Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1983, Blaðsíða 13
DV. MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRUAR1983. 13 menntun og viöeigandi þjálfun. Enn fremur það að fylgja venjubundnum ferli jafnaldra, að búa í foreldrahúsum á bemsku- og æskuskeiði, fara í skóla, flytja að heiman, stofna heimili og vinna fyrir sér. Hinum fötluðu og þó sérstaklega þroskaheftum og fjölfötluðum er gert illkleift eöa ómögulegt aö uppfylla flestar þessar þarfir. Setjum okkur í spor fatlaöra. Við þekkjum flest þá tilfinningu að vera um stund andlega og líkamlega lömuð, hvorki hugur né líkami hlýðir vilja okkar. Hinir fötluðu lifa við slíka fjötra, en munurinn á okkur og þeim er ekki eðlismunur heldur einungis stigs- munur. Hinir fötluðu eru fyrst og fremst manneskjur þótt fatlaðir séu. Hvers vegna gemm við fólki, sem er fatlað, svona örðugt fyrir að uppfylla brýnustu þarfir? Spurningarnar Oft heyrist spurt: Hvað getum við, samfélagið, gert tii að hjálpa fötluðu fólki? Hvað á aö gera fyrirþessa hópa? Ég hygg aö þótt slíkar spurningar séu bornar fram af góðum huga leiöi þaö viðhorf, sem í þeim felst, oft til málamyndalausnar, góögerðar- starfsemi og yfirklórs. Spurningar af þessu tagi setja hinn fatlaða ævinlega bæöi félagslega og réttindalega í spor undirmáls- mannsins. Þær hlutgera hann og itreka að hann sé fyrst og fremst fatlaöur og því öðravisi en við. Hins vegar má líka spyrja: „Að hvaða marki erum við, samfélagið, reiðubúin til að laga okkur að hinum fötluðu?” Þessi spurning er frjó, því að svör við hennikrefjast þess að við vörpum frá okkur þröngum, eigingjörnum viöhorfum, sjáum hlutina í víðara samhengi og tökum einnig mið af sjónarhomum fatlaðra. Svör við þessari spurningu em líkleg til að færa samfélagið til aukinnar mennsku. Einungis þetta sjónarhom setur fatlaöa og heilbrigða við sama borö, bæði hvað varðar réttindi og félagslega aðstöðu, því að það eitt hefur hliðsjón af því að menn hafi sama rétt, þótt hver og einn hafi sín séreinkenni og þarfir. Þetta sjónarhorn eitt getur leitt til raunvemlegra úrlausna sem miða að því jafnrétti sem landslög bjóöa. Fyrri spurningarnar stimpla hina fötluðu og norm samfélagsins krefjast þess að fatlaöir og aöstandendur þeirra séu sárhryggir, tragist fyrir- bæri, fólk sem ber að sýna aumingja- gæsku, sem viðtakendur skulu þiggja, fullir þakklætis. Hlutverk undirmáls- mannsins í þjóðfélagi okkar felst m.a. í þessu. Hinir fjölmörgu, sem bjóða hin- um óskráöu reglum byrginn, eru á vissan hátt ógnun viö góðgerðasjónar- miö samfélagsins. Slíkt fólk er í besta falli álitið frekt — það gerir kröfur og er ekki einu sinni sérlega þakklátt. Fötlun er hluti af „normal” ástandi hinna fötluðu og aðstandenda þeirra. Fötlunin sjálf skapar að vísu viss óvenjuleg vandamál bæði einstaklingnum og samfélaginu. Þessi vandamál eru hins vegar mögnuð upp vegna afstöðu samfélagsins til fötlunarinnar, vegna þess hversu erfitt við (þ.m.t. sérfræðingar og stjórn- málamenn) eigum með að setja okkur í annarra spor og taka forsendur þeirra alvarlega. Sjálfstætt, ábyrgt líf Bæði fatlaðir og heilir leitast