Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1983, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1983, Blaðsíða 40
27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SAAÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1983. Þórólf ur Þórlindsson prófessor í félagsvísindum: „Skoðanakannanir DV sambærilegar við bandarískar kannanir” miklir gallar á skoðanakönnun Helgarpóstsins „Skoóanakannanir DV eru sambærilegar aö gciðurn þeim skoöanakönnunum, cer»> ci u g«iu<»» meö sams konar aöferðum í löndun- um í kringum okkur, svo sem í Bandaríkjunum, sem ég þekki mjög vel,” sagöi Þórólfur Þórlindsson, prófessor í félagsvísindum, í viðtali viðDVígær. Þórólfur sagði, aö símakannanir af þessu tagi væru mikið notaöar í Bandaríkjunum og heföu gefist all- vel. Vítt og breitt væru skoöana- kannanir DV jafnáreiöanlegar. Hann sæi ekki neinar skekkjur í aðferöa- fræöi DV. Helsti vandinn væri, aö hlutfall hinna óákveönu væri mjög hátt. I Bandaríkjunum heföi stund- um tekist aö lækka þaö meö því aö hafa „leynilega atkvæðagreiðslu” viö kannanir. Ööru máli gegndi um skoðana- könnun Helgarpóstsins. Þar væri greinileg skekkja í úrtakinu, þar sem dreifbýlið væri ekki haft meö. Könn- un Helgarpóstsins væri „ekki nógu góö”. Svörin væru of mikið flokkuð niöur meö tilliti til framkvæmdarinn- ar. Aöeins prósentutölur væru gefnar upp, sem ylli því, að ónógar upplýsingar væru gefnar lesendum. Þannig gengi ekki að skipta fylgi flokkanna í einstökum kjördæmum. Þórólfur sagöist vera andvígur því, aö „einstakir aöilar eöa stofnan- ir yröu löggiltir og aðrir mættu ekki gera skoðanakannanir.” Hins vegar væri gott, ef þeir, sem skoöana- kannanir geröu, kæmu sér saman um „leikreglur” og þá fyrst og fremst, að þelr birtu jafnan nægileg- ar upplýsingar um, hvemig kannan- irnar væru unnar. Um áhrif skoöana- kannana sagði hann, aö ágreiningur ríkti meöal visindamanna og ekki væri hægt aö sýna „ákveöna reglu” um, hvemig áhrif þær hefðu. -HH Bátsverjar Rúnu RE 150 unnu i gær af kappi við að steina niður netin sem Það var iétt yfir mönnum og þeir voru ánægðir með útlitið. Sögðu við kallað er. Þeir verða með 60 net i sjó og ætla að leggja þau í Faxaflóanum. Ijósmyndara: „Þú lætur sjá þig þegar við komum meðhann fullan." Þeir hafa róið frá Reykjavik undanfarin ár með góðum árangri og verða sex Ljósmynd S. menn með bátnum eins og undanfarið. Lánar ekkiútá skreiðina Seðlabankinn hefur ekki endurkeypt nein afurðalán vegna skreiðarbirgða þaö sem af er þessu ári. Skreiðarfram- leiöendur fá afurðalán hjá viöskipta- bönkum sínum og Seðlabankinn hefur fram til þessa endurkeypt hluta þeirra. En vegna óvissu sem ríkir um sölu á skreiö til Nígeríu hefur ekki þótt rétt aö endurkaupa meira af lánum í bili. Um áramót voru til í landinu 12.240 lestir af skreið og nærri 5.900 lestir af þurrkuöum hausum. Jafnvel þótt hægt væri aö flytja út svipaö magn og í fyrra væri þaö aöeins hluti af þessum birgöum. Eftir viöræöur viö viöskipta- ráöuneytiö og viöskiptabankana ákvaö Seölabankinn því að stuðla ekki aö frekari lántökum. -DS. Ráðinn stjóri á Litla-Hraun Gústaf Lilliendahl hefur veriö ráöinn fangelsisstjóri á Litla-Hrauni frá 15. maí næstkomandi. Hann kemur í staö Helga Gunnarssonar, sem hætti fyrir áramót. Gústaf er verkstjóri í tjóna- og tryggingadeild Eimskipafélags Islands. -KMU. Afturí slag út af strætó Borgarstjóri hyggst ekki láta Verðlagsstofnun skipa sér fyrir verk- um hvaö varöar sölu á afsláttarmiðum í Strætisvagna Reykjavíkur. Borgar- stjóri segir þaö ekki í verkahring „verölagsyfii-valda” að ákveða hallarekstur strætisvagnanna í því skyni aö falsa veröbótavísitöluna. „Reykjavíkurborg fordæmir þá til- raun, sem gerö er af opinberum aöilum til aö brjóta niður almenningsvagna- samgöngur í borginni og lýsir yfir undrun á endurteknum ofsóknum stofnunar, sem lýtur pólitísku forræði ríkisvaldsins, í garö höfuöborgarinn- ar,” segir í yfirlýsingu frá borgar- stjóra. Verðlagsstofnun mun grípa til „viö- eigandi aögerða” veröi afsláttarmiö- ar ekki komnir í sölu 1. mars næstkom- andi. -KMU. ---j--- LOKI Vonandi þarf Ingvar ekki að greiða atkvæði á Norðuriandaráðsþinginu. Ingvar Gíslason um þing Norðurlandaráðs: NÆSTUM OMOGULEGT AÐ FYLGJAST MEÐ skriff innskan orðin slík Frá Jóni Einari Guöjónssyni í Osló: „Eg hef nú setiö þrjú þing Norður- landaráös og ég held aö þetta sé þaö daufasta sem ég hef setið,” segir Ingvar Gíslason menntamálaráö- herra í viötali viö DV. Ingvar flutti ræöu á þinginu í gær og í dag heldur hann heim á leiö. I ræöu sinni gagnrýndi Ingvar þá viðamiklu yfirbyggingu sem ráöiö hefur fengið. „Skriffinnskan er orðin slík að næstum er ómögulegt fyrir okkur aö fylgjast meö. Þaö er erfitt að halda okkar starfsemi uppi, viö erum svo fáliðaöir og fyrir okkur ráðherrana er þetta oröiö nánast vonlaust. Viö Islendingar höfum notið góös af norrænni samvinnu síö- ustu þrjátíu árin og óskum sjálfsagt eftir aö sú árangursríka samvinna haldi áfram,” segir Ingvar Gíslason. Hann segir að þaö séu engin sérstök mál sem vakiö hafi athygli á þessu þingi Norðurlandaráðs en unniö sé aö fleiri stórum málum sem lögö veröi fram á komandi þingum. Af „sínum” málum nefnir Ingvar sér- staklega menningarfjárlög ráösins en þar er aö finna fjárveitingar til Norræna hússins og Norrænu eld- fjallastöövarinnar. „Þaö er mjög erfitt að samræma fjárlagagerð í dönskum krónum í þeirri verðbólgu sem ríkir á Islandi. Núna höfum við fengið tvær milljónir danskra króna í veröbólgusjóö, til jöfnunar vegna veröbólgunnar,” sagöi Ingvar Gísla- son. -óm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.