Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1983, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1983, Blaðsíða 21
20 DV. MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRUAR1983. DV. MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR1983. 21 íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir iþróttir íþróttir gþróttir Spánverjará sama hóteli og íslendingar Frá Sigmundi Ö. Steinarssym—f réttamanni DV í Hollandi: — Landsliösmenn Spánar komu einnig til Hollands í gær, eins og íslensku leíkmennirnir. Spánverjar voru í ellefu daga æfingabáðum í Dan- mörku, þar sem þeir léku sinn síöasta ieik gegn Kaupmannahafnarúrvali á mánudaginn — unnu þá 20-18. Spánverjar og íslendingar búa á sama hóteii í Chaam, smáþorpi fyrir utan Breda og þar búa einnig landsliö Sviss og Beigíu, sem eru einnig mót- herjar ísiands í B-keppninni. Það má því segja aö þessar þjóðir búi saman í sátt og samlyndi en þess á milli berjast þau á handknatt- leiksvellinum. „Glíma við nýjan keppinaut” — þarsem bein sjónvarpsútsending er Frá Sigmundi ö • Steinarssyni — f réttamanni D V í Amsterdam: — Ég geri mér fyllilega grein fyrir aö strákarnir muna hér í Hollandi glima við keppinaut sem er okkur óþekktur — þ.e.a.s. að leik okkar gegn Spánverjum veröi sjónvarpaö beint heim tii íslands, sagöi Hilmar Björnsson landsliðsþjálfari. — Þetta skapar vissa spennu sem strákarnir hafa ekki kynnst og fundið fyrir áöur, þar sem aldrei áöur hefur veriö sjónvarpað beint frá lands- leik á erlendri grund. Að sjálfsögöu eykur þetta spennuna fyrir Icikinn og þetta getur bæði orðið já- kvætt og neikvætt fyrir okkur. Strákarnir geta tví- eflst við að vita að þorri fólks á tslandi er að horfa á þá og þeir geta elnnig orðið hræddir, sagöi Hilrnar, sem vonar að sjónvarpsútsendingin hafi jákvæö áhrif á strákana. Hilmar Björnsson landsliðsþjálfari. Arnór Guðjohnsen í leik með Lokeren nýlega. DV-mynd L.D. Schryvet. Ferðatöskumar verða oft á lofti í Hollandi — íslenska landsliðið kom til Hollands í gær og nú byrjar „lobby-líf ið” þar og erf ið f erðalög og leikir á milli Frá Sigmundi Ó. Steinarssyni, fréttamanni DV á HM í Hollandi. Það er mikill áhugi hér í Hollandi fyrir B-keppni heimsmeistarakeppn- innar, sem hefst nk. föstudag. Stærsta handknattleiksmót, sem Hollendingar hafa haldið og 45% aðgöngumiða voru seldir 1. janúar sl. Uppselt var þá á einn leikjanna, leik Vestur-Þýskalands og Tékkóslóvakíu, sem verður í Nij- megen, skammt frá landamærum Hol- iands og Þýskalands. Leikirnir í B-keppninni verða háðir í 22 íþróttahöllum, þar sem gólfin eru flest úr gerviefnum en trégólf þó í nokkrum. Lyfjapróf verða eftir hvern leik og má því búast við að einn leik- maöur íslenska landsliðsins þurfi að gangast undir slík próf eftir hvern leik. Það kom fram í dag í sambandi við keppnisreglur að verði lið jöfn í riðli ræður innbyrðisleikur liöanna úrslitum. Ef það gengur ekki upp — orðið jafntefli — ræður markatala og sé hún jöfn, þá fleiri mörk skoruð. Ferðin frá Keflavík gekk mjög vel. Farið um tvö-leytið að íslenskum tíma og komið um sex-leytið til Amsterdam. Síðan taka fljótt við erfiðir tímar, sífelldur þeysingur milli borga og íþróttahalla. Það var létt yfir landsliðshópnum, þegar hann kom til Amsterdam í gær og var