við að lifa lífi sínu sem eðlilegast hver eftir sínum þörfum, getu og smekk. Sam- félaginu og ráðamönnum þess (fulltrú- um allra okkar hinna) ber skylda til að minnast þessa og hætta að segja fólki hvað því eða börnum þess er fyrir bestu í einkalífinu á annars konar for- ‘sendum en löggjöf mælir fyrir um og þolendur taka gildar. Reynum nú að setja okkur inn í viðhorf fatlaöra: Ein af fmmþörfum manna er að eiga sér heimili. Stofnanir hafa löngum átt að veita fötluðum slíkt „heimili”. Hvernig þætti okkur heilbrigðum sú lausn? Það er tiltölulega auðvelt að leysa flesta þá, sem eru líkamlega fatlaðir, undan oki stofnanaheimila. Slíkt krefst nokkurra breytinga á ytri aðstæðum og þess að nýtt sé sú tækni og þekking sem þegar er völ á. Með þessu móti má losa nær alla (líka mikið fjölfatlaða) undan oki stofnana og veita þeim tækifæri til sjálfstæðs og ábyrgs lífs. Flestir hinna andlega skertu geta einnig með tímanum valið sér lífstíl og sambýlisfólk, fái þeir hæfilega hjálp í samræmi við sínar for- sendur. Þetta fólk hefur ekki hvað síst þörf fyrir að vera í tengslum við f jölskyldu og vini í stað þess að vera á jaðri þéttbýlis eða úti í sveit. Þetta fólk hefur þörf á að búa í venjulegu hús- næði, í venjulegu hverfi eða í eigin héraði, en ekki á fjölmennum stofnun- um eða í sérhverfi fyrir fatlaða. Hér, sem annars staöar, verður að leggja áherslu á sveigjanleika varðandi húsnæði, þjónustu og þjálfun. Við verðum að aðgreina sameiginlega þörf okkar allra fyrir heimili og dreifbýli og þéttbýli, frá þörf og rétti fatlaðra á aðstoð. Nú er í tísku aö fækka stofnunum og hefur sú þróun sumstaðar leitt til hörmunga, þar sem stofnanir hafa veriö tæmdar án þess að veita fyrrver- andi vistmönnum nauðsynlegan stuðn- ing og þjónustu. Annars staðar og þegar litiö er fram á við, virðist þessi þróun þó jákvæð, bæði fyrir hina fötl- uðu, aöstandendur þeirra svo og fyrir sjóði ríkis og sveitarfélaga. Skammtíma vistheimili Skammtíma vistheimilið, sem hér er til umræðu, er vissulega nauðsynlegt en ekki nægileg lausn á brýnum vanda þeirra fjölskyldna, sem nú hafa þroskaheft fólk á heimilinu, en þaö er ekki nein lausn fyrir þroskaheft fólk sem náö hefur fulloröinsaldri. Slíkt vistheimili getur aldrei orðið annað en geymsla í því skyni að hvíla ættingja um tíma. Geymslur eru misgóðar. Meginforsenda þess að vist á skamm- tímaheimili veröi skapleg er að teymi sérmenntaös fólks skipuleggi meöferö og standi að þjálfun. Mér skilst hins vegar að ætlunin sé að reka þennan stað að mestu eða öllu leyti með aöstoö ófaglærðs fólks. Sé það rétt skilið þá er það stórt skref aftur á bak hvað viðvíkur þjálfun og meðferð þroska- heftra og stríðir þá á móti hagsmunum vistfólks. Jafnvel þótt svo vel tækist til, að skammtíma vistun þessi yrði eingöngu mönnuð hjartahlýjum manneskjum þá dugar hjartahlýja sem ekki styðst við þekkingu skammt til að skipuleggja og framfylgja nauö- synlegri þjálfun og meðferð margra og ólíkra fullorðinna einstaklinga, sem em andlega og e.t.v. einnig eitthvað líkamlega hamlaðir. Meðan lítið er um raunverulegar úrbætur í þjónustu og húsnæðismálum