Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1982, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1982, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER1982. 13 Frá flokksraðsfundinum. — "Og undir öllum þessum gunnfánum sundurlyndis ætlar formaðurinn i baráttusæti." „A sama fundinum og formaðurinn til- ^ kynnir að hann ætli í baráttusæti er sam- þykkt stjórnmálaályktun sem að stórum hluta til beinist í raun gegn efsta manni listans.” inn í stjórnmálin eftir sendiherratíö sína og nokkur embættisstörf aö henni lokinni og Geir tók viö völdum í flokknum. Við hvert einasta prófkjör og á öllum landsfundum hefur hann skotiö upp kollinum. Urðu kenningar banabiti formannsins? Oþægö dr. Gunnars Thoroddsens og fylgisveina hans við flokksforyst- una hafa kallað á sterk viðbrögö hins hlýðna flokksmanns. í hvert skipti sem blásið hefur verið til atlögu milli flokksforystunnar og Gunnars hafa þægir flokksmenn flykkst undir merki forystunnar, því aldrei mátti spyrjast aö hún lyti í lægra haldi fyrir óprúttnum uppreisnarmönn- um. Afleiðingin hefur oftast orðið sú að formaðurinn hefur staðið keikur í stafni aö lokinni orrustu sem sigur- vegari. Við síðasta prófkjör varð svo skyndilega breyting á. Formaöurinn hrapaði niður í sjöunda sæti á fram- boöslista í höfuðvígi flokksins, þar sem hann hafði gegnt borgarstjóra- embætti með miklum sóma í langan tíma. Hvað gerðist? Getur verið að ein aöalástæðan fyrir óförum for- mannsins í prófkjörinu hafi einmitt verið sú að Gunnar var ekki lengur með í slagnum? Aö þeir fjölmörgu flokksmenn, sem trúðu því allan tím- ann að átökin væru um menn en ekki stefnu og voru fyrir löngu orðnir hundleiðir á látunum, hafi einfald- lega látið formanninn róa af því að hann hafi verið önnur aðalorsök óró- ans sem angraði þeirra friðsama hugarheim síðustu árin? Með öörum orðum aö kenningar f ormannsins um orsök átakanna hafi orðiö banabiti hans sjálfs þegar hann átti að standa með pálmann í höndunum? Auðvitaö eru skýringarnar miklu fleiri en það er freistandi að álíta aö þessi hafi reynst býsna þung á metunum. Eftir prófkjör Margt hefur komiö venjulegum áhorfanda á óvart eftir prófkjör sjálfstæðismanna í höfuöborginni. Ohætt er aö fullyrða að flestir hafi búist við því að formaðurinn segöi af sér og beitti sér fyrir því að ný for- ysta yrði valin. Það fór á aðra leiö. Hann ætlar aö sitja sem formaður og leggja höfuð sitt á hinn pólitíska höggstokk með því aö sitja í sjöunda sætinu. Vissulega ber þessi afstaöa keim af karlmennsku. En margt annað, sem geröist samhliða, ber ekki keim af neinu nema fávisku. Áfram er tönnlast á því að þessi ríkisstjórn sé eina orsök sundurlyndis í flokknum. Áfram er tönnlast á því að sveitar- stjórnarkosningarnar hafi verið sig- ur stjórnarandstöðunnar í Sjálf- stæðisflokknum, enda þótt svo stutt sé síðan aö allir muna að ekki var aö ráði minnst á ríkisstjórnina í Mogga gamla síðustu dagana fyrir kosning- ar en öll áhersla lögð á að flokkurinn gengi samstilltur til kosninga. Og síðast en ekki síst er samþykkt stjómmálaályktun sem er í fullu samræmi við bófahasarinn miili Gunnars og Geirs. Fyrri hluti hennar er bullandi skammir um ríkisstjórn- ina sem eigi sök á öllu því sem illa fer í þjóðfélaginu. Um leið er ályktunin í raun heiftarleg árás á efsta mann framboðshsta flokksins í Reykjavík, Albert Guömundsson guöföður ríkis- stjórnarinnar sem studdi hana í gegnum þykkt og þunnt á meðan hún horfði sljóum augum á aUt fara úr böndunum, og gekk ekki í Uð meö stjórnarandstöðunni fyrr en ríkis- stjórnin tók loksins á sig smávegis rögg. Það er því í raun allt gert sem unnt er í ályktuninni til þess að ögra þeim mönnum sem stutt hafa ríkis- stjórnina. Og undir öUum þessum gunnfán- um sundurlyndis ætlar formaðurinn í baráttusæti! Skyldi öUum fylgis- mönnum Alberts og Gunnars þykja taka því að sjá til þess að hann fari inn á þing? Stærsti flokkur þjóðarinnar gengur til kosningaán þess að geta svarað því svo óyggjandi sé, hver eigi aö leiöa hannaðkosningumloknum. Eghygg að sUkt sé fátítt í íslenskri stjórn- málasögu. Víst er aö um það verður spurt hvort væntanlegur leiðtogi sé talsmaður leiftursóknar eða frjáls- lyndis og tregt kann að verða um sannfærandi svör. Er þá um raunverulegan skoðana- ágreiningaðræða? Mérsýnist aðsvo sé. Til þess bendir meðal annars sú staðreynd að mjög hart var lagt aö Geir að segja ekki af sér embætti for- manns. „Hans” menn voru einfald- lega ekki tilbúnir meö formannsefni. Þeir sem vildu ganga hreint til verks í flokknum og velja