Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1982, Blaðsíða 15
DV. FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER1982.
15
Menning
Menning
Menning
Menning
Þessi mynd er tekin úr bók Guðmundar og undi'r henni stendur: Einn af
fulltrúum verkalýðsins á samningafundi sýnir einum af fulltrúum atvinnu-
rekenda auðmýkt sina og lotningu.
Hið rétta er að hér er Jón Helgason, formaður Einingar á Akureyri, að
óska Barða Friðrikssyni, lögfræðingi Vinnuveitendasambandsins, til
hamingju með afmælið ■ (bls. 44)
meö þessu er Jón aö reyna aö kaupa
hann. En „ungi maðurinn var alls ekki
til sölu. Það var ekki einu sinni hægt aö
treysta honum til aö hlaupa ekki meö
málin út fyrir stjómina, og stundum
sigldi hann m.a.s. fram hjá stjórninni
og sneri sér beint til félaganna á
félagsfundum.. ”, segir Guömundur og
er aö vonum hróðugur. Guömundur fer
eftir þeirri kenningu sinni að „hinn al-
menni félagi verkalýöshreyfingarinn-
ar er miklu færari um aö stjóma henni
en flokksblindaðir saltstólpar” og
býöur fram lista til stjórnarkjörs. Svo
bregöur viö í frásögninni aö ekki er
annað aö sjá en aö Guömundur standi
einn gegn fjölmennu illa innrættu liði
Jóns sem undir stjóm hans beitir
skipulögöum rógi og níði um „unga
manninn” til aö tryggja sér sigur og
áframhaldandi völd. Svo er reyndar
líka annars staöar í bókinni. „Orólega
deild’” Alþýöubandalagsins og
fylkingarfélagar fá sömu afgreiðslu og
stjórnmálaflokkamir, eru „til í aö
makka og gera baksamninga”, og má
því „líta á þennan hóp aö mörgu leyti
sem, fimmta flokkinn”. Þaö er
Guömundur einn sem aldrei og hvergi
hvikar frá hinum sanna málstaö.
IMefndir og völd
f níunda kaflanum er listi (með
myndum að sjálfsögöu) með nöfnum
36 verkalýösforingja og nefndarstörf
af ýmsu tagi sem þeir hafa meö hönd-
um. Kemur væntanlega engum á óvart
aö þar er að finna fulltrúa og varafull-
trúa í bæjarstjórnum, ýmsum nefnd-
um, sem t.d. fjalla um málefni aldr-
aöra, fatlaöra og dagvistarmál. Hvaöa
spillingu hér er verið að fletta ofan af
er ofar mínum skilningi en segja má aö
hér eigi viö sem um annað efni bókar-
innar að „hálfsannleikur oftast, óhrekj-
andilygl”
Samsærisvefur
En nú æsist leikurinn. Næst kemur
kafli um Vinnuveitendasambandið. I
ljós kemur aö atvinnurekendur er aö
finna í öllum stjómmálaflokkum. Þeir
eru í frímúrarareglunni og þar má
finna líka ýmsa verkalýösforingja.
Verkalýösforingjar eru líka í stjórnum
ýmissa atvinnufyrirtækja. Þræðirnir í
samsærinu liggja víöa. Þá kemur
samvinnuhreyfingin, eigandi margra
stórfyrirtækja og Framsóknarflokks-
ins. Samsærisvefurinn stækkar. Þá er
rööin komin að ríkisvaldinu sem býr
sig margvíslegum dulargervum.
Embættismenn eru í stjómmála-
flokkunum og frímúrarareglunni,
BSRB er einnig angi af þessu kerfi í
dulargervi launþegasamtaka. Og yfir
allri hræsninni trónar ríkissáttasemj-
ari „meö geislabaugi hins algera hlut-
leysis og dæmalausrar sanngirni og
réttsýni”.