þroskaheftra fylgir sú hætta skammtímavistunarstofnun að einhverjir vistmenn í ílengist þar um tíma og em það enn frekari rök fyrir því aö manna vistheimilið starfsliði sem hefur auk „hjartahlýju” sérþekk- ingu, t.d. á sviði iðju/þroskaþjálfunar, sjúkraþjálfunar og sérkennslu. Hægt væri að leita til annarra sérfræðinga s.s. lækna, uppeldis- og sálfræðinga með sérþekkingu á þessu sviði. Hitt hlýtur aö vera höfuðatriði að fatlaðir eiga ekki síður en aörir rétt til að flytja að heiman. Þetta fólk þarfnast varan- legra heimila þar sem búa saman 2—5 einstaklingar. Einungis með því að gera þessu fólki slíkt kleift getur sveitarfélag veitt nauðsynlega aðstoð og jafnframt gefið heimilisfólki svigrúm til að lifa eins eðlilegu einka- lífi og kostur er. Hér er ítrekuð skylda okkar til að koma á fót litlum heimilis- einingum til afnota fyrir þá sem vegna meðfæddra ágalla, veikinda eða slysa geta ekki komið sér upp heimili af eigin rammleik. Reynsla annars staðar frá sýnir að sá hópur, sem er allra magnlausastur að halda uppi baráttu fyrir bættum hag, þ.e. fámennur hópur fjölfatlaðra (andlega og líkamlega), er í reynd það fólk sem lengst situr á hakanum varðandi alla þjónustu. Þörf þessa fólks fyrir heimili og nánd við aöstand- endur er þó enn brýnni en annarra. Þetta er fólkið sem síst getur sjálft notfært sér þá aðstoö og afþreyingu sem í boöi er og menn þurfa aö bera sig eftir sjálfir. Hérlendis virðist þetta fólkið sem lengst verður að bíða þess að komast út af stofnunum og á heim- ili. Fyrirhugaöri skammtímavistun er ekki einu sinni ætlað að taka við fjöl- fötluðum. Ætli ættingjar þessa fólks þurfi ekki hvíld — eða eru f jölfatlaöir dæmdir til búsetu á stofnunum ævi- langt? Reynum að setja okkur í spor foreldra fatlaðs fólks, foreldra sem mega ekki hugsa til þess aö deyja fyrr en þeir hafa fundið mannsæmandi lausnir og tryggt börnum sínum grund- vallarrétt íslenskra þegna. Framundan virðist vera talsverður samdráttur hagvaxtar. Þaö er mikilvægt aö haga fjárfestingu til málefna fatlaðra af sem mestri fyrir- hyggju. I því sambandi má benda á að þörf er á einhvers konar miðstöö fyrir sérfræðingateymi og vísindalegar rannsóknir. En er nokkur þörf á að festa megnið af fjárveitingu til þessa mála- flokks í dýrri steinsteypu? Má ekki jafnvel finna í borginni húsnæði sem hentar slíkri starfsemi? Ber ekki að nýta þaö fé sem fyrir hendi er fyrst og fremst til að leita varanlegra lausna svo sem í húsnæðismálum fatlaðra og til að treysta innra starf meðferðar- stofnana, efla göngudeildir og veita þjónustu inn á heimili þar sem shkt á við? 1 stuttu máh er ekki tímabært að hugsa málaflokkinn aö nokkru upp á nýtt í ljósi spurningarinnar: Að hvaða marki er samfélagið reiöubúið að laga sig að þegnum sínum, fötluðum og heilum við ríkjandi efnahags- aðstæður? Svör við spurningunni hljóta að tengjast atriðum eins og sveigjanleika í þjónustu á gmndvelli sameiginlegra forsendna fatlaðra og hinna heilu — náinnar samvinnu sérfræðinga — teymis og þolenda auk fyrirhyggju á fjárfestingu. Dóra S. Bjamason lektor við KHI. „Að hvaða markí er samfélagið reiðubúið