nýja forystu uröu undir og verða líklega lengi í skamm- arkróknum, nema því aðeins að þeir sigri á næsta landsfundi, sem ólík- legt er, því þar ræður flokksmaskín- an vaU meirihluta fuUtrúa. Voldugar ættir og áhrifakUkur, sem ráðið hafa fjármagnsstreymi og stærstu fyrir- tækjum landsins, hafa taUð Geir gegnan fulltrúa sinn. Þær vilja engu hætta og sætta sig ekki viö neinn vafagemlmg í formannssætið. Þær vUja vinna nokkurn tíma tU þess aö finna erfðaprinsinn og því sannfærðu þær formanninn um að hann þyrfti aö sitja lengur. Afleiöingin kann að verða færri þingmenn enn um sinn og dapurlegri endir á formennsku ágæts manns en verða þyrfti, en ööru eins hefur verið fórnað ef langtíma- markið hafa verið í hættu. Magnús Bjamfreðsson. • „Eg fæ ekki séö mun á því að rifta kjara- samningum með lagasetningu og því að einhverjum öðrum samningum væri rift á sama hátt, t.d. samningum sem fólk gerir þeg- ar það kaupir hús eða bíl.” séð að bráðabirgöalögm stemmi stigu fyrir verðbólgu, áhrif þeirra verða þorrin um það leyti sem þessi vetur verður á enda. Burgeisastéttin veröur þá kannski eitthvað betur sett en verkafólk miklu lakar, það fólk sem þarf að vinna nærri fimm og hálfa viku í þegnskylduvinnu vegna áhrifa bráðabirgðalaganna. Vafasamar afsakanir Afsakanirstjómarherranna vegna minnkandi þjóðarframleiðslu, nú á þriðja mesta aflaári í sögu þjóðar- innar, em nokkuð vafasamar. Benda má á að áriö 1979 var spáð 1,3% aukningu þjóðartekna það ár, en nú í dag er taliö að aukningin hafi verið4,4% árið 1979. Enda þótt ekki sé ljóst nú hver breyting verður á þjóðarframleiðslu, þá er hitt ljóst, að verðbólga verður þetta árið miklu meiri en upp er gefið, eins og jafnan áður. Stafar það af lögbundinni fölsun og skerðingu framfærsluvísitölunnar og . órétt- látum útreikningi lánskjaravísitölu. Eðlilegast væri að miða við seðla, mynt og veltiinnlán og draga frá því aukningu þjóðartekna þegar verð- bólga er mæld. risið upp og mótmælt, þótti Guðrúnu Helgadóttur sæma að segja að mótmælin væru forms- atriði. ..." „Óskalistinn" Ríkisstjórnin tók upp á óskalista sinn, þann sem fylgdi bráöabirgða- lögunum, frumvarp þaö sem þeir Gunnar Már Kristófersson og Karl Steinar Guðnason hafa flutt nokkrum sinnum á Alþingi um aö laugardagar teljist ekki orlofsdagar og er þaö aðeins viðurkenning á stað- reynd sem löngu er orðin og sumir hafa þegar náö. Frumvarp ríkis- stjórnarinnar nær hinsvegar ekki eins langt með starfsaldurs- og aldurshækkanirá orlofshlutfalli. Viö óskalista ríkisstjórnarinnar má og gera þá athugasemd að opin- ber útgjöld til kjarajöfnunar era hlutfallslega minni hér en annars staðar á Norðurlöndum. Fyrir- greiðsla til húsbyggjenda er minni og óhagstæðari hér og kaupmáttur launa hefur fylgt þjóðartekjum lakar hér en í nágrannalöndum. „Hjáleigufólkið" Segja má að verkalýðshreyfingin hafi risiö upp sem ein heild og mót- mælt bráðabirgðalögunum og ýmsir forastumenn hreyfingarinnar hafa gefið út stórorðar yfirlýsingar. Þannig sagði formaður Verka- mannasambandsins: „Við munum ekki þola veröbótaskerðinguna eina”. Eins sagði hann viö sama tækifæri: „Þaö er eitt og annað hægt”. Hann sagðist líka setja skil- yröi fyrir stuöningi viö bráöabirgöa- lögin. Vonandi er hann búinn aö kynna stjórnarherrunum þessi skilyröi sín. Kannski hafa þeir þá um leið frætt hann á því hvenær þau tutt- ugu mál, af tuttugu og einu sem enn eru eftir á óskalista ríkisstjórnarinn- ar, verða lögð fyrir Alþingi. Þegar verkalýðshreyfingin hafði risiö upp og mótmælt þótti Guðrúnu Helgadóttur, alþingismanni og öreiga, sæma að segja að mótmælin væru formsatriði, og Svavar Gests- son ráöherra túlkaði þau sem stuön- ing og skilning. Hví létu þau hjúin ekki duga að reka útúr sér tunguna og segja ulla bara, fyrst þau kusu aö haga sér eins og götustrákar? Þau heföu átt að muna þaö sem stendur í stefnuskrá flokksins þeirra: „Verkalýðsstéttin er ekki heldur til þess kölluð að bera ábyrgð á gróða- starfsemi einkaframtaksins.” Hugsunarháttur og afstaða til verkalýðsstéttarinnar virðist áþekkur hjá ríkisstjórninni og at- vinnurekendum, þar ætti kannski best við sem Guömundur Daníelsson segir í bók sinni í f j allskugganum: „Mundi Ulfhéðinn nokkumtíma láta sér detta það í hug? svoleiðis stráklingur alinn upp í kaupstað? mundi svoleiðis kaupstaðarstrákl- ingur og heldrimannaafsprengi nokkurntíma láta sér detta í hug að hjáleigufólkið í Fellsmýrinni heföi munnogmaga”. Hreinn Eriendsson formaður Alþýðusambands Suðurlands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.