Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1983, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1983, Blaðsíða 35
DV. MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRUAR1983. 35 DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL Hver og einn starfar eftir sérstöku æfingaprógrammi. En ég er sannfærður um það að eftir- spumin verður ávallt næg eftir því sem við eram að gera hér — á þvi er enginn vafi. Konur á biðlista — Hafiðþiðhaftnógafviðskiptavin- um? „Nú er tæpt ár liðið frá því aö við opnuðum og má segja að við höfum ekki getað sinnt þeim öllum sem leitað hafa til okkar. Það hefur verið fullt frá upphafi og sýnir það best áhugann og þörfina semfyrir þessa þjónustuer.” — Hvers konar fólk leitar hingað til ykkar? „Þaö er alls konar fólk á öllumaldri, frá tvítugu til sextugs, held ég aö megisegja.” — Hvort kynið hefur vinninginn hvaö áhugann snertir? „Áhuginn er miklu meiri hjá konun- um. Enda er þaö svo að allar konur sem skrá sig verða að fara á biðlista, engin gengur hér beint inn og byrjar æfingar. En körlunum höfum við getað sinnt fyllilega og getum bætt viö okkur enn. Áhuginn hjá þeim virðist vera eitthvaðminni.” — Hversu oft kemur þetta fólk til ykkar? „Flestir koma tvisvar til þrisvar í viku og eru rúmlega klukkustund í senn.” — Hversumargaþjálfiöþiðíeinu? „Við reynum að hafa ekki fleiri í salnum í einu en tíu til fimmtán. Fleira má þaö ekki vera svo að við getum sinnt hverjum og einum með góðu móti. Það hefur nefnilega komið í ljós að þjálfun er mjög mikilvæg og þörfin á aðstoð og leiðbeiningu er miklu meiri en mig óraði fyrir.” Einn eigenda líkamsræktarstöðvar- innar Gáska er Hilmir Ágústsson sjúkraþjálfari. Hann stóöeinmitt vakt- ina þegar við litum inn og var að kanna þrek ungrar konu sem var að byrja í meðferð, ef svo mætti aö orði komast. Hilmir var beðinn um að lýsa starf- seminni sem þaraa fer fram nánar: „Við byrjum á því í upphafi að skoða viðkomandi. Allir eru þrekprófaðir. Hreyfanleiki er metinn og styrkur. Við könnum hvort einhver veikur blettur er ívöðvakerfifólksins. Að þeirri könnun lokinni er gert pró- gramm sem hæfir viðkomandi ein- staklingi og hann æfir sig svo eftir því undir eftirliti okkar sjúkraþjálfar- anna.” — Þið starfið því á öörum grunni en sams konar fyrirtæki önnur? „Já, ég held ég megi fullyrða að Gáski sé eina líkamsræktarstöðin hér þar sem einstaklingurinn er metinn á þennan hátt og samiö fyrir hann sér- stakt æfingaprógramm og einnig að allir þjálfarar séu menntaðir sjúkra- þjálfarar.” — En hvernig er líkamlegt ástand hjá fólki almennt — er einhver þörf á þessari starf semi? „Alveg tvímælalaust þörf fyrir þetta, á því er ekki nokkur vafi. Al- mennt er líkamlegt ástand fólks mjög slæmt. Og helst er það úthaldsleysi og máttleysi sem hrjáir fólk. Vegna einhæfra hreyfinga verða ákveðnir vöðvar slakir og hætta að sinna hlutverki sínu. Misvægi skapast í vöðvakerfinu. Og er það einmitt tilgangurinn að koma í veg fyrir að þetta misvægi aukist og að eyða því í gegnum æfingamar.” — Hvaða svæði líkamans efu það semeru verst útleikin? „Tvímælalaust herðamar en einnig gæti ég nefnt magann og lærvöðvana. Þetta eru þeir staöir sem eru oftast í slæmu ásigkomulagi.