Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1983, Blaðsíða 9
DV. MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRUAR1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Franz Josef Strauss, leiðtogi hægrimanna: Utt hrífinn af sambúð með frjáls• lyndum framvegis Kohl kanslari, ásamt Strauss. ICf til vill fer ekki svona vel á með þeim eftir kosningar. Franz Josef Strauss, leiðtogi Kristi- lega sósíalistaflokksins í Vestur- Þýskalandi, hefur látiö í ljós efasemdir um framtíö þeirrar þriggja flokka samsteypustjómar, sem nú situr að völdum í landinu. Aö stjórninni standa Kristilegi sósíalistaflokkurinn (CSU), Frjálslyndir demókratar (FDP) og Kristilegir demókratar (CDV) undir forystuHelmuts Kohl kanslara. Frjálslyndir demókratar hafa gert þaö aö skilyrði fyrir áframhaldandi stjórnarsamvinnu eftir kosningar, sem veröa 6. mars næstkomandi, aö flokks- leiötogi þeirra, Hans Dietrich Gencher, haldi áfram stöðum sínum sem varakanslari og utanríkisráð- herra. Strauss segist algjörlega mót- fallinn þessum kröfum, en talið er að hann hafi sjálfur áhuga á að sitja í þessum embættum. Getgátur hafa verið uppi um aö Strauss myndi sætta sig viö að sitja í ríkisstjóminni sem varakanslari en án ráðherraembættis, en hann segir aö þessar getgátur eigi ekki við rök aö styðjast. Strauss hefur lýst því yfir að hann vildi helst aö grundvöllur skapaðist fyrir hreinan íhaldsmeirihluta, en í kosningabaráttunni hefur komið í ljós að mikill ágreiningur er á milli stjórnarflokkanna, einkum Kristilegra sósíalista og Frjálslyndra demókrata. Kohl kanslari hefur þó lagt ríka áherslu á að allir þrír stjórnarflokk- arnir haldi áfram samstarfi. Er talið að hann vilji halda Frjálslyndiun demókrötum áfram í samsteypu- stjórninni til að vega upp á móti íhalds- sömum sjónarmiöum Franz Josef Strauss. Strauss hefur lengi farið lítiö dult meö andúð sína á frjálslyndum og haföi nær komiö í veg fyrir stjórnar- samstarf þessara þriggja flokka meö kaldrana sínum í garö fr jálslyndra. Kennarar í Quebec hefja aftur störf 90 þúsund kennarar í Quebec, sem verið hafa í verkfalli í nær fjórar vikur, hófu aftur kennslu í fyrradag. Þeir gengust inn á aö kenna næstu þrjár vikurnar á meðan reynt veröur að leysa úr ágreiningi þeirra viö yfirvöld með samningum. Kennaramir vildu mótmæla fyrir- ætlunum um 20% lækkun kennara- launa og létu lengi vel ekki segjast þótt þeim væri hótað hinum ströngustu viðurlögum ef þeir tækju ekki aftur upp kennslustörf. Rúmlega milljón nemenda þeirra lét sér hins vegar ekki leiðast á meðan. Flugræningar óska hælis Þriðji dagurinn er runninn upp sem 160 gíslar flugræningja líbýsku farþegavélarinnar á Möltu verða að hírast um borö í vélinni á meðan yfir- völd Möltu þrefa við ræningjana um örlög fólksins. Ræningjarnir, sem tala á arabísku við flugturninn á Luqa-flugvelli í Valletta, segjast ekki vera hryðjuverkamenn, heldur andstæðing- ar Daddafi-stjórnarinnar í Líbýu. Þeir hafa óskað hælis í sendiráði einhvers eða einhverra Vesturlanda þarna í