Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1983, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1983, Blaðsíða 31
DV. MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRUAR1983. 31 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Hermann horfir hljóður á meðan Bjarni lýsir í búri við Laugaveg Hermanu Gunnarsson, íþróttafréttaraaöur útvarps, fór utan til Hollands á bádegi í gær. Ætlunin var aö hann lýstí leikjum tsiands í heimsmeistarakeppninni í handknattleik í beinni út- sendingu í útvarpið. Eftir aö Hermann var lcgöur af stað utan fóru for- ráðamenn útvarps aö hug- leiöa máliö aftur. Komust ■þeir aö þeirri niöurstööu í gær aö óþarfi væri aö Iýsa beint í útvarp sömu leikjum og sýndir veröa beint í sjón- varpi. En þaö furðulega er aö Hcrmann veröur ekki nýttur til aö lýsa sjónvarps- leikjunum, heldur Bjarni Felixson sem sitja mun í' hljóðeinangruöu búri í húsi sjónvarpsins viö Laugaveg. Á meðan á Hermann bara aö horfa hljóður á leikina í HoUandi. Stiklur Svenis forseta Þingmúli, blað sjálfstæðis- manna á Austurlandi, er ný- kominn út. Sverrir Her- mannsson alþingismaður skrifar að vanda mikið í blaðiö og heggur á báðar hcndur í pólitikinni. En að vanda slær hann á lcttari * strengi. Þannig er að jafnaði eindálkur á baksíðu blaös- ins, Stiklur, þar sem sagðir eru nokkrir léttir. Trúlega kemur Sverrir nálægt Stikl- unum, þótt engum sé merkt- ur dálkurinn. í Stiklum áöurnefnds Þing- múla mátti m.a. lesa þessa sögu: „Stikluhöfundi var eitt sinn sögð sú saga að Jökul- dælingur nokkur hafi fyrir langa löngu verið á ferö fót- gangandi eftir þjóöbrautinni skammt frá bæ sínum ásamt hundi einum, gömlum og fót- lúnum, og boriö byssu sér víð hönd. Þá hafi borið þar að bifreið úr Reykjavík — sem fór svo greitt og óvar- lega aö hundgreyið varö fyrir bilnum og lá þegar dauður. Bifreiðarstjórinn snarstansaöi, vatt sér þegar út úr bilnum, greinilega miö- ur sin og mjög óðamála. Bauð hann þegar háar bætur fyrir hundinn og áður cn bóndi fékk við nokkuð ráðið né orði upp komið, hafði öku- maður stungið drjúgum skildingi í vasa hans. Að svo búnu settist ökumaður upp í bifreið sína- en sagði um leið eins og til afsiikunar: „Ég , vona bara að ég hafi ekki .eyðilagt fyrir þér veiðiferð- ina.” Þá loks fékk bóndi upp stunið: „Veiðiferðina? Ég var nú bara að fara yfir í kvosina þarna til að lóga hundspottinu.” Deleríum Tímans Ef cinhver DV-Iesandi skyldi hafa glapist á orð- hcngilsdropum Timans, sem reyndi að sprauta i útjask- aðan brandara um cldri tima þýðendavillur, ferskri DV-frétt um samdrátt í viskiframlciðslu Skota, er kannski við hæfi að árétta að fyrirtækið DistiIIers er vist til. Það framleiðir Johnny Walker, Black & Whíte, Haig, Vat 69 og meira af ágætu viskíi. FuIIu nafni heitir það DistiIIers Com- pany (beint þýtt eftir orð- anna hljóðan „Eimarafyrir- tækið”). Distillers í munni viskimanna misskilst svona ámóta og þegar Eimskip í munni Islendins er tekið fyrir almennt orðaval um skip knú- in gufuvélum en ekki Eim- skipafélag íslands hf. Gjöf ríkis stjórnarinnar íslendingafélagið í Osló hélt upp á sextíu ára afmæli sitt um síðustu helgi. Þar voru að vonum mættir marg- ir landar og þar á meðal hluti þeirra fulltrúa sem komu að heiman til þess að sitja Norðurlandaþingið. Þeirra á meðal var Friðjón Þórðarson dómsmálaráö- herra. Dómsmálaráðherra flutti tölu og óskaði félaginu til hamingju. Þá tilkynnti ráð- herrann að rikisstjórnm hefði ákveðið að gefa félag- inu í gjöf í tilcfni timamót- anna. Biðu menn spenntir að heyra hvcr gjöf stjórnarinn- ar væri. Ráðherrann varð hins vegar að viðurkenna að ríkisstjórn tslands væri cnn ekki búinn að ákveöa hver 'gjöfiu ætti að vera og þótti auðsjáanlega nokkuð pínlegt þótt vcislugcstir hefðu gam- an af. Umsjón Olafur B. Guðnason SKEMMTILEG SUMARHÚS Eitt mun örugglega henta yður Nú getum við boðið úrval glæsilegra sumarhúsa i öllum stærðum, sem þér getið fengið á ýmsum bygg- ingarstigum. En vinsælust eru frágengin hús, því þá er allt innifalið og ekkert annað eftir en að flytja inn. Kynnið ykkur verð og gæði húsanna, því að hér er um einstakt tækifæri að ræða. LAND UNDIR SUMARHÚS Félög og fyrirtæki ættu að athuga að við getum boðið stórt land undir sumarhús á fallegum stað í Vatna- skógi. B.H. SUMARHÚS Auðbrekku 44—46 Kópavogi (Dalbrekkumegin) Upplýsingar í síma 46994. BREIÐHOLTI /A1 SÍMI 76225 (/“*-1 Fersi fc blóm di K/A\ miklatorgi SÍMI22822 iglega. Rafsuðuvéiar og vír ■ Haukur og Ólafur Ármúla 32 - Sími 37700. .WWSWWWSVvWVWWWVWNXNWVVWWW:: Hafnarfjörður og nágrenni Þeir sem áttu útvarpsviðtæki í viðgerð hjá Einari Long, er hann féll frá, eru beðnir að vitja þeirra í Verslun Valdimars Long, Strandgötu 41, Hafnarfirði, fyrir laugardag 26/2. Verslunin hættir um næstkomandi mánaðamót. Verslun Valdimars Long, Strandgötu 41, Hafnarf. ; £ leigöur út til funda og skemmtanahalds. Heitt eöa kalt borö, kökur, snittur og kaffi. fLaus staða hjá Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg vill ráöa starfsmann til eftirtal- ins starfs: Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Starf gjaldkera í innheimtu Fjármáladeildar RR er laust til umsóknar. Upplýsingar veitir fjármálastjóri RR, Jón Björn Helgason. Umsóknir skulu vera skriflegar og greina m.a. frá menntun og starfsreynslu auk almennra per- sónulegra upplýsinga. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæö, fyrir kl. 16.00, miövikudaginn 2. mars 1983.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.