Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1982, Blaðsíða 10
10
DV. FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER1982.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Stefnir i verd
stríð um
landbúnaðar-
afurðir
Oveöursskýin hafa hrannast upp
yfir alþjóöamörkuöum aö undan-
fömu þar sem stööugt grynnir á því ■
góöa í milliríkjaverslun vegna auk-
innar tilhneigingar til vemdar- og
haftastefnu í viðleitni ríkisstjórna til
þess aö styöja viö innlenda fram-
leiösluá krepputímum.
Þaö er einkum framleiöslan á
landbúnaöarafuröum sem mörgum
sýnist stefna beint í veröstríð milli
Bandaríkjanna annars vegar og
Efnahagsbandalags Evrópu hins
vegar. Vinskapur þessara tveggja
landbúnaöarrisa hefur fariö ört kóln-
andi síðustu árin. Telja Bandaríkja-
menn sig ekki mikiö lengur geta
unaö ódrengilegum brotum EBE á
leikreglunum í milliríkjaversluninni
þar sem eru niöurgreiöslurnar og
ríkisstyrkirnir á landbúnaðarvömm
jafnt til útflutnings sem til neyslu
innanEBE-landanna sjálfra.
Landbúnaðarráðherra Bandaríkj-
anna sagði fyrir fáum vikum aö ein-
staklingurinn heföi ekki bolmagn til
þess aö keppa við ríkissjóði EBE-
landanna og Washingtonstjómin yröi
aö taka senn upp hanskann fyrir
bandaríska bændur. Hótaöi hann
beinlínis aö Bandaríkjastjórn, sem
kaupir alla offramleiðsluna á
mjólkurvörum af sínum bændum,
myndi velta öllu smjör- og ostafjall-
inu yfir á útflutningsmarkaöina meö
tilheyrandi undirboöum ef EBE ekki'
sæiaösér. ;
Meö þessa misklíð og fleiril
ágreiningsefni í veganestiö mættu
viöskiptaráöherrar 88 iðnaðarríkja
og þróunarlanda á Genfarfund
Alþjóöa tolla- og viöskiptabanda-
lagsins (GATT) á dögunum.
Umræöur voru hinar áköfustu og
fundarstörf stóöu langt fram á
kvöldin þessa fimm daga sem ráö-
stefnan stóö. Utkoman var sautján
síöna plagg, yfirlýsing sem þótti
meistarastykki í diplómatískri orö-
fimi. Eöa eins og einn ráöherranna
orðaði það á fundinum: „fallega
innpakkaö búnt af oröum”. Um hitt
efuðust flestir, aö yfirlýsingin mundi
hafa nokkur áhrif til þess að draga
úr vemdunaraögeröum einstakra
ríkja á sviöi landbúnaöar og iðnaðar.
Fæstir ráöstefnumanna töldu aö
fundurinn heföi heppnast vel. Menn
voru orðvarir eftir á í ummælum
sínum um fundarstörfin og yfirlýs-
inguna og virtust leggja sig fram viö
aö egna ekki til ýfinga. William E.
Brock, viöskiptaráðherra Bandaríkj-
anna, sagöi að árangur heföi náðst á
sumum sviöum og aö víst væri tolla-
bandalagiö enn viö lýði. En jafnvel
þeir umtalsbestu játuöu aö mikiö
verkefni biði úrlausnar á næstu mán-
Offramboð i landbúnaoaraturoum hefur aukið hörkuna i samkeppninni um útflutning og niðurgreiðslu■
stefna EBEþykir ýmsum vera óbiigirni.
uðum því að GATT-ráöstefnan heföi
ekki náö settu marki.
Umsagnir bandarískra þingmanna
síöan, sem ekki hafa getað leynt von-
brigöum sínum meö lítinn árangur af
viöræöum viö EBE, benda til þess aö
naumast verði langt aö bíöa þess aö
Bandaríkjaþing taki til íhugunar
aögerðir til vemdar sínum land-
búnaði og öömm útflutningsiðnaði.
