Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1983, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1983, Blaðsíða 28
36 DV. MÁNUDAGUR10. JANUAR1983. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Liz Taylor „skandalíseraði” í veislu hjá Philip prins: Kommeð Burton fórmeð Bufmann Richard Burton hó/t hátíöarrœðuna. Og það var einmitt út af ræðunni sem Liz sneri sór frá Burton. Henni þótti rmðan einfaldlega langdregin og leiðinleg. Hann Larry Hagman fer i veislur til annarra en olíu- kónga. Hann mætti galvaskur hjá Phitip og brosti sinu breiðasta. Þess má geta að Hagman hefur miklar tekjur af þvi að mæta i veislur hjá fólki og skiptir upphæðin tugum þúsunda dollara, sem hann fær i vasann eftir kvöldið. „Hjartaknúsarinn mikll frá Kasmir, eða þannig". Caiy Grant, leit við með konunni sinni Barböru. Hún er kölluð „litla, sæta frúin" af kunningjum Cary. Kannski ekki nema von, hún er 28 ára, en hann 78 ára. Hvað eru fimmtiu ár á milli hjóna? Og hór er engin önnur en Debbie Reynolds. Fögur sem fyrr og heillandi. Fylgisveinn hennari veislunni var grinistinn Rip Taylor. Philip Bretaprins var nýlega á ferö í Bandaríkjunum, nánar tiltekiö í Hollywood. Þar hélt hann heljar- veislu og bauð fjölda leikara. Það sem vakti mesta athygli var að gömlu skötuhjúin, Elizabeth Taylor og Richard Burton, komu saman til samkvæmisins og héldu menn að þau væru farin aö draga sig aftur saman. En í veislunni slettist upp á vinskapinn. Burton hélt nefni- lega hátíðarræðuna og Betu fannst hún vera leiðinleg þannig að hún gaf kappann upp á bátinn og sneri sér að leikstjóranum Zev Bufmann. Með þessu athæfi sinu þótti konan hafa „skandalíserað” og sýnt Burton lítilsviröingu. Zev Bufmann og Beta voru þó ekki að kynnast í fyrsta sinn, því hann leikstýröi leikriti sem hún lék í á Broadway í hittifyrra. Þar voru þau þá þegar farin að vera saman, enda hjónabandið við John Warner aö fara út um þúfur. Fjöldi frægra leikara leit inn í sam- kvæmið til Philips prins og skemmti sér konunglega. Við birtum hér nokkrarmyndir úr veislunni. Það kom i hlut leikstjórans Zev Bufmann að fylgja Liz úr veislunni. Hún kom þó með gamla vininum, Richard Burton, en konan er skopheit og Burton fór í taugarnar á henni, svo að það var ekkert annað að gera en snúa sór að öðrum. „Eldri kynslóðin með gömlu dansana" mætti hressileg. Hór er það sjálf Ginger Rogers með fyigi- sveininum sem er sennilega þekktari, enginn annar en James Stewart. Og það fór vel é með þessum vinsælu leikurum. Ginger var þó frekar þekkt sem afburða dansari. Í kúrekafötum komu þau Esther Williams og Fernando Lamas i veisluna. Þau eru ekki i hópi þekktustu leikara, en góðir leikarar samt. Þau Raquel Welch og Andró Weinfeld lótu sig ekki vanta i veisluna. Kjóll Raquelar vakti at- hygli. Nú hefur hún ekki lengur áhuga á að vera likt við kynbombu. Vill láta lita á sig sem Ieikkonu fyrst og fremst. Hún er nú 43 ára að atdri og ku vera kona eigi einsömul. Mæðgumar Tatum O'Neal og Joanna More komu saman með brosið i góðu lagi. Ekki laust við að það só svipur með þeim mæðgum. Phiiip prins var gestgjafinn. Hann hólt góða tölu og vitnaði meðal annars i Shakespeare. Veislu- gestir voru hrifnir af Phiiip og sögðu hlæjandi að hann væri nú greinilega orðinn almanna- tengslafulltrúi Shakespeare gamla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.