til að laga sig að hinum fötluðu?” lenska aö kenna fólkinu en ekki flokkunum um vantraustið. Flokkarn- ir, með sínar röngu úrlausnir (oftar en ekki) og vonda starfsstíl, bera mun meiri ábyrgð en kjósendur. Og ótaldar eru þá efnahagslegar forsendur fyrir póhtískum sviptingum. Þær vega þungt. Þess vegna mótmæli ég oröum um að aöstandendur BJ beri einhverja sérstaka ábyrgð á umbrotum innan flokkanna og 40% „ég veit ekki”- svörum í skoðanakönnunum DV. Loks þarf ég að andmæla mönnum eins og Magnúsi Bjamfreössyni (DV) sem leiða getum að því að B J kunni að vera safn óvandaðra lýðskrumara (Vilmundur?) sem veiði í gruggugu vatni. Auðvitaö er ágætt að Magnús skuh vara við hættunni af andfélags- legum og einræðissinnuöum öflum sem nota sér ástand eins og nú er að verða. Andfastistar skulum vér öll vera. En ég les úr pistlum Magnúsar skot á BJ sem mér finnast bæði langsótt og heldur vafasamur málatilbúnaður. Menn verða að láta póhtíska andstæð- inga njóta sannmæhs og búa ekki til óljós hugsanatengsl eða alhæfingar sem ala á snemmbærri tortryggni gegn öllu nýju í stjórnmálalífinu. Eða ætti égkannski að bera brúnt ofsóknar- æði í garð okkar róttækhnga upp á Magnús? Það væri álíka gáfulegt og hið áðumefnda. Um málefnin Mig varðar ekki mest um stofnun BJ. Málefnagrunnurinn er mikilvæg- astur. Eftir að hafa skoðað hann vel komst ég að þeirri niðurstöðu að ég geti ekki tekið undir hann sem heild. En það verð ég að gera, eða þá láta vera, sem virkur marxisti og félagi í samtökum sem láta sig alhliða stjórn- mál skipta. Mér nægja ekki sæmilegar shtrur. Ekki er hér rúm til að fjalla um einstök mál. I sumum hefur B J afstööu sem ég get sætt mig við, t.d. stuðning viö þjóðfrelsisöfl eða frjálsa kjara- samninga. Fáein grandvaharviðhorf verða aö nægja í bili. BJ viðurkennir ekki stéttamótsetn- ingar milh atvinnurekenda og iauna- fólks né heldur innri mótsagnir efna- hagskerfis sem byggir á gróöasöfnun einstaklinga, sem hafa rétt til að lifa af annarra vinnu. Flokkurinn breiðir yfir arðrán og berst fyrir blönduðu hag- kerfi — um leið og blásið er til sóknar gegn ýmsum ytri einkennum kerfisins. En þau orsakast einmitt af grunneðli þess sem B J berst fyrir að varðveita! Þá er rætt um þjóðarsátt, sem aldrei getur oröið í blandaða hagkerfi BJ, og réttláta skiptingu auðsins (!) — sem fróðlegt væri að vita hver væri. Látið er hta svo út að lausn á núverandi vandamálum felist helst í tæknilegum breytingum á stjórnkerfinu og í ríkis- bákninu. Með allan þennan ranga skilning á eöli þjóðfélagsins tel ég BJ ekki geta náð lengra en Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag náðu lengst. Kjallarinn Ari T. Guðmundsson Um aðskilnað löggjafar- og framkvæmdavalds má segja að þar hafi BJ nokkuð til síns máls hvaö gagnrýni varðar. En hitt er líka ljóst að þessi aðskilnaður (semhefurminnkaðmikið vegna einokunarþróunar og aukins ríkiskapítalisma) er ekkert annað en sjálfur grundvöllur borgaralega þingræðisins. Eg segi „ekkert annaö” vegna þess að afturhvarf til upphafs- hugsjóna borgaralegs þjóðfélags snýr ekki þróuninni við, þótt eitthvað gæti samkrulhð