Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1983, Blaðsíða 14
14 DV. MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRUAR1983. PÓUTÍSK ÓSVÍFNI fU Því er stundum haldiö fram aö fjöl- flokkakerfi í stjómmálum veröi til vegna hinna „mismunandi leiöa aö markinu”, sem flokka greini ó um. Þaö eitt er þó ekki nægileg skýring, því aö markið sjálft er skilgreint á mismunandi vegu hjá hinum ýmsu flokkum. Þetta á viö um Island sem önnur lönd. Eitt er það þó öðru fremur, sem íslenskir stjórnmálaflokkar hamra sífellt á, og þaö er, aö stefnan sé þegar mörkuö, — þaö séu aðeins „leiöirnar að markinu”, sem deilt sé um! Stundum má endurtaka hluti svo oft, aö þeim veröi trúaö. Nú kemur hins vegar í ljós, aö íslenskir kjósendur eru ekki lengur móttækilegir fyrir þess konar slagoröum. Skoöanakannanir leiða í ljós, að fólkiö er fariö aö hafna flokkunum í slíkum mæli, aö annaö eins hefur ekki þekkst hér á landi. Algjört stefnuleysi Auövitað er deilt um leiöir til að ná einhverju sérstöku marki. Þaö er eölilegur hlutur í lýðræðisríki meö fjöl- flokkakerfi. Það væri líka vel, ef deilurnar um „leiðirnar aö markinu” væru þaö sem íslensk pólitík snerist um. — Þá lægi það fyrir, klárt og kvitt, að þeir flokkar, sem hafa meirihluta kjósenda á bak viö sig á kjörtímabilinu, færu þessa eöa hina leiðina, aö því marki semstefnterað. En, það er ekki svo vel, aö þessu sé fýrir aö fara í íslenskum stjórnmálum. Aöalorsökin er sú, aö mati þess er þetta ritar, aö það er engin stefna til hjá íslenskum stjórnmálaflokkum. — Þess vegna er alltaf verið að deila um leiöir, án þess að nokkur fastmótuð stefna sé raunverulega fyrir hendi. Og allra síst er hægt að ætlast til þess, aö stefna veröi mörkuö af ríkis- stjórn, sem er mynduö af tveimur eöa fleiri flokkum, sem hafa hin ólíkustu sjónarmiö. — Er þá nokkur furöa, þótt brösulega gangi aö koma á jafnvægi í efnahagsmálum, búsetu- og atvinnu- málum og öörum þeim grundvallar- þáttum, sem veröa aö vera til staðar til þess aö halda uppi sjálfstæöu þjóö- félagi? Hvaöa ríkisstjóm íslensk hefur haft eitt og fastmótaö markmiö í orkumál- um, efnahagsmálum, vamarmálum, skattamálum og atvinnumálum? Engin ríkisstjórn til þessa. Hinn almenni kjósandi fær ekki betur séö en slíkt stefnuleysi ríki í íslenskum stjórnmálum, að þýðingar- laust sé aö vænta úrbóta, þótt raðað verði upp til ríkisstjómar meö mis- munandi hætti eina ferðinaenn. Tveir flokkar eða fleiri Hjá þjóð, sem ekki hefur fleiri íbúa en raunin er í meöalstóru úthverfi ein- hverrar heimsborgarinnar, ætti þaö aö vera keppikefli aö takmarka fjölda stjómmálaflokka, til þess aö foröast klofning þjóðarinnar í margar smáar og stríöandi stjórnmálaeiningar. Slíkt leiöir svo aftur af sér enn meiri klofning og þá fyrst innan flokkanna, eins og dæmin hafa ljóslega sannaö hér hjá okkur. Sá klofningur, sem nú á sér stað innan íslensku stjómmálaflokkanna, var óumflýjanlegur og er einmitt frá þeirri staðreynd runninn, að fjórir til- tölulega fjölmennir flokkar (og enginn þeirra er svo til áhrifalaus eins og víöa, þar sem fjölflokkakerfi er viö lýöi) myndasterk miðstjómarvöld. Geir R. Andersen Þessi