Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1982, Blaðsíða 22
22
DV. FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER1982.
Menning Menning Menning Menning
Lífsflótti í
dagdraumum
Auður Haralds: Flest erum við froskar ileit að öðrum froskum.
Auður Haralds:
Hlustið þér á Mozart?
Ævintýri fyrir rosknar vonsviknar konur og
eldri menn.
Iðunn 1982.
Skáldsaga Auöar Haralds fjallar
um dag í lífi húsmóöur á fertugs-
aldri, Lovísu Jónsdóttur að nafni,
drauma hennar og veruleika. Hún er
gift hrútleiöinlegum heildsala, Þor-
steini Þorsteinssyni, sem einnig
kemur viö sögu og býr í Laugarásn-
um.
Morgun einn vaknar hún til einsk-
is. Hún er búin aö ala upp manninn
og börnin, aö vísu meö litlum
árangri, og á um fátt annað aö velja
en liggja kyrr í rúminu, raöa blóm-
unum enn á ný eöa skokka allsber og
æöaslitin útum holt og hóla. í staö
þess aö taka síðastnefnda kosinn hef-
ur hún endaskipti á veruleikanum og
dreymir spennu og tilgang inn í líf
sitt. Þannig reynir hún aö verjast
þeim tómleika sem rís af aö-
geröaleysinu.
Er þetta þá ein skýrslan í viöbót
um kvennaraunir? Aö sumu leyti —
en Auði tekst þó blessunarlega aö
sveigja hjá helstu ókostum slíkra
bókmennta: vandlætingu og nöldri,
drapandi sjálfsaumkun eöa sjálfs-
ásökun og ofureinföldum linum. Og
það er ekkert lítiö afrek út af fyrir
sig. Henni tekst meira aö segja aö
skrifa skáldverk — kannski þaö
fyrsta! Hér má sjá viöleitni til aö
skapa og flétta, túlka og byggja upp;
áður lét Auður sér nægja að vaöa elg-
inn — og þótti mörgum gott.
Er Auður Haralds
froskur?
Efnisþráöur skáldsögunnar á aö
sögn Auöar ætt að rekja til texta sem
Dr. Hook and the Medicin Show
gerðu frægan: „The Ballad of Lucy
Jordan”. Hann fjallar um konu sem
á miðjum aldri uppgötvar aö prins-
inn á hvíta sportbílnum mun aldrei
koma, aö ævintýrið sv glataö í hvers-
dagsleikanum. Samt galdrardraum-
urinn sig inná hana aö nýju í and-
stööu viö alla skynsemi og hún sér
Frelsarann nálgast á tryllitækinu.
Um þessa misvísun óskar og veru-
leika fjallar sagan. Auöur tileinkar
hana „okkur öllum sem vitum aö
handan viö næstu hæð eöa þarnæstu
er hvítur sportbíll sem stefnir í átt til
okkar á ofsahraða. Undir stýri er
risastór grænn froskur með hvítan
silkiklút um hálsinn” (5). í loka-
klausum bókarinnar kemur í ljós aö
froskurinn er enginn annar en sá
Bókmenntir
Matthías Viðar
Sæmundsson
draumsnauöi Þorsteinn og konan
sjálf Soffía Lóren (183).
Draumastand Lovísu ersvo sem
ekkert sérstakt því flest ei um viö
froskar í leit aö óörum froskum þeg-
ar allt kemur til alls. Ætli þeir séu
ekki fáir sem aldrei óska sér inní
annan veruleika. Á sína vísu er
Lovísa ímynd okkar eigin sálarlífs
hvort sem viö viðurkennum það eöa
ekki. Hún er ein af þessum milljón
donkíkótum sem viö sjáum í sjálfum
okkurog öörum.
„ Þaö veröa allir aö eiga sér draum,
þaö er ekki hægt aö lifa án þeirra. Af
hverju heldurðu aö gyöingarnir í
fangabúðunum hafi ekki framiö
sjálfsmorð? Þeir vissu aö allt þrek
yröi pínt út úr þeim og síöan yrði
þeim kastað eins og úrgangi. Vegna
þess aö þá dreymdi um hiö ómögu-
lega.” (133).
