Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1983, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1983, Blaðsíða 32
32 DV. MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRUAR1983. Andlát I íþróttir Jón Pálsson sundkennari, lést í Landa- kotsspítala, mánudaginn 21. febrúar. Gunnar Sæmundsson bóndi, Breiðablik Árborg Manitoba, andaðist 18. febrúar í sjúkrahúsi í Árborg. Minningarathöfn um Önnu Guðmunds- dóttur ljósmóöur, Tómasarhaga 46 Reykjavík, veröur í Fossvogskirkju miövikudaginn 23. febrúar kl. 15. Jarösett verður frá Grenivíkurkirkju laugardaginn 26. febrúarkl. 14. Fundir Kvenfélag Kópavogs heldur fund fimmtudaginn 24. febrúar i félagsheimili Kópavogs kl. 20.30. Myndasýn- ing. Kvenfélag Hreyfils Fundinum sem átti að vera í kvöld er frestað til næsta þriöjudagskvölds, 1. mars. Aðalfundur dómara Aðalfundur Knattspymudómarafélags Reykjavíkur veröur haldinn miðvikudaginn 24. febrúar kl. 20.30 að Hótel E5ju. Venjuleg aðalfundarstörf. Fuglaverndarfélag íslands Næsti fræöslufundur Fuglaverndarfélags Islands verður haldinn í Norræna húsinu fimmtudaginn 24. febrúar kl. 8.30. Arnþór Garðarsson prófessor flytur fyrir- lestur meö litskyggnum sem hann nefnir: Sjófuglar viö Látrabjarg og víðar. Öllum heimill aðgangur. Samhygð Kynningarfundur verður hjá Samhygð alla fimmtudaga kl. 20.00 að Ármúla 36, 3. hæð (gengiðinnfrá Selmúla). íþróttir Islandsmót í blaki, 1. deild karla, í kvöld: Hagaskóli kl. 19.45 ÍS-Víkingur Bikarkeppni Blaksambandsins: Hagaskóli kl. 18.30 UBK-IS mfl. kvenna Hagaskóli kl. 21.00 HK-Fram mfl. karla. Meistaramót íslands 14 ára og yngri fer fram 26. og 27. febrúar nk. Mótiö hefst i Hafnarfirði 26. febrúar kl. 13 og verður þá keppt í hástökki og langstökki án atr. í pilta-, telpna-, stráka- og stelpnaflokki. Sunnudaginn 27. febrúar veröur keppt í Baldurshaga í sömu flokkum í 50 m hl. og langstökki. Þátttökutilkynningar þurfa að berast tii Siguröar Haraldssonar í síma 52403 í síðasta lagi þriðjudaginn 22. febrúar. Þátt- tökugjald er 15 kr. á grein. Frjálsíþróttadeild FH. Sundmót Ármanns Sundmót Ármanns verður haldiö í Sundhöll Reykjavíkur miðvikudaginn 9. mars og hefst kl. 20. Keppnisgreinar verða: 1. grein 200m flugsund karla 2. grein 100 m skriðsund kvenna 3. grein 100 m bringusund karla 4. grein 100 m flugsund kvenna 5. grein 100 m skriðsund karla (bikarsund) 6. grein 100 m baksund kvenna 7. grein 200 m fjórsund karla 8. grein 100 m bringusund kvenna 9. grein 4 x 100 m skriðsund karla 10. grein 4 X100 m skriðsund kvenna Stigabikar SSI er fyrir besta afrek mótsins. Skráningum ber að skila á þar til gerðum skráningarkortum til Péturs Péturssonar, Teigaseli 5 109 Reykjavík (sími 75008), eigi síðar en laugardaginn 5. mars nk. Skráningargjald er kr. 10 fyrir hverja skráningu. Nafnalisti yfir keppendur skal fylgjaskráningum. Sunddeild Ármanns. Tilkynningar Hvöt Fræðslu- og umræöufundur um fóstur- eyðingalöggjöfina verður haldinn i Valhöll miðvikudaginn 23. febrúar kl. 20.30. Framsögumenn: Sólveig Pétursdóttir hdl., Katrúi Fjeldsted læknir, Þorvaldur Garðar Kristjánsson alþingismaður, Auðólfur Gunnarsson læknir. Pallborðsumræöur verða að loknum framsöguerindum. Auk fram- sögumanna taka þátt í þeim Auður Þorbergs- dóttir borga dómari Bessi Jóhannsdóttir, formaður Hvata/-, Jón Magnússon hdl. Fund- arstjóri Inga Jóna Þórðardóttir fram- kvæmdastjóri. Kaffiveitingar. Stjórnin. Ferðalög Útivistarferðir I^ækjargötu 6, sími 14606, símsvari utan skrifstofutíma. Útivistarkvöld — Eyvakvöld Fimmtud. 