landsliöiö þá aö leggja af stað með langferöabifreið til Chaam, sem er smáþorp fyrir utan Breda í S- Stjóri PSV Eindhoven fylgist með Arnóri — Uppsláttur í belgísku blöðunum í gær að hollenzka liðið vilji kaupa Arnór eftir leiktímabilið hollenska Frá Kristjáni Bernburg, manni DV í Belgíu. frétta- „Ég tek ákvörðun hvað ég geri í lok ieiktimabilsins í vor en þá rennur samningur minn viö Lokeren út,” sagði Arnór Guðjohnsen, íslenski landsliösmaðurinn kunni í knatt- spyrnunni, en í gær var því mjög slegið upp í belgiskum biöðum að knattspyrnufélagiö þekkta, PSV Eindhoven í Hollandi, hefði mikinn hug á því að kaupa Arnór. Ég bar þessa frétt undir fram- kvæmdastjóra Lokeren og hann stað- festi að hún væri rétt. PSV hefði Amór á sínum óskalista. Aöstoðarfram- kvæmdastjóri hollenska liðsins, Jan Eker, hefur fylgst með Arnóri í tveimur síðustu leikjum hans meö Lokeren en hann tekur við fram- kvæmdastjóminni hjá PSV eftir þetta „SVISSLENDINGAR ERU LÚMSKIR OG JAFNFRAMT GRÓFIR” — segir Hilmar Björnsson landsliðsþjálfari, sem fékk upplýsingar um landslið Sviss hjá Dönum Frá Sigmundi Ó. Steinars- syni — fréttamanni .DV í Hol- landi: — Éins og komið hefur fram í DV fékk Hilmar Björas- son, landsliðsþjálfari i hand- knattleik, upplýsingar um Svisslendinga hjá Leif Mikkel- sen, landsliðsþjálfara Dana og Danir útveguðu Hilmari mynd- bandsspólur sem höfðu að geyma landslelki Dana og Svisslendinga, sem fóra fram í ISviss fyrir stuttu. Hilmar hefur séö myndimar |og við spurðum hann um Sviss- lendinga. — Þeir verða þrælerf- iðir við að eiga. Svisslendingar leika yfirvegaðan handknatt- leik og leikmenn þeirra eru út- sjónarsamir og lúmskir. Þeir jmeta færi sín mjög veí og reyna jað nýta sér öll þau færi sem jþeir fá. Þá leika þeir mjög 'fastan vamarleik og var ekki annað að sjá en þeir væru harðir í horn að taka — þeir léku gróft í vörninni gegn Dönum, sagði Hilmar. — Það er ekki hægt að bóka sigur gegn Svisslendingum fyrirfram. Það má ekki van- meta neinn andstæðing hér í Hollandi því að allir mæta til leiks meö því hugarfari að gera sitt bestaogsigra. leiktímabil. Þess má geta að fleiri þekkt lið hafa áhuga á Amóri. Hann er | enn kornungur. Verður 22ja ára í sumar. -KB/hsím. Sigmundur Ó. Steinarsson Hollandi. Landsliðið mun dveljast þar fram á mánudaginn, en þá verður haldið til Amersfoort, þar sem hópur- inn mun dveljast þar til B-keppninni lýkur. — Það reynir mikið á leikmennina að búa á hótelum og það má segja að þeir séu einangraðir þann tíma sem keppnin stendur, sagði Hilmar Bjöms- son landsliösþjálfari. Hilmar sagði að keppnisferð landsliösins til Dan- merkur, Finnlands og Noregs á dögunum hefði verið liöur í því aö láta landsliösmennina kynnast ,,lobby”-líf- inu, sem er nú byrjað hér í Hollandi. — 300 erlendir blaðamenn eru í Tárnaby: „Ég á kannski dálitla möguleika samanlagt” — sagði Ingemar Stenmark þar á blaðamannaf undi Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frétta- manni DV í Svíþjóð. „Ef Phil Mahre gengur illa á þeim mótum sem eftir eru, og mér gengur vel, þá á ég kannski dálitla mögu- leika,” sagði hinn hlédrægi skíðasnill- ingur, Ingemar Stenmark, á blaða- mannafundi í heimabæ sínum, Taraaby, í gær. Það er í fyrsta skipti í vetur að Stenmark lætur í ljós að hann hafi