Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Blaðsíða 24
24 DV. LAUGARDAGUR 26. FEBRUAR1983. FORNBÍLAR LETOAST VÍ »A: Vaxandi áhugi virðist vera á þvíað geraupp og varðveita gamla btla DV fór Á stilfana og leitaði uppinokkra gamla bfla sem eru á ýmsum stigum, óuppgerðir eða uppgerðir og allt þar á milli. Eigendum ber saman um að Ijárfestingin sé fremur til ánægjuauka en að hán sé hagkvæm f FORD MODEL A 1931 Þennan gullfallega Ford A model, árgerð 1931, á Oddur Björnsson verkfræðingur. Billinn er allur uppgerður að utan sem innan og í upprunalegu ástandi. Það eru ekki margir eftir af þessum Fordum hérlendis en í hægra horni myndarinnar má sjá glitta í annan Ford sem bróðir Odds, Jóhann Björns- son framkvæmdastjóri Ábyrgðar, á og er að gera upp. Sá er árgerð 1934. Væntanlega verður Jóhann búinn að gera hann upp fyrir bílasýningu Fornbilaklúbbsins sem á að verða árið 1984. ——I— CHRYSLER 1947 Þessi stóð á búkkum og því erfitt að færa hann til vegna myndatöku. Þetta er Chrysler árgerð 1947, stærri gerðin. Eigandinn er Áslaug Sívertsen en eiginmaður hennar keypti bílinn nýjan. Bíll- inn hefur verið í umsjón Jóns Hannessonar rafvirkjameistara og eru um tvö ár síðan hann var allur yfirfarinn hjá Ræsi hf. Chryslerinn mun aðallega hafa verið notaður í ferðir að sumarlagi og hefur honum aðeins verið ekið um 70 þúsund kílómetra frá upphafi. Hann er nú eins og nýr jafnt að utan sem innan, hvert einasta smáatriði er í upphaflegu ástandi. Það sem lítur út sem misfella í lakkinu á skott- lokinu er endurspeglun frá hvíthraunuðu loftinu í kjallaranum í Síðu- múlanum þar sem bUlinn er í geymslu. Eldri maður sem er kunnug- ur bUum af þessari árgerð sagði að þessir stóru Chrysler bUar hefðu verið með albestu bUum að keyra á misjöfnum malarvegum og það eina sem vann á þessum bUum aðlokum varryðið. VAUXHALL 14 1947 Þennan rákumst við á inni í Garðabæ hjá Kristjáni Tryggvasyni bifreiðasmið í BUatúni, en hann er að lagfæra bUinn fyrir eigand- ann. Þetta er Vauxhall 14 árgerð 1947. BUniun fylgir reikningur og pökkunarseðill frá SÍS og Vauxhall verksmiðjunum og kvittun fyrir fyrstu skráningu árið 1947, sem þá var kr. 30. Þennan bU keypti nýj- an og átti alla tíð Eyjólfur Leós í Reykjavík. Eftir árekstur fyrir röskum 20 árum, en þá skemmdist bUlinn nokkuð, var honum lagt án þess að átt væri við hann. Einn ættingja Eyjólfs eignaðist bUinn að honum látnum og er nú verið að koma bUnum í fullkomið lag. Vauxhallinn er ótrúlega heillegur og alit í honum er upprunalegt, leðursæti, toppklæðning og gólfmottur, meira að segja virka stefnuljósfingurnir sem ganga út úr hurðarstöfunum beggja megin. Þessi bUl er með sex strokka toppventlavél og 3ja gíra kassa. Meira að segja er í honum þeirra tíma veitistýri, stýrishólk- urinn er sundurdraganlegur þannig að hægt er að stilla stýrishjólið i þá stöðu sem þægilegust er.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.