Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1983, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1983, Blaðsíða 5
DV. MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRUAR1983. 5 Gunnar Bjarnason hrossaræktarráðunautur. ER EKKIAÐ REYNA AÐ MÓDGA NEINA DÓMARA — rætt við Gunnar Bjarnason, fyrrum hrossaræktarráðunaut Fjóröa bindi bókarinnar Ættbók og saga íslenska hestsins á 20. öld eftir Gunnar Bjamason, fyrrum hrossa- ræktarráðunaut, kom út skömmu fyrir jól. Fjallar bókin um stóöhesta frá númer 665 til 963. Viö spjölluöum stuttlega við Gunnar og báöum hann aö segja okkur örlítiö nánar frá bókinni. „Auk þessara númemöu hesta tek ég fyrir í bókinni ýmsa hesta sem ég tel aö séu komnir þaö inn í ættir aö þeir séu gildir þó þeir hafi ekki hlotiö númer. Ég lýsi þessum hestum svo menn viti hvað þeir hafa í erfðum. Einnig tek ég fyrir nokkra tugi stóö- hesta sem hafa verið sýndir en ekki fengið númer en ég tel samt athyglis- veröa. Þetta em hestar sem hafa verið notaðir til undaneldis og því vil ég hafa þá meö. Þá er skrá yfir alla ættbókarfæröa stóöhesta sem fluttir hafa verið út og einnig þá hesta sem fluttir hafa veriö út en aldrei verið sýndir hér né fengið númer. Alls em þetta upp undir 400 stóðhestar sem ég tek fyrir í þessari bók,” segir Gunnar. Aö auki er aö finna í bókinni ræktunarsögu íslensku hesta- stofnanna sem hafa haft gildi í hestaræktun landsmanna síöastlíöin 100 ár. Þessir stofnar hafa haldiö svipmóti sínu og einkennum og á þeim byggist gæöingaræktunin í landinu. í nokkrum tilvikum leggur Gunnar persónulegan dóm á hesta í bókinni. ,,Ef ég vil aö hesti sé veitt athygli gef ég honum þaö sem ég kalla djarfa umfjöllun. Eg get haft rétt fyrir mér og ég get einnig haft rangt fyrir mér. Ég geri þetta vegna þess aö ég vii skapa umræður um kynbætumar í landinu. Ég er ekki að reyna aö móðga neina dómara meö þessu,” segir Gunnar. Undirbúning aö bókinni hóf • Gunnar í október 1981 en geysimikil vinna liggur aö baki þessu aö hans sögn. Mikið af efninu vinnur hann upp úr sínum eigin handbókum en einnig úr sýningarskrám og því sem hann hefur skrifaö niður á sýningum. Þá hefur hann einnig nýtt sér skrár frá Búnaöarfélagi Islands sem hafa birst í tímaritinu Hesturinn okkar. Gunnar er ekki búinn aö taka um þaö ákvörðun hvort hann gefi út fleiri bækur um íslenska hesta. Veriö er að þýöa þessa bók hans á þýsku en mikill áhugi er á ræktun íslenska hestsins í Þýskalandi og Austurríki. „Ég lít ekki á mig sem rithöfund heldur geri ég þetta af einhvers konar þörf. Ég ann hestinum og hef haft lífsyndi af samskiptum mínum viö hesta, hestamenn og bændur,” segir Gunnar B jamason. -SþS. Skatturfyrirskatt: Taka krónu á kflóið Meö lagafrumvarpi í efri deild Alþingis leggur ríkisstjómin til breytingar á fjáröflun til vegagerð- ar. Þungamiöja þeirra er aö tekið veröi upp gjald á bifreiðaeigendur í hlutfalli við þyngd ökutækjanna og verði þaö króna á kíló á þessu ári. Gjaldið á aö koma í staö lækkunar innflutningsgjalds og frekari kerfis- breytinga. Þaö á aö renna beint í vegasjóö. Starfshópur um fjáröflun til vega- framkvæmda skilaði áliti haustiö 1981 og lagði til aö skattlagningin yröi færö frá bifreiöakaupendum á eignarhald bifreiöa til þess að auðvelda endumýjun. Hópurinn benti einnig á að tengja gjaldið þunga ökutækja, sem samræmdist orkuspamaöarviöhorfum. Taliö er að lækkun innflutnings- gjalds á bifreiöar nemi um 120 milljónum króna, miöaö viö 8.000 bifreiöa ársinnflutning. Krónu- gjaldiö skili álíka upphæö. Þess má geta aö í þingsályktunar- tillögu, sem samþykkt var á Alþingi voriö 1981 var ríkisstjórninni faliö aö láta Vegagerðina gera í samráði viö þingflokkana 12 ára vegaáætlun. Fjárhagslegar forsendur voru ákveönar meö þessari samþykkt; minnst 2,2% af vergri þjóöarfram- leiöslu skuli variö til vegagerðar á ári en það hlutfall hækkaö í 2,4% innanþriggjaára. I tillögu aö vegaáætlun fyrir 1983 er gert ráð fyrir rúmlega milljaröi í kostnaö við vegagerð á árinu. Krónugjaldið breytir engu um vöxt vegaframkvæmda þar sem þaö fellur innan þeirra marka sem Alþingi var búiö aö ákveða voriö 1981. HERB ORÐSENDI TIL PARTNER- VIÐSKIPTAVINA komið ígömiu Partner buxunum ogfáiðSOkr. aukaafsiátt afnýjum • Giidir ekki um 95 kr. buxur. OPIÐ: í dag, miðvikudag, kl. 10—19 fimmtudag og föstudag kl. 10—22 laugardag kl. 10—19. VERKSMIÐJUÚTSALAN Biossahúsinu Simi 86101. Ármúia 15. 3 RÚM í EINU STÆRÐ 60x120 H LONDON Heigar- og vikuferðir Brottför aila iaugardaga. Verðfrá 6.650 pr. mann í tveggja manna herbergi. FERÐASKRIFSTOFA, Iönaðarhúsinu Hallveigarstígl. Símar 28388 og28580

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.