einhverja möguleika tU sigurs í stigakeppni heimsbikarsins í aipa- greinum. Hefur hins vegar oft bent á að hann hafi enga möguleika þar sem hann keppi ekki í bruni. Svigmót í heimsbikarkeppninni er háð í Tárnaby í dag. Þangaö eru komnir 300 erlendir blaöamenn og á blaðamannafundinum í gærsnerist allt um Támaby-strákana þrjá, þá Inge- mar Stenmark, Stig Strand og Bengt Fjellberg. Þeir voru beðnir að segja frá æsku sinni í litla fjallabænum, sem er nyrst í Vásterbotten í Norður-Sví- þjóð, við landamæri Noregs. Myndir af þeim Stenmark og Strand voru teknar við æskuheimili þeirra, nr. 4 og 6 á Svisvegi. Þar er allt kennt við skíði. Strand var spurður um inn- byrðismót hans og Stenmark. Hann sagði að Stenmark hefði aðeins vinn- inginn ,,en ég vann oftar þegar viö vorumstrákar.” Reiknað er með um tíu þúsund áhorf- endum á svigkeppnina í dag. Margir koma frá Noregi og Norðmenn halda með Stig Strand. Þykjast eiga talsvert í honum, móðir hans er norsk' og norskum skíöamönnum hefur ekki gengið vel í alpagreinunum í vetur. -GAJ/hsím. Strangar æfingar Frá Sigmundi Ó. Steinarssyni — fréttamanni DV i Hollandi: — Loka- Komu með kú- rekamyndir Frá Sigmundi Ó. Steinarssyni, fréttamanni DV i Hollandi: — Friðrik Guðmundsson, einn af fararstjórum landsliðsins í Hollandi, sem sér um myndbandaupptökur á leikjum og annað, mun hafa nóg að gera næstu dagana hér í Hoiiandi. Friðrik mun reglulega vera með videosýningar og þá verða ekki eingöngu sýndar myndir af leikjum mótherja okkar í B- keppninni. Friðrik tók gott úrval af ýmsum afþreyingarmyndum frá Islandi — kúrekamyndum og ýmsar aðrar myndir. Hann mun vera reglulega með sýningar fyrir leikmenn landsliðsins, til að stytta þeim stundir á milli striða. undirbúningur landsliðsins fyrir lands- leikinn gegn Spánverjum í Breda á föstudaginn er nú hafinn af fuUum krafti hjá landsliðshópnum í hand- knattleik. HUmar Björasson landsliðs- þjálfari mun stjóraa æfingum í þrjá tima i dag, siðan verður æfing á morgun og létt æfing á föstudags- morguninn. Landsliðið æfði í morgun frá kl. 10— 11.30 í íþróttahöll í Rijsbergen, sem er fyrir utan Breda, og þar verður æfing aftur í dag frá kl. 14.30 til 16.00. Svo verður aftur æfing á sama stað í fyrra- máUð frá kl. 10—11.30 og á föstudags- morguninn æfir landsliðshópurinn í klukkustund í iþróttahöUinni í Breda, þar sem leikurinn gegn Spánverjum hefst á föstudagskvöldið. LandsUðiö æfir síðan á laugardaginn, en á sunnudaginn verður leikið gegn Sviss í Vlissingen og á mánudaginn gegn Belgíu í Gemert. Næstu daga hér verða erfið ferðalög í langferðabifreiðum á milU hótela og iþróttahalla. Ferðatöskurnar verða því oft á lofti, en það má segja að við búum í þeim, sagði Hilmar. Hilmar sagði að þaö væri aUtaf viss hætta við þannig aðstæöur. — Ef t.d. Ula gengur kemur sálræn pressa á leik- mennina, sem ná ekki að slaka á í framandi umhverfi. — Hveraig stytta lcikmcnn sér stundir, þegar þeir eru ekki að æfa eða keppa? — Það er að sjálfsögöu spilað og teflt, eða þá horft á myndir í video. Auðvitað eru þetta aUt gervitóm- Óvíst hvort Þorbergur leikur gegn Spáni Frá Sigmundi Ó. Steinarssyni — fréttamanni DV í HoUandi. — Það er mjög ánægjulegt að Þorbergur Aðal- steinsson er aUur að koma tU og hann verður betri og betri með hverri