Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1983, Blaðsíða 37
DV. MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRUAR1983.
37
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Margar hendur vinna létt verk. JC-félagar i Grindavík vinna að breytingum á kirkjunni. Þeir tóku kirkjuna
i notkun um miðjan janúar.
Gamla kirkjan í Grindavík
þjónar nýjum herrum
Gamla kirkjan í Grindavík hefur nú
skipt um hlutverk ef svo má aö orði
komast. Ungt fólk í JC Grindavík hefur
nefnilega tekiö kirkjuna í sína þjónustu
og breytt henni í f élagsheimili.
Aö sögn þeirra í JC Grindavík settu
þeir sér, fyrir tveimur árum er félagið
var stofnaö, það markmið að félagið
kæmist í varanlegt húsnæði.
Þegar nýja kirkjan var vígð gekk JC
Grindavík frá leigusamningi við
sóknarnefndina um afnot af gömlu
kirkjunni. Skuldbatt félagið sig til að
sjá um allt viöhald og að útlit hússins
héldist óbreytt.
„Við byrjuðum að breyta kirkjunni
fyrir jól og verkinu lauk um miðjan
janúar,” sagði Magnús Olafsson, for-
seti JC Grindavikur, er Sviðsljósið
rabbaði viö hann vegna hins nýja
húsnæðis.
Magnús sagði ennfremur að með
þessari nýju aðstöðu myndi öll aðstaða
félagsins breytast til batnaðar og ekki
væri nokkur vafi á að þetta væri félag-
inumikil lyftistöng.
Við óskum Grindvíkingum til ham- Greinilegt að þeir eru með afbrigðum
ingju með nýju notkunina á kirkjunni. úrræðagóðir. -JGH
Gamla kirkjan i Grindavik er nú orðin félagsheimili JC Grindavíkur. Þegar
nýja kirkjan var vigð gengu JC félagar fré leigusamningi við sóknarnefnd-
ina um afnot af kirkjunni. Óneitanlega sniðug hugmynd finnst okkur.
:
„Jú, þetta hefur verið erfíður tími fyrir mig frá striðsiokum, nvkil
ósköp. Ég gat fljótlega flúið tH íslands og hef verið i fylgsni hér rétt
við Akureyri en lét mig hafa það að koma út úr þvi á öskudaginn.
Sannarlega skemmtilegur dagur og ekki annað að sjá en krakkarnir á
Akureyri séu hinir hressustu."
Heil Hitler
Krakkar á Akureyri hafa löngum
þótt hressir og hugmyndaríkir og
ekki kallað allt ömmu sína.
Þetta hefur ávallt komið berlega í
.jós á öskudaginn sem jafnan hefur
verið haldinn hátíðlegur með tilþrif-
um á Akureyri. Kötturinn sleginn úr
tunnunni og fariö um bæinn með bros
ávör.
öskúdagurinn að þessu sinni var
enginn undantekning frá reglunni á
Akureyri. Allt iöaði af fjöri fyrir
norðan og var mönnum ljóst að
öskudagurinn var runninn upp.
I öllum látunum birtist skyndilega
þýskur liðsforingi í sönnu „júní-
formi”. Hann kvaöst hafa tekið þátt í
síðari heimsstyrjöldinni en hafa
verið á flótta frá því í stríöslok.
Fylgsni hans væri rétt hjá Akureyri
en ekki vildi hann greina nánar frá
því.
örlitíð bar á því að menn væru
smeykir við þennan liðsforingja sem
þóhafði ekki í hótunum við neinn.
Búningur hans vakti mikla athygli.
SS-merkið var á sínum stað. Skamm-
byssan, húfan og frakkinn, allt
greinilega þýskt. Stígvélin voru þó
venjuleg gúmmístígvél og stungu þau
óneitanlega í stúf viö þýskættaðan
klæðnaöinn.
Haft var á orði að óþarfi væri að
handtaka liðsforingjann og fékk
hann þvi að ganga um óáreittur.
Hann mun nú vera aftur kominn í
fylgsni sitt. Segir sagan að hann ætli
aö koma aftur út úr því næsta ösku-
dag.
-JGH