Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1983, Side 12
12
DV. MÁNUDAGURIO. JANUAR1983.
.. ....
DAGBLAÐIÐ-VI5IR
Otgátufélag: FRJÁLS FJÖUVMÐLUN HF.
Stjórnarformaaurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR AAAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON.
Ristjóm: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 8M11. Augtýsingar: SÍOUMÚLA33. SÍMI 27022.
Afgreiðsla,áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022.
Sími ritstjómar: 84611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. Prentun:
ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI19.
Áskriftarverð á mánuði 150 kr. Verð í lausasölu 12 kr. Helgarblað 15 kr.
Hápólitískt prófmál
Sérstæö deila er risin milli borgarstjórnar Reykjavíkur
annars vegar og Verðlagsstofnunar og fjármálaráðherra
hins vegar. Meirihluti borgarstjórnar hefur ákveðið meö
einhliða samþykkt að hækka fargjöld strætisvagnanna í
Reykjavík um nær 50% í einu stökki. Verðlagsstofnun tel-
ur þessa ákvörðun ólögmæta þar sem slík hækkun sé háö
samþykki verðlagsyfirvalda. Fjármálaráðherra hefur
lýst yfir stuðningi með lögbanni sem setja skal á hækkun-
ina og bæði hann og verðlagsstjóri bera þá röksemd fyrir
sig aö aðgerðir þeirra séu vörn gegn verðbólgu.
Um árabil hafa Strætisvagnar Reykjavíkur verið rekn-
ir meö miklum halla. Svo hefur raunar einnig veriö um
flestar aðrar þjónustustofnanir borgarinnar sem ekki
hafa fengið að hækka þjónustugjöld sín sem skyldi.
Afleiðingin hefur orðið sú að í staðinn hafa verið tekin
erlend og gengistryggð lán. Afborganir og vextir af þess-
um lánum hafa verið að sliga viðkomandi stofnanir og
þyngt rekstrarhallann ár eftir ár.
Þessu vill núverandi meirihluti í Reykjavík snúa við.
Hann telur þaö ófært og óviðunandi að verðlagsyfirvöld,
sem ekki eru í neinum tengslum við rekstur borgarinnar,
geti ráðið því hvort og þá hvernig þjónustufyrirtækjum
borgarbúa er stjórnað. Borgarstjóri hefur og vísaö til
þess, að samkvæmt samþykktum borgarstjórnar og
ákvæðum í lögum, skuli taka fullt tillit til þarfa og hags-
muna slíkra þjónstufyrirtækja sem strætisvagnanna þeg-
ar gjöld og reikningar eru samþykkt.
Þetta mál er angi af stærri meiöi.
Það lýsir í hnotskurn þeim ágreiningi sem uppi er um
valdsviö sveitarfélaga. Annars vegar er sú stefna að
sveitarfélögin eigi að vera sem mest háö yfirstjórn ríkis-
valdsins í stóru sem smáu. Það er miðstýringarstefnan.
A hinn bóginn er sú afstaða að valdi skuli dreift í þjóðfé-
laginu. Hver aöili eigi að vera sem sjálfstæöastur og þá
um leið ábyrgur fyrir eigin hag. Það er valddreifingar-
stefnan.
Síðarnefnda stefnan er betri. Sveitarfélög eiga að vera
sjálfstæð. Sveitarstjórnarmenn eiga að vera ábyrgir
gerða sinna gagnvart kjósendum. Þeir eiga ekki að geta
vísað allri ábyrgð á hendur ríkisvaldinu. Þeir eiga ekki að
reka fyrirtæki sveitarfélagsins með tapi ár eftir ár í skjóli
þess að verðlagsyfirvöld ríkisins haldi þjónustugjöldum
niðri.
Það er líka röng stefna, jafnt fyrir sveitarfélög og ríki,
að fleyta sér áfram á erlendum lánum. Skuldasöfnun er
alvarlegasta meinsemdin í þjóðarbúinu í dag og stefnir
fjárhagslegu s jálfstæði þjóðarinnar í hættu.
Deila má um hvort skynsamlegt er að hækka strætis-
vagnagjöldin um nær 50%. Það er þungur baggi fyrir þær
þúsundirmanna|sem notavagnana að staðaldri.En það er
pólitísk hræsni að horfast ekki í augu við forsendur þess-
arar hækkunar eða þykjast vera að berjast gegn verð-
bólgunni með því að vera á móti hækkun strætómiðanna.
Fjármálaráðherra hefur ekki efni á því að setja sig á
háan hest, með erlendu skuldasúpuna á bakinu,
kaupskerðingarnar og gegndarlausar verðhækkanir á
hvers konar nauðsynjavörum.
Sannleikurinn er sá að þaö er langtum viökunnanlegri
stefna að hækka neysluskatta, þjónustugjöld af þessu
„tagi, vegna þess að þá er það val hvers borgara fyrir sig
hvort hann vill njóta þjónustunnar; veita sér neyslu eða
notkun hennar.