24. febr. kl. 20.30 í Borgartúni 18, kjallara. Sýnt úr myndasafni Eyva, m.a. frá Þeistareykjum. Ljúffengar kökur og kaffi. Kynnist feröum Útivistar. Þórsmörk í vetrar- skrúða, 25.-27. febrúar. Gist í vistlegum skála í fallegu umhverfi. Fararstjóri Ingibjörg Ásgeirsdóttir. Sjáumst. Helgarferð að Hlöðuvöllum Helgina 26.-27. febrúar verður farin skíða- gönguferð að Hlöðuvöllum. Gengiö frá Þing- völlum (ca 6—7 klst.). Gist i húsi. Tak- markaður fjöldi. Uppl. á skrifstofunni, 01dugötu3. Ferðafélag Islands. Frá Ferðafélagi íslands Kvöldvaka veröur haldin á Hótel Heklu miðvikudaginn 23. febrúar kl. 20.30. Efrii: „I dagsins önn”. Dr. Haraldur Matthíasson segir frá fornum vinnubrögöum í máli og myndum. Myndagetraun sem Siguröur Kristinsson sér um. Verölaun veröa veitt fyrir réttar lausnir. Allir velkomnir meöan húsrúm leyf- ir. Bók um Bahá' í trúna Komin er á markaðinn ný bók um Bahá’ i trúna, höfund hennar, markmið og uppruna. Bókin, sem nefnist „Baháí u’ lláh, líf hans og opmberun” er eftir Eðvarð T. Jónsson og er hér um að ræða fyrstu bókína um þetta efni sem rituð er af íslenskum höfundi. Áður hafa verið fáanlegar þýddar bækur og kynningar- og nýi tíminn” sem kom út i þriðju útgáfu fyrir fáeinum árum. I þeirri bók, sem nú kemur fyrir almenningssjónir, er ítarlega fjallað um þá atburöi er gerðust í Iran um miðbik siðustu aldar er fjöldahreyfing, sem náði til allra þjóðfélagsstétta, með ungan mann, Bábinn, í fararbroddi, ruddi brautina fyrir stofnun Bahá’ í trúarinnar. Bókin segir ennfremur frá vexti og viðgangi Bahá’ í’ trúarinnar þrátt fyrir grimmilegustu ofsóknir sem trúar- bragðasagan kann frá að greina. Bókin er 267 blaðsíöur, prýdd fjölda mynda. Prentsmiðja G. Benediktssonar prentaði bókina en Michael Gunter og Geoffrey Pettypiece sáu um útlit. Bókband annaðist Arnarfell hf. Bókin verður fáanleg hjá bóksölum, en einnig má panta hana beint frá Bahá’ í bóksölunni, Oðinsgötu 20 Reykja- vík. Hallgrímskirkja — Opið hús Opið hús fyrir aldraða veröur á morgun, fimmtudag, kl. 15. Þórarinn Þórarinsson frá Eiðum segir frá og Aðalheiður Georgsdóttir kveðurrimur. Kaffiveitingar. Safnaðarsystir. í gærkvöldi í gærkvöldi Draugaleg tónlist og Útlegðin ógeð Mestmegnis voru þaö þættir á dag- skrá útvarps og sjónvarps í gær- kvöldi, sem vekja menn til um- hugsunar. Engin fimmtíu ára gömul bandarísk mynd og er þaö vel. Aö venju eru þaö kvöldfréttir sem fyrst gefst tími til að hlýöa á, þegar skyldustörfum er aö mestu lokið dag hvern. Þær standa ávallt fyrir sínu og er þaö útsending sem flesta varö- ar. Sögur úr Snæfjöllum er fallegur teiknimyndaflokkur, sem yngstu börnin sleppa ekki fyrir nokkurn mun. Líf og heilsa er góöur þáttur, en því miöur eru þaö allt of margir sem telja sig ekki þurfa að hlýöa á slíka þætti. Utlegð er myndaflokkur sem ég til þessa hef ekki fylgst meö, en horföi á í gærkvöldi vegna þessa skrifa. Þótti mér þar heldur ógeös- lega aö fariö og tel mig ekki hafa misst af miklu. Þrátt fyrir þaö tel ég aö þýskir þættir mættu oftar vera á skjánum. Viðræðuþátturinn Á hraö- bergi stóö fyrir sínu, þó oftast sé meira í þá varið þegar fleiri sitja fyrir svörum. Utvarpsþátturinn Áttu bam snerist inn á snældu á meðan fylgst var meö viöræöuþætti í sjónvarpi, þar sem þessir þættir voru sendir út á sama tíma. Þáttur Andrésar Ragnarsson- ar um uppeldismál er einn af þessum