Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1983, Blaðsíða 12
12 DV. MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRUAR1983. DAGBLAÐIÐ-VÍSIR Útgátufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjórí: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSONog ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON bg Ó5KAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. fRitstjóm: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍDUMÚLA 12. Prentun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI19. Áskriftarveröá mánuði 150 kr. Verð f lausasölu 12 kr. Helgarblaöl5kr. Oheppileg uppákoma „IJrslit kosninga eru bezti mælikvaröinn á, hversu áreiðanlegar eru vinnuaöferðir í skoðanakönnunum.” Þetta sagði George Gallup, hinn kunnasti í heiminum af þeim, sem hafa fengizt við að mæla í tölum skoðanir fólks. Vinnuaðferðin, sem DV notar í skoöanakönnunum, hefur frá upphafi eða fimm sinnum í röð veriö svo nálægt raunverulegum kosningaúrslitum, að meðalskekkjan hefur aðeins verið 0,4 prósentustig, minni en hjá Gallup sjálfum. Þegar búið er að reyna aðferðina fimm sinnum, tvisvar í alþingiskosningum, tvisvar í borgarstjórnarkosningum og einu sinni í forsetakosningum, alltaf með sama frá- bæra árangrinum, eiga öfundarmenn að hafa hljótt um sig. DV notar önnur vinnubrögð en Gallup, af því aö íslenzka þjóðfélagið er öðruvísi en hið bandaríska. I upp- hafi var skiljanlegt, að sumir félagsvísindamenn efuðust um aðferðina, sem síðan hefur sí og æ staðizt dóm reynslunnar. Gagnrýni háskólakennara hefur hljóönað, enda telja þeir sig veröa að taka mark á staðreyndum. Hið sama er ekki hægt að segja um ýmsa stjórnmálamenn, sem hvað eftir annað rugla út í loftið um þessar skoðanakannanir. Hin raimverulega orsök gremju stjórnmálamanna er, að skoðanakannanir draga úr möguleikum þeirra til að ljúga að fólki um strauma fylgis og sigurlíkur þeirra eigin flokka, svo sem þeir gerðu fyrir tilkomu skoðanakannana. Síðasta haldreipið þessara manna hefur veriö að krefjast banns við skoðanakönnunum síðustu dagana fyrir kosningar, þar sem birting niðurstaðna kunni að hafa áhrif á hina óákveðnu kjósendur og endanlega ákvörðun þeirra. Þetta var mest til umræðu í aödraganda síðustu forsetakosninga. Sumir bjuggust þá við, aö birting niður- staðna mundi beina straumi ákveðinna kjósenda í meira mæli að tveimur efri frambjóöendunum en að hinum tveimur. I rauninni kom í ljós, að hinir óákveðnu skiptust á alla frambjóðendurna í svipuðum hlutföllum og hinir, sem höfðu ákveðið sig fyrir skoðanakönnun. Birting niður- staðna fældi kjósendur ekki frá þeim, sem minni mögu- leika höfðu. Enda var fyrir skömmu svo komið, að ekki heyrðust lengur neinar raddir, sem gagnrýndu aðferðafræði og áhrif skoöanakannana. En þá kom skoðanakönnun Helgarpóstsins eins og fjandinn úr sauðarleggnum í síð- ustu viku. Þar voru upplýsingar fjórtán kjósenda á Vestfjörðum notaðar til að raða þingsætum niður á flokka. Tveir kjós- endur Sjálfstæðisflokksins gáfu einn þingmann og einn kjósandi Sigurlaugarlistans gaf engan þingmann. Sjálfstæðiskjósendurnir tveir voru svo notaðir til að reikna flokksfylgið, ekki upp á 4% og ekki 4,0%, heldur 4,00%! Aö baki talnameðferðinni er eitt höfuðeinkenni félagsvísindamanna, skortur á skilningi á takmörkum líkindareiknings. Til að bæta gráu ofan á svart forðaðist skoðanakönnun Helgarpóstsins strjálbýlið, þar sem fylgi Framsóknar- flokksins er eindregið mest. Þetta leiddi til hrikalegs van- mats könnunarinnar á fylgi flokksins, svo sem bent hefur verið á. Því miður hefur uppákoma Helgarpóstsins hleypt púkunum út á nýjan leik. Þeir hafa slegið upp ofangreind- um göllum og notað tækifærið til að lasta aðrar, óskyldar skoðanakannanir, eins og þeir telji sig geta gleymt dómi reynslunnar. Jónas Kristjánsson Grundvallar- réttur eða aumingja- gæsla? Tilefni þessara skrifa er framsöguerindi, sem ég flutti á borg- arafundi um málefni þroskaheftra á Hótel Sögu í desember síöastliönum. Erindi mitt snerist um grundvallar- rétt fólks sem er andlega eöa líkamlega fatlaö til aö eiga heimili og lifa einkalífi hver eftir sínum vilja og getu og njóta þar þeirrar þjónustu sem gerir því slíkt kleift þrátt fyrir fötlun sina. Tilefni borgarafundarins var nýtt framlag borgarinnar til málefnis fatlaöra. Forseti borgarstjómar afhenti gjafabréf fyrir byggingu skammtíma vistuharaöstööu handa