Margir þeirra segjast hafa fengiö
nóg af niðurgreiöslu- og vemdar-
stefnu Evrópu í útflutningi og aö
hugsa veröi til mótleiks. Allir nefna
mjólkurvörur sem fyrsta mótleik til
þess aö byrja veröstríöiö meö.
Þrátt fyrir almennt oröalag GATT-
yfirlýsingarinnar á Genfarfund-
inum, sem þótti lítiö bindandi, sá
EBE þörf til séryfirlýsingar þar sem
lögö var áhersla á aö Efnahags-
bandalagið teldi sig ekki bundið af
samkomulaginu til þess aö draga úr
eöa hætta niöurgreiöslum og útflutn-
ingsbótum á landbúnaðarvörum.
Þaö var oröalag samkomulagsins
umaðsetja útflutningssamkeppnina
„undir meiri aga” sem EBE vildi
taka af allan vafa um hvemig þaö
væritúlkað.
Þessi séryfirlýsing Efnahags-
bandalagsins þykir ekki gefa til
kynna aö EBE ætli aö taka nöldur
Bandaríkjamanna ýkja alvarlega.
En kvisast hefur samt frá aðalstöðv-
um EBE í Briissel aö þar hafi
mönnum ekki orðið um sel þegar
heyröist hverjar umræöur væm
vaknaöar í Washington. Viö ramman
mun þó reip að draga sem eru
bændasamtökin og landbúnaöurinn
hjá EBE því aö samstarfiö á land-
búnaðarsviöinu þykir vera þunga-
miöjan í öllu starfi Efnahagsbanda-
lagsins og erfitt viö aö hrófla ööm-
vísi en stefna í voða tilveru þess.
Nýja mafían
í Þýskalandi
Sú var tíöin aö vestur-þýskir versl-
unareigendur héldu aö „vemdar-
trygging” væri fjárkúgunaraögerö
sem hvergi fyndist nema í
amerískum glæpamyndum. En svo
er ekki lengur. Þegar búöareigendur
neituöu að láta kannski allt aö 65
þúsund krónur af hendi rakna á
mánuöi í „vemdartryggingu” rigndi
yfir verslanir þeirra og matsölur
íkveikjusprengjum og skemmdar-
verkum. Af tvennu illu velja nú
hundruð smákaupmanna víöa í V-
Þýskalandi heldur aö borga bóf-
unum.
Fjárkúgunin er þó sögö aöeins brot
af þeirri skipulögðu glæpastarfsemi
sem farið er að bóla á í V-Þýska-
landi. Sakamálasérfræöingar em
famir að tala um ,,nýja mafíu” sem
láti aö sér kveða ' vændi, eiturlyfja-
sölu og bankarár jm, svo að dæmi
séu nefnd. Og „Nyja mafían” viröist
gera þaö gott. Sérfræðingar lögregl-
unnar ætla að hún velti ekki minna
en 160milljörðum króna á ári.
Vestur-þýska lögreglan hefur eins
og aörir starfsbræöur hennar í
noröurhluta álfunnar þakkað sínum
sæla fyrir að þurfa ekki aö glíma viö
skipulagða glæpahringi og þá er höfð
í huga marghöföa ófreskja eins og
mafían á Italíu og í Bandaríkjunum,
glæpaskipulagningu á landsvísu.
Fyrir ekki svo mörgum ámm hefðu
þaö þótt fjarstæðukenndir órar að
ímynda sér slíkan óhugnað í þróuöu
ríki eins og V-þýskalandi.
Nú segja lögregluforingjar aö milli
fjömtíu og fimmtíu glæpaklíkur hafi
skotiö rótum í landinu. Starfa þær
rétt eins og systurfélög þeirra í
Bandaríkjunum og á Italíu meö
skiptingu svæöa á milli sín, eigiöfor-
ingjakerfi og heföbundnar inntöku-
athafnir og viðhlítandi „viöurlög” ef
einhver kjaftar í yfirvöldin og
lögregluna.