minnkað tU bóta. Ef til vill em líka aðrar leiðir til að minnka það en BJ stingur upp á. Marxistar hafa aðrar lausnir sem ég kynni ekki hér. Oskiljanlegt er hvers vegna BJ þarf aölýsayfir að það hafni hinum og þess- um einkennum marxismans og draga þannig fjöður yfir þá staðreynd að stefna aUra sem kalla sig marxista er afar ólík. Nær hefði veriö að reyna að fitja upp á samstarfi jafnaðarmanna og kommúnista og viðurkenna að til em marxistar sem hafa greint Sovét- ríkin sem ríkiskapítahsk og óalandi og óferjandi — og hafna þeim slagoröum sem BJ hengir á marxismann. Þá hefðu ekki hurðir lokast til vinstri og loksins einhver staöfest að gömlu Moggalummurnar um að aUir kommúnistar séu gúlagistar og fjölda- dráparar (a.m.k. stuðningsmenn út- rýminga) ganga ekki út lengur. I utanríkismálum strandar allt á af- stöðunni tU vamarmála. Sama for- ræðistrúin og einfeldnin og hefur ein- kennt Alþýðuflokkinn kemur fram hjá BJ. NATO er treyst bhnt fyrir sjálf- ræði þjóðarinnar og ógnarjafnvægis- stefnan trúlega látin ráða þeirri af- stööu að ekki megi segja landið úr bandalaginu. Og eins og sumir her- stöðvaandstæðingar gera (því miður), þá er aöUd eða úrsögn látiii vera aUt máliö og ekkert annaö í stað þess að hyggja að því hvað við sjálf ætlum að gera tU að land og þjóð komi sem heil- ust úr hildarleik ef af verður — hvort sem landið er í NATO eða ekki. Hver á aðmótaþástefnu? Liðiö íBriissel? Hefði BJ lýst yfir að innan þess hlyti að vera ágreiningur um aðildina að NATO og að BJ vildi skoða upp á nýtt aUar hliðar vamarmála, hefði það kannski náð til einhverra af herstööva- andstæðingum — þar meö talið mín. Hér er líklega um 30—40% þjóðarinnar aöræða — eða meúa. Og hér koma niðurstöðurnar Auðvitað heimta ég ekki að BJ setji sér marxíska grunnstefnuskrá. En ef aðstandendur þess hefðu hugað vand- legar að hugmyndinni um regnhlífar- samtök, heföu ýmsar gáttir verið opn- aðar og látið vera að negla niöur gamalkratíska stéttarsamvinnustefnu og blandaða hagkerfisspeki. Manni sýnist hún nú snúa skuggahliðum að Skandínövum og minnir það á aö vel- ferðarþjóðfélag kratismans var trú- lega bara stundarnýting á ýmsum skárri hliðum auðskipulagsins. BJ gengur gegn óhjákvæmilegri miðstýringu þessa skipulags sem er dauðanum merkt, t.d. með tillögum um stjórriarskárbreytingar og „smátt er fagurt” — hugsjónum sínum. Reynslan á eftir að sýna hvort form- legar reglubreytingar í átt til fyrri hugmynda borgaralegs ríkis og góðviljuð rómantík verði einkunnin fyrir gagnshtil úrræði. Ég hefði veðjað á svolítið tæpa, en spennandi og ferska hugmyndaleit í smiðju marxista. Eg varð fyrir vonbrigðum með drög BJ að málefnagrunni og læt þau sem heild ráða afstöðu minni: Eg get ekki gengið í BJ, ég get ekki kosið það í næstu kosningum, en ég get vel hugsað mér að vinna aö málefnum meö því sem aðili aö öðrum stjórnmálasamtök- um. Ari Trausti Guðmundsson. „Ég get ekki gengið í BJ, ég get ekki kosið ^ það í næstu kosningum, en ég get vel hugsað mér að vinna að málefnum með því sem aðili að öðrum stjórnmálasamtökum.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.