Enginn getur haldið geöheilsu til
lengdar nema hann sé léttgeggj-
aöur! Ég tel þessa almennu skírskot-
un bókinni til gildis. Hún tekur á al-
mennum vanda lífslyginni, en dettur
ekki inní sjálfa sig. Lovísa er mann-
eskja sem ekki getur afboriö líf sitt:
„Ég get ekki alltaf veriö bara ég.”
(133) Þar af leiðandi flýr hún — eins
og aörir, hver meö sínum hætti — og
reynir þannig aö fylla sína galtómu
og steindauöu tilveru.
Fantasía og
veruleiki
Sagan á sér aö mestu leyti stað inní
hausnum á Lovísu sem innlimar
veruleikann meö ketti og mús eins og
ekkert sé. Draumarnir veröa ljóslif-
andi: húsið breytist í umsetna borg,
fyrir utan gluggann ilma evkalyptus-
tré í námunda við Alexander mikla
og menn hans, Robert Redford og
Mae West fjölmenna á rúmstokkinn
og löngu dauð móöir líkamnast í
fataskápnum, o.s.frv. En ööru hvoru
étur veruleikinn sig inní Lovísu og
draumahallirnar hrynja útí virkan
daginn.
Hætt er viö aö fléttingur á borö viö
þennan gliöni í sundur sé ekki vel á
spööum haldið en yfirleitt sýnist mér
Auöi takast sæmilega upp. Fjörugt
ímyndunarafl hennar nýtur sín vel á
þessum leiöum og margar lýsingarn-
ar eru mjög skemmtilegar. Samt
veldur skáldsagan ekki sjálfri sér
þegar á allt er litiö. Orsökina er aö
finna í stílnum aö mínu áliti.
Kaldhæðni
eða aulafyndni
I bók sinni slær Auöur bæöi á
strengi alvöru og léttúöar.
Grunntónninn er harmleikur
manneskju sem ekki fær óskir sínar
uppfylltar og dregur sig í hlé frá
veruleikanum. Margir höfundar
hafa áöur túlkaö sh'ka misvísun
óskar og reyndar meö ýmiskonar
hætti. Upp á síðkastið hafa æ fleiri
mætt henni meö kaldhæðni, íroníu —
og þannig sigrast á bölmóöi og fá-
nýtu örvæntingarambri. Þessi aö-
ferö krefst bæöi innsæis og stílgáfu
því íronían felst í jafnvægislist
draums og raunsærrar veruleika-
kenndar. Samhljómur þeirra og tog-
streita veröa að gegnsýra öll stig
skáldverksins frá málsgrein til
heildarbyggingar. Að öðrum kosti er
þaö misheppnað, vísun þess klofin í
tvær andstæöar áttir.
Einmitt þaö gerist í bók Auðar.
Hún vinnur úr íronísku efni meö
glannalegum hætti oft á tíðum,
gálgahúmorinn leysist upp í
meiningarlitla aulafyndni og oröa-
leiki sem litlu ljósi varpa á efniö. Því
marki er til dæmis lýsingin á Mussju
Chalin brennd. Sá óhrjálegi Frans-
maður á aö vera andstæöa Drauma-
prinsins en uppskrúfaöur húmor
gjöreyöileggur persónuna. Lýsingin
verður óraunhæf og missir marks
sem íronísk „hliöstæða” við draum-
órana. Þetta er enn verra fyrir þá
sök aö frásögnin er alls ekki alltaf
bundin viösjónarhom Lovísu.
Mér sýnist Auður hafa metnaö til
aö tvinna saman háska og gáska í
þessu verki en oft er manni næst aö
halda aö skopiö sé markmið en ekki
aöferö til aö leiða í ljós. Þetta veldur
því aö allan mátt dregur úr þeim
hugmyndum sem er uppistaða
verksins.
Hlustiö þér á Mozart? er aö ýmsu
leyti athyglisvert verk sem brýtur í
bága viö þá tísku sem ríkt hefur hér-
lendis í skáldsagnaritun undanfarin
ár. Það vitnar um aö ímyndunarafliö
er á ný aö hef jast til vegs. En um leið
einkennist þaö af takmörkunum
margra samtíðarhöfunda: agalaus-
um stíl og grunnfærinni úrvinnslu
hugmyndar. MVS
Fdda Erlendsdóttir pianóleikari: Bæði heimamaður og gestur.
