Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1983, Blaðsíða 6
6 DV. MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRUAR1983. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur / tílefni af 60 ára afmætí Húseigendafélags Reykjavikur var þessi mynd tekin af stjórn og framkvæmda- stjóm félagsins. Á myndinni eru talið frá vinstri: Sigurður Helgi Guðjónsson frkvstj., dr. Páll Sigurðsson, Sveinn Jónsson varaformaður, Páll S. Páisson formaður, Alfreð Guðmundsson og dr. Pétur Blöndal. Homafjörður: Ekki víst að brauðin . _innci9 kosti spum. iAt,i bvi i s DUU ... í:„nciiimseiul"'u,E . v.„i, cóiiá annars: Kakari ætlar aí» haida .£< cinl’,ve!r^»d Slciurimiar aí ÞVÍ 'rTS eSn.ulbrau6>6c" þcir selji ckki 8«* címanúmerher þúhrin6t i a"!, ,j; f 6,rium trauí- ^rþaíelckldörugetadÞauaídW brauö.” Hart er ef rétt réttrileiö. DS Greinin sem birtist á neytendasiðunni 14. febr. og varð tilefni athuga- semda frá konu i Reykjavik. Að hengja bakara fyrir smið Vandamál húseig- enda eru margvísleg athugasemd vegna skrifa um volg mygluð brauð á Hornaf irði I dag á Húseigendafélag Reykjavík- ur sextíu ára afmæli. Þegar félagiö var stofnað, árið 1923, nefndist þaö Fasteignaeigendafélag Reykjavíkur ennafninu varbreyttárið 1951. Tilgangur félagsins hefur frá upp- hafi verið sá að stuöla að því að fast- eignir í lögsagnarumdæmi Reykja- víkur verði sem tryggust eign og hafa einnig vakandi auga meö öllum sam- þykktum og lögum er snerta fasteignir í Reykjavík og út kunna að verða gefin af bæjarstjóm eða Alþingi. Fyrsti formaöur félagsins var Guðmundur Kr. Guðmundsson kaupmaður, núverandi formaður er Páll S. Pálsson hæstaréttarlögmaður. Félagsmenn í Húseigendafélagi Reykjavíkur eru nú rúmlega 2.500 talsins en í ráði er að hefja öfluga söfnun nýrra félaga og takmarkið er að fá sem flesta hús- og íbúðareig- endur í Reykjavík og nágrenni undir merki félagsins. Með auknum félaga- fjölda gæti starfsemi félagsins orðið öflugri og árangursríkari en æriö mörg verkefni bíða félagsmanna í náinni framtíð. Árgjald í Húseigendafélagi Reykjavíkur er 200 krónur. Annar tveggja meginþátta í starf- semi félagsins er að gæta á sem flestum sviðum hagsmuna hús- og íbúöareigenda almennt. Hefur það einkum veriö fólgið í afskiptum af setningu og efni ýmiss konar lög- gjafar, sem snertir hagsmuni íbúðar- og húseigenda svo sem fyrr segir. Þau lög sem nefna má eru húsaleigulög, lög um fjölbýlishús, lög um brunatrygg- ingar, skattalöggjöf. Margvísleg önnur mál hefur félagið látið til sín taka svo sem brunamálefni, skipulagsmálefni, Hitaveitu Reykjavíkur, fasteignamat í Reykjavík, vísitölu húsnæðiskostnaðar ogfleira. Endurgjaldslaus þjónusta Hinn meginþátturinn í starfsemi — Húseigendafélag Reykjavíkur 60áraídag félagsins er upplýsingamiðlun, ráögjöf og leiðbeiningastarfsemi. Á6. hundrað aðilar leituöu til lögfræðings félagsins á síðasta ári og er sú þjónusta sem hann veitir endurgjaldslaus. Vanda- mál húseigenda eru margvísleg og við mörg þeirra þarf lögfræðiaðstoð vegna þess meöal annars að löggjöf