Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1983, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1983, Blaðsíða 30
Byrjað var á miklu hlaupi yfir íbókasafnið og voru nokkrir kennarar með iþví Lestrarrall hafið í Mosfellssveit — nemendur tíu ára bekkjar í Varmárskóla lesa 20 bækur á 10 vikum Allóvenjulegt rall hófst í Varmár- skóla í Mosfellssveit í fyrradag. Hér er um aö ræöa svokallaö lestrarrall, sem er í því fólgið aö allir nemendur í tíu ára bekk eiga aö lesa 20 bækur á næstu 10 vikum. Aö því loknu svara þeir nokkrum spurningum um hverja bók og gera úr henni útdrátt. I lokin verður síöan happdrætti þar sem dregið veröur úr númerum allra þátttakenda. Ralliö hófst meö því aö allur hópur- inn, um 110 börn, var ræstur viö Varmárskóla og hlupu síöan allir sem fætur toguðu yfir í bókasafnið, sem er í gagnfræöaskólanum. Þar var mikill handagangur í öskjunni; hver og einn fékk aö velja sér 20 bækur meö aöstoð kennara. Sérstakt eyöublaö fylgir og fær hver nemandi dagstimpil á það, aö loknum lestri hverrar bókar. Alhr sem klára 10 bækur fá viðurkenningu. Hugmyndina aö þessu lestrarralli á Jón Sævar Baldvinsson, safnvöröur í Héraösbókasafni Kjósarsýslu, en safn- iö stendur aö rallinu ásamt Varmár- skóla. Jón sagöi að tilgangurinn meö því væri að efla lestraráhuga nem- enda. Tíu ára árgangurinn væri valinn vegna þess aö nám í lesfögum hefst einmitt í tíu ára bekk. -PÁ Mikii eftirvænting rikti meðal barnanna er úthlutað var gögnum i rallinu. Jón Sævar Baldvinsson bókavörður er lengst til vinstri. DV-myndir Bjarnleifur. Véladeild Sambandsins: Heldur endurmennt- unamámskeið fyrir starfsmenn I rekstri fólksbíla-, vörubíla- og tækjaverkstæðis Þjónustumiðstöðvar véladeildar Sambandsins aö Höfða- bakka 9 í Reykjavík hefur veruleg áhersla veriö lögö á endurmenntun starfsmanna. Þjónustumiöstööin hélt á nýliönu ári fjölda námskeiöa sem öll þjónuðu sama markmiöi, það er að auka gæöi viðhalds- og viðgerðar- þjónustu jafnt verkstæða Þjónustu- miöstöövarinnar sem umboðsaðila hennar um allt land. Fengnir voru sér- fræðingar frá framleiösluaöilum til þess aö halda fyrirlestra og hafa á hendi stjóm á þessum námskeiðum. I byrjun ársins var haldiö námskeiö í viðhaldi og viðgeröum International Harvester dráttarvéla. Stjóm þess var í höndum Ian Brewster frá Doncaster í Englandi. Þátttakendur í námskeiðinu voru starfsmenn vörubíla- og tækja- verkstæðis Þjónustumiöstöövarinnar. starfsmönnum Þjónustumiðstöðvar- A næstu mánuðum veröur efnt til innarogþjónustuaðilumumalltland. fjölda námskeiöa og boðið til þeirra jbh Ályktun atvinnumálanefndar Keflavíkur: Sjávarút- vegsfynr- tækií erfiðleikum Atvinnumálanefnd Keflavíkur hélt fund í upphafi mánaöarins og álykt- aði um atvinnumál á Suðumesjum. Lýsir nefndin áhyggjum sínum vegna alvarlegs ástands hjá sjávar- útvegsfyrirtækjum í bænum, Hraö- frystihúsi Keflavíkur, sérstaklega. Lögö er áhersla á aö stjórnvalds- aögeröir verði að koma til, ef leysa á vanda þessarar atvinnugreinar. Síðan segir: „Nefndin skorar á alla atvinnurekendur á Suðurnesjum aö láta Suðurnesjamenn ganga fyrir þeim störfum sem til falla á svæöinu og ítrekar fyrri ályktanir sínar um að stéttarfélög standi á rétti umbjóð- enda sinna í þessum efnum. Jafn- framt telur nefndin alls óverjandi aö erlendir ríkisborgarar sitji aö störf- um, sem tslendingar hafa og geta unnið.” Einnig kemur fram í ályktuninni að á vegum nefndarinnar er unnið að könnun á búsetu starfsfólks á at- vinnusvæði Suðurnesja. JBH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.