Einhverjar þessar glæpafjöl-
skyldur eru blandaðar Þjóöverjum
og júgóslavneskum innflytjendum en
flestar glæpaklfkurnar em saman-
settar af ítölskum „Gastarbeitere”
eins og Þjóöverjar kalla erlenda
farandverkamenn. Enda leynir þaö
sér ekki á vinnubrögðunum sem em
meö „ítölsku sniöi”.
Mafíuglæpum hefur fjölgaö um
„3000 ”, eins og þýskur lögreglu-
maður komst að oröi um þróun
síðustu ára í viötali viö fréttamann
fréttaritsins „Newsweek” á dög-
unum.Þó hefur armur laganna ekki
krækt í einn einasta ítalskan glæpa-
kóng, enda kannski ekki við því aö
búast því að aðalheilamir á bak við
starfsemina halda sig suöur á Italiu.
Segir v-þýska lögreglan aö stórlax-
arnir séu sjálfir um kyrrt í öruggu
skjóli á Sikiley en fjarstýri starfsem-
inni meö milligöngu erindreka sinna
sem standa þeim svo aftur skil á
hagnáðinum.
Yfirvöld i Þýskalandi hafa rekiö
sig á ýmis hom í baráttunni gegn
skipulagöri glæpastarfsemi. Það
þykir til dæmis til einskis aö reyna
að leggja aö ítölskum yfirvöldum að
handtaka glæpaforingjana. Bæði sé
þaö ekki líklegt til sjáanlegs
árangurs og mundi sennilega spilla
sámbúö Italíu og Þýskalands. Skipu-
lagning réttarkerfis og löggæslu í V-
Þýskalandi auöveldar auk heldur
Vakandi auga kvikmyndavólarinnar náði þessari mynd af bankaræningjum að verki i Köln en mafian er
sögð skipuleggja sum bankaránin.
ekki baráttuna. Það er engin ein
alríkislögregla í sambandslýð-
veldinu heldur skiptist lögreglan í tíu
sjálfstæðar einingar eftir fylkjum.
Þá er ekki heldur til neinn einn upp-
lýsingabrunnur eöa tölvumiðstöö
meö öllum tiltækum upplýsingum,.
staðfestum eða grunuöum, um
mafíuna. Núna í september í haust
komu foringjar úr lögregluliði fylkj-
anna tíu saman til sérstakrar
„mafíu” herráöstefnu til viöræöna
um leiöir og sameinað átak gegn
glæpaöldunni. Þaö leiddi til stór-
sóknar gegn mafíunni í fimm
fylkjum en útkoman var ekki önnur
en nítján handtökur og flestar fyrir
vægarsakir.
Baráttan gegn mafíunni er ofar-
lega á stefnuskrá hinsnýja kanslara,
Helmuts Kohls, sem sagður er yfir-
vega hvort ekki eigi aö gera hana aö
kosningamáli fyrir marskosning-
arnar fyrirhuguöu. Löggæslan hefur
fundiö hvatningu í því aö hægri
flokkar skuli komnir til valda og
sækja af ákafa eftir meiri fjárveit-
ingu til eflingar baráttunni gegn
glæpum. Meöal annars hafa
lögregluforingjar lagt til að fylgt
veröi fordæmi lögreglunnar í Banda-
ríkjunum með því aö gera út af örk-
inni leynierindreka sem laumi sér
inn fyrir raöir mafíunnar. Aörar
aöferðir þykja ekki líklegar til veru-
legs árangurs. Þó gengur lögreglan
um þessar mundir fast eftir því aö fá
frjálsara umboö til húsleitar og
greiöari aögang að upplýsingum
annarra opinberra stofnana. En
jafnvel þótt kanslarinn kunni aö vera
allur af vilja gerður til þess að auð-
velda löggæsluna þá eiga slíkar hug-
myndir ekki mikið upp á pallboröiö
hjá Þjóðverjum sem eru afar fast-
heldnir á friöhelgi einkalífsins og
heimilanna.
(EndursagtúrNewswcek).