Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1983, Blaðsíða 2
DV. MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRUAR1983. Alþingi: Stjórnarfrumvarp um tóbaksvarnir — markmiðið að draga úr tóbaksneyslu og heilsutjóni sem hlýst af reykingum Lagt hefur veriö fram á Alþingi stjórnarfrumvarp til laga um tóbaks- vamir. Markmið þess er aö draga úr tóbaksneyslu og því heilsutjóni sem hún veldur og vemda fólk fyrir áhrifum tóbaksneyslu. I fmmvarpinu er gert ráö fyrir aö heilbrigðis- og tryggingamálaráöherra skipi tóbaksvarnaráö til fjögurra ára í senn. Hlutverk þess verði meðal annars aö vera ríkisstjórn, heilbrigöis- málaráöherra, heilbrigöisnefndum, Hollustuvernd ríkisins og öörum opinberum aöilum til ráðuneytis um allt er að tóbaksvörnum lýtur. Einnig aö veita aöstoö og leiöbeiningar varöandi tóbaksvarnir, meðal annars meö því aö gefa út og útvega fræöslurit og önnur fræöslugögn og aö fylgjast meö tóbaksneyslu í landinu. Gert er ráö fyrir að allar auglýsing- ar á tóbaki og reykfærum veröi bannaðar hér á landi. Þetta á þó ekki við auglýsingar í ritum sem út em gefin utanlands af erlendum aöilum á erlendum tungumálum, enda sé megintilgangur þeirra ekki aö auglýsa slikarvörur. I kafla um takmörkun á tóbaks- reykingum segir aö tóbaksnotkun sé óheimil í gmnnskólum, dagvistum barna og húsakynnum ætluðum börn- um og unglingum yngri en 16 ára til félags- og tómstundastarfa. Einnig á opinbemm samkomum innanhúss fyrir börn og unglinga og í heilsugæslu- stöövum og í almenningsfarartækjum sem rekin eru gegn gjaldtöku. For- ráöamenn flugvéla í millilandaflugi geta þó heimilaö reykingar í hluta vélar. I athugasemdum sem fylgja frumvarpinu segir aö engin tormerki séu á því að banna reykingar í innan- landsflugi vegna þess aö flugtími er aldrei meiri en rúmur klukkutími. I almennum ákvæðum fmmvarpsins er sagt að ákveöa skuli á fjáriögum ár hvert framlag úr ríkissjóöi til reykingavarna. Tóbaksvarnaráð geri tillögur til ráðherra um ráðstöfun fjárins. -JBH. Enn er hægt að gera reyfarakaup ihinum ýmsu vörum i verslunum Lundúnaborgar. Lundúnaferð áskrifendaþjón- ustu DV Lundúnaferöin vikuna 13.-20. mars nk., sem áskrifendur DV eiga kost á aö taka þátt í, hefur vakið feikna athygli. Þessi ferö, sem DV-áskrifendur eiga kost á, er tilkomin vegna hag- stæöra samninga viö Feröaskrif- stofuna Polaris sem hefur allan veg Prófkjör Sjálfstœðisflokksins í Reykjaneskjördæmi 26. —27. febrúar nk. Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjón, Seltjarnarnesi, hefur með störfum sínum sýnt að hann á erindi á alþingi. Reyknesingar — takið þátt í mótun framboöslistans. og vanda af skipulagningu og fram- kvæmd ferðarinnar. Síminn hefur vart stoppað vegna fyrirspurna um feröina og þau kosta- kjör sem áskrif endum b jóöast. I þessari ferö, sem kostar frá kr. 7.900,- fyrir manninn, er innifaliö flug, gisting, i sjö nætur, morgun- veröur, flutningur til og frá hótelum í London — og miöi á hinn vinsæla söngleik „Cats” sem nú gengur fyrir fullu húsi hvert kvöld þar í borg og ennfremur kvöldferð (matur innifalinn) á enskan „pub”, Aba Daba MusicHall. Fullyröa má aö slík kostakjör og bjóöast fyrir áskrifendur Dag- blaösins-Vísis í þessari Lundúnaferð verði ekki aftur á boöstólum fyrir sumariö. Þeim áskrifendum DV sem ætla aö notfæra sér þessa einstæðu uppá- komu nú í lok skammdegisins er bent á aö hafa samband viö Ferða- skrifstofuna Polaris, Bankastræti 8, eöa í símum 28622 eöa 15340 og láta skrá sig. Tekinn hefur veriö frá á- kveðinn fjöldi af sætum og eru þau nú óöum aö fyllast. Jörðumkom- ið í kerfi — og búskapnum um leið Stuðningsmenn. Allsherjamefnd sameinaös Alþingis hefur stokkað upp tillögu Steinþórs Gestssonar og Egils Jónssonar um rööun jarða í tölvuvinnslu. Vill nefndin síöan láta samþykkja aö önnur nefnd veröi sett í málið. Sú nefnd kanni „hvernig betur mætti haga tölvuvæddri upplýsinga- öflun og nýtingu upplýsinga varöandi bújaröir, bústofn og framleiðslu land- búnaðarins”. I henni sitji fulltrúar frá Hagstofu, Búnaöarfélagi og Fasteigna- mati. I breytingartillögu allsherjarnefnd- ar er ekki ákvæöi um starfstíma fag- nefndarinnar. -HERB. W^STÓRÚTSALA í FULLU FJÖRI - NÝJAR VÖRUR DAGLEGA jt mm í LEIFTURSÓKNARSALNUM SKULAGOTU 26 Á HOfíM SKÚLAGÚTU OG ViTASTÍGS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.