Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Qupperneq 26
26 DV. LAUGARDAGUR 26. FEBRUAR1963. Annar framhjóladri/inn bill, stýrisgangur stórskemmdur, vólin gengin aftur og billinn skekktur. Vonandi verður sæmilega gert við gripinn áður en hann fer aftur út í umferðina. Bíll sem lent hefur í árekstri, og er svo illa farinn að ekki verður jafn- góður eftir viðgerð, er seldur í því á- standi, sem hann er, annaðhvort af eiganda eða af tiyggingafélagi, ef þaöáhlutaðmáli. Það er kannski nokkuð mikiösagt að fullyrða að tjónabíll geti ekki orö- ið jafngóöur eftir viðgerð, það fer að sjálfsögðu eftir eðli skemmdanna. Þegar tryggingafélögin greiða tjóna- bíla út er það vegna þess að þau meta viögerðina dýrari en svo að hún geti borgað sig undir venjulegum kringumstæðum. Um leið er gefið í skyn að það geti borgað sig að gera þessa bíla upp undir öðrumkringum- stæðum, annaöhvort með því aö verkið sé unnið á ófullnægjandi hátt eða aö einhver, og þaö þarf ekki einu sinni aö vera maður meö fagréttindi, Þessi litur jafnvel heillegri út á myndinni en hann er i raun og veru. Yfirbyggingin er með S-laga skekkju, samstæðan hefur gengið aftur og tii hiiðar, en vinstri hliðin er öll inn um miðjuna. Sumum finnst ef til vill ekki árennilegt verk að lagfœra bílinn en þeir eru tH sem segja að það só „ekkert mái". Furðuiegt má teljast að billinn skuli vera á númerum og á uppboði hjá tryggingafólagi — það verður að teljast hœpið að hann færi í gegn- um skoðun svona útiitandi þótt það só vissara að fullyrða ekkert umþað. geti notfært sér ódýra aðstöðu og dundaö við viðgerðina í sínum frítíma. Það alvarlega í þessu máli er að i öllum tilvikum er tryggingafélag, þegar það á hlut að máli, að firra sig ábyrgð af viögerö, vitandi að svo kann að fara aö bíllinn birtist aftur í umferðinni einn daginn. A Norðurlöndum er nokkuð strangt eftirlit með t jónabílum þegar um skemmdir á grind, stýrisbúnaði og yfirbyggingu er aö ræða. Bilar sem þannig eru útleiknir eru umsvifalaust teknir af skrá og má ekki seija ööru vísi en til niðurrifs. Annað öryggisatriði í sambandi við tjónabíla á Norðurlöndum, t.d. í Sví- þjóð, er að tryggingafélögin líta á það sem hagsmunamál að ekki sé gert við bíla nema það sé unnt á full- nægjandi hátt og hafa því samvinnu um rekstur sérstakra verkstæða þar sem tjónabílar eru gerðir upp og síðan skoðaðir af viðkomandi bíla- eftirliti, sérstaklega með tilliti til þess að um uppgerðan tjónabíl er að ræða. BíU sem stenst þær kröfur sem gerðar eru, fæst því einungis endur- skráður að það sé tekið fram í skráningarskírteini. Hér á landi virðist ekkert eftirlit vera með afdrifum tjónabUa, númer eru ekki tekin af óökufærum bílum á árekstursstaö, a.m.k. ekkií öllumtU- vikum eins og meðfylgjandi mynd sýnir en hún er frá uppboði eins tryggingafélaganna. Þessir bílareru seldir hverjum sem hafa viU. Það er gert við þá ýmist af fagmönnum eöa fúskurum, heiðarlegum eða óheiðar- legum, við fulUtomnar eða ófuU- komnar aöstæöur eftir því sem verk- ast viU. BifreiðaeftirUt rikisins á ekki einu sinni bUalyftu, hvað þá heldur tæki tU að prófa stýrisgang, hemlun, grindarsuður o.s.frv. Þar er ekki um neina öryggisskoöun að ræða. Sá sem selur bíUnn kann að taka þaö fram við kaupandann að um uppgerðan tjónabU sé að ræða, það er undir honum komið, en næsti eigandi minnist ef tU viU ekki á það þegar hann selur. Eins og öllum má ljóst vera eru þessi mál í ólestri og enginn getur ef- ast um það að eins og er skapar þetta slysahættu í umferðinni. Málefni Bif- reiðaeftirlits ríkisins eru löngu oröin kapítuU út af fyrir sig og með ólíkind- um hve rUiisvaldið kemst ódýrt frá því máli, ár eftir ár. Það hlýtur hins vegar að vera um- hugsunarefni aö þaö skuli vera tryggingafélögm í landinu, sem leika stærsta hlutverkið í þessu máli. ,*ÆS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.