Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1983, Blaðsíða 3
DV. MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRUAR1983.
3
Albert Guðmundsson:
IBUÐAREIGN ALLT
AÐ 900 ÞÚSUNDUM
VERÐISKATTLAUS
Fasteignamatsverö íbúöar til eigin
nota, allt aö 900 þúsundum, kann fram-
vegis aö veröa dregiö frá við álagningu
fasteignaskatts. Albert Guðmundsson
hefur lagt fram frumvarp um þaö mál
á Alþingi.
1 greinargerð segir meöal annars:
„Húsnæöismál veröa meöal annars
leyst með því aö hvetja fólk til aö koma
sér upp eigin íbúðum. Eignarskattsfrá-
dráttur sá, sem hér um ræöir, ætti að
stuðla aö auknum átökum einstaklinga
til eigin íbúöarkaupa eöa íbúðarbygg-
ingar.” -HERB.
Tveir þingmenn með tillögu á þingi?
Vilja hraða
Múlagöngum
„Vegurinn um Olafsfjaröarmúla er
einn hættulegasti bílvegur landsins.
Þar hafa oröiö yfir 20 alvarleg
umferðarslys á síöustu 7 árum. I
þessum slysum hafa f jórir látið lífiö og
margir slasast. Þá hefur eignatjón
oröiö mikið.”
Þetta segir meöal annars í greinar-
gerö meö þingsályktunartillögu Áma
Gunnarssonar og Stefáns Jónssonar,
áskorun til ríkisstjórnarinnar um að
láta hraöa gerö jaröganga gegnum
Olafsfjaröarmúla.
I greinargeröinni er einnig vikið aö
því aö vegurinn fyrir Múlann hafi meö
hættum sínum, slysum og miklum
kostnaði viö aö halda honum opnum,
jafnvel fælt fólk frá Olafsfiröi. Er þaö
álit stutt í fylgibréfi bæjarstjóra þar.
-HERB.
Samtökin Jafnrétti milli landshluta:
Telja landsbyggð-
ina afskipta
Samtökin Jafnrétti milli landshluta,
sem stofnuð vora á Akureyri nýlega og
DV skýrði frá í frétt þann 14. febrúar
síöastliðinn, hafa sent frá sér ályktun
um ýmis mál. Þar lýsir stofnfundurinn
óánægju sinni með það hve seint
stjómarskrárnefnd skilaöi skýrslu
sinni og þá fljótfæmislegu afgreiðslu
sem málinu sé ætluð, að mestu án al-
mennrar umræðu.
Fundurinn átelur einnig aö meira
vægi atkvæöa á landsbyggðinni sé eina
misréttiö sem þörf sé á aö leiðrétta.
Bent er á aö höfuðborgarsvæöiö njóti
margs konar forréttinda umfram aöra
landshluta sem einnig þarfnist leiðrétt-
ingar.
I ályktuninni segir einnig aö fjöimiöl-
ar hafi fjallað einhliða og jafnvel vill-
andi um máliö þar sem sjónarmiö ann-
arra landshluta en höfuöborgar-
svæöisins hafi lítið komið fram. -PÁ.
Mezzoforte er nú fyrst islenskra hljómsveita að ná fótfestu á Bretlandseyjamarkaðnum. Tveggja laga
plata með hljómsveitinni ernú komin i 87. sæti á lista yfir söluhæstu plötur í Bretlandi.
MEZZOFORTE KOM-
IN í 87. SÆTIÁ
BRESKA VINSÆLDA-
LISTANUM
Þær fréttir berast nú frá landi
Engla aö íslenska hljómsveitin
Mezzoforte sé á góðri leið meö aö
vinna hug og hjörtu þarlendra tón-
listaraödáenda. Á lista þeim yfir
söluhæstu plötur í Bretlandi, sem
birtist í gær, var lítil plata meö
lögum Garden Party og Funk Suite
No 1 komin í 87. sæti listans. Hefur
platan færst upp um ein 50 sæti á
listanum frá fyrri skráningu og er
þetta þaö hæsta sem nokkur íslensk
plata hefur komist á listum í
Bretlandiáöur.
Aö sögn Jónatans Garöarssonar
hjá Steinum hf. er plata þessi mikið
spiluö um þessar mundir í hinum
ýmsu útvarpsstöövum í Bretlandi og
þar á meðal BBC 1 sem er landsrás
þessa fræga útvarpsfyrirtækis.
Telur Jónatan aö þaö hafi gert gæfu-
muninn fyrir sölu á plötu Mezzoforte.