umhugsunarþáttum. Agnar Sverris- son salfræðingur sagöi meöal ann- ars: „Komabarniö tekur þátt í hræringum lífsins frá fyrstu stund,” ennfremur sagöi hann: „Minning- amar blunda í sálinni, þaö er ekki auðvelt aö gleyma, einkum hræðslu.” Mættum við hafa þessi orö í huga, þegar bömum er leyft aö sjá hvaö sem er í sjónvarpi og kvik- myndahúsum. Því miður sá ég ekki tilganginn með þættinum Kimi, sem síðastur var á dagskrá útvarps. Draugalega tónlistin var fyrir neöan allar hellur og er þaö hvimleitt þegar erlendum orðum er slett inn í okkar mál. Raghildur Ragnarsdóttir. Frá Kennarafélagi Reykjavíkur Nú liggur fyrir Aiþúigi Islendinga frumvarp til laga um bann við ofbeldiskvikmyndum. Kennarafélag Reykjavíkur fagnar því að þetta frumvarp skuli vera komið fram og hvetur emdregið tii þess að það verði sam- þykkt á yfirstandandi þingi. A síðustu misserum hefur hér á landi verið komið á fót miklum f jölda af myndbandaleig- um. Ekkert eftirlit virðist vera með starfsemi þessara fyrirtækja hvorki hvað varðar það hverjir geta fengið leigðar myndir né hvaða myndir eru á boðstólum. Engum blöðum þarf um það að fletta hvaða þjóðfélagshópur er viðkvæmastur fyrir þvi sem þarna er boðiö upp á, það eru börnin. En eins og fram kemur í greinargerð með áður- nefndu frumvarpi eru ábyrgir fræðimenn á einu máli um aö gróft ofbeldisefní sé skaö- vænlegt börnum, andlegri heilsu þeirra og verði þeim jafnvel beinlinis fyrirmynd að eig- in hátterni. Einhverjum kann að þykja að með banni því er i frumvarpinu felst sé gengiö á rétt fólks, frelsi einstaklingsúis, en á móti því kemur að ekki verður séð með hvaða hætti öðrum verði hægt að tryggja börn og ung- menni gegn því skefjalausa ofbeldi sem þeim gefst nú tækifæri til að horfa á, meira og minna eftirlitslaust. Bann eins og þarna er um að ræða, sem beinist að því að vernda böm og ungmenni á viðkvæmasta aldurs- skeiði, hlýtur því að vera þyngra á metunum en sá réttur sem einhverjum fuliorðnum kann að þykja gengið á. OA, samtök fólks sem á við offitu- vandamál að stríða OA-samtökúi á Isiandi voru stofnuð 3. febrúar 1982 og eru því eins árs gömul um þetta leyti. Þau eru angi af alþjóðafélagsskapnum Over- eaters Anonymus. Inntöku- eða félagsgjöld eru engin og eru samtökin öllum opin sem telja sig eiga við offitu eða matarvandamál að etja. Fundir eru haldnir að Ingólfsstræti la, 3. hæö gegnt Gamla bíói á miövikudögum kl. 20.30 oglaugardögumkl. 14. Upplýsingarí síma 71437 eftir kl. 17. Happdrætti Þroskahjálpar Dregið hefur verið í aúnanakshappdrætti Landssamtakanna Þroskahjálpar. Vinnings- númer í janúar 574, febrúar 23806. Bellax Tapað — fundið Fundist hefur kventölvuúr í hálsfesti fyrir utan sundlaugarnar í Laugardal. Eigandi hafi samband í síma 84546 eftir kl. 18.00. Frá Félagi bókasafnsfræðinema við HÍ Vegna þeirra hækkana sem oröið hafa að und- anförnu á þjónustu almenningsbókasafna vill Félag bókasafnsfræöinema viö Hl vekja at- hygliáeftirfarandi: Hlutverk almenningsbókasafnsins er aö vera lýöræðisleg stofnun í þágu menntunar, menningar og upplýsinga. Forsenda lýöræöis er að þegnamir séu virkir. Aðgangur aö upplýsingum er nauösyn til þess að hægt sé aö koma á tengslum ólíkra hópa samfélagsins. Almenningsbókasafniö er mikilvægasta tækiö sem völ er á til aö veita öllum jafnan aðgang aö upplýsingum. Þess vegna teljum viö nauö- synlegt aö allir eigi rétt á þjónustu almenn- ingsbókasafna, sér aö kostnaðarlausu. Sér- stök ástæöa er