Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR 26. FEBRUAR1983. 3 LJósabilnadur í gódu lagi Ljósaskoðunartímabiliuu er lokið. Þar með er ekki sagt að ljósin á bilnum séu endilega í fullkomnu lagi. Ljósastilling breytir sér alltaf smám saman vegna titrings, vegna þess að högg hefur komið á ljósaumgerðina eða vegna þess að þurft hefur að skipta um peru. Ljós sem ekki eru rétt stillt geta orsakað slys ef þau blinda þann sem á móti kemur auk þess sem röng stilling getur gert það að verkum að þú sjáir ekki nægilega vel við erfiðustu skilyrði. Ljósastilling er yfirleitt ódýr aðgerð ef ekkcrt er að Ijósunum annað en still- ingin. Oftast er hægt að fá ljósin stillt á örskömmum tima án þess að þurfa að panta tíma. Fæstir munu trúa því en algengasta orsök þess að ljós eru ófull- nægjandi er að ljósaglerin eru þakin tjöru og óhreinindum. Með tusku vættri i dálítlu af White Spirit má þrífa glerin á nokkrum sekúndum. Mörg verkstæði hafa sérhæft sig í ljósastillingum og flest þeirra gera við þær bflanir sem kunna að vera á ljósum. Éitt þeirra f jTÍrtækja er Bilatún í Garðabæ en þar fást einnig allir varahlutir sem tfl þarf. Við fylgdumst með einu sliku verki, myndirnar tala sinu máli. Láttu líta á ljósin því að öryggið er jafnmikilvægt hvort sem þú ert heppinn eða óheppinn. A PESSUM KEMSTU TILVINNU PEATTFYRIR OFÆRÐINA Hann erframhjóladrifinn með framúrskarandi áksturseiginleika, og sé hann vel búinn til vetraraksturs ferðu allra þinna ferða á honum í íslenskri vetrarófærð. SAAB-SÁER BÍLLINN TÖGGURHR SAAB UMBODIÐ BÍLDSHÖFÐA 16, SÍMI 81530

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.