Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Blaðsíða 23
DV. LAUGARDAGUR 26. FEBRUAR1983. itaí'oindahvtnhjfan er tvímæla- Umst til böta Mótstaöa eöa mótstööuvir ,, (ef slíkt er fyrir hendi) V Rafeindakveikja, eöa „elektrónísk kveikja” eins og sumir kalla fyrirbær- ið, er töluverð framför og hefur orðið til þess að minnka bensíneyðslu bíla. Flestir nýrri bílar eru búnir þessari gerð af kveikju þótt ástæðan fyrir því sé ekki einungis bensínspamaður. Það gætir oft töluverðs misskilnings þegar veriö er að bera saman kveikju með snertirofa (platínum) og kveikju með ljósbrotsrofa (rafeindakveikju). Þvíer jafnvel haldið fram að rafeindakveikj- an minnki bensíneyðsluna um leiö og hún auki afl vélarinnar. Þetta er að sjálf- [\/|aQ sögöu rangt, éndurbótin felst aiis y ekki í afköstum rafeindakveikju um- fram venjulega kveikju heldur í endingunni. Skýringin á þessu felst í því að venju- leg kveikja með nýjum platínum og í fullkomnu lagi er fyllilega sambærileg við algengustu gerðir rafeindakveikja eins og notaðar eru í fólksbílum. Munurinn á þessum kveikjukerfum er hins vegar sá að platínukamburinn byrjar að slitna strax og nýjum platín- um hefur verið komið fyrir, smám saman minnkar bilið á milli snertl- anna og við þaö breytist kveikjutíminn sem hefur áhrif á brunastig í bruna- hólfum vélarinnar. Sú breyting hefur þau áhrif að minni varmaorka fæst úr hverjum lítra af bensíni, — eyöslan eykst. Með því að hugsa vel um kveikjubúnaðinn, stilla platínubiliö reglulega, má ná bensíneyðslu bíls niö- ur í lágmark að því tilskildu að annar búnaður, svo sem blöndungur, sé í full- komnu lagi. En borgar sig þá ekki aö breyta yfir í rafeindakveikju? Því má svara á þá lund að það getur vissulega borgað sig en það fer eftir bíleigandanum sjálf- um. Rafeindakveikja kostar peninga og það getur þurft að aka mjög mikið áður en hún hefur borgað sig, en hjá sumum getur hún borgaö sig á undra- skömmum tíma. Púlsgjafi nari f l ■ < ) ' í) ' i i uHamar j! ; Neistaskammtari Kveikja Ástæðan fyrir þessu er sú að rafeindakveikjan vinnur án núnings- flatar, hún rýfur strauminn með því að snúningsspjald brýtur ljósgeisla (fótó- sella) og fyrir bragðið helst alltaf sama stilling kveikjutímans og neist- inn til kertanna er alltaf jafn-sterkur. I þessu felst bensínspamaðurinn. Með rafeindakveikju er hægt að tryggja fullkominn bruna í bensínvél, sem þýð- ir minni kolsýring í afgasinu, í mun lengri tíma án þess að stilla eða yfir- fara kveikju. Um leið er ljóst að rafeindakveikja gerir kleift að fram- leiða bíla sem standast settar kröfur um mengunarvarnir, t.d. í Bandaríkj- unum, þar sem mæling á mengunar- völdum í afgasi getur farið fram hvenærsemer (stikkprufur). Af því sem sagt, hefur verið hér á undan má ljóst vera að með rafeinda- kveikju eykst gangöryggi flestra bíla þar sem slithlutir, svo sem platínur og þéttir, eru úr sögunni. Rafeindakveikj- ur eru seldar af mörgum aöilum. Þær eru yfirleitt til í flestar algengari tegundir bílvéla og það ætti ekki að vera sæmilega laghentu fólki ofraun að koma búnaöinum fyrir sé farið eftir leiðbeiningum framleiðandans. Rafeindakveikja er yfirleitt þrír hlutir, rafeindamagnari, ljósbrotsrofi og neistaskammtari ásamt tilheyrandi raflögn og tengingum. BÍLSKÚRSHURÐIR FRÁ Einangraðar amerískar viðarhurðir fyrirliggjandi. ______ Allar hurðir Smcc 1907 ___in □ OOR CO 3 stærðir: breidd 2,70 hæð 2,20 ^breidd 2,70 hæð 2,44 Bílskúrshurðaopnarar fyrir allar hurðagerðir. Aðrar stærðir eftir Gerum tilboð. Einnig hurðir fyrir verksmiðjur, skemmur úr tré eða stáli. ASTRA Síðumúla 32 Sími 86544 Auk þess sem vökvakerfið býður upp á dúnmjúka fjöðrun, má velja um 3 hæðastiHingar, sem er óborganlegt í snjó og annarri ófærð. Þá er öryggi í akstri slíkt, að þó hvellspringi á miklum hraða, er það hættulaust, enda má keyra CITROÉIM á 3 hjólum. CITROÉN GSA PALLAS 1983árg. nú fyrirliggjandi. Verð kr. 242.300,- Hafið samband við sölumann og kynnið ykkur hina hagstæðu greiðsluskilmála okkar. Globusi Lágmúla 5, sími81555. CITROEN* CITROÉN^ feti framar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.