Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Blaðsíða 32
32 DV. LAUGARDAGUR 26. FEBRUAR1983. Bílútvarpstæhi — hljóm- flutningsherfí, í btlcc — Æukin tæhni — auhnar hröfur. Útvarp fæst fyrir 1100 hr. og sambyggö herfi frá 7500 hr. og upp í46000hr. Sjónvarpsmidstödin, Síduniúla 2, selur Audioline tœki i bíla og þar er hagt ad velja úr !2 gerdum tcekja og um 40 mismunandi geröum af hátölurum. Audioline útvarps- og segulbandstæki kosta frá 2830 kr. en tœki med FM stereo ad auki kostar adeins 3560 kr. Hjá Sjónvarpsmidstödinni má fá þokkalegt kerfi med hátölurum fgrir um 4500 kr. og vandad kerfi fyrir um 10000 kr. Stakir 10 vatta hátalarar kosta 880 kr., 35 vatta kosta 1685 kr. og upp í 3000 kr. fyrir ML 210 sem er 60 vatta hátalari fyrir bíla. Tónjafnarar (equalizer) kosta frá 2900 kr. (2 x 15 vött) og upp í 5600 kr. (4x25 vött). Magnari t.d. fyrir 2x25 vött kostar 2080 kr. en fyrir 4x 25 vött kostar magnari 3000 kr. Þeir hjá Radióbœ i Ármúla 38 hafa alltaf verid stórir í bíltcekjum. Þar eru á boðstólum fjölmargar gerðir af Audiovox útvörpum með eða án segulbands og hátölurum af öllum hugsanlegum gerðum. Nú bjóða þeir sérstakt tilboðsverð á vönduðu sambyggðu tceki sem er með FM og AM bglgjum, innbyggðum tónjafnara og 45 vatta kraftmagnara. Þetta tæki kostaði áður 11144 kr. en býðst nú á kynningarverði sem er 7244 kr. Hjá Radíóbæ má fá þokkalegt tœki með hátölurum fgrir 3453 kr. Staka hátalara fyrir vandaðri hljómflutning má fá þar fyrir um 2000 kr. parið. Ef þú hefur áhuga á kerfi sem verulegt púður er íþá er Radíóbær með Audiovox samstæðu með mögnurum, 5 banda tónjafnara og hátalarasamstœðu á aðeins 20000 kr. og er styrkurinn hvorki meiri né minni en2x60 vött. Hjá Radíóbúðinni í Skipholti er úrval tœkja frá Marantz og Roadstar. Roadstar er japanskt fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í bíltækjum og framleiðir ekkert annað. Roadstar bíltækin eru af ótal mismunandi gerðum og mismunandi að útliti, eitt þeirra er t.d. ferkantað tæki sem minnir á flugvélarmælaborð. Marantz tækin eru silfurlituð og er það nýjung í útliti. Hjá Radíóbúðinni fást þokkaleg sambyggð tæki frá Roadstar fyrir 7200 kr. og eru þá hátalarar innifaldir. Heilar samstæður með mögnurum kosta uppí 20000 kr. Á mgndinni er sölumaður með nýja gerð fjar- stýrðra kraftmagnara frá Roadstar en þeir eru með stífum en stillan- legum barka þannig að hægt er að hafa takkana þar sem best hentar hverju sinni. Hljómbær hf. selur Pioneer. Þokkalegt útvarps- og snældutæki kostar 6180 kr. með hátölurum. Hægt er að auka gæðin verulega með því að bæta við 20 vatta magnara sem kostar 1750 kr. Ef þú vilt fara enn hærra þá hafa þeir tónjafnaratmagnara fyrir mun meiri styrk og bergmálsgjafa (ecco) efþess gerist þörf. Það fullkomnasta frá Pioneer er verulega vandað kerfi,,Electronic Crossover Network” eins og það kallast á ensku fagmáli. Ef þú vilt aðeins það vandaðasta þá er þetta tilboðið frá Hljómbœ: Út- varp/segulband af fullkomnustu gerð 15.150 kr. Sérstakur „Bow” magnari 4780 kr. Tveir 20 vatta magnarar kr. 4220, tveir hátalar- ar fyrir bassasvið kr. 1340, tveir fyrir miðtóna kr. 1420 og tveir fyrir hátiðnisviðið kr. 4080. Síðan kemur tónjafnari 3640 kr. og þá ertu kominn í samtals kr. 43.630.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.