miðstjómarvöld leitast síöan viö að komast aö samkomulagi, hvert innan síns flokks, um „leiðirnar aö markinu”, — en miðflóttaflið veröur flokksvaldinu yfirsterkara og meö aðstoö öfundar og áfergju í aö hafa áhrif á gang mála i stefnumótuninni sjálfri víkur samkomulagsviljinn smám saman fyrir innbyrðis baráttu. Klofningur er á næsta leiti, síöan hatur og barátta. — Nýr flokkur eða flokkar í uppsiglingu. Allt þetta erum við Islendingar nú að ganga í gegnum. Þetta em líka al- kunnar staöreyndir frá ýmsum lönd- um Vestur-Evrópu, þar sem marg- flokkakerfi er. I flestum þessum lönd- um er stjórnmálaleg ringulreiö, kosningar tíöar og fólk ber lítt traust tilstjórnmálamanna. I þeim tveimur löndum, sem viö Islendingar höfum þó einna mest sam- skipti við, samgöngu- og viðskiptalega, Bretlandi og Bandaríkjunum, er þessu ööm vísifarið. I báöum löndunum er tveggja flokka kerfi. Þar er einnig nokkuö um minni stjórnmálaflokka, en þeir hafa aldrei náö neinni fótfestu, þar sem al- menningur telur sér betur borgiö meö tveggja flokka kerfi, sem auöveldlega má virkja til skiptis eöa halda viö völd þeim flokknum, sem sannanlega hefur betrumbætt þjóöarhag f rá því hinn var við stjórn. Og það merkilega viö tveggja flokka kerfi er, að hvorugur flokkurinn „ein- okar” ef svo má aö orði komast. Ef al- menn óánægja er með stjórnarhætti annars flokksins, þá má öruggt telja, að hinn kemst til áhrifa í næstu kosningum á eftir. Varla þarf aö efast um, að þorri landsmanna hér er hlynntur tveggja flokka kerfi í stjórnmálum. Hags- munapólitík og leikaraskapur hinna 60 þingkjörnu fulltrúa situr þó svo gjör- samlega í fyrirrúmi, aö þjóöin getur einskis vænst úr þeim herbúðum, fyrr en þar hafa oröiö kynslóöaskipti, í þess orös fyllstu merkingu. Hvaða ósvífni? Auövitaö snýst pólitík um f jármál aö öllu leyti í einu eða ööru formi. Um þaö verður ekki deilt. Verðbólga og sjúkt efnahagslíf er aö öllu leyti afleiöing þess, að íslenskir stjórnmálamenn hafa hugsað meir um sjálfa sig en þá sem þeir þjóna. En ósvífnin er þó kannski það, sem landsmenn sætta sig síst viö. Hún birt- ist í mörgum myndum, og nánast dag hvern. Stjórnarskrámefnd, sem er saman sett af mönnum, sem hafa sérstakra hagsmuna að gæta, hefur hingað til neitaö aö láta fara fram skoöanakönn- un meðal landsmanna um svonefnt kjördæmamál. — Þetta er dæmi um ósvífni í pólitík. Verökönnun Verðlagsstofnunar, þar sem engin afstaöa er tekin til gegndar- lauss misræmis í verölagi sömu vöru- tegundar í mismunandi verslunum né vörutegunda sem eru eitt til tvö hundruð prósent dýrari hér en t.d. í Danmörku (sbr. verö á kjúklingum), er ekkert annað en ósvífni. Verölagsstofnun vill ekki einu sinni tjá sig um hugsanlegar skýringar á slíkum verömismun! — Og þaö er pólitísk ákvöröun. N úverandi skattalög eru heldur ekk- ert annaö en pólitísk ósvífni. Mesta ||| „Hvaða ríkisstjóm íslensk hefur haft eitt og fastmótað markmið í orkumálum, efnahagsmálum, varnarmálum, skattamálum og atvinnumálum? Engin ríkisstjórn til þessa.” Misþung atkvæði - og lýðræði Það er stórkostlegt aö á sama tíma og óáran hreiðrar um sig í efnahags- og atvinnulífi eru helstu