Deilan um strætisvagnagjaldið er hápólitískt prófmál.
Viljum við miðstýringu eða valddreifingu?
ebs
Um næstliöna helgi voru áramótin og
þá er enn staldrað við. Stormurinn stóð
af hafi, úrsynningur og undir kvöld á
gamlársdag byrjaði hann að snjóa aft-
ur, því þaö er eins og veturinn hafi gef-
ist upp á allri byggðastefnu. Hann rog-
ast með snjóinn yfir Atlantshafið og
sleppir honum svo bara þegar hann
nær landi á suðvesturhominu. Og mán-
inn kom og fór. — Hann er fullur eins
og hinir, sagði konan við brennuna og
hún færði sig nær bálinu til að orna sér
í úrsvalanum niður viö ströndina. Og
þegar klukkan varð tólf, tók veðurguð-
inn fyrir alvöru að láta að sér kveða,
og flugeldamir og bænirnar fóru ská-
hallt til himna undan rokinu og hurfu í
kófið. Og minntu ef til vill meira á
neyöarblys þjóðar í vanda en á þann
galdur aö brenna vanda sinn og þján-
Eftir helgina
Jónas Guðmundsson
ingu um leiö og enn eitt árið er borið til
grafar, eða borið á bálið.
Nýársdagurinn rann upp þögull og í
hvítum klæðum. Það var undarlega
þögult í bænum. Sérstök þögn. Ekki
þessi þurra þögn, eins og í bókasafn-
inu. Þögnin sem viö minnsta hósta
fellur á kalt gólfiö og brotnar í þúsund
mola, og bókaormamir horfa skelfdir
á þig upp úr blöðunum. Nei, þetta var
öræfaþögnin, sem er hérumbil eini
hávaðinn sem eftir er í landinu, þar
sem allsnægtirnar em eina fátæktin og
ekkert lækkar nema gengið dálítið.
Það voru fáir á ferli útivið, og himin-
inn minnti dálítiö á reiöilestur meist-
ara Jóns Vídalíns kvöldiö áður, en til
hans vitnaöi Andrés Bjömsson út-
varpsstjóri i ræðu sinni. Að hatrið væri
í leit að út-
gönguleiðum
Árið 1983 verður úrslitaár í vígbún-
aðarmálum. Þá ræðst hvort þjóöir
heims em dæmdar til þess að hlaða sí-
fellt upp nýjum kjarnorkuvopnum, eöa
hvort tekin verða nokkur örlagarík
skref í átt til afvopnunar.
Á síðustu misserum hefur umræða
um öryggismál tekið stakkaskiptum á
alþjóðavettvangi. Þar eiga friðar-
hreyfingamar stóran hlut að máli
ásamt alþjóölegum stofnunum sem
svipt hafa hulunni af rökum vígbúnaö-
arsinna. En á sama tíma og þær raddir
verða sífellt háværari meðal málsmet-
andi stjórnmálamanna í Vestur-
Evrópu og í Bandaríkjunum að tillög-
ur Bandaríkjastjórnar og NATO um
aðgeröir til takmörkunar vígbúnaðar
séu óraunhæfar og hættulega ósveigj-
anlegar er þaö boriö á borð fyrir Is-
lendinga af hægri sinnuðum skriffinn-
um og stjómmálamönnum, að friðar-
hreyfingarnar séu „einhver mesta
ógnun við heimsfriðinn frá því aö
kalda stríðinu lauk”. (Magnús Bjarn-
freðsson í DV 30. des. 1982.)
Lágkúru/egur
áróður
Grein Magnúsar er aö mörgu leyti
dæmigerð fyrir röksemdafærslu hægri
manna í vígbúnaðarmálum. I gegnum
hana gengur oröaruna sem á að gefa til
kynna aö af nasisma leiöi kommún-
ismi, af kommúnisma friöarhreyfing-
ar og af friðarhreyfingum heimsstyrj-
aldir. Það liggur í orðunum að eigin-
lega hafi síðari heimsstyrjöldin verið
friðarhreyfingunum að kenna. Og þar
sem hinar nýju friðarhreyfingar séu
sama markinu brenndar og þær gömlu
muni þær vagga hinum vestræna
heimi í falska ró, sem rofin verði af
framrás heimskommúnismans, líkt og
þegar nasisminn flæddi y fir f oröum.
Samanburöur á friðarhreyfingum í
dag og fyrir stríð er efni í sagnfræði-
legar vangaveltur. Tvennt er þó örugg-
lega ólíkt í heimsástandinu þá og nú:
t fyrsta lagi er heimsendir sem af-
leiöing styrjaldar möguleiki nú sem
ekki var fyrir hendi þá.