Þaö er ekkert ein- kennilegt þó aö ástandið sé slæmt þvi aö segja má aö nútímamaðurinn stirðni í sitjandi stellingu og er vöðva- styrkurinn í samræmi við það. Við setjumst sex ára og stöndum varla upp fráþví.” — Þú ert ekkert smeykur um að þessar líkamsræktarstöðvar séu fyrir- bæri sem líði undir lok innan skamms tíma? ,,Eg skal ekkert segja um það hvað verður um kollega okkar í greininni. Himir Ágústsson sóst hór ieiöbeina einum viðskiptavini sínum. Miðum ekki við hámarksálag — Enhvaðskyldiþjónustankosta? „Kostnaðurinn er svona á bilinu 550 til 650 krónur á mánuði eftir því hversu oft fólkið kemur, þ.e. eftir því hvort maður kemur tvisvar eða þrisvar í viku " — Eru einhverjir fjölskyldutímar hérhjáykkur? Nei, því miður, viö höfum ekki getað boðiö upp á slíkt. Það eru einungis sér- tímar fyrir karla og aörir fyrir konurn- ar.” Þessi æfingaprógrömm sem þið semjið, eru þau mjög stíf ? „Þaö álag sem við veljum er ekki hámarksálag sem hægt er að bjóða viðkomandi upp á. Við reynum að finna það sem hæfilegt er hverju sinni,” sagði Hilmir Ágústsson að lokum. Hann hafði ekki tíma til að sinna okkur lengur en sneri sér í þess stað að viðskiptavinunum og leiðbeindi þeim um réttu aðferðirnar. Við fengum þó að labba um saiinn og fylgjast með kvenfólkinu og létu þær ekkert raska ró sinni en æfðu af kappi hver í sínu tæki. Besta sem ég hef gert fyrir mig í mörg ár — segir Sólveig Karveisdóttir um líkamsræktina Á einu þrekhjólinu í Gáska sat kona sem hjólaði af kappi. Kvaðst hún heita Sólveig Karvelsdóttir og starfa sem framkvæmdastjóri skiptinemasam- takanna AFS á Islandi. Við báðum hana að svara nokkrum spurningum og hélt hún áfram að hjóla án þess þó að hreyfast úr stað. Hraðamælirinn gaf til kynna aö hjólað væri á 50 kíló- metrahraða. „Við byrjum æfingarnar hér á hjólunum. Það mýkir okkur upp og þegar maður hefur hjólað í um fimmtán mínútur þá snýr maður sér að hinum æfingunum. Hjólið getur maður svo stillt eftir vild.” — Hvenær hófstu æfingar hér, og hvers vegna? „Það var í september á síðastliönu ári sem ég byrjaði hér. Ástæðan var sú að ég haföi þá ekkert hreyft mig — engar slíkar æfingar stundað í fjögur ár. Hafði verið sjúklingur hér áöur fyrr og reyndar ráðlagði læknir mér að fara ekki í æfingar, ég þyldi þær ekki. Ég dreif mig nú samt og sé ekki eftir því. Þetta er án efa það besta sem ég hef gert fyrir sjálfa mig í langan tíma. LÍKAMSRÆKT Texti: GunnlaugurS. Gunnlaugsson Myndir: Bjamleifur Bjarnleifsson Kem andlega uppgefin Eg er undir miklu álagi í starfi mínu og því alveg nauðsynlegt fyrir mig að fara í þessa leikfimi. Eg vinn langan vinnudag, er oft ekki komin heim fyrr en um sjö-leytið og á því erfitt með að finna smugu fyrir áhugamál sem þetta. En það tekst þó alltaf og sýnir það best hversu mikils ég met þetta. Það er vitaskuld oft freistandi aö setjast niður fyrir framan sjónvarpiö og láta sér líða vel að loknum erfiöum vinnudegi. Samt sem áður er þaö nú svo að maður velur frekar að koma hingað. Ég kem hingað andlega uppgefin eftir erfiðan vinnudag. Og að loknum æfingum sný ég héðan þreytt og dösuð, en andlega vel á mig komin. — Ætlarþúaðhaldaþessuáfram? „Já, það hef ég hugsað mér því að eins og ég sagði áðan þá er þetta það besta sem ég hef gert fyrir sjálfa mig í mörgár. Að minnsta kosti vona ég að þessi heilsuræktarstöð haldi áfram því að fólkið hér vinnur gott starf. Þjálfar- arnir fylgjast ótrúlega vel með manni, því hef ég fengið að kynnast. Beri maður sig rangt að við æfingarnar er maöur leiddur á rétta braut um leið. Þetta tel ég afar mikilvægt,” sagði Sólveig Karvelsdóttir að lokum. Viö sáum ekki ástæðu til að tefja hana frekar því aö hún var að ljúka hjólreiðunum og þurfti því að snúa sér að öðrum æfingum. Sóiveig Karveisdóttir hitar sig upp á þrekhjólinu. iirti tdorrus

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.