Skuggaleg
erlend öfl
En aö fleiru er aö hyggja. Viö
neyöumst til aö selja afurðir okkar til
útlanda og kaupa inn vömr frá erlend-
um kaupahéönum. Viö tökum þátt í
margvíslegu erlendu samstarfi og
formlegum samtökum. Allt opnar
þetta leiðir til áhrifa á íslenskt sam-
félag. I útlöndum hafa hreiöraö um sig
skuggaleg öfl sem þegar að er gáð
standa í nánum innbyrðis tengslum.
Þarna era fjölþjóölegir auðhringir,
Rockefellerættin leynifélagið CFR,
Bilderberghópurinn meö Geir Hall'-
grímsson og Bjöm Bjarnason innan-
borös, NATO og fleiri klúbbar sem
hingaö teygja anga sína gegnum Varö-
berg, Samtök um vestræna samvinnu
og annan skuggalegan félagsskap.
Markmiö þessa samsæris er arðrán
alþýðu en hámarksgróöi yfirstéttar,
eyðilegging lofts, láös og lagar með
mengun og þrotlaus útþensla nýrrar
tækni sem þó má ekki verða til aö bæta
lífskjör hinna mörgu.
Gimsteinninn
Aö lokum kveöur Guömundur
Sæmundsson lesanda sinn meö ósk um
aö sjá hann síðar í baráttunni. Mér er
óskiljanlegt aö nokkur maður sem
trúir efnisframsetningu þessarar
bókar, láti sér detta í hug aö sækjast
eftir trúnaðarstöðum innan verkalýös-
hreyfingarinnar. Svo gegnumrotin og
gerspillt er hún aö mati höfundar aö
fánýtt væri aö föndra viö einstakar
umbætur. Svo úrræöalaus er
Guðmundur raunar gegn hinum tröll-
aukna samrana allrar spillingar
heimsins aö vandséö er hverju erindi
hann sjálfur hefur aö gegna í baráttu
viö örlítinn anga spillingarinnar í fá-
mennu plássi á hjara veraldar. Enda
er þetta ekki bók um verkalýðshreyf-
inguna. Bókin birtir okkur heimssýn
GuömundarSæmundssonar. Þrotlausa
baráttu afla ljóss og myrkurs.
Bólu-Hjálmar kvaö á sinni tíö:
Víöa til þess vott ég fann,
þótt venjist oftar hinu,
aö Guö á margan gimstein þann,
sem glóir í mannsorpinu.
Eftir lestur þessarar bókar er ljóst
aö Hjálmar kallinn fór meö ýkjur.
Gimsteinninn í mannsorpinu er aöeins
einn — GuömundurSæmundsson.
Heimssýn höfundar
Þaö hlýtur aö hafa verið af einhverju
svipuöu tilefni og útkomu þessarar
bókar, sem öm Arnarson kvaö á sinni
tíö:
Mikið er um hjá mýi á skán
meö mælgi og látum skrítnum.
Þaðlofarþámildiog miklarþaölán
aö mega lif a í skítnum.
Hver kúadella er kostaland
Þá kenning er skylt aö boöa,
aö jöröin sé skítur, hafið hland
og himinninn keitufroða.
Þaö er sú mynd sem þessi bók gefur
af heimssýn Guðmundar Sæmundsson-
ar. Ólafur Hannibalsson
TIL HANS
TIL HENNAR
Guðrún Svava Svavarsdóttir:
Þegar þú ert ekki
Höfundur gerði myndirnar
Iðunn 1982
Aldrei slíku vant ber útlit og tilhög-
un bókar augljósa merkingu: brot
bókarinnar, pappírinn, rósin í mynd-
skreytingu ljóðanna höföar allt
saman lesandanum til algengrar út-
gáfu „bestu ástarljóöa”. Bók til að
gefa unnustunni, eiginkonunni,
elskhuganum viö hentugt tækif æri!
Og víst er ástin yrkisefniGuörúnar
Svövu. Þaö er kunnara en þurfi aö
segja frá því aö ljóö hennar era oft
um og upp úr hennar eigin skilnaðar-
máli, beram oröum og beinlínis og án
þess aö fara í neinar skáldlegar felur
með efniö. Þaö er nú engin nýlunda,
síöur en svo, aö yrkja um sín eigin
tilfinningamál, þótt hitt kunni aö
vera nýtt, minnsta kosti hér hjá okk-
ur, aö gera einkahagi sina og sinna
nánustu meö þessu móti aö bókar-
efni. Annars staöar hefur þetta verið
lenska í bókmenntum undanfarin ár:
það er tikkanen-tískan, sem svo má
kalla, og ekki til neinnar eftir-
breytni, hvaö sem ööra líöur um rit
þeirra góðufinnsku hjóna.