stjómmála- spekingar landsins upp fyrir haus í vangaveltum um fyrirkomulag kosn- inga, viktun atkvæða og svo auövitaö uppteknir af því aö tryggja sér seturétt í þingstóli. Lýðræði og jöfnun atkvæðagildis Líklega er þaö slæmt aö atkvæöi skuli vega misþungt eftir kjördæmum og einkum væri það til hins mesta vansa ef ekkert annaö væri misþungt vegiö. Sumum hér á SV-horninu finnst svo illilega aö sér vegið meö þessu mis- vægi — ekki nema fjórðungur úr Vest- firöingi í atkvæöaþunga — aö þeim finnst eins og aö með þessu sé verið aö stimpla þá sem lélegri Islendinga. Þessum illa þjáöu skal góöfúslega bent á það aö í þessu lýðfrjálsa landi er frelsi til aö flytja sig um set, til þeirra staða þaö sem sériiverjum einstaklingi finnst hann vega þyngra, ef þaö á annað borö skiptir hann þaö miklu máli. Þaö er einmitt þetta sem hvaö helst hefur valdið því að misvægið er oröið svo sem raun ber vitni um í þyngd atkvæöa — fólk hefur flust til þeirra staöa sem boðið hafa upp á þaö sem sóst er eftir. Ástæöan fyrir því að sá hópur sem hér á SV-horninu kvartar undan því aö halda á rýru atkvæöi flyt- ur ekki til héraða með feitum atkvæö- um er líklega sú aö þau héruö bjóöa ekki upp annað, umfram feit atkvæöi, sem þetta fólk sækist eftir, annars flytti þaö. Þaö skyldi því ekki vera brýn þörf á aö jafna eitthvað annaö ásamt atkvæðaþyngd? Lýöræöi er ekki bara fólgið í því aö nota atkvæði sitt á kjördögum. Frelsi er ekki bara það aö mega gera hitt og þetta. Bæöi lýöræöi og frelsi er háö því aö möguleikar fólks til athafna og ákvarðanatektar séu fyrir hendi og jafnrétti því aö mögu- leikamir séu jafnir. Til þess aö skapa fólki möguleika til athafna og ákvarð- anatektar og gera möguleika þessa jafna eru notaöar margvíslegar leiðir, félagslegar, efnahagslegar og stjóm- málalegar. Enda þótt lýöréttindi og frelsi séu öllum tryggö innan ákveðins ramma með stjómarskrá og löggjöf em möguleikar manna til aö gera sér mat úr rétti sínum og frelsi misjafn- ir — þaö skortir á jafnrétti og þaö skortir líka á aö fólkinu í landinu séu skapaðir möguleikar til að taka þátt í lýðræðinu. Skerðing persónuvægis Eitt af því sem m.a. kemur í veg fyrir aö fólk hafi möguleika til ýmiss konar athafna eöa aö möguleikarnir eru fátæklegri en skyldi er búseta manna. Sæmilegt dæmi hér um er þátt- taka í störfum félagasamtaka sem starfa á landsvísu. Fulltrúar lands- byggöar í t.d. fulltrúaráðum eöa nefnd- um landsfélags era oftar en ekki tals- vert verr aö sér um málefnin en þeir sem geta búsetu sinnar vegna veriö meö annan fótinn í aöalstöövunum í Rvík. Auk þess sem forföll eru algeng- ari meöal þeirra af landsbyggöinni. Þetta gerist enda þótt reynt sé að mæta þessu misvægi meö efnahagsleg- um aðgerðum, þ.e. fulltrúar fái ferðir og uppihald greitt. Stjómunin fer fram í Rvik eftir ákvörðunartekt, aðallega frá Rv;k en e.t.v. samþykkidreifbýlis. Annaö dæmi um skerðingu persónu- vægis (sbr. atkvæöisvægi) ersúþreng- ing sem landsbyggöarfólk veröur fyrir í verslun. Við hér á landi erum svo vit- andi vits um aö vanti okkur eitthvaö til daglegs brúks er ekkert sjálfsagðara en að fara og kaupa þaö í nálægri búð. Albert