Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Blaðsíða 8
8 DV. LAUGARDAGUR 26. FEBRUAR1983. Aksturseiglnlelkar bfla og hiólbardar Aksturseiginleiki bíls er afstætt hug- tak. Meö afstæöi er átt við aö mat á eiginleikunum getur veriö mismun- andi eftir því hvaöa forsendur eru notaöar. Viö getum tekiö sem dæmi aksturseiginleika jeppa, þeir kunna aö vera mjög ákjósanlegir utan alfara- leiðar en afleitir á hraöbrautum, og á móti getur dýr sportbíll veriö eins og hugur manns á hraöbrautinni þótt hann sé óþægilegri farkostur á malar- vegi en góöur jeppi. Þótt hér sé um dálítið öfgakennt dæmi aö ræöa ætti þaö þó aö sýna aö notagildi og aksturs- eiginleikar eru samverkandi þættir. Þegar kemur aö venjulegum fólks- bílum, einkabílum, er unnt aö bera saman aksturseiginleika þeirra og meta út frá sömu forsendu. Því fer þó fjarri aö bíll, sem lenti þannig neöar- lega á listanum, þyrfti að vera lakari frá sjónarmiði eigandans, — þaö fer einfaldlega eftir því til hvers og hvernig bíllinn er notaöur. Þeir bílar sem eru taldir einna skemmtilegastir í akstri, t.d. í borgar- umferö, geta haft slaka aksturseigin- Ieika og því fengiö vonda dóma hjá gagnrýnendum. I þessum efnum veröur hver aö sníöa sér stakk eftir vexti, t.d. verður varla viö því búist aö bíll, sem kostar nýr um 40 þúsund krónur, hafi sömu aksturseiginleika upp á aö bjóöa og bíll sem kostar 140 þúsund, enda gildir í bílum eins og annars staðar aö gæöi kosta peninga. Hjólbarðarnir skipta mestu máli Það er dálítið furöulegt hve tak- markaður skilningur viröist vera á mikilvægi hjólbaröanna í sainbandi viö aksturseiginleika bíla. Ohætt er aö fullyröa að ekkert hefur jafnmikíl áhrif á þaö hvernig bíll bregst viö í akstri en hjólbarðarnir og jafnframt er þaö staöreynd aö öryggisþáttur hjól- baröanna veröur aldrei ofmetinn. Þá er dálítiö undarlegt aö sjá rándýra og vandaða bíla, bíla sem eru þekktir fyrir góða aksturseigínleika, á slétt- slitnum hjólböröum. Bíll, sem þannig er búinn, hefur ekki aksturseiginleika á viö þaö sem lélegast er taliö aö öðru jöfnu fyrir utan aö vera hættulegur ökumanni og umhverfi. Sá sem vill tryggja fullkomna aksturseiginleika þarf aðhafa vakandi auga meö hjólböröunum. Réttur þrýst- ingur, samkvæmt því sem framleið- andi bílsins gefur upp, er ráðandi um það hvernig bíllinn lætur aö stjórn og hann getur einnig ráöiö því hver ending baröanna verður. Þegar velja á nýja hjólbarða er rétt aö velta fyrir sér algengustu gerðum, kostum þeirra og göllum. I grófum dráttum má segja að algengustu geröir hjólbaröa séu þrjár: Krossbundnir baröar (Bias/belted) oft meö glertrefjum (fiberglas), þver- bundnir baröar meö Rayon striga (Radial) og þverbundnir baröar meö stálbelti (Steel-belted Radial). Jan P. Norbye hefur skrifaö um bíla lengst af í Popular Science, auk þess aö vera höfundur margra víölesinna bóka um bíla. I bók sinni „Chassis tuning” (útg. Speedsport) birtir hann samanburð á kostum þessara þriggja gerða hjólbaröa. Hann gefur stig fyrir mismunandi kosti og er útkoman á þessa leið: Bias/Belted _ _ , Steel ix-L . . Rayon Radial ' _ .. , (fiberglas) Belted Radial Rásfesta Hljóðdeyfing Hægaksturseiginleikar Hraðaksturseiginleikar Hraðakstursmörk Hraðakstursstjórn Lipurð í bilastæði Hliðarskriðþol Veggrip í bleytu Bensíneyðsla Ending munsturs Samtals stig 110 125 140 100 100 + 100 + 90 90 85 100 125 125 125 140 140 110 125 140 90 85 80 120 150 180 110 125 125 105 110 115 150 180 200 1210 1355 1430 Eins og sjá má eru stálbeltabarð- arnir meö hæstu stigatölu nema í tveimur greinum, hægaksturseigin- leikum (þeir eru haröari) og í lipurö við aö leggja í stæði. Þessi stigatafla getur komið aö góöum notum þegar velja á baröa sem henta notkun bíls og kröfum eigandans. Slitíhjóla-og stýrisbúnaði Hönnun stýris- og hjólabúnaöar gerir ráö fyrir aö afstaða hjóla sé stillt samkvæmt tilmælum framleiöanda. Hjólhalli og millibil framhjóla þarf aö vera rétt stillt til þess aö aksturseigin- leikar séu viöunandi. Slit í stýris- endum breytir stillingu millibils og slit í spindilkúlum breytir stillingu hjól- hallans. Allt slit spillir því aksturs- eiginleikum og getur auk þess orsakaö ótímabært slit á hjólbörðum. Auk þess aö draga úr aksturseiginleikum bílsins getur slit í hjóla- og stýrisbúnaði valdiö slysum þar sem hættan á, aö stýris- búnaðurinn veröi skyndilega óvirkur, eykst með vaxandi sliti. Það aö bíll sé nýskoðaður er engin trygging fyrir því aö stýris- eöa hjólabúnaður sé í full- komnu lagi. Bifreiöaeftirlit ríkisins er ekki búiö tækjum til þess aö fram- kvæma öryggisskoöanir og því full ástæða til aö benda bíleigendum á aí leita til viðurkenndra verkstæöa og láta yfirfara framvagn og höggdeyfa um leiö. Einföld aöferð til þess aö fá vísbend- ingu um slit eöa ranga stillingu á hjóla- búnaöi er aö skoöa hjólbarðana. Með því aö mæla dýpt munstursins, t.d. meö skíömáli eöa vírstubbi, má sjá hvort baröarnir slitna jafnt til hvorrar hliöar og á hvoru hjóli. Sé munstriö t.d. dýpra á ytri brún hægra framhjóls en á því vinstra er ástæða til aö láta athuga slit og stillingu framhjólanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.