æf- ingu. Hann er þó ekki búinn að ná sér fullkomlega eftir meiðslin sem hann hlaut í Prag — á hendi, og það er enn óvíst hvort hann getur leikið með gegn Spánverjum, sagði HUmar Björasson, landsliösþjálf ari í handknattleik. HUmar sagði að hann væri ekki enn búinn að velja þá tólf leikmenn sem byrjuöu leikinn gegn Spánverjum. — AlUr strákarnir eru mjög vel á sig komnir og þeir eru tilbúnir í slaginn. LandsUöshópurinn, sem leikur í B- keppninni í HoUandi, er skipaður þessum leikmönnum: Markverðir: Kristján Sigmundsson, Víkingi, Einar Þorvarðarson, V al, Brynjar Kvaran, Stjörnunni. Aðrir leikmenn: ÞorgUs Ottar Mathiesen, FH, Jóhannes Stefánsson, KR, Steindór Gunnarsson, Val, GuðmundurGuðmundsson, V&ingi, Olafur Jónsson, VUóngi, Bjarni Guðmundsson, Nettelstedt, Kristján Arason, FH, Sigurður Sveinsson, Nettelstedt, PáU Olafsson, Þrótti, Þorbjörn Jenson, Val, AlfreðGíslason, KR, Hans Guömundsson, FH, Þorbergur Aðalsteinsson, Víkingi. „Frábært að mæta Villa” — segir stjóri Middlesbro, Malcolm Allison I breska blaðinu DaUy MaU í gær var viðtal við Malcolm AUison, stjóra Middlesbrough, og þar kom fram aö hann hefur sett algjört áfengisbann á leikmenn liðsins f ram yfir bikarleikinn við Arsenal á Highbury næsta mánu- dag. Ef lcikmcnnirnir verða uppvisir að brjóta bannið fá þeir 100 sterlings- punda sekt. AUison var hress að venju og sagði „Það verður frábært að leika við Aston VUla í 6. umferð bikarkcppninnar á heimavelli. Aldrei leikið gegn þeim og leikur liðsins er mjög sveiflukenndur. Það gefur okkur möguleika og eftir að við höfum sigrað Arsenal verður barinn strax opnaður.” -SOS. stundir, því að leikmenn eru ekki vanir því heima hjá sér að spila eða tefla daglega. — Hópurinn er mjög góður og samstiUtur þannig að leikmenn geta púrrað hvem annan upp. Við munum reyna að drepa tímann með ýmsum Ihætti. Það gekk vel í Norðurlandaferð- inni og ég vona að það gangi vel hér í Hollandi, sagði HUmar. Siggi Sveins kemur heim Frá Sigmundi Ó. Steinarssyni, fréttamanni DV í Hollandi . „Ég hef ekki áhuga á þessu tUboði þýska liðsins og mun koma heim eftir siðasta leikinn með Nettelstedt á þessu leiktímabUi. Hann verður 6. júní og ég mun leika með Þrótti næsta leiktíma- bU,” sagði Sigurður Sveinsson lands- liðskappi hér i Amsterdam í gær. Siguröur fékk tUboð frá Lemgo, sem er eitt af efstu liðunum í 2. deUdinni í V- Þýskalandi en tók því ekki. Næsta leik- tímabil má aðeins cinn crlcndur leik- maður leika með þýsku liði. Bjarai Guðmundsson verður áfram hjá Nettelstedt. Þá mun Axel Axelsson hætta hjá Dankersen og koma heim eftir keppnistimabUið. Lárus Guðmundsson leikur við hundinn sinn. DV-mynd L. De Schryver. UPPSELT í PARÍS — á Evrópuleik París SG og Waterschei Litlar líkur era nú á að Lárus Guðmundsson leiki með Waterschei í Évrópukeppni bikarhafa 2. mars næst- komandi vegna hnémeiðslanna. Þá verður fyrri leikur Paris Saint Germain og Waterschei í París. Gífur- legur áhugi er þar á leiknum. Selst hafa 49 þúsund miðar — aðeins tvö hundruð eftir. Síðari leikur Uðanna verður í Belgiu 16. mars og þá eru allar líkur á að Lárus geti leikið með Water- schei. Hann æfir tvær klukkustundir á dag og fer mestur timinn í að styrkja hnéð. -KB, Belgíu. B-keppnin í Hollandi íslenska landsliðið leikur sinn fyrsta leik