um fast- eignir er margbrotin og oft erfitt fyrir fólk aö átta sig á flækjum og iagakrók- umþeim. I tilefni af 60 ára afmæli félagsins hefur veriö ákveðið að gefa út veglegt afmælisrit síöar á þessu ári. Standa vonir til að afmælisritið marki tíma- mót í útgáfu- og útbreiðslustarfsemi félagsins. Vonast stjórnarmenn til aö útgáfustarfsemin komi til með að þjóna því tvíþætta hlutverki að vera tengiliður milli stjórnar félagsins og almennra félagsmanna og sem vett- vangur umræðna um málefni félagsins og stefnumið. -ÞG Kona í Reykjavík, nnr. 9389—3042, hafði samband við okkur vegna grein- ar á neytendasíðunni, mánudaginn 14. febr., um brauö á Höfn, Homafiröi. Hún hafði ýmislegt að segja um athugasemd húsmóður á Höfn og gef um við henni orðið: Eg hef búið á Höfn í Hornafirði í átta ár og þekki vel til þar. Vegna skrifa húsmóður frá Höfn, þar sem segir að hún hafi fengiö volg, mygluð brauð, langar mig að mótmæla harðlega þeim aðdróttunum sem að baki skrifum hennarliggja. Húsmóðirin á Höfn er aö gefa í skyn að bakarar hreinlega hiti upp mygluö brauð og láti þau síðan í sölu aftur. Hafi hún fengið myglað brauð er til Ritgerðasamkeppni fer nú fram í grunnskólum landsins. Böm í 7.-9. bekk eiga öll að skrifa ritgerðir um umferðarmál. Er það í tilefni af norrænu umferöaröryggisári. Hægt er að velja á milli þriggja efna til ritgerðarsmíöar sem nefnast hjálp- semi í umferð, hættur í umferð og flýttu þér hægt. Ætlast er til að umræöur fari fram í skólunum um efnið áður en ritgerð- einföld skýring á því máli. Á Höfn er ekki rekin brauðbúð í tengslum við bakaríiö. Það er aðeins framleiöslufyrirtæki sem verslanimar síðan panta brauð og kökur hjá. Ástæðan fyrir mygluðum brauðum gæti aftur á móti verið lélegt eftirlit og ónóg umhyggja verslunarfólks í verslununum. Það á að sjá til þess að brauð og kökur mygli ekki eða harðni í hillum verslananna. Eg staðfesti að þeir bakarar sem daglega framleiða sína vöru eiga ekki skilið að fá umsögn eins og þá sem húsmóðirin fyrmefnda á Höfn gefur. Eg vil því benda hús- móðurinni á að hengja ekki bakara fyrir smið. ir era skrifaðar. Verðlaun fyrir 10 bestu ritgerðirnar verða reiðhjól, út- varp, úr og bækur. Ritgerðimar veröa einnig metnar sem framlag til móðurmálskennslu. Gert er ráð fyrir að þrjár þær bestu verði síðan birtar í f jölmiðlum. Fimm manna dómnefnd velur úr þeim ritgerðum sem berast. Skila- fresturertil21. mars. DS -ÞG. Ritgerðir um hætt- ur í umferðinni Hið opinbera skerðir eignar og umráðarétt húseigenda Húseigendafélag Reykjavíkur telur brýnt, að eigendur íbúöa til eig- in nota, nú og í næstu framtíð, þurfi að hafa samstöðu, hvar í flokki sem þeir standa, um andóf gegn því aö hið opinbera skerði eignar- og um- ráðarétt þeirra yfir húsnæði, dragi úr lánveitingum til húsbyggjenda til eigin afnota, íþyngi húseigendum með ofsköttun eða skeröi á annan hátt aöstöðu þess fólks, svo að ný húsnæð- isvandræði skapist ekki og leigjend- um fjölgi. — Þetta kom meðal annars fram á blaðamannafundi sem stjórn Húseigendafélags