greiddu atkvæði um bestu hljómsveitirnar og voru þau talin á meðan besta hljómsveit landsins, Þeyr, spilaöi nokkur lög. Ur- slit urðu þau að DRON sigraði eins og búast mátti við, Centaur varö í öðru sæti, Signaltus í þriðja, Trúðurinn í f jóröa sæti, Medium í fimmta og Utrás rak lestina. Tvær efstu hljóm- sveitirnar taka síöan þátt í úrslita- keppninni þann 12. desember ásamt sigurvegurunum frá hinum kvöldunum. Líklegt er að með öðrum eins áhuga og kom þarna fram verði Islendingar búnir að eignast nokkrar frábærar hljómsveitir eftir svosem tvö-þrjú ár. Þá verður rokktónlist útflutningsvara. -ÁDJ. Togarasaga Guðmundar Halldórs er sannkölluð sjómannabók Guðm. J. Guðmundsson Jónas Guðmundsson Saga Guðmundar Halldórs togaramanns nær yfir langa ævi, allt frá að búa í steinbyrgjum og róa áraskipum fyrir aldamót, til hnoðaðra járnskipa. Jónas Guðmundsson nær ótrúlega góðu sambandi við þennan tröllvaxna karakter. Viðtal Jónasar við Guðmund J. Guðmundsson son hans, er hreint gull. Þar lýsir Guðmundur heimilis- föðurnum Guðmundi Halldóri, Verka- mannabústöðunum gömlu, kjörum alþýðumannsins og daglegu lífi hans. og brimsölt ' JÍítitA S &S 0 TOGARAMAOURiNN t.UOMÞNDUR HAitÖÖR og sonor x*»s ouówusíOu* i ?0{j Bókaútgáfan Hildur Skemmuvegi 36 Kópavogi Símar: 76700 - 43880

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.