í öðru lagi er slíkur umframkraftur í
vopnabúrum stórveldanna að þau
myndu í engu glata hæfni sinni til þess
að ógna með gjöreyðingu, þó að helm-
ingnum af kjamorkuvopnum sem til
eru væri kastað á haugana.
Ó/ík viðhorf
dá/kahöfunda
I sömu vikunni og Magnús Bjam-
freðsson lætur ljós sitt skína í DV skrif-
ar Theo Sommer, ritstjóri Die Welt,
dálk í Newsweek. Þar segir m ,a.:
„Kjarnorkuvopn era ekki vinsæl eins
og stendur. Almenningur þoldi þau á
Einar Karl Haraldsson
nema að í staö nasistanna séu komnir
útsendarar frá Moskvu. Og að sjálf-
sögöu eru eins og alltaf tækifærissinn-
ar úr röðum málsmetandi manna og
nytsamir sakleysingjar að láta blekkj-
astaffriöarhjalinu.
Að dy/gja
sér ti/þæginda
Hér væri samkvæmt íslenskri þrætu-
bók við hæfi að dylgja um það að penna
Magnúsar sé stýrt af bandarísku leyni-
þjónustunni. Slíkar dylgjur hitta þó
ekki í mark fremur heldur en rausiö
um að í innsta hring friðarhreyfing-
anna séu útsendarar Rússa. I innsta
hringnum eru sjálfsagt einnig útsend-
arar CIA. Þaö má búast viö flugu-
mönnum erlendra ríkja í öllum sam-
tökum sem beita sér á alþjóðavett-
A „Á sama tíma og þær raddir verða sífellt
háværari meöal málsmetandi stjórn-
málamanna í Vestur-Evrópu og Bandaríkjun-
um að tillögur Bandaríkjastjórnar og NATÓ
um aðgerðir til takmörkunar vígbúnaði séu
óraunhæfar og hættulega ósveigjanlegar er
það borið á borð fyrir íslendinga af hægri sinn-
uðum skriffinnum og stjórnmálamönnum, að
friðarhreyfingarnar séu „einhver mesta ógnun
við heimsfriðinn frá því að kalda stríðinu
lauk”.”
meðan þau voru ekki ýkja sýnileg. En
fólk er sér vel vitandi um nokkrar
óheppilegar staðreyndir: Sex þúsund
bandarísk kjarnorkuvopn eru þegar
fyrir í Evrópu. Tveir þriðju hlutar
þeirra draga innan við 20 mílur og
munu — ef þau væra notuð — eyöi-
leggja það sem þeim var ætlað að
verja. Endalausar viöbætur við þau
vopnabúr sem fyrir eru, jafnvel þó aö
slíkt virðist óhjákvæmilegt samkvæmt
hefðbundinni rökfræöi, geta sem hæg-
ast orðiö uppskrift að ósköpum. ”
Þannig lýsir Sommer, sem trauðla
veröur sakaöur um Sovét-þjónkun,
þeim jarðvegi skoðana og staöreynda
sem friðarhreyfingarnar nýju hafa
skotið rótum í. En Magnús Bjarnfreðs-
son telur ályktunarhæfni almennings í
Vestur-Evrópu ekki skóbótarvirði.
Hann rekur ástæður þess að friöar-
hreyfingar „starfa aðeins utan ein-
ræðisríkja” og berjast fyrir „einhliða
afvopnun annars aðila en ekki beggja”
til þess að í innsta hring þeirra séu ,,út-
sendarar” Sovétríkjanna. Allt sé þaö
eins og fyrir síðustu heimsstyrjöld
vangi. Þeir verða ekki afhjúpaðir með
ööru en beinum sönnunum. Og flestir
hugsandi menn hafa á sér allan vara
gagnvart hættum af nefndu tagi.
Það verður hins vegar að leiðrétta að
friðarhreyfingarnar krefjist einhliða
afvopnunar Vesturlanda. Kröfur
þeirra beinast að risaveldunum
báðum. Þær hafa einungis lagt á það
áherslu aö einhliða aðgerðir, þar á
meðal einhliða kjamorkuafvopnun,
geti verið vænlegar sem ein af mörg-
um leiðum til þess að stöðva kjam-
orkuvopnakappið. Enda hafa risaveld-
in notað skilyrðislausa kröfu um full-
komna gagnkvæmi í afvopnun, sem
aldrei er hægt að uppfylla, sem helsta
skálkaskjól sitt í f jóra áratugi.
Dylgjur Magnúsar um einstaklinga,
sem ganga til liðs við friöarhreyfingar
af tækifærismennsku, og nytsama sak-
leysingja era svo alþekktar lummur
úr pólitískum áróðri að þær eru ekki
svaraveröar. Það mætti helst snúa
þeim upp á hann sjálfan og áróöur
hans fyrir bandarískum NATO-sjónar-
miöum.