Valletta og eru reiðubúnir aö gefast upp ef þeim verður heitið griðum. Til Líbýu segjast þeir ekki vilja snúa aftur lifandi. Möltu-yfirvöld hafa verið ófánaleg til þess að láta ræningjana hafa eldsneyti á flugvélina og leyfa þeim að fljúga til Marokkó. Þegar síðast frétt- ist í gærkvöldi hafði fólkinu ekki enn veriö færður neinn matur um borð eftir 2ja sólarhringa fangavist. Júgóslavnesk flugfreyja, sem fékk aö fara frá borði, sagði í gærkvöldi að vatsnsskortur væri farinn að baga gíslana. bænda í Puno og uppskera hefur spillst. Tjónið er metið til nær 60 milljóna Bandaríkjadala. Um 80% hafra-, kartöflu-, bygg- og grænmetisuppskerunnar hafa eyðilagst vegna þurrkanna en þessar tegundir eru meginuppi- staðan í mataræði smábænda. Grænfríðungar ætluðuumborðí kafbátinní óleyfi Tveir meðlimir Greenpeace- samtakanna voru handteknir við San Francisco í Bandaríkjunum í gær er þeir reyndu aö komast um borð í kafbátinn Nautilus, sem er elsti kjarorkuknúni kafbátur bandaríska hersins. Tilgangurinn með því aö komast um borð í kafbátinn var að mótmæla því að Bandaríkjastjórn hyggst sökkva þeim kafbátum, sem teknir hafa verið úr notkun, á 3.600 metra dýpi í Kyrrahafið. Mennirnir tveir höfðu komið með flaggskipi Greenpeace-samtak- anna, Rainbow Warrior, til flota- stöövar Bandaríkjahers viö San Francisco. Þeir voru handteknir þegar þeir ætluðu að ráðast tii uppgöngu í kafbátinn úr gúmmí- bátum sínum. Þeir munu koma fyrir rétt síðar í þessari viku. KLÚBBARNIR ÖRUGGUR AKSTUR 9. fulltrúafundur Landssamtaka Klúbbanna Öruggur Akstur verður haldinn í Samvinnutryggingahúsinu, Ármúla 3, Reykjavík, 5. hæð, dagana 24. og 25. febrúar 1983. DAGSKRÁ Fimmtudaginn 24. febrúar Kl. 11.00 Stjórnarfundur LKL Öruggur Akstur. Kl. 12.10 Sameiginlegur hádegisverður. Ávarp: Hallgrímur Sigurðsson, framkv.stj. Kl. 13.00 Fundarsetning: Baldvin Ottósson, form. LKL ÖA. Kosning starfsmanna fundarins. Kl. 13.20 Ávarp: Steingrímur Hermannsson, samgöngumálaráðherra. Kl. 13.30 Erindi Davíð Á Gunnarsson, framkvæmda- stjóri. -Hvað kosta umferðarslysin? Umræður og fyrirspurnir. Erindi: Óskar Ólason, yfirlögregluþjónn. Kl. 14.00 -Umferðin í dag. -Umræður og fyrirspurnir. Kl. 14.30 Erindi: Ómar Ragnarsson, fréttamaður. -Rjóðvegaakstur. Umræður og fyrirspurnir. Kl. 15.15 Kaffihlé. Kl. 15.30 Skýrsla stjórnar LKL Öruggur Akstur. Baldvin Ottósson, formaður. Umræður og fyrirspurnir. Nefndarkosning: Norræna umferðaröryggis- árið 1983. Umferðar- og vegamál. Starfsemi Klúbbanna Öruggur Akstur. Allsherjarnefnd. Kl. 19.00 Kvöldverður. Föstudaginn 25. febrúar Kl 9.00 Lok nefndarstarfa - frágangur tillagna. Kl 10.00 Fréttir úr heimahögum (skýrslur). Fulltrúar klúbbanna hafa orðið. Kl 12.00 Hádegisverður. Kl 13.00 Nefndir skila störfum. Nefndarmenn hafa framsögu. Umræður. Kl 15.00 Kaffihlé. Kl 15.30 Framhaldsumræðurog afgreiðsla nefndarálita. Kl 17.00 Stjórnarkjör - fundarslit. kl 19.00 Kvöldverður. Stjórn Landssamtaka Klúbbanna Öruggur Akstur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.