Pólitískur portrettkonsert
Tónleikar Sinfónkihljómsveitar íslands í
Háskólabíói 2. desember.
Stjórnandi: Leif Segerstam.
Einleikarar: Alexandra Bachtiar og Edda
Erlendsdóttir.
Efnisskrá: Leif Segerstam: Orchestral Diary
Sheet nr. 11a; Ludwig van Beethoven: Píanó-
konsert í B-dúr, op. 19; Jean Sibelius: Sinfónía
nr. 4 í a-moll, op. 63.
Leif Segerstam er einn af þessum
ungu hljómsveitarstjórum og tón-
skáldum sem allt viröist leika í
höndunum á og rauði dregillinn er
breiddur fyrir viö helstu tónlistar-
stofnanir ótal landa. Þaö segir sig
sjálft aö í þá aöstööu komast menn
einungis fyrir verðleika sakir því
samkeppnin í tónlistarheiminum er
hörö — harðari en nokkru sinni.
Varla nógu
heimsfrægur?
En Leif Segerstam er aö líkindum
ekki nógu heimsfrægur á íslandi til
að fylla tónleikahús okkar svo aö út
úr flói. Kannski er í þessum efnum
viö okkur músíkskríbentana aö
sakast, að vera ekki nógu iðnir viö aö
innræta fólki „rétt álit á réttum
mönnum fyrirfram”. En hvaö um
þaö — aö fá Leif Segerstam hingaö
var happafengur í ýmsum skilningi.
I fyrsta lagi er þaö fengur aö fá
hingað svo frábæran stjórnanda, í
öðru lagi túlkun hans á landa sínum,
Sibeliusi, í þriöja lagi aö fá aö heyra
tónverk, svo aö segja blautt úr hans
penna, í f jóröa lagi, aö viö að hlýöa á
hans vel saman setta verk, fá að
gera samanburð viö okkar eigin
músík, sannfærast enn einu sinni um
að hún þoli mætavel samanburö viö
þaö sem merkilegt þykir í tónsköpun
annars staöar í heiminum.
Fjarstæðurnar fullkomnaðar
Einleikari í konsert Segerstams
var sú mæta kona, Alexandra
Bachtiar. Hún er snillingur á sitt
hljóöfæri og leikmáti hennar og tónn
er af þeirri geröinni sem smýgur í
gegnum merg og bein. Sumum finnst
þaö óþægilegt, en þannig leikur knýr
til hlustunar og lætur engan afskipta-
lausan. Nafni hennar kynntist maöur
á námsárunum í Vín. Þar héngu
jafnan uppi auglýsingar um stööur
viö Akademíuna sem hún stofnaði í
Kabúl. Það vantaöi aðeins
auglýsingu frá Islandi við hliðina á
til að fjarstæöurnar yröu
fullkomnaðar í augum Miöevrópu-
búa.
Tónlist
Eyjólfur Melsted
Spennan
innan f rá
Edda Erlendsdóttir, sem nú fær aö
reyna þá sérstööu aö vera bæöi
aðkomumaður og heimamaður, lék
Annan Beethoven ákaflega blátt
áfram. Spennan í leik hennar kemur
innan frá, úr verkinu sjálfu. Hún féll
ekki í þá freistni, sem margir
píanistar hafa fallið í, að hlaöa ofan á
leikinn til að hann hljóti jöfnuð á viö
seinni konsertana. Edda er nógu
þroskaður listamaöur til aö þora aö
láta verkiö standa fyrir sínu þótt
höfundurinn hafi gert aöra hluti
tilkomumeiri.
Betri en
vænta mátti
Síðasta orðið átti Sibelius. IF jórðu
Sinfóníunni komu frábærir
stjórnandahæfileikar Segerstams
hvaö best í ljós. Honum tókst aö
koma hinni þykkt smúrðu músík
Sibeliusar allþokkalega til skila meö
okkar þunnskipuðu hlj ómsveit. En til
aö vel eigi aö vera þarf í þennan
flutning fullskipaö strengjaliö og
ekki sakaöi að tvöfalda aöalblásar-
ana í túttíköflunum. En árangurinn
varö, sem sagt, betri en vænta mátti.
EM