Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1982, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1982, Blaðsíða 42
42 DV. FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER1982. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Skrýtinn fugl Þessi bráðskemmtilega norska verðlaunamynd nefnist Vatn er lífs- nauðsyn. Við í Sviðsljósinu erum fylli- lega sammála þeirri staðhæfingu. Hvaö er betra en aö fara undir kranann og fá sér ískalt og hressandi Gvendarbrunnarvatnið. Svo maöur minnist nú ekki á slíka iöju á sunnu- dögum. Fuglinn á myndinni veit reyndar að vatn er lífsnauðsyn, en þó virðist hann fara langt yfir skammt. Hann stendur nefnilega á kafi í tandur- hreinu vatninu, en fer þó undir kran- ann í von um meira vatn. Eflaust segir hann viö hina fuglana: ,,Skál, dömur mínar og herrar.” Bætir síðan kumpánlega við: ,, Ekki sötra- bara sjúga. Reynum nú að vera kurteis ein- hvern tíma.” Já, hanner skrýtinnþessi fugl. Kim Basinger, 25 ára leikkona frá Kaliforniu, leikur á móti Sean Connery í nýrri James Bond- mynd. Bond-stúlkan Kim Basinger — segist ekki hafa séð herra Bond HúnKimBasingerfráKaliforníu, hefur samþykkt að leika í þessari sem á að leika á móti Sean Connery í James Bond-mynd og vonandi snýr nýjustu James Bond-myndinni, hann aftur í hlutverk 907 með .d'íever Say Never Again”, kom í glæsibrag. meira lagi upp um sig um daginn. En Kim, sem hefur leikið í Hún tilkynnti þá fréttamönnum að nokkrum sjónvarpsþáttum og er eiginlega vissi hún ekkert hvað hún aðeins tuttugu og fimm ára, ætlar þó væriaðfaraútí, þvíhúnheföialdrei að bjarga sér með því að taka séðneinaaf hinumsvokölluöuJames nokkrar James Bond-vídeóspólur á Bond-myndum. leigu og skoöa þær áöur en upptökur Mótleikari Kim, Sean Connef-y, hefjast. Hin hamingjusömu hjón, Sylvia Kristel og Alan Turner, stödd i Hong Kong i brúðkaupsferðinni. SYLVIA KRISTEL Á SÉR ELSKHUGA —það er eiginmaðurinn Alan Turner Myndast betur en hann Palli Linda McCartney er sjálfstæð kona, svo ekki sé meira sagt. Löngum hafa menn ekki verið á eitt sáttir um söng hennar, en þaö er löngu vitað aö hún er afbragös- góöur ljósmyndari. Nýlega hélt hún sýningu á fimmtíu og tveimur Ijósmyndum sem hún hefur tekið. Engin mynd- anna var af eiginmanninum Paul McCartney, heldur var hestur þeirra hjóna aðalmyndefniö. Þegar Linda var spurö um það hvers vegna hún væri ekki meö myndir af Paul svaraði hún: „Hesturinn okkar myndast svo miklu betur.” Jæja, þá hefur Palli það. árum varð leikkonan Sylvia Kristel ein umtalaöasta konan hér á landi. Flestir töluöu um hana sem fagra leikkonu meö takmarkaða leikhæfileika. Þessa dagana er Sylvia hins vegar áð leika í Háskólabíói í myndinni Lady Chatterlays Lover. Og enn er hún um- deild fyrir leik sinn. En hvaö sem fólki finnst um Sylvíu, þá á hún örugglega einn tryggan aðdáanda. Hann heitir Alan Turner og þau eru nýgift. Og Alan er fyrsti eiginmaður hennar. Hún segist ekki hafa gift sig fyrr þar sem enginn hafi beðið hennar. Alan er 46 ára og er umsvifamikill kaupsýslumaður í Bandaríkjunum. Hann á tvö börn fyrir og Sylvia eitt frá sambandi sínu við belgiska rithöfund- inn Hugo Klaus. Það fylgir sögunni að nýjasta hlutverk Sylviu sem njósnar- inn „Mata Hari” verði hennar síðasta af „bláu” gerðinni. Alan er nefnilega ekki ýkja hress með val hennar á myndum. Maud Adams í „Octopussy” Hin undurfagra sænska leikkona Maud Adams varö nýlega fyrir valinu sem mótleikari Roger Moore í nýju James Bond myndinni „Octopussy”. Leikkonan fræga, Fay Dunaway, sótt- ist eftir þessu hlutverki, og því kom þaö á óvart að Maud skvldi verða fyrir valinu. Maud hefur áður leikið í James Bond mynd. Það var þegar hún lék á móti Roger Moore í myndinni „The man with the Golden Gun”. Þá hefur hún leikið í mörgum myndum í gegn- um tíöina og á móti ekki óþekktari leikurum en James Caan og Vanessa Redgrave. Það fylgir sögunni að Maud hafi verið yfir sig ánægð þegar hún frétti að hún hefði fengið hlutverkið í „Octopussy”. Þá má geta þess aö tvær James Bond myndir eru nú í deiglunni. Leikur Roger Moore hinn þekkta 007 í annarri, „Octopussy”, en gamla brýnið hann Sean Connery leikur í hinni myndinni, „Never Say Never Again”. Og báðir hafa þeir auðvitað sínar sætu dömur. Annaö er nú ekki viðeigandi fyrir Bondara. *------------- Sænska leikkonan Maud Adams verður mótleikari Roger Moore i nýju James Bond-myndinni, ,, Octopussy". Þetta er mynd af myndunum hennar Lindu McCartney. Að visu sjáum við aðeins tvær, en á sýningunni, þar sem þessi mynd er tekin, sýndi Linda alls fimmtiu og tvær myndir. Þegar Stjömubíó byrjaði sýningar á Emmanuelle mynd fýrir nokkrum Eg hef ekki áhuga á að vera „Emmanuelle", segir leikkonan umdeilda, Sylvia Kristel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.