Reykjavíkur, ásamt framkvæmda- stjóra, hélt í síðustu viku. Tilefni þess fundar er 60 ára afmæli félags- ins um þessar mundir. Um skatt- heimtu stjórnvalda af húsnæði kom fram það sem allir húseigendur hafa — of sköttun dregur úr f ramkvæmdum að sjálfsögöu fundið, að skattheimt- an keyrir nú úr hófi fram. Hún dreg- ur mjög úr framtaki einstaklinga til að koma sér upp eigin húsnæði, enda sjást þess þegar merki. Hér verða stjómvöld að breyta um stefnu og gera íbúöarhúsnæði og arð af því skattfrjálst eins og annað sparifé. Óráðlegt að leigja út eigið húsnæði Dr. Pétur Blöndal, einn stjómar- manna í Húseigendafélagi Reykja- víkur, sagðist ekki ráðleggja húseig- endum í dag að leigja út eigið hús- næði. Vegna breyttrar vaxtasíefnu í þjóðfélaginu og skattheimtu á fast- eignir, sagði dr. Pétur að það væri hagstæðara fyrir húseigendur, sem leigja út sínar eignir, að selja þær heldur og leggja andvirðið til dæmis inn á verðtryggða reikninga. Fram kom hjá stjórnarmönnum á fundin- um að brýnt sé aö frítekjumörk eignaskatts verði nú þegar hækkuð að minnsta kosti til samræmis við hina miklu hækkun á fasteignamati húsnæöis. Þar sem fasteignamat, sem eigna- skattur er reiknaöur af, hefur hækk- að um allt að 78% en almenn skatt- vísitala, sem ræöur hækkun á frí- tekjumörkum eignaskatts, aðeins um 50% er nú fyrirsjáanleg, verði ekki að gert, stórkostleg hækkun á eignaskatti, sem þó er allt of hár fyrir. Auk þess sem fjöldi fasteigna- eigenda, sem áöur þurftu ekki að greiða eignaskatt, veröa nú að gera þaö þótt eignir þeirra hafi ekki auk- ist. - útleiga óhagstæð Lögum um húsaleigusamninga þarf að breyta Lögum um erfðafjárskatt veröur að breyta í það horf að skattþrep hækki nú og framvegis í samræmi við hækkun fasteignamats og leyfa ætti greiðslu erfðafjárskatts með af- borgunum á nokkram tíma, þegar ekki eru peningar í dánarbúi, ef til vill ein íbúð, sem eftirlifandi maki þarf að búa í. Það er brýnt verkefni að breyta lögunum um erföafjár- skattinn að mati stjómar félagsins og einnig lögum um húsaleigusamn- inga. Þeim þarf að breyta þannig að samningsfrelsi einstaklinga verði virt og þannig að það veröi eftirsókn- arvert fyrir húseigendur að leigja út frá sér húsnæði. Húsaleiga er almennt of lág og gefur miklu lélegri arð af því fjár- magni sem bundið er í húsnæði held- ur en verðtryggðir innlánsreikningar og spariskírteini ríkissjóös. Nauðsyn ber til að endurskoöa þeg- ar í stað grundvöll og útreikning vísi- tölu húsnæöiskostnaðar og taka hið fyrsta upp eðlilega og skynsamlega vísitölu til viðmiðunar húsaleigu í stað núgildandi vísitölu húsnæöis- kostnaðar sem er meö öllu ófullnægj- andi til þeirra nota. Vísitala þessi hefur hækkað miklu minna en aðrar vísitölur og í henni er ekkert tillit tekið til nýrra skatta á húsnæði, til dæmis skrifstof uhúsnæði. Telja forráðamenn Húseigenda- félagsins að mánaðarlega geti hús- eigandi reiknaö með að tvö þúsund króna greiðsla fari til ríkis og sveit- arfélags i formi skattgreiöslu. -ÞG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.