Til að fylgja eftir þessum nýunnu
vinsældum í Bretlandi mun
Mezzoforte bregða sér til Lundúna í
byrjun næsta mánaðar og halda þar
eina hljómleika á staö nokkram sem
heitir The Venue. Þessi staöur er
mjög virtur og mjög góö viöurkenn-
ing fólgin í því einu aö fá aö spila
þama.
I júní er síðan ætlunin aö
Mezzoforte fari aftur til Bretlands og
verður þá um lengri hljómleikaferö
aðræða.
-SþS.
Bóndi kaupir af ríkinu
Jöröin Þjóöólfshagi I í Holtahreppi í
Rangárvallasýslu skiptir væntanlega
um eigendur innan tíöar. Á Alþingi
liggur nú fyrir lagafrumvarp
Magnúsar H. Magnússonar, Steinþórs
Gestssonar og Eggerts Haukdals um
aö ríkið selji Stefáni Jónssyni bónda
jörðina.
Röksemdir meö frumvarpinu eru
einfaldar og skýrar og því fylgja með-
mæli hreppsnefndar Holtahrepps.
Þaö vekur hins vegar athygli aö sala
ríkisjaröar nær ekki fram að ganga
nema meö samþykkt lagafrumvarps á
Alþingi, þá eftirmeöferö beggja deilda
og tveggja þingnefnda. Sex þing-
fundaramræöur þarf um málið, hið
minnsta. -HERB.
o
<C3\
SANTA P0NSA
er sérlega faltegur
baðstrandabær og einn
allra eftirsóttasti
dvalarstaðurinn
á Mallorca. f>ar er iðandi
mannlíf, fjöldi verslana,
veitingastaða,
skemmtistaða og
frábærar baðstrendur.
PÁSKA-
FERÐ
30. MARS 2 VIKUR
VERÐ FRÁ KR. 11.700,-
MINI-F0UES
LÚXUSVILLUR I
SÓLSKINSPARADÍS
Dvalið er i lúxusvillum (bungalows) eða íbúðum á einum fegursta og eftirsóttasta ferðamanna-
staðnum á Mallorca, Puerto de Andrtaitx.
Í boði er gisting i glæsilegum villum og íbúðum.
VERÐTRYGGING:
Ef farfl er pöntufl og greidd afl fullu fyrir 15. mars 1983, festum vifl verð ferflarinn-
ar miflafl vifl þann dag. Vifl veitum 5% staðgreiflsluafslátt efla greiflslukjör sam-
kvæmt nánari upplýsingum é skrifstofu okkar.
JARDIN DEL S0L
er stórglæsilegt nýtt
ibúðerhótel i Santa Ponsa,
sem var opnað i júlí 1982.
Allar íbúðir eru með svefn-
herbergi, rúmgóðri stofu,
baðherbergi, eldhúsi og
svölum sem snúa að sjó.
Glæsilegir veitingastaðir
og setustofur. Mjög góð
aðstaða til útivistar og sól-
baða, stór sundlaug og
Jarcjin del Sol stendur al-
veg við sjóinn.
MALLORCA - VERÐSKRÁ 1983
3013 13/4 11/5 27/5 15/6,6/7 27/7,17/8,7/9
Páskaferð
2 vikur 4 vikur 17 dagar 19 dagar 22 dagar 22 dagar
MINI FOLIES
íbúð 1 svefnh. 4 i ibúð 11.700 11.700 11.900 15.200 15.400 15.500
3 i ibúð 12.200 12.200 12.900 16.900 16.800 17.100
2 i íbúð 12.800 12.800 13.900 18.500 18.900 19.100
Bungalow 1 svefnh.
4 i íbúð 13.900 13.900 13.900 16.200 16.700 16.900
3 i ibúð 14.600 14.600 14.600 17.200 17.600 17.800
2 í ibúð 16.200 16.200 16.200 18.700 19.200 19.700
JARDIN DELSOL
íbúð 1 svefnh. 4 í ibúð 13.900 13.900 13.900 16.200 16.700 16.900
3 i ibúð 14.600 14.600 14.600 17.200 17.600 17.800
2 i íbúð 16.200 16.200 16.200 18.700 19.200 19.700
Verð 15. janúar 1983.
BARNAAFSLÁTTUR:
2-5 ára kr. 4.000,00, 6 -11 ára kr. 3.000,00, 12-15
ára kr. 2.000,00.
Ferðaskrifstofan Laugavegi 66.
Sími: 28633.