Þetta er aö vísu mest undir
lesandanum komiö. Enginn segir
honum aö lesa ljóö Guðrúnar Svövu í
Þegar þú ert ekki, eöa lesa þau ein-
vöröungu sem frásögn af einkalífi
hennar. Auðvitað er þaö trúlegt aö
margur grípi til bókarinnar af ein-
skærri forvitni um einkamál. En ansi
finnst mér hætt viö aö slúðurgildið
geti í verki spillt bókinni fyrir
lesanda, lokað fyrir honum ljóöun-
um, en skáldlegt gildi þeirra fari á
hinn bóginn vaxandi, veröi til þegar
slúðriö þverr og dvínar. Og þaö er
lesandans aö ráöa fram úr því.
Nú hafa auðvitað fleiri gengið í
Guðrún Svava: Ástin sem lifsform
og lifsgildi.
Bókmenntir
r
Olaf ur Jónsson
gegnum hjónaskilnaöi en höfundur
þessara ljóöa. Og kannski spurning
hvort skilnaðurinn sjálfur sé eigin-
legt efni þeirra þótt hann auðvitaö sé
tilefni ljóðanna. Hér er öllu heldur
ort um ástina sem lífsform og lífs-
gildi, Guðrún Svava kemur sínum
einföldu oröum aö tilfinningum sem
áreiðanlega era algengar íástalífi og
hjónaböndum, lýsir eins konar ferli
frá beiskju og heift, þegar ástin
bregst, um einmanaleik og angist til
sátta við sjálfa sig, nýrrar bjartsýni
aö lokum. Það er ekki þar meö sagt
aö tilefni ljóöanna skipti engu máli.
ööru nær. Þvert á móti takast þau,
gildi þeirra ræðst af því hve ein-
földum og látlausum oröum tekst aö
koma aö reynslu sem eflaust er
almenn og algeng en jafnframt sér-
stök hverju sinni, af því að lesandinn
trúir aö dagsatt sé sagt.
Þetta á auðvitað aö sýna og sanna
meö tilvitnun í bókina. Og þá
vandast málið af því hvaö bókin er
stutt, ljóðin einföld, textinn samfelld-
ur — hætt við aö bæöi bók og lesanda
sé gert rangt til aö tilfæra of mikið úr
henni, rjúfa samhengi efnisins.
Veröur samt aö reyna þaö:
Húnbentiáþig:
Égvilhann.
Og ást mín varö gömul.
Áöur umvaföi þögn þín mig
traust og hlý
en nú þögnin
Þegaröldurlægir
og góösemi vinanna fjarar út
hvaðþá?
Þaö er allt svo undarlegt
þegar þú ert ekki.
Ég ráfa eins og svefngengill um hús-
iö
enþúertekki.
Ef til vill er þaö einsog dauðinn?
Hann kemur aftur, segir fólk.
„Hann kemuraftur.”
En enginn viröist reyna aö skilja
aö mín bjargarvon er aö lif a
ein, sjálf ogán þín.
Orðin, ljóðin eru fjarska einföld
hvert um sig. En saman miðla þau
tilfinningaferli sem lesandi
auðveldlega nemur sem sannleika.
Og engu líkara en batinn sem ljóðin
vilja lýsa felist beinlínis í vanda
sjálfra þeirra, aö kveöa rétt aö til-
finningu, skiljast viö hana meö því
aöskiljahana.
Og vert er að geta þess að bók
Guörúnar Svövu er mjög fallegur
hlutur, hin einfalda myndskreyting
hæfir ljóöunum eins vel og á verður
kosið. Víst er þetta bók sem vel sóm-
ir „í jólapakka”. Handa honum. Og
handa henni.