Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1982, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1982, Blaðsíða 9
DV. FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER1982. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Þegar flmmtíu ríki hafa staðfest hafréttarsáttmálann með undlrritun verður hafist handa við að setja nánarí reglur um nýtingu náttúruauðlinda á hafsbotni. Síðasti haf réttar- fundurinn á morgun Það er búist við því á Jamaíkafundi hafréttarráðstefnu Sameinuöu þjóð- anna að 110 til 115 ríki eiga fulltrúa á lokafundinum sem hefst á morgun þar sem hafréttarsáttmálinn verður lagður fram til undirritunar og stað- festingar. En Bandaríkin munu ekki undirrita hann og Tyrkland ekki heldur og nokkur ríki til viðbótar eins og Bret- land, Vestur-Þýskaland og Japan munu f resta undirskrift sinni um sinn. Sáttmálinn tekur ekki gildi fyrr en ári eftir að sextíu ríki hafa undirritaö hann. Þó þarf ekki nema fimmtíu undirskriftir til þess að fyrsta fasta- ráðið, sem sett skal á laggirnar, geti komið saman til undirbúningsstarfa um nánari reglur varðandi málm- vinnslu á hafsbotninum. EISTLENDINGAR ANDMÆLA NÝRRIHERSKIPAHÖFN Andófsmenn í Eistlandi hafa skorað á nokkur finnsk byggingafyrirtæki að endurskoða áætlanir um hlutdeild þeirra í gerð nýrrar verslunarhafnar nærri Tallinn, eftir því sem útlægir Eistlendingar í Stokkhómi segja. Þrettán andófsmenn segja í bréfi til Finnanna aö með nýju höfninni mundu Eistlendingar verða í algjörum minni- hluta í höfuðborg sinni. Raunar er ekki nema helmingur íbúa Tallinn Eistlend- ingar. I opnu bréfi til „finnsku þjóöarinn- ar” smygluðu nýlega til Svíþjóðar og birtu á blaðamannafundi, sem Eist- lendingar í Stokkhómi efndu til, segjast Eistlendingar skilja vel mikil- vægi hafnaráætlunarinnar fyrir Finn- land svo viðkvæm sem tengsl þess og sambúö við Sovétríkin eru. Þrjár finnskar fyrirtækjasamsteyp- ur eiga um þessar mundir samninga- viöræður við sovésk yfirvöld um 400 milljón dollara verkefni við hafnar- gerðina. Eistland sem áður var sjálfstætt ríki var lagt eins og fleiri Eystrasaltsríki undir Sovétríkin 1939. Þúsundir Eist- lendinga og Letta voru fluttir nauðungarflutningum til Síberíu á Stalínstímanum, en Rússar voru hvatt- ir til að setjast að í Eystrasaltslöndun- um. Andófsmennirnir í Eistlandi segja að nýja höfnin verði sú langstærsta við Eystrasaltið og muni skapa atvinnu fyrir 100 þúsund manns, sem Rússar verði látnir sitja að. Það mun síðan aftur leiða til þess að einungis 35% íbúa Tallinn verða eistlenskir. Otlægir Eistlendingar i Svíþjóð segja að Eistland þarfnist þessarar hafnar ekki enda verði hún ekki bara kaupskipahöfn heldur og miöstöö fyrir herskip í Eystrasaltsflota Sovét- manna. — Að því var þó ekki vikið í bréfi andófsmanna. Á blaöamannafundinum í Stokk- hólmi í gær var einnig birt annað bréf frá andófsmönnum í Eistlandi með beiðni um að mannréttindabaráttu- maðurinn Mart Niklus kennari verði látinn laus. 1 janúar 1981 var hann dæmdur í tíu ára þrælkunarvinnu og' fimm ára útlegö fyrir að senda pólitískar áskoranir til Brezhnevs, forseta Sovétríkjanna. Hann er sagöur nú hafður í einangrun. Hærri lágmarks- aldur a barinn Lágmarksaldur þeirra sem fá að hann var áður 18 ár. Er ástæðan sækja bari og vínveitingahús í New sögð vera tíö umferðarslys, sem York fylki í Bandaríkjunum hefur verða af völdum ölvaðra ung- nú verið hækkaður upp í 19 ár, en mennaáaldrinuml8ára. Happy húsgögn hafa undanfarin 10 ár verið í hópi vinsælustu jóla- gjafa, og þaö ekki aó ástæðu- lausu. Nú bjóö- um við svefn- bekk og skrif- borð á ótrúlega hagstæöu verði. Þetta er jólagjöfin sem gledur. rSbpft HÚSIÐ Reykjavíkurvegi64,Hafnarfiröi,sími 54499 Af hverju ekki svef nbekk og skrif borð í jólagjöf Meiriháttar hjartaaðgerö 12ja daga gömlu bami Skoskir læknar lækkuðu líkams- hitann í tæplega tveggja sólarhringa gömlu barni á meðan þeir skáru það upp við hjartakvilla. Tókst aðgerðin vel. Læknar viö konunglega barnaspit- alann í Edinborg sögöu á blaöamanna- fundi í gær aö þessi þriggja klukku- stunda skurðaðgerð væri sú fyrsta sem gerö heföi verið á svo ungu bami. Skáru þeir barniö upp 25. nóvember. Búast þeir við því að bamið, sem nú er orðið fimmtán daga gamalt og hefur verið skírt Gordon Burns, fái að fara heim til fjölskyldunnar fyrir jólin. Það fæddist með alvarlega hjartagalla, þar á meðal með sprungna „aorta” (aðalslagæð h jartans). Lækkuðu læknarnir líkamshita barnsins niður í fimmtán gráður á Celsíus þegar eðlilegur líkamshiti er þrjátíu og sjö gráður. Einnig notuöu þeir væga skammta af lyfjum sem annars þykja hættuleg svona iitlum börnum. Til þess höfðu þeir orðið að grípa til þess að vinna bug á banvænni sýkingu sem byrjuð var í barninu. AIWA AIWA Nýjung frá HÁTALARAR FYRIR VASADISKÓ MEÐ INNBYGGÐUM MAGNARA - ÓTRÚLEGUR HLJÓMUR Komid, sjáid og sannfœrist. i r ARMULA 38 (Selmúla megin) - 105 REVKJAVIK SIMAR: 31133 83177- POSTHÖLF 1366

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.