í B-keppninni gegn Spánverjum í Breda á föstudaginn. Þá verður leikið gegn Sviss í Vlissingen á sunnudaginn og gegn Belgíu i Gemert á mánudaginn. Eftir þann leik heldur liðið tU Amersfoort, þar sem þaö mun hafa fastan samastað þar til keppninni lýkur. Tólf þjóðir taka þátt í B-keppninni í Hollandi og komast tvær efstu þjóðimar í hverjum riðli, sem eru þrír, í úrslitakeppnina um tvö ólympíusæti í Los Angeles 1984. Riðlarnir eru þannig skipaðir: A-riðUI: Ungverjaland, Svíþjóð, Búlgaría og Israel. B-riðUl: V-Þýskaland, Tékkóslóva- kía,Frakkland og HoUand. C-riðUl: Spánn, Sviss, Island og Belgía. Það má reikna með að Ungverja- land, Svíþjóð, V-Þýskaland, Tékkó- s1 ivakía,Spánn og Sviss eða Island komist áfram i keppninni um ólympíusætin tvö. Ef íslenska liðið verður í fyrsta sæti í sínum riðU, leikur Uðið fyrst gegn Ungverjum eða Svíum 2. mars, 3. mars gegn Ungverjum/Svíum og síöan 5. og 6. mars gegn V-Þjóðverjum og Tékkum. Ef liðið verður í ööru sæti veröur fyrst leikið gegn V-Þjóðverjum og Tékkum og síðan Ungverjum og Sví- Helgarferð á B-keppnina í Hollandi Mjög mikUl áhugi er á B- keppninni í handknattleik karla, sem hefst í HoUandi í þessari viku. Éru skipulagðar hópferöir frá flestum löndum sem þar eiga lið og þar á meðal verður skipu- lögð ferð héðan frá islandi um næstu helgi tU að fylgjast með fyrstu leikjum mótsins. Það er ferðaskrifstofan Útsýn sem er með þá ferð. Farið verður á föstudagseftirmiðdag og verður fylgst með leik íslands og Spánar í sjónvarpi í Amsterdam um kvöldið. Siðan verður fylgst með fjórum leikjum beint. Leikjum Íslands-Sviss, Belgíu- Spánar, Íslands-Belgiu og Spánar-Sviss á sunnudag og mánudag og haldið síðan heim aftur til tslands á þriðjudaginn. Ýmislegt annaö vcrður að sjálfsögðu á boðstólum í þessari ferð sem mun fást á mjög hag- stæðu verði hjá Útsýn. -klp- Rush leikur með Wales Landsliðseinvaldur Wales i knattspyraunni, Mike Éngland, valdi í gær landslið sitt gegn Eng- landi á Wembley í kvöld. Það er þannig skipað. NevUle Southall, Port Vale, Joey Jones, Chelsea, Paul Price, Tottenham, Kenny Jackett, Watford, Kevin Rat- cliffe, Everton, Robbie James, Swansea, Mickey Thomas, Stoke, Gordon Davies, Fulham, Ian Rush, Liverpool, Brian Flynn, Buraley og John Mahoney, Swansea. -hsím. Heimsmet Vladimir Salnikov bætti heims- met sitt i 1500 m skriðsundi um rúma sekúndu á sovéska meistaramótinu í Moskvu í gær. Synti á 14:54,76 mín. en eldra met hans frá í fyrra var 14:56,35 mín. -hsím. Sigurbergur þjálfar Ármann Sigurbergur Sigsteinsson verð- ur þjálfari Ármenninga í 3. deUd- inni í knattspyraunni í sumar. Sigurbergur, sem áður fyrr var þekktur landsliðsmaður í hand- knattleik og knattspyrnu, er byrj- aður að þjálfa Ármenninga. Þeir æfa undir hans stjóra tvisvar í viku á íþróttasvæði félagsins. -hsím. Valur og Njarðvík íkvöld Einn leikur verður í úrvals- deUdinni í körfuknattleik i kvöld. tslandsmeistarar NjarðvUiur mæta þá liðinu sem nú trónar í efsta sæti i deUdinni, Val i Haga- skólauum. Þetta er fyrsti leikur- inn í 17. umferðinni og er staðan nú í deUdinni þanuig að Valur er með 24 stig, Keflavík 22 stig, Njarðvik og ÍR 14 stig, Fram 12 stig en KR rekur lestina í deUd- inni með 10 stig. -klp- íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.