til aö standa vörö um þessi mannréttindi á tímum efnahagslegra erfiðleika. Þekking er vald, valdið er allra — ókeypis bókasafnsþjónustu fyrir alla. Félag áhugamanna um réttarsögu Fræðafundur í Félagi áhugamanna um rétt- arsögu veröur haldinn þriðjudaginn 22. febrú- ar 1983 í Lögbergi, húsi lagadeildar Há- skólans, og hefst hann kl. 20.15 (stundvíslega) í stofu 103. Fundarefni: ögmundur Helgason sagnfræöingur flytur erindi er hann nefnir: „Berjast böra til batn- aöar”. Nokkur dæmi um barnaagann á síöari hluta 18. aldar og á 19. öld. AÖ loknu framsöguerindi veröa almennar umræöur. Félagsmenn og aðrir áhugamenn um sagn- fræðíleg efni, þjóðleg fræði eða uppeldismál eru hvattir til að f jölmenna. Samtök um kvennaathvarf Skrifstofa okkar að Gnoðarvogi 44, 2 hæð, er opin alla virka daga frá kl. 14—16, súni 31575. Póstgírónúmer samtakanna er 4442—1. Afmæli 68 ára er í dag, 23. febrúar, Fanney Ingibjörg Sæbjörnsdóttir, Brekkustíg 11 Sandgeröi. 80 ára er í dag, 23. febrúar, Anna Björnsdóttir frá Hörgsholti, Ásenda 14 Reykjavík. Hún tekur á móti gestum í félagsheimili Skagfirðingafélagsins, Síðumúla 35, eftir kl. 17.00 á afmælis- daginn. Skákmótið íTallin: Jón L með tvö jafntefli Jón L. Árnason hefur gert tvö jafn- tefli í tveimur umferðum, sem lokiö er af minningarskákmótinu um sovéska skákmanninn Keres, sem hófst í Talhn í Eistlandi á mánudaginn. Jón gerði jafntefh við Schusler í fyrstu umferð og viö Nei í annarri umferð. Fjórir skákmenn eru nú efstir á mót- inu með einn og hálfan vinning. Mót þetta er mjög sterkt. Af þátttakendum má nefna þá fyrrverandi heimsmeist- ara Tal og Petrosjan, Piahis, sem er tvöfaldur skákmeistari Sovétríkjanna, Vaganian, sem vann skákmótiö í Hast- ings um áramótin, og Elvert, Evrópu- meistara unglinga. Jón L. Ámason mun í dag tefla við Jansa frá Tékkóslóvakíu. AUs veröa tefldar 15 umferðir í mótinu, en því lýkur 14.mars. ÓEF Ekki hægt að auka niðurgreiðslumar — segir Svavar Gestsson vegna hugmynda framsóknarmanna um 5% aukningu Vertu nú ekkert að látast. Þú verður hrifinn af peysunni, þegar þú sérð hana, og hún er búin. „Það þarf nú aö benda mér á afgangspeninga í ríkissjóði til að gera þetta, ég hef ekki séö þá,” sagði Svavar Gestsson ráðherra í morgun, þegar DV leitaði álits hans á hug- myndum framsóknarmanna um 5% auknar niðurgreiðslur á landbúnaöar- vörum til að hækkun verðbóta 1. mars verði minni. „1 öðru lagi þarf að kanna hvort er þingmeirihluti fyrir þessu vegna þess að setja yrði lög um þetta ef þessar niöurgreiöslur ættu að hafa áhrif 1. mars.” — Steingrímur Hermannsson virðist, samkvæmt viötali í Tímanum í morgun, telja þetta mögplegt. — „Þá veit hann meira um hug stjórnarandstööunnar í þessum efnum en ég. Það væri nú þess vert að kanna þaö hvort stjórnarandstaðan væri tilbúin til að ganga frá þessu núna.” — Steingrímur segir líka aö svo virðist þegar nálgast kosningar að Alþýðubandalagið vilji hvorki hreyfa legg né Uö til að hægja á verðbólguöld- unni. — „Þetta er náttúrlega afskap- lega ósanngjarnt. Þaö er ekki aö draga úr verðbólguöldunni að borga niður landbúnaðarafuröir með peningum sem eru ekki til, þaö er seðlaprentun og verðbólga. Flokkur viðskiptaráö- herra ætti að vita það. Ef við færum aftur að borga niður núna værum við bara að skapa vandamál h já ríkissjóði, sem síðan breytast aftur í veröbólgu. Ég sé ekki aö neinn sé bættari með þaö.” -JBH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.