Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Síða 33
DV. LAUGARDAGUR 26. FEBRUAR1983. 33 Gellir sf. í Skipholti selur bíltœki af gerdinni Alpine. Þar eru margar gerðir vandaðra tcekja og hátalarar, tónjafnarar og kraftmagnarar í iír- vali. Um þessar mundir er Gellir að fá margar nýjar gerðir af Alpine tœkjum, en það er ng lína sambyggðra tækja og verða þau á mjög gódu verði. Það getur því borgað sig að líta inn hjá Gelli á nœstunni fyrir þá sem eru að ,,pœla” íþessu og vilja fá sem mest fyrirpeningana. Þad kemur eflaust engum á óvart að bílútvörp án kassettutœkis eru orðin sjaldgœfir gripir í verslunum. Hjá Nesco á Laugavegi fást slík tceki og kosta frá 1200 kr. En þeir hjá Nesco eru að sjálfsögdu með sam- byOQð tceki einnig og þá annaðhvort af gerðinni Orion eða Clarion. Þeir leggja mesta áherslu á tœki sem kallast Orion CS-E og fullyrða að vegna sameiginlegra innkaupa fyrir öll Norðurlöndin séu þeir með þetta tœki á verði sem vart eigi sér hlidstœðu. Tœkið kostar 5550 kr. Það er með FM stereo, auk miðbylgju og sjálfvirkri bakspólun, innbyggðum tónjafnara og ,,Eader Control” en það er tækni, sem gerir kleift að halda jöfnum hljóðstyrk, jafnvel þótt band sé gallað eða upptaka mis- jöfn að gæðum. Styrkur er 25 vött/rás. Nesco býður einnig fullkomið Dolby hljómflutningskerfi fyrir bila frá Clarion með kraftmagnara, tónjafnara og snældutœki. Sú samstæða kostar frá 23860 kr. Þá eru ekki meðtaldir hátalarar, en þá má fá hjá Nesco af öllum geröum og kostar parið frá 790 kr. og upp í 4980 kr. Heimilistœki sf. í Sætúni selja hin þekktu Philips bíltœki og bjóða marg- ar mismunandi gerðir. Vandað sambyggt tæki kostar um 9000 kr. fyrir utan hátatara. Þar fást einnig allar gerðir af mögnurum og tónjöfnur- um og úival hátalara fyrir öll tíðnisvið og styrk. Heimilistæki sf. eru einnig með hátalarakerfi frá Hose en það er talið með því þróaðasta, sem nú er á markaðinum, og gefur ýmsa möguleika sem þeir kröfuhörð- ustu œttu ekki að láta fara fram hjá sérþegar velja á kerfi af kostgæfni. Hjá Gunnari Ásgeirssyni hf. á Suðurlandsbraut 16 eru á boðstólum bíl- tæki frá Sanyo og einnig þau þekktu þýsku Blaupunkt, en þau síðast- töldu eru nú á sérstöku tilboðsverði. Sérstaklega vekur athygli að Blau- punkt Paris CR kostar aðeins 9550 kr. en þetta tæki er með þeim dýrari erlendis um þessar mundir. Öll tæki, sem boðin eru hjá GÁ, eru með segulbandi, þ.e. með snældu, þ.e. með kassettu, þetla eru allt heiti yfir sama hlutinn. Sanyo tœki kosta 10—18 þúsund eftir gerð. Gunnar Ásgeirsson hf. selur einnig hátalara og biltæki af gerðinni Jensen, útvarp/segulbandstæki kostar 11.500 kr. Ilátalarar eru af ýmsum gerðum, ba>ði frá Sanyo og Jensen, parið kostar frá 3800 kr. og upp úr ef um vandaðri gerðir af Jen- sen hátalarasettum er að ræða. ERUM SÉRHÆFÐIR í VIÐGERÐUM OG ÍSETNINGUM BÍLAVIÐTÆKJA Eigum fyrirliggjandi mjög fjölbreytt úrval af bifreiðaviðtækjum með og án kassettu, einnig stök segulbands- tæki, loftnet, hátalara og annað efni tilheyr- andi. SKIPTIÐ VIÐ FAGMANNINN. RADÍÓÞJÓNUSTA BJARNA ^Síðumúla 17, simi 83433. PRISMA VOLKSWAGEN í fararbroddi á Islandi í meira en aldarfjórðung/ Framhjóladrif - Halogen höfuðljós - Aflhemlar - Höfuópúðar Þynnuöryggisgler í framrúðu - Rúlluöryggisbelti Rafmagns- og fjöðrunarkerfi eru sérstaklega útbúin fyrir íslenskt veðurfar og vegi. Farangursrými 630 I.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.