Einarsson haida flokkakerfi í stjómmálunum þegar fjöldagrundvelli þeirra flokka hefur veriö kippt í burtu. Enginn flokk- anna fjögurra á sér fjöldagrundvöll í öðru en atkvæöafylgi af því að ekki er völ á ööra. Enginn flokkanna hefur á aö skipa fjöida af virku flokksfólki — ■þeir eru farnir æ meir að líkjast gömlu flokkunum, fyrir daga fjöldaflokka- kerfisins, þegar flokkurinn samanstóö af fáum einstaklingum. Þaö er íhaldssemi aö ætla sér aö leysa vandamál sem skapast vegna mikillar miöstýringar meö því að breyta formsatriöum í sambandi viö vægi atkvæða eöa kosningafyrirkomu- lag. Miðstýringin er líka form fyrir sam- tryggingu valdaaðila, sem tengjast rnn. Þaö er nákvæmlega sama hve mis- jafnt atkvæöi vega eöa hvernig þessir 60—63 eru kosnir til setu á þingi, þaö breytir ekki þessu miðstýrða, sam- tryggöakerfi. Þaö er íhaldssemi aö halda aö hægt sé aö leysa vandamál efnahagslifsins í sölum Alþingis. Hve oft og mikið sem Alþingi hefur samþykkt aö kveöa verö- bólguna í kútinn í eitt skipti fyrir öll, er verðbólgan enn bústin og sæl. Á meðan hinir íhaldssömu flokkar, þinglið þeirra og annaö oddafólk, lítur á sig sem hina einu og sönnu bjargvætti þjóðarinnar og treystir fólkinu ekki til athafna og ákvöröunar, heldur þetta íhaldssama kerfi áfram að skemma þjóölífið. 9 „Héruöin með feitu atkvæðin bjóða lík- lega ekki upp á annað sem fólk sækist eftir.” En er þetta hér á landi allt Island? Alls; ekki. Bæði er það aö vöraúrval er tak- markað og verölag víöast allmiklu hærra en í Rvík. En þér er frjálst að kaupa þaö sem ckki fæst og það sem fæst er þér frjálst aö kaupa dýrara veröi en mörgum ööram, en atkvæðis- rýrari mönnum. Kannski er þar m.a. greiðslan fyrir gildara atkvæöi? Miðstýring og íhaldssemi Þaö er íhaldssemi aö ætla sér aö við- mjög flokkunum og störfum þeirra í stjómsýslunni. Vinnandi fólki er ekki treyst til aö semja sjálft um kaup og kjör þausemþaðá sjálftaölifa viö. Að fara út í búö og kaupa í matinn er oröið færsla í þjóöhagsreikningi. Samning- ar, sem vinnandi fólki er talin trú um aö gerðir séu meö því aö aðilar semji um, en era í raun og veru niðurstaöa útreikninga þjóöhagsdæmis, eru gerö- ir upp sem liöur í hinum sama þjóö- Ihagsreikningi og kaupi breytt og út- hlutaö bótum og allskyns hundakúnstir framkvæmdar til aö stemma reikning- Bandalag jafnaðarmanna eitthvað nýtt? Bandalag jafnaöarmanna lítur ekki á sig sem flokk, heldur laustengt bandalag fólks úr ýmsum áttum. Hvort bandalagið veröur standandi á virkum fjöldagrundvelli er framtíðar- innar að skera úr um, en að því er stefnt. Bandalag jafnaðarmanna (BJ) er fylgjandi valddreifingu. Þetta kemur m.a. fram í þrennu. BJ vill valddreifingu í verkalýöshreyfinguna sem gerir vinnustaöinn mikilvægari. BJ vill aðskilja löggjafarvald og fram- kvæmdarvald og gera samtryggingu torveldari og BJ vill aö landsbyggöin hafi þyngri atkvæöi til kjörs alþingis- manna. Aö þessu leyti a.m.k. er BJ ööruvísi en flokkarnir fjórir og því athyglis- veröur valkostur og ekki síður tækifæri fyrir f ólk til að starfa í stjórnmálum. Albert Einarsson kennari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.