fullorönu, þroskaheftu fólki á fundin- um, ásamt loforöi borgaryfirvalda um aö reka stofnunina. Stöö þessi er fyrir- huguö í raöhúsabyggingu sem Styrkt- arfélag vangefinna er að láta reisa í grennd Öskjuhlíöarskóla og mun Styrktarfélaginu ætlað aö halda utan um starfsemina. Hér á eftir verður rakið meginefniö úr áöumefndu erindi. Mennska hvers samfélags speglast hvaö gleggst i kjömm, sem undirmálshópum eru búin, og þá ekki hvaö síst í réttarstööu og aðbúnaði hinna andlega og líkanlega skertu. Þótt sá lagarammi sem afmarkar stööu þessa fólks, al- menn landslög, lög og reglur, sem Kjallarinn Dóra S. Bjahiason tengjast málefnum þroskaheftra, svo og tryggingarlöggjöfin, sníöi málefnum þessa hóps allmennskan stakk, þá er framkvæmd einstakra laga og reglna götótt enda er þróun þessa málaflokks á byrjunarstigi. Kerfiö er þungt í vöfum og sitt sýnist hverjum í hópi fatlaðra, stjórnmála- manna, sérfræöinga og aðstandenda. Slíkur ágreiningur, sem hér um ræðir, kemur þó fyrst og helst niður á hinum fötluöu og aöstandendum þeirra, tefur framkvæmdir og uppbyggingu not- hæfrar þjónustu, dreifir starfskröftum sérhæfös fólks og lengir enn biðlista eftir nauösynlegri þjónustu og meöferö. Þetta leiðir til þess að stjóm- völd, ríki og sveitarfélög hljóta að grípa til meira eöa minna vanhugsaðra bráðabirgðalausna til aö leysa úr brýn- ustu vandamálum á líöandi stundu. Bandaríski félagsfræöingurinn og heimspekingurinn, G.H. Mead, hélt því fram aö lykilinn að mennsku mannsins væri getan til aö setja sig í spor annarra, sjá sjálfan sig meö augum annarra og bregðast viö eigin athöfn- um og hugsunum jafnt sem annarra. Þannig áleit Mead aö sjálf mannsins og samfélags hans væru tveir fletir á samateningi. Eg ætla ekki aö fara lengra út i þá sálma, en bið ykkur að hugleiða þetta og reyna að setja ykkur í spor hinna fötluöu og aðstandenda þeirra. An þess er hætt við aö tilburðir sérfræðinga, stjórnmálamanna og almennings að rétta hlut hinna fötluöu nái skammt og einkennist aðeins af vindhöggum þeg- ar best lætur. Grundvallarþarfir okkar eru aö- hlynning og hlýja, fæöa, húsnæöi, Opið bréf til Bandalags jaf naðarmanna: Sumt jákvætt - sumt neikvætt Ekki til skaða Eg fylgdist nokkuö meö undirbún- ingi að Bandalagi jafnaðarmanna án þess aö taka þátt í honum. Mat mitt á framtakinu sem slíku var um margt jákvætt af ýmsum ástæðum. Skulu nokkrarnefndar. Stjórnmálaflokkunum fjórum er hollt að lærast aö þeir einoka ekki stjórnmálastarf í landinu og eiga ekki rétt á því. Fólk sem hefur andúö á starfsháttum þeirra hefur rétt til aö skipuleggja sig. Ennfremur hafa sósíaldemókratar ávallt boriö ýmis umbótamál fyrir brjósti. ' Bæði Alþýðuflokkur og Alþýöubandalag (sem ég greini sem vinstri krataflokk eins og Hjörleifur Guttormsson) hafa að mestu leyti selt þessi umbótamál fyrir bitlinga þannig áð of lítið ber nú á þeim, s.s. lýöræöi í verkalýðshreyfing- unni, verötryggingu sparifjár og bygg- ingu leiguhúsnæöis. Til bóta er ef áhugafólk um svona mál tekur sig saman og myndar flokk, svo langt sem þaönær. Þá tel ég stefnu og myndun BJ eðli- lega meö hliðsjón af upplausn flokka- kerfisins sem fer fram hvort sem vinur minn, Vilmundur Gylfason, er til eður ei. Loks er ágætt ef einhverjir reyna frönsku „regnhlífarflokksaðferðina” við íslenskaf aöstæöur. Eg óttast ekki áhrif BJ til ills, í þá átt mun starf þess ekki hníga, ef á heildina er litiö. En engar stórvonir bind ég viö þaö. Nokkrar mótbárur Eg hef snúist öndverður í huganum gegn þeirri fyrirlitningu og ofsa sem áberandi fólk í stjórnmálastarfi og tjolmiðlum hefur sýnt Bandalagi jafnaðarmanna. Alls konar hæönissögur, fíflalegar samsæriskenningar og ýkjur vaöa uppi og menn gera lítiö úr tugum hugsandi fólks meö því að segja þaö handbendi eins manns eöa stimpla ýmis stefnuat- riöi BJ með rógstimplum á borö viö „einræði” (stjórnarskrárbreytingar), , ,eyöilegging verkalýðssamtakanna” (vinnustaöafélög, þekkt á Noröurlönd- um) og „aðföraðatvinnulífinu” (opnir fiskverðssamningar). Nú er ég ekki endilega sammála BJ í sumu af ofan- greindu, en þessir ómálefnalegu tilburöir lýsa lágkúrulegum aöferðum í stjómmálabaráttu. Og þarna er líka lifandi kominn einn þátturinn sem valdið hefur vantrausti almennings á flokkunum fjórum: Ovönduö meöul gegn öömm, hól um þá sjálfa. En ekki er nóg með þetta. Líka er

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.